Helgarpósturinn


Helgarpósturinn - 14.05.1987, Qupperneq 10

Helgarpósturinn - 14.05.1987, Qupperneq 10
* „Í ,* ,S «*..*>» •.» ýf a’ íYíVfYy **'#'j* #&¥’&&&&# ekki tvö þúsund HP HELGARPÓSTURINN Ritstjóri: Halldór Halldórsson Ritstjórnarfulltrúar: Helgi Már Arthursson Sigmundur Ernir Rúnarsson Blaðamenn: Anna Kristine Magnúsdóttir Friðrik Þór Guðmundsson Gunnar Smári Egilsson Kristján Kristjánsson Jónína Leósdóttir og Óskar Guðmundsson. Ljósmyndir: Jim Smart. Útlit: Jón Óskar Hafsteinsson Framkvæmdastjóri: Hákon Hákonarson. Skrifstofustjóri: Garðar Jensson. Auglýsingastjóri: Hinrik Gunnar Hilmarsson Auglýsingar: Sigurður Baldursson Dreifing: Garðar Jensson (heimasími: 74471) Guðrún Geirsdóttir Afgreiðsla: Bryndís Hilmarsdóttir Ritstjórn og auglýsingar eru að Ármúla 36, Reykjavík sími 681511. Afgreiðsla og skrifstofa eru að Ármúla 36, sími 681511. Útgefandi: Goðgá h/f Setning og umbrot: Leturval s/f. Prentun: Blaðaprent h/f. LEIÐARI Húsnæðismál hafa verið í brennidepli allt frá því fyrir þingkosningar árið 1983. Þá var staðan í húsnæðismálum slík, að flestir stjórnmálaflokkar — og sérstaklega flokkarn- ir sem þá mynduðu ríkisstjórn — hétu ungum kjósendum varanlegum umbótum í húsnæð- ismálum. Algengt var að rætt væri um að lána allt að 80% af verði staðalíbúðar. í kjölfar myndunar ríkisstjórnar settist Alexander Stef- ánsson í stól félagsmálaráðherra, en undir hann falla húsnæðismál. Efnahagsaðgerðir leiddu til þess að svokölluð misgengiskyn- slóð varð til. Niðurskurður launa samfara óskertri lánskjaravísitölu fæddi af sér hús- næðisvanda, sem menn höfðu áður ekki staðið frammi fyrir og voru tvístígandi í því hvernig leysa ætti þennan vanda. I samningum 1986 gerðu síðan aðilar vinnumarkaðarins með sér samkomulag í húsnæðismálum, sem síðar var staðfest sem lög frá Alþingi. Talsmenn, eða ábyrgðar- menn, nýja lánakerfisins líktu þessu nýja lána- kerfi við félagslega byltingu. Og óhætt er að fullyrða, að afstaða manna til þessara samn- inga — samkomulags um að launamenn greiddu áfram niður verðbólgu að verulegu leyti — réðst mikið til fyrir húsnæðissam- komulagið. Nýtt húsnæðiskerfi tók formlega gildi 1. september sl. og hefur því verið starfrækt í rétta átta mánuði. Sérstök nefnd undir forystu Hallgríms Snorrasonar, hagstofustjóra, samdi lagafrumvarpið — grundvöll lánakerfisins — og studdist nefnd þessi við forsendur, sem fengnar voru úr Húsnæðisstofnun ríkisins. Þetta voru áætlanir, sem hingað til hefur verið haldið fram að byggðust á áætlaðri þörf. Á átta mánaða tímaþili hafa húsnæðismál- in gjörsamlega farið úr böndum. I stað þess að tvö þúsund og sjö hundruð umsækjendur legðu leið sína í Húsnæðisstofnun með um- sóknarblað eru umsækjendur nú orðnir sjö þúsund og tvö hundruð. Aukning umfram áætlaða þörf er eitt hundrað og níutíu pró- sent. Samt sem áður létu Húsnæðisstofnun og félagsmálaráðuneyti gefa út lítinn bækling — fyrir kosningar — þar sem því er haldið fram, að umsóknir væru í samræmi við áætl- aða þörf. Ekki skal lagður dómur á það hér hvort þetta var ódýrt auglýsingatrix Alexand- ers Stefánssonar, en upplýsingarnar eru rang- ar. Bæklingi þessum er enda ekki dreift leng- ur. Helgarpósturinn hefur gagnrýnt nýja hús- næðislánakerfið, þ.e. forsendur þær sem byggt er á, og haldið því fram að kerfið gæti ekki gengið upp. Þörfin væri vanáætluð, eða ráðstöfunarfé Byggingarsjóðsins of lítið. Verkalýðsforystan, Alexander Stefánsson og Sigurður E. Guðmundsson hafa mótmælt og sakað blaðið um óvandaðan málflutning — „innantóm æsingaskrif" kallaði Sigurður E. Guðmundsson það hér í blaðinu fyrir nokkr- um vikum. Þrátt fyrir andóf þessara aðila blasa staðreyndir við. Hjá þeim verður ekki komist. Forsvarsmenn íhúsnæðismálum hafa trúnaðarstimplað upplýsingar um hvað raun- verulega er að gerast í húsnæðismálum. Þeir hafa haldið upplýsingum leyndum og neitað tilvist gagna, sem síðar hafa komið fram. Þeir hafa hrakist úr einu horninu í annað. Nýjar upplýsingar, — unnar af starfsmönn- um Seðlabanka íslands og Húsnæðisstofnun- unar ríkisins — voru lagðar fram í Húsnæðis- stofnun í mars sl. Staðfesta þær gagnrýn- ina sem fram hefur verið sett á húsnæðislána- kerfið. En upplýsingarnar voru ekki gerðar opinberar. Þær hafa ekki verið ræddar opin- berlega, enda þótt skýrsluhöfundar spái fyrir um gjaldþrot þessa nýja lánakerfis. Stjórn Húsnæðisstofnunar ríkisins skuldar kjósend- um í landinu skýringu á því af hverju hún kaus að þegja. Margrét Grétarsdóttir, 15 ára grunnskólanemi úr Breiðholts- skóla í Reykjavík, tekur hér við hluta 1. vinningsins í Ijós- myndagetraun HP — ritsafni Halldórs Laxness — úr hendi Viðars Gunnarssonar, fram- kvaemdastjóra Vöku-Helga- fells, sem er forlag nóbels- skáldsins. Þeim á hægri hönd stendur Sigmundur Ernir Rún- arsson, ritstjórnarfulltrúi HR Dregið í Smart-ljósmyndagetraun HP frá sýningunni Sumarið '87: GRUNNSKÓLANEMI FÆR RITSAFN LAXNESS — Grafíkverk Ragnheidar Jónsdóttur og íslendingasögurnar fara á Sel- tjarnarnes og í Suður-Þingeyjarsýslu. Gífurleg þátttaka í getrauninni. Helgarpósturinn tók þátt í sýning- unni Sumarið ’87, sem lauk nýueriö í Laugardalshöll. í bás blaðsins á sýningunni gátu gestir freistað þess að þekkja nöfn sex íslendinga af tólf myndum, sem Ijósmyndari blaðsins, Jim Smart, hefur tekið fyrir blaðið á síðustu árum, en þetta voru; Gunn- ar Huseby fyrrv. kúluvarpari m.m., Guðrún S. Gísladóttir leikkona, Leif- ur Þórarinsson tónskáld, Herdís Þorgeirsdóttir, ritstjóri, Megas (Magnús Þór Jónsson) tónlistarmað- ur, Svavar Gestsson stjórnmála- maður, Hólmfríður Karlsdóttir fóstra, Þráinn Bertelsson ritstjóri og kvikmyndaleikstjóri, Sveinbjörn Beinteinsson allsherjargóði ása- trúarmanna, Sævar Karl Ólason klœðskeri, Finnur Jónsson listmál- ari og Sigurður Guðmundsson r myndlistarmaður. Fyrstu tvo daga r sýningarinnar gat reyndar líka að r líta Hilmar Örn Hilmarsson tónlist- r » armann á sýningunni auk Jóns Tryggvasonar kvikmyndagerðar- manns og Magnúsar Kjartanssonar myndlistarmanns. Nóg var að nefna sex þessara nafna. Glœsilegir vinn- ingar voru í boði, eða sem hér segir: 1. vinningur: Ritsafn Halldórs Laxness / tilefni af 85 ára afmceli skáldsins 23. apríl sl. 2. vinningur: Grafíkverkin Hröðun I, II og III eftir myndlistarkonuna Ragnheiði Jóns- dóttur. Og 3. vinningur var útgáfa Svarts á hvítu á íslendingasögun- um, I. og II. bindi. Dregið hefur verið úr réttum lausnum getraunarinnar, en þátt- taka fólks var reyndar svo mikil að lausnarmiðarnir kláruðust nokkru áður en sýningin var úti. Nöfn vinn- ingshafanna eru eftirfarandi: 1. Margrét Grétarsdóttir, Skriðu- stekk 3 í Reykjavík. Hún hlýtur Rit- safn Halldórs Laxness frá Vöku- Helgafelli, alls 47 bækur. 2. Jón Garðar Ögmundsson, Aust- urströnd 4 á Seltjarnarnesi. Hann fær heimsend grafíkverkin eftir Ragnheiði Jónsdóttur á allra næstu dögum, en þau eru alls þrjú, sem fyrr segir. 3. Hólmfríður Sigurðardóttir, Forn- hólum, Hálshreppi í Suður-Þingeyj- arsýslu. Hún fær sendar heim Is- lendingasögurnar, I, og II. bindi, í útgáfu Svarts á hvítu. Starfsfólk Helgarpóstsins óskar þessum vinningshöfum hjartanlega til hamingju með glæsilega vinn- inga og vonar að þeir komi sér vel. Þátttakendum öllum þakkar svo blaðið áhugann sem þeir sýndu þessum litla leik okkar á Sumarsýn- ingunni í Laugardalshöll, gleðilegt sumar. -Ritstj. Vinningarnir dregnir úr réttum lausnum i getrauninni — og eins og sést var úr nógu að velja. Smartmyndir. ingsdeild sveitarinnar, Strax, hefur sem kunnugt er verið að reyna fyrir sér að undanförnu á hinum stóru al- þjóðlegu mörkuðum og er stór plata hljómsveitarinnar, sem kom út hérlendis fyrir síðustu jól, að koma út á Norðurlöndunum, Italíu og Kanada en lítil plata hefur þegar farið á undan. Einnig mun vera von á myndinni frá Kínaferðinni marg- umtöluðu innan tíðar, en vinnsla hennar hefur dregist nokkuð þar sem hún reyndist vera talsvert um- fangsmeiri heldur en reiknað hafði verið með í upphafi... LAUSNÁ SKÁKÞRAUT 55 Fjellström 1. Hg5 Hrókurinn leysir drottninguna af hólmi, svo að hún geti brugðið sér frá. 1 e2 2 Dd3 mát 1 Re4 2 Dh5 mát 56 Tuxen Svartur er næstum patt og ekki auðvelt að sjá hvernig hægt er að forðast pattið án þess að hleypa kónginum út. 1 Hel d3 2 Ke3 Kxe5 3 Kxd3 mát. Þetta er indverska þemað, eitt frægasta þema í skákdæmum: Maður lokar línu annars og knýr þannig svarta kónginn á reit þar sem hægt er að máta hann. Nafnið er þannig til komið að höfundur fyrsta dæmisins, er samið var um þessa hugmynd, var Breti er bjó í Indlandi þegar hann samdi dæm- ið, um miðja nítjándu öld. 10 HELGARPÓSTUFSINN

x

Helgarpósturinn

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Helgarpósturinn
https://timarit.is/publication/47

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.