Helgarpósturinn


Helgarpósturinn - 14.05.1987, Qupperneq 26

Helgarpósturinn - 14.05.1987, Qupperneq 26
Hvíta tjaldið og Hamsun Eins og viö greindum frá í Lista- pósti fyrir nokkrum vikum ákváðu Almenna bókafélagiö og Norrœna húsið aö gangast fyrir einskonar Hamsun-hátíö í maí þar sem ekki einasta uerkum skáldsins sjálfs yröi gefinn gaumur heldur og kuikmynd- um sem ýmsir kunnustu filmugerö- armenn Noröurlanda hafa unniö upp úr bókum skáldsins. Þessar kuikmyndasýningar eru nú aö hefj- ast í húsinu í Vatnsmýri og Regn- boganum uiö Huerfisgötu, en þœr ueröa alls þrjár. Fyrsta sýningin verður í Norræna húsinu fimmtudagskvöld klukkan 20.30 og verður þá sýnd Gróður jaröar. Myndin er þögul, gerð 1921 af Gunnar Sommerfeldt og í aðal- hlutverkunum eru Amund Rydland og Karen Thalbitzer. Föstudaginn 15. maí klukkan 17.00 verður sýnd kvikmyndin Sultur í Regnboganum, en þá mynd unnu Danir, Norðmenn og Svíar í sameiningu árið 1965. Leikstjóri hennar var Henning Carl- sen og handritið reit Peter Seeberg. í aðalhlutverkunum í Sulti, sem er ein kunnasta bók Hamsuns fyrr og síðar, eru meðal annars Gunnel Lindblom, Birgitte Federspiel og Oswald Helmuth. Þremur árum eldri mynd en Sult- ur er Pan eftir Bjarne Henning- Jensen, sem gerði jafnframt handrit kvikmyndaútfærslunnar ásamt konu sinni, Astrid. Pan var frum- sýnd 1962 og í henni voru nokkrar skærustu kvikmyndastjörnur Norð- urlanda að stíga sín fyrstu spor á hvíta tjaldinu, svo sem Liv Ullman úr Noregi og sænska leikkonan Bibi Anderson, en auk þessara kunnu kvenna leika Allan Edvall, Claes Gill að ógleymdum Jarl Kulle gildar rull- ur í þessari ágætlega heppnuðu kvikmynd, sem nú fagnar kvart- aldarafmæli. Það eru Norræna félagið, Al- menna bókafélagið og norski sendi- kennarinn sem standa að þessum sýningum á kvikmyndum eftir verk- um Hamsuns ásamt Norræna hús- inu. Knut Hamsun. Mörg kunnustu verka hans, eins og Gróður jarðar og Sultur, hafa verið kvikmynduð og eru nú sýnd í Norræna og Regnboga um helgina. ALÞJÓÐLEG samkeppni og sýning fréttaljósmynda var haldin í þrítugasta sinn á þessu ári og hangir hluti hennar nú á veggjum Lista- safns ASÍ. í samkeppnina bárust tæplega 7000 myndir að þessu sinni og voru veitt verðlaun í níu efnis- flokkum. Úr samkeppninni voru síð- an valdar myndir í tvær misstórar sýningar og voru þær frumsýndar í Amsterdam 16. apríl sl. og er það minni sýningin sem okkur hér á landi gefst kostur á að sjá í Listasafni ASÍ. Aðeins einn íslenskur ljós- myndari tók þátt í sýningunni að þessu sinni. Var það Ragnar Axels- son (RAX) af Morgunblaðinu, en mynd hans af forseta íslands, Vigdísi Finnbogadóttur, og Ronald Reagan Bandaríkjaforseta er meðal þeirra sem valdar voru á stærri sýninguna. AKUREYRI, höfuðstaður norðurlands, verður 125 ára á þessu ári. f tilefni af því verður Leikfélag Akureyrar með afmælisdagskrá sem verður lesin, leikin og sungin í Skemmunni svokölluðu þann 29. ágúst. Skemma þessi, sem staösett er á Oddeyrinni, var upphaflega hugs- uð sem áhaldahús fyrir bæjarfélag- ið, var síðan breytt í íþróttahús en mun í sumar gegna hlutverki menn- ingarmiöstööuar. NORÐURSJÁVARdjasshá tíðin í Haag verður að venju haldin dagana 10.-12. júlí nk. Þarna verða yfir 1.000 tónlistarmenn á 240 tón- leikum í 12 sölum. Ekki nema von að hátíðin hafi verið nefnd stór- markaður djassins. Það verður boð- ið upp á allar stóru stjörnurnar: Miles Dauis, Oscar Peterson, Wynton Marshalis, Dizzy Gillespie, Stan Getz, MJQ, osfrv. Blúsarar fá B.B. King, Robert Cray, Chuck Berry og núdjassarar Ornette Coleman og Cecil Taylor. Mesta athygli vekur þó að Dexter Gordon mun leika á há- tíðinni þrátt fyrir að hafa lýst því yfir að hann væri hættur að leika opinberlega (Hvenær kemur annars myndin Round Midnight til íslands???). Einnig verður forvitni- legt að heyra Freddie Hubbard endurskapa tónlist Louis Arm- strongs frá Hot Five og Seven-ár- unum. BIRD-verðlaununum verður úthlutað þriðja sin ni og fá þau þessir fyrir eflingu djassins: í Bandaríkjun- um: Benny Carter, í Evrópu: Niels- Henning 0rsted-Pedersen og í Hol- landi: Piet Noordijk. HEYRST hefur að væntanleg sé hingað um mánaðamótin ein mikil blússveit: St. Louis Rhythm Kings. Þetta er níu manna sveit: þrír söngvarar, saxófónleikari og rýþmasveit. Lið þetta gerði garðinn frægan með Ike & Tinu Turner en ferðast nú um á eigin vegum. Fréttir frá Evrópu herma að þetta sé þrusu- band og geri allt vitlaust í konsert- höllum og klúbbum. KVIKMYNDIR eftir Ólaf Angantýsson eftir Sigmund Erni Rúnarsson Hitchcockskt Bíóhöllin: The Bedroom Window (Vitninj.irk'k Bandarísk. Árgerö 1986. Framleiöandi: Martha Schumacher. Leikstjórn: Curtis Hanson. Handrit: Curtis Hanson/Robert Towne. Kuikmyndun: Gil Taylor. Aöalhlutuerk: Steue Guttenberg, Elizabeth McGouern, Isabelle Huppert, Paul Shenar, Carl Lumbly, Frederic Coffin o.fl. Það er ekki að ósekju að andi meistara Hitchcocks er sagður svífa yfir vötnum í þessari nýjustu afurð þeirra Hanson og Towne. Þessi með eindæmum mergjaða og fagmannlega unna handrits- gerð þeirra hefur ekki einasta til að bera flest þau meginþemu, sem löngum hafa þótt einhver helstu aðalsmerki verka hins aldna meistara spennunnar, heldur hafa þeir jafnframt fylgt handritsgerð- inni vel úr garði með ágætri út- færslu hinnar sérstæðu mynd- málsnotkunar hans. Þannig er huglæg myndnotkun (áhorfendur upplifa atburðarásina út frá sjónarhóli nánar tiltekinna persóna verksins) töluvert áber- andi þáttur í myndvinnslunni. Á þann hátt, ásamt einkar meðvit- aðri (sömuieiðis huglægri) notkun hljóðs, er áhorfendum og s.a.s. öld- ungis óforvarendis dembt inn í miðja hringrás atburðanna án þess að þeim sé yfirleitt gefið færi á að bera hönd fyrir höfuð sér. Meginþema sjálfs plottsins er sömuleiðis viðlíka „hitchcockskt“ og það getur frekast orðið: Sak- borningurinn saklausi dregst sök- um græskulausrar einfeldni sinnar með í hringiðu atburða sem hann við fyrstu sýn virðist ekki hafa nokkur tök á að leysa upp. Og er það síðan ekki fyrr en hann hefur neyðst til að taka rannsókn máls- ins í eigin hendur að hann fer að sjá fyrir enda ófara sinna. Fleiri minni og meginþemu frá Hitchcock? Jú, afbrigðileg kyn- hneigð höfuðskúrksins á sér beina samsvörun í dálæti meistarans á kennisetningum Sigmunds Freud. Leikurinn berst einnig um síðir inn fyrir veggi og um rangala leik- hússins, þar sem morð er framið fyrir fullum sal áhorfenda og loka- uppgjörið á sér að sjálfsögðu stað í myrkvuðum stigagangi í stuttri en einkar fagmannlega útfærðri senu, sem á sér beina samsvörun í hinum ótalmörgu og að sama skapi margfrægu tröppusenum meistarans. í sem skemmstu máli: Með af- brigðum spennandi og skilmerki- leg hylling til hins aldna spennu- meistara, hvar ekkert er til sparað svo margslungin frásagnarhefð hans fái notið sín til fullnustu Ó.A. Hreinn húmor Regnboginn, Þrír uinir (Three Amigos): ★★★ Bandarísk, árgerö 1987. Framleiöandi: Lorne Michaels og George Folsey jr. Leikstjórn: John Landis. Handrit: Steue Martin, Randy Newman og Lorne Michaels. Tónlist: Randy Newman. Aöalleikarar: Steue Martin, Cheuy Chase, Martin Short, Alfonso Arau, Tony Plana og Patrice Martinez. Það er einkar athyglisvert hvað bandarísku gamanþættirnir Saturday night Live á NBC-stöð- inni hafa alið af sér margar skærar stjörnur gamanleiks sem svo mjög hafa sett svip á kvikmyndaiðnað- inn á síðustu fimmtán árum. Hér nægir að nefna Bill Murray, Chevy Chase, Dan Aykroyd, John Belushi og síðar bróður hans Jim, Joe Piscapo, Gildu Radner (konu Gene Wilders), Eddie Murphy og Steve Martin sem hefur þó gjarnan stað- ið í jaðri þessa makalausa gleði- mannahóps að vestan. Eitt nýjasta stirni Saturday Night Live-þáttanna er Martin Short sem þykir hafa á valdi sínu alla fínustu þætti gamanleiks. Hann er í sínu fyrsta kvikmyndahlutverki í nýj- ustu mynd John Landis, Þrír vinir — en hinir tveir eru leiknir af fé- lögum hans Chevy Chase og Steve Martin, sem reyndar skrifar hand- rit myndarinnar á móti músík- manninum Randy Newman og Lorne Michaels, sem hefur einmitt mikið verið viðriðinn SNL-þættina á síðustu árum. Og þessir vinir eru yndislegir . . . John Landis á þrátt fyrir ungan aldur að baki margar snjallar gam- anmyndir, sem eiga það meðal annars sameiginlegt að vera hug- myndaríkar, kröftugar og næstum geggjaðar, þó leikstjóranum hafi oftast tekist að halda sig ótrúlega vel á mottunni. Flestar þessara mynda eru með leikurum úr laug- ardagsþáttunum; National Lampoon’s Animal House (með Belushi), Blues Brothers (með Belushi og Aykroyd) og Trading Places (með Aykroyd og Murphy). I þremur vinum hefur Landis held- ur hægt um sig miðað við þessar fyrri myndir, en er samt stór- skemmtilegur. „Tasteless, but extremely funny”, var sagt um National Lampoon’s Animal House, en Landis er hér þvert á móti smekk- legur. Húmor Þriggja vina er hreinn og beinn og fellur ljúflega inn í agaðan gamanleik Martins, Chase og Shorts sem nú leika hetjur þöglu myndanna sem vegna misskilnings neyðast til að takast á við raunveruleikann. Margar sviðsetningar Landis eru makalausar, tæmingin einatt ör- ugg og textinn troðinn gamni, knappur og skýr. Og það er kannski til marks um gæði húm- orsins að aldrei þarf að seilast undir beltisstað, þá brandara er vant. -SER. Ofhleösla Háskólabíó, Gullna barniö (The Golden Child): ★★ Bandarísk, árgerö 1987. Framleiöandi: Edward S. Feldman og Robert D. Wachs. Leikstjórn: Michael Ritchie. Handrit: Dennis Feldman. Tón- list: Michel Colobier. Aöal- leikarar: Eddie Murphy, Charles Dance og Char/otte Lewis. Eddie Murphy er góður gaman- leikari. Hann þurfti eina kvik- mynd til að festa sig í sessi í Holly- wood eftir alllanga viðdvöl í Satur- day Night Live-þáttunum og kom síðan fram sem gestur í þeim nokkru síðar og sagði við gömlu félagana: „Nei, þið hér enn,” og glotti svo snaggaralega — alltaf jafn kjaftfor, blátt áfram. Og yndis- legur. Hann hefur leikið í 48 Hours, Trading Places, Best Defence, Beverly Hills Cop, Gullna barninu sem hér bíður dóms og er nú við upptökur á Beverly Hills Cop II. Ef undan er skilin Best Defence, sem Murphy er vonandi búinn að gleyma, er Gullna barnið síst heppnaða gamanmyndin með honum í aðalrullu. Það skrifast hinsvegar ekki á kostnað hans, sem svíkur ekki, heldur leikstjór- ans, sem ofhleður myndina. Murphy fær ekki notið sín til fullnustu sakir áherslna á annars ágætar brellur úr smiðju Lucasar. Augað festir á of mörgum atriðum sem skipta sjálfa framvinduna litlu máli — og Eddie verður útundan. Yfirbragð Gullna barnsins — andi Spielbergs sem hér svífur yfir vötn- um — hentar heldur ekki töktum þessa dáða gamanleikara sem er snillingur orðs og æðis par ex- cellence. Þetta er þeim mun sár- ara sem það er Ijóst að Ritchie leik- stjóri hefur sennilega ekki vandað sig eins mikið í annan tíma. -SER. Blökkubros Laugarásbíó, Litaöur laganemi (Soul Man): •k-k Bandarísk, árgerö 1986. Framleiðandi: Steue Tisch. Leik- stjórn: Steue Miner. Handrit: Carol Black. Kuikmyndun: Jeffrey Jur. Tónlist: Dauid Anderley. Aðalleikarar: C. Thomas Howell, Rae Dawn Chong, Arye Gross og James Earl Jones. Soul Man er ósköp óvænt og notalegt innlegg í umræðuna um stöðu blakkra manna í Bandaríkj- um Norður-Ameríku, en kannski fulleinfaldur flötur á flóknu máli. Samt sætt. Og sem hér segir: Mark Watson á sér eitt áhugamál, að innrita sig í lagadeild Harvardhá- skóla. Hann fær, ásamt vini sínum, inni, en gallinn er ógjafmildi föð- urins, sem er býsna mikill nísku- púki og neitar öðru en sonurinn vinni sér sjálfur inn fyrir skóla- gjöldunum. Drengur sér að það gengur aldrei, flettir upp í styrkj- um — og sér, þegar komið er í óefni, að eina leiðin fyrir hann að fá styrk til námsins a tarna, er að gleypa ótæpilegt magn af sólar- pillum, verða blakkur fyrir bragð- ið — og fá þannig litur styrk sem efnilegasti svarti nemandinn til framhaidsnáms úr henni Los Angeles!! Eins og ég segi, heldur einfaldur flötur á flóknu máli. Samt sætt já, en hvernig? Einlægnin skín víða úr þessu verki, sem er afskaplega gamansamt í góðri merkingu þess orðs (og ber þá að hafa í huga að hér er að nokkru leyti um dæmi- gerða (og enn eina) unglinga- myndina að ræða). C. Thomas Howell, sem fólk kannast við úr nokkrum krakkamyndum, og Rae Dawn Chong (já, sonur Chongs úr Check & Chong) fara oftsinnis á kostum í skemmtilega tæmdum .senum, sem eru frjálslegar og stundum gáskafullar í leikstjórn Miners, utan um og út frá smellnu, knöppu og oftast vel skrifuðu handriti. Það er semsé auðvelt að hafa gaman af þessari einföldu mynd — og ekki sakar notaleg tón- listin sem seitlar undir, nostursam- lega valin af David Anderle. -SER 26 HELGARPÓSTURINN

x

Helgarpósturinn

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Helgarpósturinn
https://timarit.is/publication/47

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.