Helgarpósturinn


Helgarpósturinn - 14.05.1987, Qupperneq 23

Helgarpósturinn - 14.05.1987, Qupperneq 23
LISTAPÓSTURINN Steinsteypa og bílalakk á sýningu Ivars Valgarðssonar á Kjarvalsstöðum sem verður opnuð nk. laugardag Sýning ívars Valgardssonar verk- ar óneitanlega köld. Efnin eru óvenjuleg og um leið hörð, stálið, steinsteypan og lakkið, en í bland eru svo mýkri efni, krossviðurinn og olían, sem skapa andstœðu hins mjúka og lífrœna við hið harða, kalda og lífvana. Á sýningu ívars á Kjarvalsstöðum að þessu sinni verða alls 7 verk, 4 skúlptúrar úr steinsteypu og þrjú einskonar málverk. Málverkin eru ekki hefðbundinnar gerðar að sögn ívars, þau eru ekki máluð á striga heldur ýmist máluð á spónaplötur eða krossvið og ein myndin er sprautuð á stál. Spónaplötumyndin er máluð með olíulitum en kross- viðarmyndin hins vegar með véla- lakki og sprautumyndin á stálinu er gerð með venjulegu bílalakki. ívar sagðist ekki hafa unnið sýn- inguna út frá neinni einni ákveðinni hugmynd eða markmiði. Vissulega væru tengsl milli verkanna en þau væru kannski meira tilfinningalegs eðlis en að fólk gæti rakið milli þeirra ákveðnar hugmyndir, þó slík tengsl væru iíka fyrir hendi. Ivar hélt sína fyrstu einkasýningu í Ásmundarsal 1980 og sýndi þar m.a. ljósmyndir, en þeirri tækni kynntist hann þegar hann var við nám í Hollandi. Á þeirri sýningu var meira um að ræða form en innihald, myndirnar voru formspekúlasjónir, þó ekki þannig að þær væru hreint abstrakt, þó vissulega væri þar margt skylt. Á seinni einkasýningum hefur hann blandað nokkuð ljósmyndum saman við málverk og skúlptúra. Aðspurður sagði ívar að það væri undarlegt með myndirnar; oft kæmi endanleg útkoma þeirra sér á óvart, bæði þægilega og ekki, og þó hann legði stundum upp með ákveðna hugmynd um það sem hann vildi fá fram, þá gengi það ekki alltaf eftir, hugmyndir væru lengi að þróast en það þýddi ekki endilega að þær skiluðu þeim áhrif- um sem til var ætlast í upphafi. DJASS Djass gleöikvennanna í Tijuana Michael Petrucciani: Power of Three (Blue Note/Skífan) Fáir djassleikarar hafa vakið jafn óskipta athygli á síðustu árum og franski pianistinnAÍ/c/íoe/ Petrucc- iani. Kemur tvennt til. Hann er fantapíanisti, ef nota má það um mann er leikur jafn ljóðrænt og innhverft að helst minnir á Bill heitinn Evans. Hann er dvergvax- inn og bæklaður. Höfuð kýlt ofan í bringu og hann getur ekki gengið vegna ills beinasjúkdóms er á hann herjar. Slíkt lætur hann ekki á sig fá og menn hætta að sjá það fljótlega eftir að hendur hans taka að leika um hljómborðið. Blue Note var að gefa út skífu með hon- um, þá fyrstu sem flutt er til ís- lands. Þetta er ný Blue Note-útgáfa og ekki í þeim stíl sem hljómplötufyr- irtækið er þekktast fyrir. Hér er engin kýling, fönk, ýlfrandi saxar eða æpandi trompetar. Hér ríkir ljóðið öðru ofar í meistaralegu samspili Petruccianis og gítarleik- arans Jims Hall. Stundum verður samleikur þeirra dálítið litdaufur til lengdar — það þarf að skerpa andstæðurnar — fá hressandi vindkviðu til að ýfa lygnan sjó. Það er gert á þessari skífu með gestablásara. Meistari Wayne Shorter blæs í þremur ópusum af fimm, bæði á tenór- og sópran- saxófón. Það er mikið langt síðan Wayne Shorter hefur blásið jafn ómengaðan djass á plötu — varla síðan hann var með Miles fyrir raf- magn. Upphafsöpus skífunnar er Limbo eftir Shorter, sem fyrst var hljóðritaður af Miles Davis fyrir skífuna The Sorcerer. Það er blásið hratt í tenórinn og Petrucciani leikur bassann á meðan Jim Hall slær þurra hljóma. Á ballöðu Petruccianis Morning blues blæs Shorter í sópraninn — og sem fyrr er tónn hans engu líkur; fegurri söng næturgalans. Þriðji ópusinn er Shorter blæs í er kalýpsó eftir Jim Hall: Bimini. Jim lék oft kalýp- só með Sonny Rollins, en hann var í „brúar-kvartettinum" fræga er seinna hljóðritaði Don’t stop the carnival. Hér slær Jim Hall einn þurran hljómasóló svo gítarinn er á stundum sem ásláttarhljóðfæri. Dúóar Michaels og Jims eru tveir: Careful, blús frá Jimmy Giuffre- árum Jims Hall, og In a senti- mental mood, sá sígildi Ellington- söngur. Þar vefja þeir saman tóna sína í miklu vígindi -- en eins og segir í upphafi: Á þann söng einan er erfitt að hlusta í of stórum skömmtum. Því finnst mér þessi skífa mun betri en sjónvarpsupp- takan er ég heyrði með þeim tveimur í Jazzhus Slukkefter. Það gerði gæfumuninn að hafa Wayne Shorter með sér á Montreux-djass- hátíðinni þann 14. júlí 1986. Upp- tökur allar og frágangur eru Blue Note til sóma. Það er eins og kapp- arnir séu komnir inn í stofu til manns. Charles Mingus: New Tijuana Moods (RCA/Skífan) Það eiga margir djassgeggjarar Tijuana Mood-skífuna hans Ming- usar í gömlu RCA-útgáfunni frá 1962. Þar hallar girnileg gleði- kona sér að glymskratta og sýgur reyk úr rettu og lyftir blúndupils- inu svo rauð rós blasir við fyrir ofan svartan silkisokk er hylur hné. Þá var tónlistin frá Tijuana sex ára og gefin út í fyrsta sinn og Mingus gaf út stórorða yfirlýsingu um að þetta væri besta tónlist hans til þessa. Og víst var hún góð og full af lífi — þessu spriklandi tryllta lífi sem Mingus gæddi gjarnan tóna sína. Maður sá ísa- Meistari Mingus á Tijuana-árunum. eftir Vernharð Linnet o bellu dansa á búlluborðunum og heyrði kastanetturnar smella og götumúsíkantana þeyta lúðrana. Maður fann svækjuna allt í kring og saltið brenna á vörum og tekíl- að í maga. Ellington- og gospelþrungin tón- list Mingusar féll vel að Mexíkó- áhrifum spænskum. Ör taktskipti, ýlfrandi rýþmi og sagnaríkir ein- leikskaflar bera einkenni Mingus- ar sem blásaranna: Jimmy Knepp- er básúnuleikari, sem blés best með Mingusi þó þeir ættu í mála- ferlum út af tönn er Mingus kýldi úr Knepper. Trompetleikarinn Clarence Shaw, sem hvarf að jóga- iðkun eftir að Mingus hótaði hon- um lífláti, og altistinn Curtis Port- er, sem snerist til múhameðstrúar og nefnist nú Shafi Hadi. Bill Triglia er píanisti, Danny Rich- mond trommari og ásláttinn sér Frankie Dunlop um er hingað kom með Hampton. Lonnie Elder Ijær rödd og Ysabel Morel kastan- ettur. Þessi nýja útgáfa er tvöfalt al- búm. Gamla útgáfan á skífu eitt, en á þeirri seinni lengri útgáfur af ópusunum fimm, áður óútgefnar. Fyrir okkur sem átt höfum skífuna í aldarfjórðung er stórkostlegt að eignast gömlu verkin í nýrri út- gáfu, auk þess sem gamla útgáfan sundurspilaða er endurnýjuð. Fyrir nýliðana er varla betri Mingus á markaðinum — og Ming- us er Mingus er Mingus er Mingus — Mingusah — Mingusum. LEIKFÉLAG Reykjavíkur hef- ur nú fengið endanlegt loforð þess efnis að það haldi Skemmunni v/Meistaravelli næsta vetur, en eins og alþjóð er kunnugt hefur þar ver- ið sýnt í vetur hið feikivinsæla leik- rit Par sem Djöflaeyjan rís eftir Ein- ar Kárason í leikgerð Kjartans Ragnarssonar. Ekkert lát er á að- sókn að verkinu og verður það tekið til sýningar á næsta hausti. Það verður þó ekki eina verkið af verk- efnaskrá þessa leikárs sem svo fer um, því bæði Dagur vonar eftir Birgi Sigurðsson og Óánœgjukórinn eftir Alan Ayckborne verða einnig sýnd fram eftir haustinu. Einnig hef- ur frést að von sé á leikriti þess frœga Strindbergs, Föðurnum, á fjal- irnar í Iðnó á næsta leikári og að leikstjóri verði Sveinn Einarsson. ÞAÐ eru fleiri bækur en Biblían sem seljast vel, óháð öllu árstíða- bundnu bókaflóði. Ein þeirra er Ensk-fslenska orðabókin sem Örn og Örlygur gáfu út, en heyrst hefur að hún hafi nú selst í u.þ.b. 20.000 eintökum frá því hún kom út. HELGARPÖSTURINN 23

x

Helgarpósturinn

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Helgarpósturinn
https://timarit.is/publication/47

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.