Helgarpósturinn - 14.05.1987, Page 9
gagnvart Albert og leiða að því lík-
um að sökum þess hafi þeir ekki
rætt málefni Hafskips við banka-
ráðsformanninn. Þetta álit rökstyð-
ur nefndin ekki, hvorki með rökum
né tilvitnunum í bankastjóra.
Niðurstöður nefndar Jóns Þor-
steinssonar um ábyrgð bankaráðs-
ins eru á þá leið, að erfitt sé að skil-
greina hlutverk þess.
í samtaii við Helgarpóstinn sagði
Jónatan Þórmundsson, prófessor í
refsirétti, að í ljósi ákæru á hendur
bankastjórunum væri eðlilegt að
spyrja nokkurra spurninga. Hafa
bankaráð minni, samskonar eða
meiri ábyrgð en stjórnir hlutafé-
laga?
Þegar skýrsla nefndar Jóns Þor-
steinssonar er skoðuð kemur fram
að bankaráðið hefur ekki gegnt
skyldum sínum. Það hefur brugðist
sem sá eftirlitsaðili, sem því er ætlað
að vera. Hins vegar segir í skýrsl-
unni að erfitt sé að koma starfs-
ábyrgð yfir ráðið. Eins og kemur
fram hér að ofan er ástæða þess
meðal annars sú, að ráðið virðist
ekki hafa fært fundargerðabók með
þeim hætti, sem því ætti þó að vera
skylt.
BANKARÁÐIÐ SINNTI
EKKI EFTIRLITSSKYLDU
SINNI
Ef bankaráð Útvegsbankans væri
stjórn hlutafélags hefði það verið
ákært. Það eru til fjölmörg dæmi í
réttarsögunni um stjórnir hlutafé-
laga sem hafa verið dregnar til
ábyrgðar fyrir að hafa ekki sinnt eft-
irlitsskyldu. Stjórn Steinolíufélags-
ins var á sínum tíma fundin sek um
að hafa brugðist þessari skyidu.
Makar og foreldrar, sem setið hafa
til málamynda í stjórnum fyrirtækja
vandamanna sinna, hafa sömuleiðis
verið dæmd fyrir að hafa brugðist
eftirlitsskyldu sinni. Jafnvel þó þetta
fólk hafi aldrei setið stjórnarfund.
í ljósi þessa er erfitt að skilja hlut-
verk bankaráðs Útvegsbankans.
Samkvæmt skýrslu nefndarinnar
sinnti það ekki því hlutverki sem því
var ætlað. Það hafði ekki eftirlit
með Hafskip, sem var einn af fimm
stærstu lántakendum bankans. Það
kvað ekki á um ábyrgðir til Hafskips
miðað við stöðu bankans. Það sá
ekki svo um að skuldbindingar og
tryggingar Hafskips væru innan
eðlilegra marka. Það brást eftirlits-
skyldu sinni.
Heimildir Helgarpóstsins innan
yfirstjórnar Útvegsbankans draga
þessar niðurstöður nefndarinnar í
efa. Þær segja að bankaráðið hafi
fylgst með málinu. En þó svo niður-
stöður nefndarinnar séu réttar hlýt-
ur bankaráðið að bera ábyrgð á því
að hafa ekki gert það sem því er lög-
boðið að gera. Nægir þar að nefna
til 140. grein hegningarlaganna, en
bankastjórarnir eru einmitt ákærðir
fyrir brot á henni. í greininni segir
að opinber starfsmaður sem synjar
HVERJIR SÁTU Í BANKARÁÐINU?
1. janúar1981 settust nýir menn í
bankaráð Útvegsbanka íslands. Þeir
komu inn á sama tíma og ríkissjóður
gaf bankanum nýja vítamínsprautu,
hátt í níu hundruð milljónir króna á
verðgildi dagsins í dag. Formaður
þessa bankaráðs var Albert Gud-
mundsson. Forsæti í bankaráði Út-
vegsbankans var eitt af þeim skil-
yrðum er hann setti fyrir stuðningi
sínum við ríkisstjórn Gunnars
Thoroddsen. Með Albert í banka-
ráðinu sátu Gudmundur Karlsson,
annar fulltrúi Sjálfstæðisflokksins,
Alexander Stefánsson, fulltrúi fram-
sóknar, Arinbjörn Kristinsson, fyrir
Alþýðuflokkinn, og Gardar Sigurds-
son, fyrir Alþýðubandalagið.
Þegar ríkisstjórn Steingríms Her-
mannssonar var mynduð véku þeir
Albert og Alexander úr ráðinu og
settust í ráðherrastóla. Guðmundur
Karlsson gerðist þá formaður ráðs-
ins, en Valdimar Indridason fyllti
skarð sjálfstæðismanna og Jón Aö-
alsteinn Jónsson tók við sæti fram-
sóknar.
Kjörtímabili þessa bankaráðs lauk
þann 1. janúar 1985 og nýtt ráð tók
við. Formaður þess varð sjálfstæðis-
maðurinn Valdimar lndriðason.
Garðar Sigurðsson sat áfram fyrir
Alþýðubandalagið. Nýir menn voru
Kristmann Karlsson, fyrir Sjálfstæð-
isflokkinn, Jóhann Einvarösson,
fyrir framsókn, og Þór Guömunds-
son, fyrir Alþýðuflokk.
Þetta var síðasta bankaráð Út-
vegsbanka íslands.
A tíma þessara bankaráða hafa
þrír menn verið viðskiptaráðherrar
og æðstu yfirmenn bankans. Tómas
Arnason, núverandi seðlabanka-
stjóri, var viðskiptaráðherra í ríkis-
stjórn Gunnars Thoroddsen. Matthí-
as Á. Mathiesen var viðskiptaráð-
herra í ríkisstjórn Steingríms Her-
mannssonar þar til Matthías Bjarna-
son tók við af honum eftir stóla-
skiptin.
Enginn þessara manna hefur enn
verið dreginn til ábyrgðar, hvorki af
ákæruvaldinu, Alþingi né þeim
stjórnmálaflokkum sem þeir til-
heyra.
eða af ásettu ráði lætur farast fyrir
að gera það, sem honum er boðið á
löglegan hátt, sæti sektum eða
varðhaldi.
ÚTVEGSBANKAMÁLIÐ
BÍÐUR ENN
AFGREIÐLSU
Lítið hefur verið fjallað um aðra
valdapósta sem koma við sögu í Út-
vegsbankamálinu. Þegar þeir eru
hafðir í huga vakna fleiri spurning-
ar.
Hver ber ábyrgð á því að banka-
eftirlitiö hafði engin afskipti af Út-
vegsbankanum frá 1980 og allt þar
til bankastjórnin óskaði eftir athug-
un um mitt ár 1985? Hvar liggur
ábyrgð æðsta yfirmanns bankans,
viðskiptaráðherra?
Það eru litlar líkur til að svör fáist
við þessum spurningum. í öllum
umræðum um Hafskipsmálið hafa
stjórnmálamenn, helstu yfirmenn
bankans, einblínt á refsiábyrgð í
málinu. Aðalmarkmiðið hefur verið
að láta dómstóla ákvarða hverjum
væri hægt að koma undir lás og slá.
Grundvallaratriði málsins hafa
því setið á hakanum. Það hefur ekki
verið tekið á því hvernig ríkisbanka-
kerfið er skipulagt, hver ber ábyrgð
á því sem aflaga fer í því og hvað
þetta kerfi segir okkur um aðra
þætti þjóðfélagsgerðarinnar. Til
þess nær málið of djúpt niður í ræt-
ur þjóðfélagsins — og stjórnmála-
flokkanna.
Málflutningurinn í máli ákæru-
valdsins gegn bankastjórunum, sem
hefst í Sakadómi á morgun, snýst
ekki um Útvegsbankamálið. Hann
snýst um hvort bankastjórar ríkis-
banka bera ábyrgð á áhættuvið-
skiptum banka sinna, umfram
bankastjóra hlutafélagsbanka.
Útvegsbankamálið bíður enn af-
greiðslu.
ERU SAKIRNAR FYRNTAR?
MÁL ÁKÆRUVALDSINS GEGN BANKASTJÓRUM ÚTVEGS-
BANKANS TEKIÐ FYRIR í SAKADÓMI
Bankastjórar Útvegsbankans eru
ákœröir fyrir brot á 140. og 141.
grein almennra hegningarlaga. 1
fyrri greininni segir aö hver sá opin-
ber starfsmaöur sem af ásettu ráöi
neitar, eöa lœtur farast fyrir, aö gera
þaö sem honum er boöiö á löglegan
hátt skuli sœta sektum eöa varö-
haldi. Seinni greinin fjallar um stór-
fellda og ítrekaöa vanrœkslu eöa
hiröuleysi í opinberu starfi og eru
viöurlög viö brotum á henni sömu
og viö brotum á fyrri greininni.
Það er fátítt að ákært sé vegna
brota á 141. greininni og einsdæmi í
réttarsögunni að ákæruvaldið styðj-
ist við 140. grein.
Þar sem lítið hefur reynt á þessar
lagagreinar fyrir dómstólum hafa
hvorki sækjendur né verjendur við
fordæmi að styðjast. Pétur Guögeirs-
son, sakadómari, fær heldur ekki
mikinn stuðning af réttarsögunni í
starfi sínu. Málið verður nokkuð
frjálst til sóknar og varnar.
Þegar málið verður þingfest á
morgun mun dómurinn skipa verj-
endur hinna ákærðu. Þeir eru Árni
Árnason, sem mun verja Ólaf
Helgason, Benedikt Blöndal fyrir
Lárus Jónsson, Eiríkur Tómasson
fyrir Björn Guöbjörnsson, Gunnar
M. Guömundsson fyrir Jónas Rafn-
ar, Helgi V. Jónsson fyrir Halldór
Guöbjarnason og Sveinn Snorrason
fyrir Armann Jakobsson.
A morgun mun BragiSteinarsson,
vararíkissaksóknari, einnig leggja
fram gögn til stuðnings málinu. Þá
munu nánari efnisatriði ákærunnar
koma fram, en í ákærunni, sem birt
var 9. apríl síðastliðinn, voru þau
næsta almennt orðuð. I henni kom
fram að bankastjórarnir væru
ákærðir fyrir að hafa valdið með
brotum sínum því fjártjóni sem Út-
vegsbankinn varð fyrir í kjölfar
gjaldþrots Hafskips. Þegar ákæran
var birt var þetta tjón metið á 422
milljónir króna, en því spáð að það
ætti eftir að aukast. Það hefur þó
enn ekki orðið, heldur hefur tjón Út-
vegsbankans minnkað. Samkvæmt
nýjum upplýsingum frá -skiptarétti
er tapið nú áætlað 409 milljónir
króna.
Þegar gögn ríkissaksóknara hafa
verið lögð frarn munu verjendur
taka við að móta vörn sína. Þó gögn-
in séu enn ekki komin fram skulum
við líta á nokkra þætti í málsvörn-
inni.
Meðal þess sem lögmenn hafa
velt fyrir sér er fyrningarfrestur
þeirra lagagreina sem ákæran bygg-
ir á. Samkvæmt þumalputtareglu er
hann tvö ár. Fresturinn hefst þegar
brotastarfsemi er hætt og lýkur þeg-
ar málið er tekið fyrir hjá rannsókn-
araðila eða dómi. í tilfelli banka-
stjóranna er brotastarfsemin at-
hafnaleysi. Fyrningarfrestur rofnar
síðan þegar Útvegsbankahluti Haf-
skipsmálsins var tekinn fyrir hjá
skiptarétti eða af rannsóknarnefnd
Hœstaréttar, sem hófu störf á svip-
uðum tíma, um áramótin 1985-
1986.
BITIST UM TÚLKUN Á
FYRNINGARREGLUM
Þrír af hinum ákærðu höfðu hætt
störfum hjá bankanum er ákærur
voru birtar. Bjarni Guðbjörnsson
hætti störfum tveimur og hálfu ári
áður en málið kom til meðferðar
skiptaréttar, og þeir Jónas Rafnar og
Ármann Jakobsson einu og hálfu ári
fyrir meðferð skiptaréttar. Ef þumal-
puttareglunni er beitt er sök Bjarna
fyrnt, en um sex mánuðir af starfi
Jónasar og Ármanns eru innan
fyrningarfrests. Fordæmi eru fyrir
því í réttarsögunni að menn hafi ver-
ið sýknaðir af ákærum á grundvelli
þess að brotastarfsemi þeirra hefur
linnt þegar þeir hættu störfum í
stjórnum fyrirtækja. Þannig var til
dæmis Vilhjálmur Þór, forstjóri
Sambandsins, sýknaður af ákærum
í Olíumálinu svokallaða.
Innan embættis ríkissaksóknara
mun þetta þó ekki vera túlkað á
þennan hátt. Samkvæmt viðræðum
Helgarpóstsins við innanbúðar-
menn þar lítur embættið svo á, að í
þessu máli hefjist fyrningarfrestur
ekki fyrr en afleiðingar verknaðar-
ins komu fram. Um þetta atriði mun
verða bitist.
Varðandi hina fjóra ákærðu má
velta því fyrir sér hvenær athafna-
leysi þeirra lauk. Var það þegar
bankinn krafðist þess að Hafskips-
menn gengju til samninga við Eim-
skip um haustið 1984, þegar bank-
inn krafðist hlutaf járaukningar fyrir
áramótin 1984-1985, þegar bankinn
óskaði eftir úttekt bankaeftirlitsins á
sjálfum sér um sumarið 1985, eða
ekki fyrr en málið var komið fyrir
skiptarétt? Lárus Jónsson og Ólafur
Helgason hófu ekki störf við bank-
ann fyrr en 1. júní 1984. Ef talið er
að afskiptaleysi þeirra hafi hætt um
haustið 1984 snýst mál þetta um tvo
eða þrjá mánuði af starfi þeirra í
bankanum. En um þetta atriði mun
einnig verða bitist.
Annað atriði sem lögmenn hafa
velt fyrir sér er hvort starfsmenn
ríkisbanka teljist til opinberra starfs-
manna. Hvort þeir hafi aðra stöðu
fyrir dómstólum en kollegar þeirra í
einkabönkunum. Bankastjórarnir
eru ákærðir fyrir brot í opinberu
starfi. Ef þeir hefðu verið banka-
stjórar, til dæmis Iðnaðarbankans,
hefði engin ákæra verið birt. Af
málavöxtum í Hafskipsmálinu að
dæma væri hugsanlegt að ákæra á
hendur bankastjórum einkabanka
byggðist á 249. grein hegningar-
laga (umboðssvik). Þar sem ríkis-
saksóknari vísar ekki til þeirrar
lagagreinar í ákæru sinni má ætla
að athafnaleysi bankastjóra Útvegs-
bankans hafi, að mati ríkissaksókn-
ara, ekki fallið undir þá grein.
Til eru fordæmi í réttarsögunni
um það hvort starfsmenn ríkisbank-
anna séu opinberir starfsmenn eða
ekki. Árið 1963 var stjórn starfs-
mannafélags Útvegsbankans dæmd
til harðari refsingar í svikamáli
vegna stöðu stjórnarmanna sem
opinberra starfsmanna. Sá dómur
var reyndar byggður að hiuta á lög-
um, sem nú eru fallin úr gildi. Gjald-
keri í Landsbankanum var sömu-
leiðis dæmdur til harðari refsingar
vegna stöðu sinnar í fjársvikamáli á
áttunda áratugnum. Það mál gékk
reyndar ekki til Hæstaréttar, svo
enn má sjálfsagt láta reyna á þetta
atriði. Jónatan Þórmundsson, pró-
fessor í refsirétti, taldi þó hæpið að
starfsmenn ríkisbankanna féllu ekki
undir ákvæði hegningarlaga um
brot í opinberu starfi.
GILDA „BANKALEG
SJÓNARMIÐ" Á
ÍSLANDI
Hér á opnunni er fjallað um
ábyrgð bankaráðsins. Þó menn séu
ósammála ríkissaksóknara um
ábyrgðarleysi þess kemur það ekki
við vörn bankastjóranna. Þeir
munu ekki hafa hag af því að benda
á aðra er bera ábyrgð en hafa ekki
verið ákærðir. Ekki frekar en maður
ákærður um þjófnað getur varið sig
með því að benda á þjóf sem komst
upp með athæfi sitt.
Þó hér hafi verið bent á nokkur
atriði er orka tvímælis í ákærunni
mun vörnin þó fyrst og fremst snú-
ast um að sanna sakleysi hinna
ákærðu, að þeir hafi í alla staði
gegnt störfum sínum af trú-
mennsku, og það áfall sem bankinn
varð fyrir vegna Hafskipsmálsins
hafi orðið vegna ófyrirséðra atvika.
Bankastjórarnir hafi ekki getað séð
fyrir verðlækkun á skipastól félags-
ins og hafi treyst upplýsingum er
forsvarsmenn Hafskips létu af
hendi.
Annar þáttur varnarinnar mun
sjálfsagt beinast að sjálfri uppbygg-
ingu ríkisbankakerfisins. Viðskipti
bankans við Hafskip voru í raun
skilgetið afkvæmi þessa kerfis.
Bankinn gat aldrei losnað undan
þessum viðskiptum og var þráfald-
íega neyddur til að halda þeim
áfram. Yfir bankastjórunum var
bankaráð, viðskiptaráðherra og
ríkisstjórn, sem í flestum ákvörð-
unum brutu gegn bankalegum sjón-
armiðum. En þau sjónarmið virðast
liggja að baki ákærunni, eins og
skýrslu hæstaréttarnefndarinnar og
gagnrýni bankaeftirlitsins.
HELGARPÓSTURINN 9