Helgarpósturinn - 14.05.1987, Síða 27

Helgarpósturinn - 14.05.1987, Síða 27
Hugmyndirnar búa í sálu minni segir Guðrún Sigurðardóttir Urup sem sýnt hefur í Gangskörinni síðustu daga Um þessar mundir stendur yfir í Gallerí Gangskör á Amtmannsstíg sýning á verkum Guörúnar Sigurö- ardóttur Urup, en Guörún hefur ver- iö búsett í Danmörku um alllangt skeiö og er þessi sýning fýrsta einka- sýning hennar hér ú landi. Guðrún segist alltaf hafa haft áhuga á listum eins og fleiri í hennar fjölskyldu, en hún er systir list- málaranna Sigurðar og Hrólfs urðssona: „Móðuramma mín, Stefanía Stefánsdóttir, var mjög list- ræn kona en móðir mín eignaðist níu börn og hafði því öðrum hnöpp- um að hneppa en að sinna list,“ segir Guðrún brosandi. „Faðir minn var hins vegar embættismaður. Áhugi á listum vaknaði snemma hjá okkur systkinunum og þegar ég var sextán ára kom ég hingað til Reykjavíkur frá Sauðárkróki, þar sem ég er fædd og alin upp, til að fara í nám við Myndlista- og handíðaskólann. Þaðan lauk ég námi 18 ára og þar sem stríðið stóð þá yfir hentaði ekki að fara til náms í útlöndum eins og ég hafði ætlað mér. Meðan ég beið eftir að komast út starfaði ég sem teiknikennari við Miðbæjarskólann ogAusturbæjarskólann." Árið 1964 sigldi Guðrún til Kaup- mannahafnar eins og hugur hennar hafði alltaf staðið til og fór til náms við Kunstakademien í Kaupmanna- höfn, þar sem Sigurður bróðir henn- ar hafði áður numið og Hrólfur átti síðar eftir að gera einnig. f skólan- um kynntist hún fljótlega eigin- manni sínum, Jens Urup, vel kunn- um listamanni, og giftu þau sig tveimu^ árum síðar, en náminu lauk Guðrún 25 ára: „Nei, það er ekki hægt að segja að það hafi nokkurn tíma ríkt sam- keppni á milli okkar,“ segir Guðrún. „Maðurinn minn hafði alltaf svo mikið að gera og raunar er alveg nóg að hafa einn listamann á heimil- inu! Við eigum fjögur börn og með- an þau voru ung fékkst ég sama og ekkert við listsköpun, enda alltaf nóg annað að gera á þeim tíma við að sinna heimilinu og börnunum. Þetta er allt orðið fullorðið fólk núna.“ Hún viðurkennir að hún hafi á vissan hátt saknað þess að sinna list- inni, „en nú hefur maður nægan tíma sem er ágætt að nota til list- sköpunar," segir hún. Á sýningunni í Gallerí Gangskör sýnir Guðrún klippimyndir, sáld- þrykk og ,,gvass“ og hún segist varla geta gert upp á milli hvaða verk henni hafi þótt mest gaman að skapa: „Mér finnst gaman að vinna við þetta allt. í klippimyndunum hef ég litað allan pappírinn svo hann heldur sér betur og smáu myndirn- ar í fremri salnum eru skissur að stærri verkum." Guðrún segir ástæðu þess að hún heldur nú einkasýningu hér vera að í fjölda ára hafi vinir hennar hér heima hvatt hana til að koma hing- að og sýna: „Ég hef dregið það svo- lítið en ég er mjög ánægð með að vera hérna. Hér hef ég fengið svo fallegan sal og héðan er gott útsýni yfir þennan faliega bæ. Hingað hef- ur komið margt fólk og verkin mín hafa selst vel svo ég get verið ánægð.“ Auk þess að halda hér sína fyrstu einkasýningu ætlar Guðrún að fylgja eftir verki sínu og eigin- mannsins, gluggunum í Sauðár- krókskirkju, en þau hjónin hafa unnið að gerð þeirra í nokkur ár. „Ég gerði fyrst teikningarnar að þeim fyrir tíu árum, svo gerði mað- urinn minn alla gluggana í kirkju- skipinu og nú er ég komin með þá síðustu. Við munum fara norður og fylgja þessu verki eftir en það er bú- ið að vinna alla gluggana núna." Guðrún segist koma nokkuð oft heim til Islands þótt hún hafi ekki haldið sýningu hér fyrr, en þau hjónin ferðast mikið um heiminn og eiga að baki margar námsdvalir í Frakklandi, Ítalíu, Rússlandi, Mex- íkó og fleiri löndum: „Frakkland er eftirlætisstaðurinn minn,“ segir hún, en ítrekar að henni finnist afar gott að koma til íslands: „Hingað hafa komið margir vina minna og mér finnst gott að hitta gamla vini aftur.“ Guðrún segir börn sín öll vera list- ræn og barnabörnin þrjú, sem eru á aldrinum 3-6 ára, séu dugleg að teikna og mála „eins og flestöll börn“, segir hún og bætir við: „Öll börn eru listamenn!" Guðrún þarf ekki að hugsa sig um þegar ég spyr hvert hún sæki hug- myndirnar í verk sín: „Hugmynd- irnar eru innra með mér. Verkin mín verða til með litlum fyrirvara þann- ig að hugmyndirnar búa í sálu minni." — Við vekjum athygli á að sýning Guðrúnar er opin í dag og á morgun kl. 12-18, og á morgun er síðasti sýn- ingardagur. AKM. LISTSÝNINGAR Þjóðleikhúsiö Ég dansa við þig. Ballett laugardag kl. 20.00. Yerma. Harmljóð frumsýnt föstudag kl. 20.00. Sunnudag kl. 20.00 og þriðju- dag kl. 20.00. Rympa ó ruslahaugnum. Barnaleik- rit sunnudag kl. 15.00. Leikfólag Raykjavíkur Óánægjukórinn. Gamanleikrit laug- ardag kl. 20.30. Dagur vonar. Dramatík föstudag kl. 20.00. Djöflaeyjan. Söguleikrit föstudag kl. 20.00, uppselt, sunnudag kl. 20.00, uppselt. Sýnt f Leikskemmunni Meist- aravöllum. Laikfólag Akureyrar Kabarett. Söngleikur föstudag kl. 20.30 og laugardag kl. 20.30. Sýning- um fer fækkandi. Alþýðuleikhúsið Eru tígrisdýr í Kongó? Dramatík föstudag kl. 12.00 og laugardag kl. 13.00 í veitingahúsinu I kvosinni. Nemendalaikhúsið Rúnar og Kyllikki. Dramatík fimmtu- dag kl. 20.00 og laugardag kl. 20.00 í Lindarbae. Gallerí Borg Gylfi Gfslason með teikningar við Róst- hússtræti, en Magnús Kjartansson með stór verk í nýja salnum í Austur- stræti. Gallerí Svart á hvítu Hulda Hákon með lágmyndir fram á sunnudag. Gallerí Gangskör Guðrún Sigurðardóttir Urup sýnir fram á laugardag, en þá tekur Þórdís Sigurð- ardóttir við með skúlptúra. Kjarvalsstaöir Einar Hákonarson opnar málverkasýn- ingu á laugardag, sömuleiðs Gunn- steinn Gfslason með móristur og Ingi- björg Styrgerður Haraldsdóttir með textíl. ivar Valgarðsson og Níels Haf- stein opna sýningu Ifka á laugardag. Norræna húsið Bræðurnir Ölafur og Hannes Lárussynir eru með sýningu á fjölda verka, unnum í ýmisleg efni. KVIKMYNDAHUSIN ★★★★ Koss kóngulóarkonunnar (Kiss of the Spiderwoman). Afbragðs leikur kl. 5, 7.05, 9.10 og 11.15 í Bíóhúsinu. Herbergi með útsýni (Room with a Wiew). Notalegur sjarmi kl. 3, 5.30, 9 og 11.15 f Regnboganum. ★★★ Litla hryllingsbúðin (Little Shop of Horrors). Gamangaman kl. 5,7,9og 11 f Bíóhöllinni. Krókódíla-Dundee (Crocodile Dundee). Létt ævintýri kl. 5, 7, 9 og 11 í Bíóhöllinni. Þrír vinir (Three Amigos). Hrein og bein fyndni ki. 5, 7, 9 og 11 í Regnboganum. Guð gaf mér eyra (Children of a Less- er God). Hugnæm og sæt kl. 5, 7 og 9 í Regnboganum. Trúboösstöðin (Mission). Vönduð stórmynd kl. 5, 7.15 og 9.30 í Regnboganum. Þeir bestu (Top Gun). Topp-þjóð- remba kl. 3 í Regnboga. Skytturnar Ágætur íslendingatryllir kl. 3.15, 5.15 og 11.15 f Regnboganum. Enginn miskunn (No Mercy). Löggu- hasar kl. 5, 7, 9 og 11 í Stjörnubíói. Peggy Sue gifti sig (Peggy Sue Got Married). Tímaleikur kl. 5 og 9 f Stjörnubfói. Vitnin (Bedroom Window). Hitch- cocksk gæði kl. 5, 7, 9 og 11 f Bíóhöllinni. ★★ Paradtsarkiúbburinn (Raradise Club). Meðalgaman kl. 5, 7, 9 og 11 í Bfóhöllinni. Njósnarinn (Jumpin' Jack Flash). Ágæt ærsl kl. 5, 7 og 11 í Bfóhöllinni. Gullbarnið (The Golden Child). Murphy-tæknibrella kl. 5, 7, 9 og 11 í Háskólabíói. Litaður laganemi (Soul Man). Nota- legur húmor kl. 5, 7, 9 og 11 f Laugarásbíói. Einkarannsóknin (Private Investigat- ions). Förmúluhasar kl. 5, 7, 9 og 11 í Laugarásbíói. Bló borg (Blue City). Dægileg ungl- ingaspenna kl. 3.10 og 11.15 f Regnboganum. Leikið til sigurs (Best Shot). Einlæg og mannleg kl. 3.15, 5.15,9.15 og 11.15 í Regnboganum. Fyrsti apríl (April's fools day). Gasa hrollur kl. 5, 7 og 9 í Tónabíói. ★ Liðþjólfinn (Heartbreak Ridge). Clint með kjaft kl. 5, 7, 9 og 11 f Bfóhöllinni. Tvtfarinn (Wraith). Fáránleg spenna kl. 5, 7, 9 og 11 f Laugarásbfói. ★ ★ ★ ★ framúrskarandi ★ ★ ★ mjög góð ★ ★ miðlungs ★ þolanleg O mjög vond MYNDBAND VIKUNNAR Eleni: ★★★ 77/ útleigu m.a. í Video- meistaranum. Bandarísk, úrgerö 1985. Handrit: Steve Tesisch. Leikstjóri: Petet Yates. Aöalhlutverk: Kate Nelligan, John Malkovich, Linda Hunt. Dæmi eru um að leikstjórar og handritshöfundar eigi árangurs- ríkt samstarf svo jafnvel áratugum skiptir. Má þar nefna t.d. Woody Allen og Marshall Brickmann, Martin Scorsese og Paul Schrader, James Ivory og Ruth Prawer- Jhbvala og síðast en ekki síst Peter Yates og Steve Tesisch. Sá síðast- nefndi hefur verið í fremstu röð bandarískra penna undanfarin 10-15 ár og á að baki m.a. best skrifuðu ræmu seinni ára, „Break- ing Away“, frá árinu 1979, en það var einmitt Yates sem leikstýrði henni. Einnig unnu þeir saman að hörkuþrillernum „Eyewitness" árið 1980. Nýjasta afkvæmi þeirra er Eleni. Glæný mynd sem af ein- hverjum ástæðum hefur aldrei sést í kvikmyndahúsum hérlendis. Þeir félagar flétta saman á áhrifa- ríkan hátt atburði sem gerast með þrjátíu ára millibili. Annars vegar fjallar Eleni um lífsbaráttu konu í borgarastyrjöldinni í Grikklandi laust eftir seinna stríð og hins veg- ar um son hennar sem snýr aftur til æskuslóðanna frá Bandaríkjun- um til að grafast fyrir um hverjir það voru sem báru ábyrgð á dauða móður hans sem var myrt af skæruliðum kommúnista. Þetta efni kemst óvenjuvel til skila á þessum knappa tíma, þó sumar persónurnar séu oft á tíðum mjög óljósar og ber myndin þess greini- leg merki að hún hefur fengið að kenna á klippunum. Þrátt fyrir þennan ljóð er myndin afbragðs- góð. Leikurinn er prýðisgóður og ber myndin t.d. með sér að Linda Hunt er ein besta aukahlutverka- leikkona samtímans. -J.S. HELGARPÖSTURINN 27

x

Helgarpósturinn

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Helgarpósturinn
https://timarit.is/publication/47

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.