Helgarpósturinn - 14.05.1987, Page 6
Firestone
radial hjólbarðarnir
tryggja öryggi þitt
og annarra
FIRESTONE radial hjólbarðarnir eru framleiddir undir ströngu
gæðaeftirliti sem tryggir öryggi þitt og fjölskyldu þinnar.
Sérstæð lögun og mynstur gefa frábært grip og mýkt bæði á
malarvegum og malbiki, sem veitir hámarks öryggi og þægindi í
akstri, innanbæjar sem utan.
FIRESTONE eru einu radial hjólbarðarnir sem eru sérhannaðir
jafnt til aksturs á malarvegum og malbiki.
Og þeir eru úr níðsterkri gúmmíblöndu sem endist og endist
og endist...
UMBOÐSMENN UM
LAND ALLT!
JOFUR HF
Dagbókin hennar Dúllu
Kæra dagbók.
Við Bella fórum með bekknum
okkar í Þjóðleikhúsið um daginn.
Það var svolítið nýtískuleg ballett-
sýning og söngur („Ég dansa við
þig“ hét það), svo það voru nú mest
stelpur sem fóru. Mér fannst ofsa-
lega gaman! Ég vissi ekki að það
gæti verið svona spennandi að fara
í leikhús. Það er líka eitthvað svo
fullorðinslegt.
Einn dansarinn í ballettinum
klæddi sig ALVEG úr á sviðinu.
Svakalegt, maður. Ég skil ekki
hvernig hann þorði að vera svona
allsber fyrir framan alla ... Ég skil
heldur ekki almennilega hvers
vegna þetta var haft svona. Líklega
er þetta eitthvað listrænt.
Ég er allt í einu farin að hafa svo-
lítinn áhuga á stjórnmálum —
kannski af því að Þ. (sem ég er skot-
in í) veit svo mikið um þau og ég
verð að geta talað við hann án þess
að gera mig að algjöru fífli. Og
veistu hverju ég komst að? Það er
með þessa flugstöð, sem búið er að
sýna og tala um í öllum blöðum og
„vörpum". (Flugstöð getur sko vel
verið pólitík, þegar menn eru ekki
sammála um hana.)Ég las um dag-
inn, að það er ekkert búið að borga
hana!!!! íslendingar SKULDA hana
alla. Fengu bara lán einhvers staðar
í útlöndum (sem er nú alltaf verið að
tauta yfir, er það ekki?) fyrir þeim
hluta sem við borgum. Kanar borga
nefnilega part af þessu líka.
Mér finnst þetta ofsalega merki-
legt. En samt er ekkert talað um
þetta neins staðar. Bara sýndar flott-
ar myndir af húsinu og talað við
rosa glaða farþega og svoleiðis. Al-
veg gæti ég gengið í dýrum leður-
dressum daginn út og inn, ef ég
þyrfti ekki að borga fyrir þau. Mér
finnst þetta alveg eins ...
Það er bara verst að Þ. verður
örugglega ekki sammála mér. Ég sá
að minnsta kosti einhverja sjálf-
stæðismenn vera að monta sig með
flugstöðina fyrir kosningar og Þ. er
í Heimdalli. Vesen alltaf í þessu lífi.
Ég hugsa bara að ég ræði ekkert um
þetta við hann. Pabbi varð hins veg-
ar æðislega glaður með mig, þegar
ég sagði honum hvað mér fyndist
um þetta. Svo sagði hann að eina
sparnaðartillaga mömmu í stjórn-
málunum væri sú að hætta við flug-
stöðvarbygginguna, sem löngu væri
tilbúin. Hún vildi líklega láta skila
henni aftur.
Maður skyldi ætla að mamma
væri orðin vön honum, eftir öll þessi
trilljón ár, en hún varð voða æst og
sagði að hann sneri út úr öllum
kvennamálum. Varla er nú flugstöð
neitt sérstakt kvennamál ... Nema
náttúrulega öll ilmvötnin og snyrti-
vörurnar, sem fást þar! (Létt grín,
auðvitað. Þó ég sé nú vitlaus, og allt
það ...)
Ég sá ofsalega merkilegt viðtal
við fatlaða stelpu um daginn. Hún
er öll í því að yrkja ljóð. Ég er viss
um að Þ. þætti flott ef ég færi að
yrkja, en ætli ég sé nógu frumleg?
Bless, Dúlla.
PS Fyrsta tilraun: ÞÖGNIN
síminn hringir aldrei
hann þegir
máttlaus dyrabjallan
hangir ónotuð
.. . á hjartataugunum
IÞROTTIR
Kom, sá og sigraði — ekki
Eftir 8 mánaða streð er fjölmiðla-
keppninni í getraunum loks lokið.
Yfirburðasigurvegari eftir 33 um-
ferðir varð Bylgjan sem náði alls
197 réttum eða 5,97 að meðaltali
(49,7%). Ég óska Bylgjumönnum til
LAUS
ALUR
RETTA ROÐ
Allir í rétta röð.
Nýtt og fullkomið tölvustýrt símaborð tryggir snögga sím-
svörun og afgreiðslu eftir réttri röð. Þegar þú hringir í Hreytil
og heyrir lagstúf, veistu aö þú hefur náð sambandi við
skiptiborðið og faerð afgreiðslu von bráðar.
Hafnarfjörður, Garðabær og Mosfellssveit.
Höfum opnað nýjar biðstöðvar við Ásgarð í Garðabæ,
Esso-stöðina við Reykjavíkurveg í Hafnarfirði og við Þverholt
í Mosfellssveit. Þetta tryggir enn betri þjónustu.
Höfuðborgarsvæðið er nú eitt gjaldsvæði.
Nú getur Hreyfill ekið þér frá Laxnesi
að Bessastöðum eða frá Austurvelli í Straumsvík
á innanbæjartaxta Reykjavíkur
UREVF/LL
68 55 22
hamingju og góða ferð á Wembley.
í öðru sæti lenti tippari DV með 188
rétta (5,70%), í þriðja sæti Tíminn
með 187 (5,67), í fjórða sæti Dagur
með 185 (5,6), í fimmta sæti Morg-
unbladið með 183 (5,55), í sjötta
sæti HP með 180 (5,45), í sjöunda
sæti Pjóðviljinn með 178 (5,39) og
lestina rak Ríkisútvarpið með 177
(5,36 eða 44,7%). Næsta ótrúlegir
yfirburðir Bylgjumanna og ljóst að
DV í öðru sæti náði hlutfallslega
svipuðum árangri og sigurvegarinn
í fyrra, litla Alþýðublaðið. I mini-
keppni hinna útskúfuðu sigraði Al-
þýðublaðið Helgarpóstinn með 8
réttra mun eftir 32 umferðir. Meðal-
skor Alþýðublaðsins varð 5,65 eða
47,13% og hefði spámaður þess þá
lent í fjórða sæti fjölmiðlakeppninn-
ar að öllum líkindum.
Þessum þætti í sögu HP er þá Iok-
ið. Haldið var út í þetta af þrjósku
eftir að íslenskar getraunir höfðu
meinað okkur að vera með því auð-
vitað gefur HP ekki eftir fyrir henti-
stefnu og samtryggingu. Undirritað-
ur þakkar þeim mörgu sem höfðu
samband og hvöttu til dáða.
-fþg
BORNIN
Börnin eiga auövitaö aö vera í belt-
um eða barnabílstólum i aftursæt-
inu og barnaöryggislæsingar á
hurðum.
IP
6 HELGARPÓSTURINN