Helgarpósturinn - 14.05.1987, Síða 2

Helgarpósturinn - 14.05.1987, Síða 2
UR JONSBOK Minningarræða yfir salmonella-kjúklingi eftir Jón Örn Marinósson Samferðahænsn, skyldmenni og vinir. í grasveðri vaknandi lífs er okkur léttvægu fiðurfé hollt að minnast að vorsólin varpar einnig skuggum. Við njótum þess á degi hverjum að skynja að utan í kössum okkar máttuga gróandi úr lofti og heitleika í moldu. Við stjáklum að frætínslu áhyggjulaus og stélið tifandi af fögnuði svo sem eðlilegt má heita og er okkur nauðsyn ef við eigum ekki að missa móðinn til hins virka amsturs á þessu kjúklingabúi. En Ijósið og hlýindin eru ekki einhlít. Fyrr en varir og jafnvel á okkar eigin priki getur kaidur skuggi byrgt úti vermandi geisla af himni og kæft þá egghvöt sem veitir hjarta okkar þrek til að slá. Slíkum skugga er varpað á líf okkar nú þar sem við erum saman komin drúpnuðum fjöðrum til að kveðja ástkæran kjúkling og félaga hinsta sinni. Kjúklingur braut af sér skurnina öndvert sumar á sólbjörtum morgni, sonur hænu númer 3012 sem lifir þetta barn sitt eins og flest önnur. Faðir hans var hani númer 28, slikjubrúnn og þótti ekki tápmikill, skáldið á búinu og sannur árgali og okkur varð ekki ljóst að gæti flogið fyrr en hann var höggv- inn á nýliðnum vetri að skipun þess er öllu ræður. Stóðu að kjúkiingi góðir stofnar og hlaut hann hið besta í arf frá foreldri sínu, elju og þrautseigju móðurinnar og hneigð föðurins til háleitra markmiða og andlegrar ihugunar. Spillti og ekki í uppvextinum að þetta okkar kjúklingabú þykir fremra öllum slíkum samfélögum að hollustu í umbúnaði og réttlátri fóðurgjöf; stjórnendur þess hvort tveggja í senn nærgætnir og hagsýnir. En jafnvel á stað eins og þessum hlýtur að reka að því fyrr eða síðar að vakni í bringu hvers einasta kjúklings spurnin um hvað bíð- ur okkar allra utan við kassana, utan við endimörk hinnar fiðruðu tilveru sem guðirn- ir skópu okkur af föðurlegri umhyggju sinni með öllu sem anda dregur. Fyrir það getur og enginn þrætt að hann gruflar stundum í sjálfum sér og lífinu og er reynsla okkar allra í slíkum tilfellum að við vitum ekki hvort við eigum að bregðast við svarinu með því að hlæja eða gráta eða láta okkur standa á sama. Ef við hlæjum þykjum við grátleg. Ef við grátum þykjum við hlægileg. Ef við lát- um okkur standa á sama þykir fullvíst að við höfum aldrei gruflað í neinu, hvorki í sjálfum okkur né heldur tilgangi lífsins. En hver er þess umkominn ykkar á meðai, ég spyr, að segja til um það annars vegar hvernig sómi einu hvikhöfða og óttaslegnu hænsni að gjóa augum upp úr frætínslunni og bregðast við æðri staðreyndum? Og hver á meðal ykkar þykist haldinn slíkri algildis- visku að hann sést ekki fyrir í hroka sínum og fram reiðir svör við spurningu okkar eins og þau væru hinn endanlegi sannleikur og guðleg opinberun leyndra dóma? Auðvitað grunar okkur margt. Auðvitað munar oft minna en hársbreidd að turnist í örvænting friður sálar undir litfögrum bí- sperrtum kambi. Við höfum öll okkar óljósu hugboð. Við höfum heyrt ellegar lesið fréttir margoft um sífelit afkastameiri og fullkomn- ari — ég bið nána ættingja hins látna afsök- unar á að ég skuli drepa á efni af þessu tagi á slíkri sorgarstundu en veit ekki sannast sagna hvenær ætti að vera við hæfi að hug- leiða þvíumlíkt ef ekki einmitt nú — við höf- um heyrt ellegar lesið fréttir margoft um sí- fellt afkastameiri og fullkomnari kjúklinga- sláturhús þar sem tæknin er orðin svo mikil að börnum okkar gefst ekki tóm áður en höggið ríður til að fara með stystu bænina sem við kenr.dum þeim nýskriðnum úr eggi. JÓN ÓSKAR Við höfum öll orðið vitni að þegar stjórnend- ur á búinu handleika bústna kjúklinga í æskublóma og slær út á þeim brosi og glampar í augu; má mikið vera, kæru hanar og hænur, ef þar býr ekki eitthvað undir sem okkur væri hughægra að vita sem minnst um. Við höfum öll séð auglýsingar um góm- sæta holdakjúklinga, grillkjúklinga, kjúkl- ingabringur, kryddlegin kjúklingalæri og það sem venjulegu hænsni er um megn að leiða sér fyrir sjónir án þess að vikna: kjúkl- ingasalat. Auðvitað höfum við öll okkar óljósu hug- boð. Þroskinn hefur tamið okkur, sem náðum að lifa til fullorðinsára, látið okkur venjast þeirri ályktun í kössunum að skiptir megin- máli að ná sáttum við stíuna sína og hugsa fremur um að halda réttri stefnu en að kom- ast á réttan stað. En lífið er þróttmikið og verður seint hamið. Sérhver kynslóð tekur í arf bæði löngun og þrá til að snúast öndverð gegn örlögum sínum. Astkær vinur okkar og félagi, kjúklingur- inn sem við minnumst hér í dag, var einn þeirra sem vildu ekki láta bugast. Hann vildi ekki sættast á hlutskipti hænsna og lagði að veði heiður sinn og orðstír sem holdakjúkl- ings. Ég átti oft tal við hann eftir að hann hafði tekið þá ákvörðun að smitast af sal- monellu í mótmælaskyni við meðferðina á kjúklingum og þær hömlur sem þjóðfélagið leggur á vöxt þeirra og viðgang sem ein- staklinga í vestrænu velferðarríki. Ég bar á hann lof fyrir hugrekki og einbeitni, en ég sagði honum æ og aftur að mótmæli af þessu tagi hefðu aldrei náð tilætluðum árangri. Fordæmi hans væri fagurt en andóf hænsna gegn viðtekinni skipan hefði ævinlega bitn- að helst á þeim sjálfum og leitt þjáningar yfir þá sem njóta áttu ávaxtanna af baráttu ein- stakra fugla fyrir réttarbótum. En honum varð ekki haggað. Sýktur af sal- monellu vakti hann með okkur sína hinstu nótt á búinu, taldi í okkur kjark og gaf okkur sýn til betri heima. Hann reis upp á priki sínu með hækkandi sól, sönn ímynd hetjuskapar og hreysti, lét hrekjast undan stappi og skrækjum bústjórnenda inn í kassann sem fiutti hann til slátrunar, öldungis óttalaus og hló hugur í bringu þegar hann fann krækj- urnar læsast um lappir sér og ígrundaði hvað biði þeirra sem legðu hann sér til munns. Ég þarf ekki að rekja þá sögu lengra. Nú stöndum við hér, niðurnegld af söknuði og sorg í þröngum varpkössunum, og minn- umst hans sem gaf allt, er hann átti, svo að við hin mættum öðlast betra líf. í fyrstunni var svo að skilja á fréttum að fórn þessa mik- ilhænsnis hefði borið árangur. Vestur í Döl- um var ólga í fólki og sló út um það kaldsvita og kvölum og kviknaði í brjóstum okkar von um breytta tíma. En við vitum nú að það voru táldraumar einir. Staða okkar á búinu er hin sama og áð- ur. Við vissum reyndar öll að svona færi. Og þó held ég megi fullyrða að við — líkt og aðrar tegundir fugla á verksmiðjubúum — áttum okkur öll innst inni veikburða von um að nú tækist að rétta hlut okkar, dauft endur- skin bjartsýni sem dómur reynslunnar hafði ekki náð að myrkva. Kæru hanar og hænur og kjúklingar smáir. Það er vor í lofti, sumar í nánd og vorar enn að ári. Um leið og ég færi hænu númer 3012 mínar fátæklegu samúðarkveðjur bið ég þess að minning hins látna salmonella-kjúkl- ings megi auðga líf hænsna svo lengi sem verður á eggjum legið. Ég hef lokið máli mínu. AUGALEIÐ Spurningin er vitaskuld: Hvern ræður Steingrímur Hermannsson sem umboðsmann alþingis, á þessum síðustu dögum sínum sem forsætisráðherra . . .? 2 HELGARPÓSTURINN

x

Helgarpósturinn

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Helgarpósturinn
https://timarit.is/publication/47

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.