Helgarpósturinn


Helgarpósturinn - 14.05.1987, Qupperneq 25

Helgarpósturinn - 14.05.1987, Qupperneq 25
Tinna Gunnlaugsdóttir ( risa- stóru og stórfenglegu hlutverki Yermu. Kviknar líf af dauða? Hér er fjallað um mannveru sem Örlaganornin hefur hremmt og brennt marki ófrjóseminnar. Mig langaði satt að segja að reisa, upp af grunni hins dauða og ófrjóva, þróttmikið skáldverk um frjósemd og líf (García Lorca). Síðasta verkefni Þjóðleikhússins á Stóra sviðinu á þessu leikári er Yerma eftir spænska skáldið Fed- erico García Lorca, en það var fyrst sýnt árið 1934. Yerma er eitt verka í svokölluðum laustengdum alþýðuþríleik, hin eru Blóðbrullaup og Hús Bernörðu Alba, sem leikið var í útvarpinu síð- astliðið haust. Þessi verk fjalla að uppistöðu til um kúgun á ástinni og Spænska skáldið Federico García Lorca fæddist 5. júní 1898 í litlu þorpi skammt frá Granada. Hann las lögfræði og bdkmenntir við há- skólann í Granada og stundaði jafn- framt tónlistarnám. Lorca lagði þó ekki hart að sér við námið, hann hafði lítinn áhuga á lögfræðinni, hugurinn farinn að beinast í aukn- um mæli að skáldskap þegar á þess- um árum. 1918 flutti Lorca til Mad- rid þar sem hann komst fljótlega í samband við ýmsa aðra listamenn, m.a. kvikmyndagerðarmanninn fræga Louis Bunuel og málarann Salvador Dalí, en samband Lorca við Dalí varð sennilega sterkasta samband sem hann myndaði við annan einstakling á lífsleiðinni. Ár- ið 1918 gaf Lorca út fyrstu bók sína, Hughrif og landslag, sem var byggð á ferðadagbók hans frá námsferð árið áður til nokkurra héraða á Spáni, þar sem Lorca safnaði einnig þjóðsöngvum, sögum og ljóðum. Ári síðar var fyrsta leikrit hans sviðsett í Madrid, en það varð ein Karl Gudmundsson er þýöandi Yermu oghannvar fyrst spurdurum tildrög þess aö hann fór ad þýöa verkiö og hvaö þaö heföi verið sem heillaöi hann. „Þetta var áhugaverkefni hjá mér, meira gert fyrir skúffuna heldur en með sýningu í huga. En þetta er heillandi leikrit með heillandi stíl, afskaplega hreint í sniðum, einfalt og skýrt, eiginlega einkennilega fal- legt í einfaldleika sínum. Það minnti mig alltaf á forngrískt leikrit, það er í því einhver forngrískur andi, en um leið fannst mér það tímalaust og algilt og þess vegna eiga erindi til okkar í dag. Það gæti eins verið frá miðöldum, þó ekki væri nema fyrir þennan alþýðlega kveðskap og dans sem fylgja verkinu. Ljóðin í því eru í svona sönglagastíl og ég byrj- aði á þeim, þá var það erfiðasta frá.“ — Hefur þetta verið erfitt verk aö þýöa? um eilífa leit að frelsinu. Yerma er ung stúlka sem þráir að eignast með manni sínum barn en verður ekki að ósk sinni. Þetta veldur henni sál- arkvölum og miklum harmi sem hefur alvarlegar afleiðingar þegar hann brýst út. Lorca sagði sjálfur um verkið að það væri dæmigerður harmleikur sem hann hefði klætt í nútímabúning og að ímynd frjósem- innar yrði þar fyrir því böli að hverf- ast í andstæðu sína. Út frá þessum allsherjar niðurlæging fyrir alla að- standendur sýningarinnar. Á næstu árum vinnur Lorca ótrauður að verkum sínum, en ekki svo ýkja mikið er gefið út eftir hann, enda mun hann hafa verið fremur ófús til þess sjálfur, oft á tíðum. Lorca byrjaði á Yermu árið 1930, en árið eftir hóf hann starf hjá ferða- leikhúsi, sem ferðaðist um Spán og lék leikrit hans. Hann leikstýrði einnig sjálfur, m.a. var hann við stjórnvölinn á frumsýningu á Blóð- brullaupi í Madrid árið 1932 og sama ár byrjaði hann á verkinu Hús Bernörðu Alba, sem leikið var í út- varpi síðastliðið haust. 1934 var Yerma síðan frumsýnt og sló þá öll sýningarmet. Tveimur árum síðar, 1936, braust út borgarastyrjöld á Spáni, þann 17. júlí, og Lorca var ráðlagt að flýja land, enda hafði hann unnið meira gegn herforingjastjórninni með penna sínum en aðrir unnu með rifflum. Lorca fór þó ekki að þeim ráðum að flýja land heldur flúði á „Það er alltaf vont um að segja hvað er erfitt og hvað ekki. Þetta er óttalegt happa- og glappaverk að þýða og er aldrei búið. Það er eigin- lega list hins ómögulega og spurn- ingar vakna við hvert atriði. En ef textinn er þannig að hann meiði ekki og þjóni sýningunni, þá er til- ganginum náð. Hann er bara einn liður í sýningunni, að vísu mjög þýð- ingarmikill, en á ekki að standa út úr, heldur fylgja gangi leiksins. Ég hugsa alltaf út frá flutningsmögu- leikum og takti höfundar þegar ég þýði. Reyni að ná þeirri hrynjandi og því lagi sem mér finnst vera ein- kenni höfundarins, reyni að líkja eft- ir taktinum í verkinu án þess að of- bjóða íslenskunni. Textinn í Yermu er allur mjög ljóðrænn og hefur mjög sérstæða hrynjandi sem freist- aði mín að líkja eftir. Ég vona bara að ég hafi ekki gert Lorca mjög rangt til. andstæðum, lífi og dauða, frjósemi og ófrjósemi, leiðir Lorca fram átök persónanna innbyrðis og við sjálfar sig. En þó leikritið virðist einfalt á yf- irborðinu, andstæður þess einfaldar og skýrar og baráttan milli persón- anna sömuleiðis, býr fleira undir en við fyrstu sýn virðist. Þegar leikritið er skrifað eru válegir tímar á Spáni og fleiri búa við kúgun andans held- ur en konur sem ekki fá að eignast náðir vinar síns en var handtekinn 18. ágúst. Kvöldið eftir var hann myrtur. En vopnin snerust í höndum morðingjanna, því með dauða sín- um varð Lorca að píslarvætti og tákni fyrir hið fallna lýðveldi. Og eins og í Yermu er ekki hægt að halda frelsinu niðri um alla eilífð og á endanum komust á lýðræðislegri stjórnarhættir á Spáni og 1960 var Yerma, fyrsta verk Lorca, fært upp aftur eftir að borgarastyrjöldinni lauk, en herforingjarnir höfðu bannað verk hans. Verkið hlaut af- bragðsgóðar viðtökur og það undir- strikaði þau orð sem höfð voru eftir Lorca, þegar honum var ráðlagt að flýja landið: „Ég er skáld. Enginn drepur skáld.“ börn. Leikritið hefur þannig einnig almenna skírskotun, bæði til sam- tímalegra atburða í landi Lorcas sjálfs, sem og tímalausa skírskotun í baráttu Yermu við að losna undan ægivaldi eiginmanns síns og þeirra sem standa honum næst. Óhætt er að mæla með þessari sýningu, hér fara saman afar snjallt verk, fagleg vinna á öllum sviðum, glæsileg sviðsmynd og afbragðs- góður leikur. Ekki má gleyma að minna á tónlist Hjálmars R. Ragn- arssonar, sem skapar sýningunni skemmtilegt og heillandi svipmót, mestanpart í flutningi Signýjar Sæmundsdóttur. Það er Tinna Gunniaugsdóttir sem fer með hið feikn viðamikla hlutverk Yermu, Arnar Jónsson leikur eiginmann hennar en í öðr- um stórum hlutverkum eru Pálmi Gestsson, Guðný Ragnarsdóttir, Guðrún Þ. Stephensen, Kristbjörg Kjeld og fleiri, en alls koma um 40 manns fram í sýningunni. Þórhildur Þorleifsdóttir leikstýrir verkinu, lýs- ing er eftir Pál Ragnarsson, leik- mynd og búninga gerði Sigurjón Jó- hannsson, Karl Guðmundsson þýddi verkið og tónlistin er eftir Hjálmar H. Ragnarsson. Hljóðfæraleikarar eru þeir Pétur Grétarsson og Matt- hías Davíðsson, en söngvari er sem fyrr segir Signý Sæmundsdóttir og er hennar hlutverk jafnframt eitt það stærsta í sýningunni. ISLENSKA óperan efnir til sér- stakrar hátíðarsýningar á Aidu næstkomandi sunnudagskvöld. Þetta er einnig lokasýning á verkinu sem hefur verið sýnt rúmlega 30 sinnum við góðar undirtektir. Sjón- varpiö mun verða á staðnum og taka sýninguna upp og að auki verð- ur að sýningu lokinni haldið upp- boö á þeim málverkum semíslensk- ir myndlistarmenn gáfu íslensku óperunni fyrr í vetur og hafa til þessa prýtt veggi hennar. Þess má að auki geta að Sigríöur Ella Magn- úsdóttir kemur sérstaklega hingað til lands til að syngja í þessari hátíð- arsýningu. ÞÓRDÍS A. Siguröardóttir opnar á laugardaginn kemur, kl. 14, skúip- túrsýningu í Gallerí Gangskör við Amtmannsstíg 1. Þórdís hefur ekki áður haldið einkasýningu en hefur tekið þátt í samsýningum og á síð- astliðnu ári hefur hún unnið mikið í vír og sýnt þau verk í Galleríinu, en hún er jafnframt einn af stofnfélög- um þess. Þórdís stundaði nám við AÍW/ árin 1980-1984 og '85-6 við Akademie der Bildenden Kúnste í Múnchen Myndirnar á sýningunni eru unnar á þessu ári og því síðasta og skiptast þær nokkuð í tvennt, svo sem sýn- ingin gerir bæði hvað varðar efni og inntak. Annan hluta sýningarinnar kallar listakonan leiöir og eru þar á ferð verk úr grásteini, steinsteypu, járni, tré og lit. Hinn hluta sýningar- innar kallar Þórdís álagaprinsa og eru það einnig þrívíð verk sem unn- in eru úr pappamassa, vír, bómullar- grisjum og lit. Sýningin stendur fram á síðasta dag maímánaðar. LEIKHÚSIÐ í Kirkjunni hefur verið með sýningar á verkinu Kaj Munk eftir Guörúnu Ásmundsdótt- ur í Hallgrímskirkju í vetur og vor. Sýningar hafa farið langt fram úr áætlun og eru nú orðnar um 40, allar fyrir fullu húsi. Verkið hefur sumsé spurst afar vel og er ekki nóg með að svo hafi verið hér heima heldur hefur það líka gerst hjá frændum vorum, Svíum og Dönum. Guörúnu og samstarfsfólki hennar hefur þannig verið boðið að leika í báðum þessum löndum, annarsveg- ar fyrir tilstilli sonar Kaj Munks, sem hingað kom og sá sýninguna, og hinsvegar fyrir atbeina íslenskrar leikkonu sem sér um kirkjuleikhús í Lundi. Ef af verður og leikhúsið fær til ferðarinnar styrk er meiningin að sýna tvisvar í Kaupmannahöfn og tvisvar í Malmö í Svíþjóð. Auk þess hefur heyrst að þau Guðrún hafi áhuga á að fara með sýninguna um landið, en allt mun vera óvíst í þeim efnum. Federico García Lorca (1898—1936) Karl Guðmundsson: List hins ómögulega HELGARPÓSTURINN 25

x

Helgarpósturinn

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Helgarpósturinn
https://timarit.is/publication/47

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.