Helgarpósturinn - 14.05.1987, Blaðsíða 35

Helgarpósturinn - 14.05.1987, Blaðsíða 35
lEinn af þeim sem sóttu um stöðu bæjarfógetans í Hafnarfirði dró umsókn sína til baka áður en kom til úthlutunar embættisins. Það var Sigurður Gizurarson, bæjar- fógeti á Akranesi. Sigurður skrifaði fjármálaráðuneytinu bréf, þar sem hann spurðist fyrir um hvort hann fengi aukatekjur samkvæmt gamla kerfinu ef hann fengi stöðuna. Eins og menn muna var það afnumið 1985 að fógetar þægju prósentur af öllum verkum sem unnin eru í emb- ættunum. Hins vegar voru þeir fó- getar sem þá sátu settir á aðlögunar- tíma, allt til 1990. Sigurður þiggur prósentur af verkum fógetaemb- ættisins uppi á Skaga. Hann hefur því viljað ganga úr skugga um að hann lækkaði ekki um of í tekjum við að flytjast í Fjörðinn. Sigurði barst svarbréf frá Gunnlaugi Claessen, ríkislögmanni. Bréfið var stutt. Eftir vanabundinn formála kom tvípunktur. Þar næst svar ríkis- Haföu smokk við hendina Hann gœti reddaö þér H* GEGN EYÐNI lögmanns: Nei. Að þessu svari fengnu dró Sigurður umsókn sína til baka. . . S_ ,, _ standa enn yfir. Staða Álafoss hefur hins vegar síður en svo skánað. Á sama tíma og félagið tapaði öllu hlutafélagi sínu í Pólarprjón var stofnað til nýs félags, Fínullar hf., ásamt Þróunarfélaginu. Stefnan virðist því sett á aukin umsvif jafn- harðan og undirstaðan skolast und- an fyrirtækinu. . . B H^^ankar og sparisjoðir eiga 1 samkeppni og hafa upp á ýmis „sér- kjör'' að bjóða. Hvað almenn vaxta- kjör varðar er hins vegar ekki hægt að benda á einn banka/sparisjóð fram yfir annan, því lágir vextir á einu sviði mæta háum vöxtum á öðru. Það má segja lesendum til fróðleiks að um þessar mundir er út frá vöxtum einna best að eiga ávís- anareikning í Alþýðubankanum, almenna sparisjóðsbók í Lands- bankanum, þriggja mánaða bók í Samvinnubankanum, sex mán- aða bók í Verzlunarbankanum, verðtryggða uppsagnarreikninga í Útvegsbankanum og hlaupareikn- ing í sparisjóði. Gjaldeyri er lang- best að geyma í Alþýðubankanum, en ef þú þarft að fá peninga í hendur þá tilkynnist hér með að vextir af almennum víxlum og skuldabréfum eru um þessar mundir lægstir í Landsbankanum. . . Opnun sérstaldega fyrir leikhúsgesti kl. 18.00. Boröpantanir í síma 11340. FIMM GÚMSÆTIR SJÁVARRÉ Nú getur þú valið um fimm góms SKELJAGRATI RÆKJUBÖKUR RÆKJURÚLLU SJÁVARRÉTT MORNAY OG HIN SlGILDA SJÁVARRÉTTABAKA HELGARPÓSTURINN 35

x

Helgarpósturinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Helgarpósturinn
https://timarit.is/publication/47

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.