Helgarpósturinn - 14.05.1987, Síða 7
NYJA HUSNÆÐISLANAKERFIÐ
FORSENDUR LÁNAKERFISINS BROSTNAR
ENGIN LÁNSLOFORÐ GEFIN ÚT í HÁLFT ÁR
ALVARLEGRA ÁSTAND EN FJÁRLAGAHALLINN
GÆTI TAFIÐ MYNDUN RÍKISSTJÓRNAR
EN EKKIFAGMENNSKA
Frá vinstri: Grétar Þorsteinsson, Guðrún Hallgrímsdóttir, Kristín Ein-
arsdóttir, Jón H. Guðmundsson, Þráinn Valdimarsson (formaður),
Siaurður E. Guðmundsson (framkvæmdastjóri), Gunnar Helgason,
Jonann Retersen, Björn Þórhallsson og Gunnar S. Björnsson.
Nýja húsnœdiskerfið er hrunið eft-
ir að Húsnœðisstofnun ríkisins hef-
ur tekið á móti lánsumsóknum í
átta mánuði. Eftir að hafa sent út
lánsloforð frá því um miðjan desem-
ber. Þeir sem fengu lánsloforð fyrir
kosningar geta vœnst þess að fá lán
innan þriggja ára. Þeir sem sœkja
um í dag fá ekki svar fyrr en í haust,
enda getur stofnunin ekki heitið
lánsfé á árinu 1989, 1990, eða síðar.
Ekki hefur verið gengið frá samn-
ingum við lífeyrissjóðina um fjár-
mögnun kerfisins svo langt fram í
tímann. Þetta er staða, sem hvorki
forstjóri Húsnœðisstofnunar ríkis-
ins, Sigurður E. Guðmundsson, né
félagsmálaráðherra, Alexander
Stefánsson, vildu kannast við fyrir
kosningar.
BROSTNAR FORSENDUR
Það var í samningum ASÍ og VSÍ,
sem samið var um þetta nýja hús-
næðiskerfi. ASÍ og VSÍ bera því
vissulega ábyrgð á kerfinu, en þess-
ir aðilar hafa ýmislegt sér til máls-
bóta. Sérfræðingar Húsnæðisstofn-
unar ríkisins bjuggu til forsendur
Stuttu fyrir kosningar gáfu Hús-
næðisstofnun ríkisins og félags-
málaráðuneytið út „kynningar-
bækling" um nýja húsnæðislána-
kerfið. Var honum dreift ókeypis
meðal kjósenda í landinu. Er hann
litprentaður og allur frágangur til
fyrirmyndar. Auglýsingastofan
Gj^lmir sá um gerð bæklingsins.
í bæklingnum, sem saminn var í
mars sl. birta Húsnæðisstofnun rík-
isins og félagsmálaráðuneyti upp-
lýsingar — svokölluð svör við gagn-
rýni — sem eru rangar.
í bæklingnum stendur: „Þegar á
heildina er litið hefur fjöldi um-
sókna reynst svipaður því sem var
áætlað."
Þegar félagsmálaráðuneyti setti
þetta á blað voru umsóknir um lán
6.500, en það eru um 190% fleiri
umsóknir en ráð var fyrir gert. Sam-
kvæmt upplýsingum úr félagsmála-
ráðuneytinu hafði Jóhann Einvarðs-
son, aðstoðarráðherra, yfirumsjón
með gerð bæklingsins f.h. ráðu-
neytisins.
Þegar spurt var eftir bæklingi
þessum í afgreiðsiu Húsnæðisstofn-
unar fengust þau svör, að hann væri
ekki lengur í dreifingu vegna
skekkju sem í honum væri. Svör
þessi voru borin undir Sigurð E.
Guðmundsson, forstjóra stofnunar-
innar. Hann sagði að sér hefði þótt
rétt að hafa bæklinginn ekki á boð-
stólum á meðan fram færi athugun
á vissum atriðum í honum. Sagðist
hann vera að bíða eftir vissum upp-
lýsingum og að ef þær staðfestu að
lánakerfisins, þau Katrín Atladóttir
og Hilmar Þórisson. Út frá þeirra
forsendum var dæmið reiknað. For-
sendur standast ekki og því er kerfið
hrunið. Endanlega ábyrgð á því
hvernig komið er ber hins vegar fé-
lagsmálaráðherra, Alexander Stef-
ánsson, og stjórn Húsnæðisstofnun-
ar ríkisins, sem hefur getað fylgst
með framvindu mála síðustu mán-
uði, án þess að grípa í taumana eða
leggja sitt af mörkum til þess að
veita almenningi réttar upplýsingar
um stöðu mála. Stjórnin hefur
ásamt forstjóra HSR, Sigurði Guð-
mundssyni, og félagsmálaráðherra,
Alexander Stefánssyni, samþykkt
að trúnaðarstimpla upplýsingar um
nýja kerfið. Dæmi um þetta er frétta-
tilkynning um raunverulega stöðu
mála, sem unnin var í Húsnæðis-
stofnun nokkrum vikum fyrir kosn-
ingar, en samþykkt var að senda
ekki út. Upplýsingar sem þar komu
fram þóttu skaða félagsmálaráð-
herra og talsmenn nýja húsnæðis-
kerfisins, sem höfðu m.a. látið gera
dýrar kosningaauglýsingar þar sem
nýja kerfið var lofsungið.
10. febrúar sl. var tekin saman
allt væri með felldu yrði bæklingur-
inn áfram á boðstólum ...
En það er ekki aðeins að beitt sé
löngum upplýsingum. Línurit í
bæklingnum, sem á að sýna verð-
hækkun á fasteignamarkaði, er
einnig fjarri raunveruleikanum. Það
línurit er unnið af Guðmundi Gylfa
Guðmundssyni, sem var á fram-
boðslista Framsóknarflokksins í
Reykjavík. Birtist línuritið fyrst í
grein eftir Guðmund G. Þórarinsson
í Morgunblaðinu og því næst í kosn-
trúnaðarskýrsla í Húsnæðisstofnun
ríkisins fyrir Alexander Stefánsson.
Hann neitaði tilvist skýrslunnar í
fyrstu, en varð að viðurkenna í um-
ræðum á Alþingi að hún væri til. í
skýrslu þessari kemur fram sú nið-
urstaða sem liggur fyrir í svari Hús-
næðisstofnunar til þingflokks Al-
þýðuflokksins. Ástandið hefur að
vísu versnað síðan 10. febrúar, en þá
mátti sjá fyrir niðurstöðuna sem nú
hefur verið gerð opinber.
Forseti ASÍ, Ásmundur Stefáns-
son, lýsti hinu nýja kerfi í upphafi
sem „félagslegri byltingu". Ýmislegt
bendir til þess, að verkalýðsforystan
hafi látið blekkjast af þeim útreikn-
ingum, sem Húsnæðisstofnun og fé-
lagsmálaráðuneyti létu henni í té,
og ekki haft fyrir þvi að láta reikna
fyrir sig dæmið þegar spurt var um
réttmæti þeirrar gagnrýni sem sett
var fram á forsendum kerfisins.
SÉRFRÆÐIAÐSTOÐ OG
FÚSK
Þegar lög um nýtt húsnæðislána-
ingablaði Framsóknarflokksins í
Kópavogi — að endingu var það sett
í fyrrnefndan „kynningarbækling"
Húsnæðisstofnunar ríkisins og fé-
lagsmálaráðuneytis, sem dreift var
stuttu fyrir alþingiskosningar.
Opinberlega hefur ekki fengist
upp gefið hve mikið bæklingurinn
kostaði í heild, en skv. upplýsingum
HP er kostnaðurinn um ein milljón
króna þegar allt er talið, — en kosn-
ingaáróðrinum er ekki lengur dreift
af Húsnæðisstofnun ríkisins.
kerfi voru samþykkt á Alþingi, 7.
maí 1986, var varað við því, m.a. í
nefndaráliti minnihluta og í umsögn
sérfræðinga, að lánakerfið fengi
ekki staðist vegna rangra for-
sendna. Mikill meirihluti á Alþingi
kaus að hafa þessi varnaðarorð að
engu. Og enda þótt félagsmálaráð-
herra, Alexander Stefánsson, hefði
liggjandi hjá sér í skúffunni upplýs-
ingar sem staðfestu varnaðarorðin,
kaus hann að þegja. Hann nýtti sér
ekki upplýsingarnar. I stað þess að
styðjast við álit sérfræðinga eða
leita eftir áliti samtaka fasteignasala
þá kaus hann að styðjast við handa-
hófskenndar upplýsingar úr Hús-
næðisstofnun ríkisins. Hann hafn-
aði sérfræðiaðstoð, en kaus fúskið,
eins og nú hefur komið á daginn.
í forsendum nýja lánakerfisins er
gert ráð fyrir 3.800 umsóknum um
lán fyrstu tvö árin. 2.200 umsókn-
um til kaupa á eldra húsnæði, og
1.600 til kaupa, eða byggingar,
nýrra íbúða. Áldrei hefur fengist
upp gefið, hvernig tölur þessar eru
fengnar, en gagnrýnendur hafa
haldið því fram að umsóknir gætu
orðið um 6.000 á ári í stað 3.800,
eins og reiknað er með.
Nú hefur komið í ljós, að umsókn-
ir eru 7.200, á fyrstu átta mánuðum
nýja lánakerfisins. Þetta þýðir að
tvöfalt fleiri sækja um lán á ári en
stofnunin gerði ráð fyrir í áætlunum
sínum. Sérfræðiaðstoð var hafnað
og byggt á fúski.
LÁNSÞÖRF —
NIÐURGREITT LÁNSFÉ
Fasteignakaup ungs fólks, og þar
af leiðandi umsóknir til Húsnæðis-
stofnunar ríkisins, drógust verulega
saman á árunum 1982—1986. Við lá
að ákveðnir aldurshópar hyrfu af
fasteignamarkaði vegna misgengis
launa og lánskjara, — vegna að-
stæðna sem ríkjandi voru á fast-
eignamarkaði. Þegar svo verkalýðs-
hreyfingin samdi í góðri trú um nýtt
húsnæðislánakerfi kom í ljós að
þessi hópur var langtum stærri en
menn reiknuðu með. En þessi upp-
safnaða þörf er ekki eina skýringin.
Nýju lögin rýmkuðu mjög rétt
manna til láns. Svokölluð G-lána-
nefnd, sem mat umsóknir eftir fjöl-
skyldustærð og félagslegum að-
eftir Helga Má Arthursson
stæðum, var lögð niður, enda var
öllum þeim sem greiða í lífeyrissjóði
sem keyptu skuldabréf af Húsnæðis-
stofnun opnuð leið að lánsfé á nið-
urgreiddum vöxtum. Hefur þetta
m.a. leitt til þess, að stór hópur kyn-
slóðarinnar sem er að minnka við
sig húsnæði — sem e.t.v. engin lán
hvíla á — fær full lán skv. reglum
stofnunarinnar, eða eins og sagði í
trúnaðarskýrslunni til Alexanders
Stefánssonar frá 10. febrúar: „Sam-
kvœmt nýju lögunum eiga allir rétt
á láni, efiðgjöld til lífeyrissjóða hafa
verið greidd og viðkomandi lífeyris-
sjóður kaupir skuldabréf af stofnun-
inni. Skiptir þá engu máli þó um-
sækjandi selji íbúð fyrir 10 m.kr. og
kaupi aðra á 4 m.kr.“ Menn gátu
m.ö.o. gert góðan bissness í hús-
næðislánum!
HUSNÆÐISMAL —
STJÓRNARMYNDUN
Ástandið í húsnæðismálum er síst
skárra en fjárlagahallinn. Ný ríkis-
stjórn tekur við 7.200 lánsloforðum
gefnum út í nafni fráfarandi ríkis-
stjórnar. Miðað við áætlað brottfall
umsókna kosta lánsloforðin tæpar
ellefu þúsund milljónir — 11 millj-
arða — á verðlagi maí 1987. Stofn-
unin upplýsir sjálf að hún hafi 3
milljarða til ráðstöfunar vegna láns-
umsókna sem bárust eftir 1. septem-
ber 1986. Þetta þýðir um átta þús-
und milljóna gat í fjárhagsdæmi
Húsnæðisstofnunar ríkisins. Ríkis-
stjórnin er m.ö.o. búin að lofa lánum
um tvö og hálft til þrjú ár fram í tím-
ann og binda þannig hendur næstu
ríkisstjórnar langt fram á næsta
kjörtímabil, enda þótt enn hafi ekki
verið gengið frá samningum við líf-
eyrissjóðina.
Sú innistæðulausa ávísun sem gef-
in hefur verið út nú gerir það ill-
mögulegt að byggja upp váranlegt
húsnæðislánakerfi á næstu misser-
um. Húsnæðisklúðrið gæti sömu-
leiðis torveldað möguleika á ríkis-
stjórnarmyndun. Heimildir HP í
þremur stjórnmálaflokkum herma,
að menn séu smám saman að átta
sig á því hve risavaxin vandamálin í
húsnæðiskerfinu eru og jafnframt
að það taki langan tíma að ná botni
í þessum málaflokki — húsnæðis-
málin gætu tafið, eða haft veruleg
áhrif á stjórnarmyndunarviðræður.
nynyggingarian eru tiurri en reiknaO
var meú. Umsöknir um lán til kaupu
á noiuöu hús-
næöi eru hins-
vegar fleiri.
K^jarjHieikl^
ina er litiA,
helur fjökli
umsokna reynst ^
^vi|7aöurj7v} '
sem var aæilaö.
virOi. Nýja lánakertirt jök vissulega
eftirspurn eftir húsnærti á sama tíma
og margir seljendur fóru sér hægt.
Ein skýringin á þessu felst í nýju
lánalögunum. Samkvæmt þeim hafa
þeir forgang art lánum sein eru art
kaupa í fyrsta sinn, mertan hinir
þurfa art bírta lengur. Mert tímanum
mun art nýju komast á jafnvægi
framborts og eftirspurnar á fasteigna-
markartnum.
Fjttlhýltshús í Reykjavík. FxsicignaverA miðað vift láaskjaravisiiölu.
I.HIU.II l‘Mi - 11«) .VMiiHiVmKMiilui Tolur frj IV m» .ik I '«? ciu l»r.i.Sj|iíiKitji.ilur
®«®®®
;®ee®9i «»w®
deeeeð®_®®eeev
e®v___j>ceeeeeeu&eeeee«.
eeeee^eeeeeeeeeeeeeeeee
eeeeeeeeeeeeeeeeeeeeeeee
„HIÐTÍMINN EITIIt IÁNUM
I ll-I-T Ht IJENGST."
vi\.n llér i»:rtir ákvt»rtins misskiln-
ings á jiví hvernig nýja kcrfirt virkar.
Hér art framan hefur verirt rakirt
hvernia srnrtirt nr nrt •iforf*irtsln
Or bæklingnum t,Nýtt lánakerfi, Breyttir tímar, Nokkrar staðreyndir
um nýju husnæðislánin". Húsnæðisstofnun ríkisins dreifir bæklingn-
um ekki lengur vegna rangfærslna.
GLANSBÆKLINGUR ALEXANDERS
TEKINN ÚR UMFERÐ
KOSNINGAÁRÖÐRI EKKI LENGUR DREIFT RANGFÆRSLUR í BÆKLINGI KOSTNAÐ-
UR MILLJÓN
HELGARPÖSTURINN 7