Helgarpósturinn - 14.05.1987, Side 3

Helgarpósturinn - 14.05.1987, Side 3
FYRST OG FREMST SKEMMTIstaðir höfuðborgar- innar renna nú hýru auga til sigur- vegarans í Söngvakeppni evrópskra sjónvarpsstöðva, írans Johnny Logans, sem ku reyndar hafa komið hingað til lands fyrir allnokkrum misserum. Þegar er vitað að gleðihúsin Evrópa og Broadway hafa spáð í drenginn. Að vísu er vitað að hann muni selja sig dýrt hingað til lands og eru þrjár ástæður helstar nefndar. í fyrsta lagi hefur það ekki gerst í annan tíma að söngvari hafi unnið þessa keppni tvisvar í röð eins og Johnny hefur nú gert. I öðru lagi munu nokkrir aðilar þegar hafa pantað hann fyrir keppnina í þeirri vissu að hann myndi sigra. Og í þriðja lagi gáfu Islendingar sigur- laginu Hold me now ekki eitt einasta stig í keppninni, sem hefur vitaskuld fyllt gamla íslandsvininn gremju sem ógott er að gleyma í bráð... EUROVISIONKEPPNIN er löngu hætt að vera sá miðdepill umræðunnar annars staðar í álf- unni sem hún er hér á landi. Fjöl- miðlaumfjöllunin er t.d. mjög tempruð í Bretlandi, eins og sjá mátti í þarlendu dagblaði á sjálfan keppnisdaginn. Ekki var vikið svo mikið sem einu orði að söngva- keppninni á síðum blaðsins, nema auðvitað í sjónvarpsdagskránni. Þar var að venju bent sérstaklega á kræsilegasta dagskrárefni kvöldsins, en ekki fékk Eurovision að fljóta með í þeirri upptalningu. I sjónvarpsdagskránni var þess hins vegar getið, að þarna gæfist áhorfendum tækifæri til að sjá stressaðan stjórnanda vefja tungu sinni um hálskirtlana í tilraun til að bera fram óskiljanleg lagaheiti eins og „Haegt og hljott" og fleiri! Hér á Islandi, þar sem bílaumferð og sjoppuferðir lögðust niður í u.þ.b. þrjár klukkustundir sl. laugardag, þætti þetta eflaust óviðeigandi ummæli. AÐRIR spekúlantar í þessum efnum vilja jafnvel ganga lengra og láta næsta Evróvisjón-gengi okkar hafa sálmabók við höndina — og sníða búningana þannig að minni á kyrtla... ANNARS gleyma skemmtana- haldarar hinum sönnu sigurveg- urum keppninnar, að minnsta kosti ef reiknað er á skala glens og gamans. Þetta eru Israelsmenn- irnir Datarnir & Kashnir sem færðu áhorfendum Söngvakeppn- innar heim sanninn um að óhætt er að víkja út af formúlunni öðru hverju. Og freista þess jafnvel að koma mönnum í gott skap ... HVAÐ er vinsælast á íslandi? Flugfélagið Flugleiöir virðist koma sterklega til greina! Félagið lét sér ekki nægja eina skoðanakönnun, heldur lét bæði Hagvang og Fé- lagsvísindastofnun kanna viðhorf almennings til þess. Hjá Félagsvís- indastofnun var mjög eða fremur jákvætt viðhorf ríkjandi hjá 74% aðspurðra en hjá 80,4% þeirra sem Hagvangur spurði. 15-20% voru hlutlausir og 6-9% neikvæðir, þar af 1-2% mjög neikvæðir. Ekki mjög hátt hlutfall mjög neikvæðra, sem þó bendir til þess að vel á þriðja þúsund manns yfir 18 ára hafi af einhverjum ástæðum mjög neikvætt viðhorf til Flugleiða. Sjálfsagt aðstandendur Arnarftugs, vinir og vandamenn! En sam- kvæmt könnun Félagsvísinda- stofnunar, sem Flugleiðir greina frá í nýju hefti Flugleidafrétta, komast önnur fyrirtæki og samtök ekki með tærnar þar sem Flug- leiðir hafa hælana, er með 74% vinsældaskor á móti t.d. um 55% hjá ASÍ, um 43% hjá VSÍ, um 27% hjá bönkunum og aðeins um 20% hjá olíufélögunum. I blaðinu er ekki greint frá vinsældaskorti Arnarflugs, þó einhvern veginn verði að teljast líklegt að Flug- leiðamenn hafi viljað sjá útkomu samkeppnisaðilans... MARGIR hafa spáð í hvað betur hefði mátt fara hjá Valgeiri og Höllu Margréti á sviðinu í Brussel. Eins og menn eru sammála um kemur ekki til greina að kenna laginu um ófarirnar, enda sé þar um einhverja fallegustu melódíu að ræða síðan snillingar Þýskalands voru og hétu. Hvað segir ekki í lok leiðara Moggans á þriðjudag: „Og eigum við að leggja einhverja sérstaka merkingu í það að Þjóð- verjar, þjóð Bachs og Beethovens, skyldu veita okkar lagi 10 stig?“ Svarið liggur í augum uppi: Hœgt og hljótt er klassískt wunderbar. Menn kenna semsé laginu ekki um hvernig endirinn varð. Spámenn þessa efnis hafa frekar horft í sviðsframkomu okkar manna á síðustu dögum, til dæmis klæðnað, hárgreiðslu, látbragð — og þó einkum þann fyrirfram ákveðna þokka sem aðalsöng- konunni var ætlað að miðla áhorf- endum við flutninginn. Menn spyrja; var ímyndin kannski ekki alveg í lagi? Og svara ... Ja, Halla var saklaus og sæt, lítt máluð, vart skörtuð og hárgreiðslan svona eins og hæfir yngismey. En var það nóg? Nei, það vantaði eitt- hvað, segja menn. Og nú ku svarið vera fundið. Þær þjóðir sem síst gáfu okkur stig eiga það sameigin- legt að vera kaþdlskar. Og af því að við gátum gefið okkur að þar í löndum ættum við undir högg að sækja þykir nú sýnt að við hefðum átt að leggja mun ríkari áherslu á að geðjast þeim þjóðum í útliti og stíl. Er helst staðnæmst við krossinn, hið helga tákn — og spurt: Af hverju bar Halla Margrét ekki litla pena fermingarkrossinn sinn um svírann granna í Belgíu. Hann hefði glitrað i sviðsljósunum — og blikkað kaþólsku dómnefnd- irnar á þann hátt að úrslitin hefðu efalítið farið á annan veg. HELGARPÚSTURINN UMMÆLI VIKUNNAR Huggun ,,/mínum huga er það ekki girdingin sem Víst var gjaldþrot Gleðibankans Ijótt samt gátu menn þó reyndar vel hans skrimt án. skiptir máli.“ Eins mun verða nú þótt Hægt og hljótt DAViÐ ODDSSON, BORGARSTJÓRI, VEGNA FRÉTTA hafi ekki náð í sæti fimmtán. UM MANN SEM FLETTI SIG KLÆÐUM i SKJÖLI GRINDVERKS. Niðri. Þú ert þó ekki orðinn Moskvukommi? — Ég skal segja þér það, að ég hef alltaf haft þá afstöðu til atburða fyrir austan að spyrja: Hvaða áhrif hefur þetta á líf þess fólks sem ég þekki? En ég spyr ekki sérstaklega um réttlæting- ar eða áfellisdóma. Það sem mér finnst skipta máli fyrir þá sem hafa verið að fylgjast með þarna, er það að möguleikarnir til að breyta eru meiri en maður hélt. Bæði ég og aðrir voru orðnir býsna leiðir á Sovétríkjum Brésnéfs, — og menn voru haldnir einhvers konar lamandi forlagahyggju um að þarna gæti ekkert breyst. Nú ber mönnum saman um að undir Gorbasjof hafi orðið meiri breytingar en nokkurn grunaði. Það er skálað fyrir karlinum og heilsu hans á ólíklegustu stöðum — ef eitthvað er til að drekka. Hafa þannig orðið miklar breytingar frá því þú varst síðast í Sovét? — Þaðhafaorðiðmiklar breytingarífjölmiðlunogímennng- arlífi. Þannig að biðraðirnar hafa ekki styst fyrir framan búðirnar? — Það voru nú ekkert sérstakar biðraðir, nema náttúrlega fyrir framan áfengisbúðirnar. Annars fannst mér úrvalið í versl- unum vera ámóta fátæklegt og fyrir 19 árum þegar ég var þarna síðast. I bókabúðum var ekki til það sem maður vildi helst sjá, hins vegar sýndist mér vera meira úrval af fatnaði og þess háttar. En hvernig merktirðu breytingarnar í fjölmiðlunum? — Það er náttúrlega umfjöllun sem áður var í fullkominni bannhelgi. Ég get nefnt þér dæmi: Ég hef oft sagt frá því að vísi- tala framfærslukostnaðar í Sovétríkjunum hefur verið ríkis- leyndarmál. En nú hafa fjölmiðlar eystra verið í rannsóknar- blaðamennsku og herjað á hagstofuna og fengið alls konar upplýsingar. Það eru ótal tölur sem nú eru birtar sem eru stjórn- völdum óþægilegar. Fannst þér vera léttara yfir fólki en fyrir 20 árum? — Sovéskir þlaðamenn og fólk sem ég þekki hafa mikinn áhuga á þróuninni, sumir eru efagjarnir en aðrir hafa mikla trú á því sem er að gerast. Það er mikið lífsmark með fólkinu. Ann- ars timi ég ekki að segja þér meira því ég er að skrifa heljarmikla Moskvudagbók sem byrjar í Þjóðviljanum um helgina. Munt þú þá boða „glasnost" í Alþýðubandalaginu? Þegar mefnn eru í þessum samanþurðarfræðum átta þeir sig ekki á því að það er heljarmikið „glasnost" í Alþýðubandalag- inu og ég mun halda áfram að boða þíðu í samskiptum manna . . . Árni Bergmann Þjóðviljaritstjóri var langtlmum I Sovétrlkjunum á námsárum slnum. Hann hefur stundum skroppið austur að skoða sig um. Nú er hann nýkominn ásamt konu sinni, Lenu Bergmann, frá Sovétríkjunum — og var þaö fyrsta ferð þeirra eftir „glasnost", þiðu- tímabilið sem kennt er við Gorbasjof. Árni Bergmann nýkominn aö austan HELGARPÓSTURINN 3

x

Helgarpósturinn

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Helgarpósturinn
https://timarit.is/publication/47

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.