Helgarpósturinn - 14.05.1987, Side 24

Helgarpósturinn - 14.05.1987, Side 24
Salirnir eru meira i að nálgast fólkið NU stendur yfir í Norræna húsinu í Reykjavík sýning á verkum Ólafs Lárussonar og Hannesar Lárusson- ar. Sýningunni lýkur sunnudaginn 17. maí. Ólafur sýnir 82 myndir, ýmist stór olíumálverk, vatnslita- myndir á japanskan pappír eða rað- ir stórra eða smárra pastelmynda. Verk Hannesar eru 275. Ber þar mest á flokki 192 blekteikninga sem allar hafa það sem hann kallar manngerðir (týpur) að viðfangsefni. Hannes sýnir einnig höggmyndir, útsöguð, útsaumuð og útskorin verk. Skjalfesting á óþreyju sköpun- arathafnarinnar sem byltist um í margslungnu form- og litaflóði er það sem blasir við í verkum Ólafs. Verk Hannesar snúast fyrst og fremst um beina athugun á veru- leikanum, einkum hvernig hann kristallast, eða verður til í gegnum milliliði myndmáls og goðsagna. Laugardaginn 16. maí kl. 20 gerir Hannes verkið (gerninginn) „And- ann í fjallinu". Gallerí Borg fœröi út kvíarnar og opnaði nýjan sýningarsal í Austur- strœti 10 um síðustu helgi. í nýja salnum er œtlunin að vera jöfnum höndum með einkasýningar og upphengi gallerísins. Þá verða þar jafnan minni og stœrri olíumálverk og vatnslitamyndir starfandi lista- manna, svo og fyrirferðarmeiri myndir eldri meistara. Að sögn Gísla B. Björnssonar, eins eigenda fyrirtækisins, gat Gallerí Borg við Austurvöll engan veginn annað eftirspurn en hins vegar á reynslan eftir að sýna hvort grund- völlur „er fyrir auknum fjölda sýn- ingarsala í borginni". Gísli segir að það sem haldið hafi Gallerí Borg uppi sé hin margþætta starfsemi gallerísins; grafíksala, gömlu meist- ararnir, sýningar og uppboð. „Eg held að enginn einn þáttur af þessu gæti staðið undir galleríi," segir hann. Gísli telur ekki að mikið framboð sýningarsala skaði myndlistina og ýti undir meðalmennskuna: „Það er mikið að gerast í myndlist núna. Þegar nýbylgjan byrjaði var mikil kreppa í myndlist og menn virtust vera að elta hver annan í byrjuninni á þessari nýbylgju en núna er unga fólkið töluvert mikið að finna sig sjálft. Það er orðið sjálfstæðara en áður og það leitar í persónulegri átt- ir og tilfinningar, er bjartara, hress- ara og kátara. lBM-sýningin sýndi til dæmis skemmtileg merki þess að þetta fólk er meðvitað um sjálft sig.“ Hver ástæðan sé fyrir drifþættinum í myndlist segir Gísli að til að svara þeirri spurningu þurfi meiri vísinda- mann en sig: „Ég gæti trúað að ástæðan fyrir drifþætti í myndlist- inni væri kannski helst meiri tími, vaxandi velmegun og einhver löng- un manna til að hafa huggulegt í Gfsli B. Björnsson, einn eigenda Gallerfs Borgar, sem hefur nú fært út kvfarnar: „Gæti trúað að ástæðan fyrir drifþætti f myndlistinni væri kannski helst meiri tími, vaxandi velmegun og einhver löngun manna til að hafa huggulegt f kringum sig ..." kringum sig. Salirnir eru að reyna að nálgast fólkið meira en verið hef- ur, það er reynt að koma þessum sýningarsölum þangað sem fólkið er. Gallerí Borg í Pósthússtræti er í hringiðunni og við hérna í Austur- stræti, Gangskör á Amtmannsstíg, FÍM-salurinn kominn inn í bæinn og Listasafn íslands að flytja niður að Tjörn. Þetta getur trúlega hjálpað hvað öðru." Verk Magnúsar Kjartanssonar eru til sýnis í hinum nýja sýningarsal Gallerís Borgar fram yfir næstu helgi en því næst verður Edda Jóns- dóttir með sýningu frá 23. maí—3. júní, þar sem hún sýnir nýjar grafík- myndir. Að sögn Gísla er ætlunin að vera síðan með samsýningu kunnra listamanna á næstunni þar sem sýn- ingargestum gefst færi á að sjá verk eftir Jóhönnu Ingvarsdóttur, Eirík Smith, Ágúst Petersen, Einar Hákonarson og Daða Guðbjörnsson svo einhverjir séu nefndir. í Gallerí Borg verður alltaf kaffi á könnunni og þar munu liggja frammi tímarit og skrár yfir helstu Iistsýningar í heiminum. JAKOB Magnússon, hljóm- borðsleikarinn geðþekki og hljóm- sveitarstjóri Stuðmanna, hefur að því er fregnir herma komist á samn- ing hjá hinu upprennandi útgáfu- fyrirtæki Enigma í Bandaríkjunum. Jakob gaf í fyrra út plötu í Banda- ríkjunum, sem reyndar hefur ekki farið hátt hér, og hét sú Time Zone og munu þeir Enigma-menn, sem gefa m.a. út plötur Smithereens, hafa hrifist af tónsmíðum Jakobs og boðið honum að gefa út plötu. Þetta eru instrumental-plötur, í framhaldi af því sem Jakob gaf út þegar hann var á samningi við Warner fyrir ein- um 10 árum eða svo, utan hvað tæknin hefur mikið breyst og aukist. Plata Jakobs undir merkjum Enigma er væntanleg nú í haust. * FELAG tónskálda og textahöf- unda, sem er félag höfunda í „léttari" kanti tónlistar, ætlar að standa fyrir degi íslenskrar tónlistar á fyrsta vetrardag, 24. október. Félagið vill með þessu móti beina sjónum al- mennings að íslenskri tónlist í fortíð, nútíð og framtíð og efla flutning og umfjöllun um íslenska tónlist. Magnús Eiríksson er formaður fé- lagsins og Jón Gústafsson fram- kvæmdastjóri þess. Þeir hyggjast einnig leita eftir samstarfi við „klassíska" tónlistarmenn og við fólk úr öðrum listgreinum, en undir- búningur að októberdeginum ljúfa er þegar hafinn. TONLIST Tónlistarskólar Síðastliðinn fimmtudag og föstudag gerði tónfræðadeild Tón- listarskólans í Reykjavík hreint fyrir sínum dyrum: á tvennum tónleikum voru flutt sex ný tón- verk; þáttur í lokaprófi tónhöf- unda. Sinfóníuhljómsveit íslands frumflutti fjögur þessara verka í Langholtskirkju undir öruggri og nærfærinni stjórn Arthurs Weis- bergs: Prelúdíu og kóral eftir Helga Pétursson, Spor eftir Guðna Ágústsson, Reik eftir Guðrúnu Ingimundardóttur og „Lokaverk" eftir Tryggva M. Baldvinsson. Sin- fónían stóð sig mjög vel og afstaða Weisbergs einkenndist af alúð og hlýju, ásamt nákvæmni og list- rænu innsæi. Það var mikilvægt fyrir þetta unga fólk að fá að njóta leiðsagnar jafnvirts listamanns og Weisbergs. Daginn eftir voru flutt tvö verk: Vopnin kvödd eftir Ásgeir Guð- jónsson og Tvær miðjur eftir Gylfa Gunnarsson. Flytjendur voru ýms- ir nemendur Tónlistarskólans í Reykjavík ásamt hjálparliði. Verk- in voru samin fyrir kammerhópa og stjórnaði Snorri S. Birgisson. Eg uppgötvaði nýja hlið á hæfileikum Snorra; hann er prýðilegur stjórn- Hœgt og hljótt eftir Atla Heimi Sveinsson og Sigurð Þór Guðjónsson andi og vonandi þroskar hann þann þátt frekar. Ekki vil ég leggja neinn listræn- an dóm á þessi verk, til þess er mér málið of skylt; þetta eru flest- allt nemendur mínir, nú- og fyrr- verandi. En óhætt er að segja, að hin tæknilega hlið verkanna var yfirleitt góð. Þetta unga fólk hefur lært að hugsa skýrt og forma hug- myndir sínar af nákvæmni. Það skrifar ekki fleiri nótur en með þarf. Það teygir ekki lopann né sullar með hljóð. Það þekkir möguleika hljóðfæranna og blöndun þeirra, hefur lært að hugsa í samræmi við eðli þeirra. Tímaskyn margra er næmt, en músíkin hrærist í tímanum eins og fiskur í vatni. Þetta má kenna og þjálfa. Þegar að hinni eiginlegu andagift kemur, sjálfu inntaki list- arinnar, verða hlutirnir flóknari. Snilli er tæplega unnt að kenna. Á þeim vettvangi eru upprennandi listamenn einmana, eiga aðeins samleiö með kjörvinum í andans ríki. En einkennilegt er hversu hugur nemenda hér beinist meir að tónsköpun en tónvísindum. Kannski er þetta okkur kennurun- um að kenna; við erum flestir starfandi listamenn en ekki vís- indamenn. Ekki skulum við Síðustu tónleikar Kammersveit- ar Reykjavíkur á þessu starfsári voru í Bústaðakirkju á sunnudags- kvöld. Þá lék Reykjavíkurkvartett- inn verk eftir Webern, Sjostakóv- its og Ravel. Kvartettinn skipa: Rut Ingólfsdóttir og Júlíana Elín Kjart- ansdóttir fiðlur, Guðmundur Krist- mundsson víóla og Arnþór Jóns- son selló. Auk þess lék Guðríður S. Sigurðardóttir með í píanókvint- ett Sjostakóvits. (Með leyfi að spyrja: Hvers vegna er nafn tón- skáldsins stafsett á ensku í efnis- skrá? Af hverju ekki á finnsku eða búlgörsku? Erum við engilsaxar? Þetta er svo sem ekkert nýtt. En það er ekki minni ósiður og ensku- dekur fyrir það.) Sjostakóvits var einhver mesti húmanisti þessarar vitfirrtu aldar. Fáir hafa horfst í augu við veru- leikann af jafnmiklu raunsæi, heiðarieika og hugrekki. Hann lifði skelfilega tíma. Ekki aðeins ógnir styrjaldarinnar, er gengu honum nærri, heldur líka þennan Stalín sem margir bestu menn Vesturlanda héldu þó að væri nýi mannkynslausnarinn. En mannúð Sjostakóvits varð þvi heitari sem grimmdaræði veraldarinnar varð djöfullegra. Og list hans flytur ein- hvern dýpsta og alvarlegasta boð- skap okkar daga. Síðustu verk hans eru einmanalegt ákall úr djúpinu líkt og síðustu verk Beethovens. Sjostakóvits grunar að ógnum mannkynsins sé ekki lokið. Það versta er eftir. Píanókvintettinn var saminn ár- ið 1940 þegar morðflokkar Hitlers höfðu lagt undir sig hálfa Evrópu, en þó enn ekki blásið til atlögu gegn Rússaveldi. Það er sannar- lega kaldhæðni örlaganna að fyrir þetta meistaraverk fékk Sjosta- kóvits Stalínverðlaunin. Skyldi bóndinn í Kreml hafa botnað upp eða niður í þessari tónlist? Hann drap þá að vísu alla nema Sjosta- kóvits. Og menn skilja ekki enn gleyma, að góður námsferill er engin trygging fyrir miklum lista- mannsferli, svo örlög þessa unga geðþekka fólks eru óráðin. Ánægjulegt var hversu verkin voru ólík að yfirbragði, þótt ýmis- legt ættu höfundarnir sameigin- legt; ég kalla þá stundum rólegu kynslóðina. Annars er eftirtektarvert hve starfsemi Tónlistarskólans í Reykjavík er margþætt. Mér telst til að skólinn haldi uþ.b. 30 tón- leika árlega. Svo standa hinir tón- listarskólarnir á höfuðborgar- svæðinu sig líka vel. Þegar litið er yfir starfsárið, sem senn er á enda, hefur tam. tónfræðadeild haldið þrenna tónleika þar sem 19 verk voru frumflutt eftir 11 höfunda. Svo kemur allt hitt; söngdeildin með marga tónleika, kammer- músíktónleikar allskonar, strengjasveit skólans undir stjórn Marks Reedman og margt fleira. Það voru jólatónleikar, kirkjutón- leikar, kórtónleikar, tónleikar með barokkmúsík og kennaradeildin hélt líka tónleika. Sinfóníuhljómsveitin lék undir fyrir fjóra unga einleikara: Emil| Friðfinnsson á horn, Björn Davíð Kristjánsson á flautu, Bryndísi Björgvinsdóttur á selló og Helgu hvað tafði fólið. Nema það hafi verið kötturinn og músin. Á tónleikunum í Bústaðakirkju spilaði píanóleikarinn af þvílíkum fítonskrafti að það var eins og sjálfur Stalín væri á hælunum á honum allt verkið út í gegn. Það var mjög við hæfi í hinu tryllta skersói, sem er þriðji kaflinn, en ekki veit ég hvort Sjostakóvits hugsaði sér fimm slík skersó í kvintettinum eins og nú varð hálf- partinn raunin. Hinir hljóðfæra- leikararnir voru að vonum skít- hræddir og nervösir við píanist- ann svo þeim fipaðist dálítið stundum. Oneitanlega hefði það aukið blæbrigði og fjölbreytni tón- verksins ef húmanisminn hefði líka fengið að koma í ljós mitt í öllu barbaríinu. Sjostakóvits blandar þessu einiægt saman; hinu blíða og stríða, fagra og ljóta, glaða og hrygga, háa og lága. Tónlist hans er eins og tiiveran. Hún er háleitur fíflaskapur. Eftir hlé var fluttur Bryndísi Magnúsdóttur á píanó, og nú verða þessir nemendur að halda einleikstónleika. Sinfóníu- hljómsveit æskunnar starfar í nán- um tengslum við skólann og þar er snillingurinn Paul Zukofski í fararbroddi með „eilíf kraftaverk". Tónlistarskólarnir í Reykjavík geta líka unnið saman. Ég sé að Tónlistarskólinn og Nýi tónlistar- skólinn hafa saman staðið að myndarlegum óperutónleikum, og Tónmenntaskólinn (fyrrum Barnamúsíkskólinn) veitir tón- listarskólamönnum starfsaðstöðu í hljóðveri sínu, en raftónlistar- menn hafa stundum verið at- hafnasamir. Tónlistarskólinn í Reykjavík starfar í raun sem fullgildur tónlist- arháskóli, þótt viðurkenning stjórnvalda sé ekki enn komin. Ýmislegt vantar tilfinnanlega, t.d. húsnæði. En oft hefur verið kennt vel í slæmu húsnæði, og gamla kempan á ísafirði, Ragnar H., sagði einu sinni: Skóli er ekki hús- næði heldur stofnun. Vissulega þarf að bæta ástand húsnæðismála skólans, efla bóka- safn hans og margt, margt fleira. Tónlistarskólinn í Reykjavík er löngu orðinn „alvöruskóli". -AHS strengjakvartett Ravels. Og þá var Ieikurinn í fínu jafnvægi og skáld- skapur tónlistarinnar naut sín vel. Þá var spilamennskan ágæt í smá- lögum Weberns í upphafi tónleik- anna. Ég vona svo að Reykjavíkur- kvartettinn lifi lengi og fari fram með hverju verkefni. Tónleikar þessir voru ekki mikið auglýstir fremur en aðrir kammer- konsertar. Það voru engar lit- prentaðar forsíður dagblaðanna, engin leiðaraskrif, engin opnuvið- töl, engar beinar útsendingar. Öðru nær: I kringum þessa tón- leika var allt hægt og hljótt. Eins og ávallt í heimi hinnar æðstu list- ar. Eins og ómælisdjúp sálarinnar þar sem snilldin skapast. Eins og kyrrðin og heiðríkjan þar sem feg- urðin ríkir. Eins og móðurskautið eilífa þar sem hamingjan birtist. Hægt og hljótt. Eins og Alvaldið himneska. -SÞG 24 HELGARPÓSTURINN

x

Helgarpósturinn

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Helgarpósturinn
https://timarit.is/publication/47

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.