Helgarpósturinn - 21.05.1987, Blaðsíða 2

Helgarpósturinn - 21.05.1987, Blaðsíða 2
ÚRJÓNSBÓK Hugarástand í hörpulok eftir Jón Örn Marinósson af öörum aö sé vita vonlaust að láta hina fá umboðið; en þetta megi alls ekki fara lengra og mikið séu þetta ljúffengar smákökur. Denni segir að Steini hafi ekki sjens og Steini segir að Denni hafi ekki sjens og báðir segja að rósarriddarinn hafi engan sjens og Berti megi ekki undir nokkrum kringumstæðum fá sjens og svo framvegis og afturábak og áfram og út á hlið — en auðvitað sé þetta á valdi for- seta sem verður ekki svefnsamt sökum upp- lýsinga- og smákökufylli eftir sjö heimsóknir á tveimur sólarhringum og röltir út á Skans- inn um miðja nótt og kastar upp krónu. Þetta eru að sjálfsögðu tiigátur einar. Sann- leikurinn er sá að þeir, sem taka ekki þátt í stjórnarmyndunarviðræðum, fá ekki að vita nokkurn skapaðan hlut. Þjóðin getur þess vegna vaknað einn morgun í maí, granda- laus, og verið tilkynnt ofur varfærnislega að hún sé búin að fá yfir sig þriggja flokka stjórn, happaþrennu, sem enginn kærði sig um að sitja uppi með þegar hann greiddi at- kvæði í apríl. Bollaleggingar hins venjulega borgara um stjórnarmyndun endurspegla þá ömurlegu staðreynd að á íslandi vita menn oft harla lít- ið um það, sem þeir ættu að vita um, fyrr en það er orðið of seint. Bankaráðsmenn í Út- vegsbankanum vissu til að mynda ekkert um viðskipti bankans við Hafskip fyrr en þeir fréttu utan fundar og af einskærri tiiviljun að bankinn væri kominn á hausinn vegna við- skiptanna. Þessi viðskipti fóru jafnvel svo leynt að bankastjórarnir vissu ekki neitt um þau heldur; þeir gáfu út opinbera yfirlýsingu, eftir að málið komst upp, og kváðust hafa haft einungis óljóst hugboð um að til væri skipafélag með þessu nafni og þóttust reynd- ar góðir að vita í hvaða banka þeir hefðu ver- ið bankastjórar. Hið sama gildir til dæmis um greiðsluþrot húsnæðislánakerfisins. Stjórn Húsnæðis- stofnunar vissi svo lítið um greiðsluþrotið að hún lagði fyllsta trúnað á upplýsirigabækling stofnunarinnar um sjálfa sig. Jafnvel hann Alexander sagðist ekki vita neitt heldur um þennan vanda húsnæðisstofnunar og hon- um var svo annt um að hann væri ekki stað- inn að ósannindum að hann losaði sig við þá menn sem gátu hugsanlega látið hann vita eitthvað um vanda stofnunarinnar. Almenningi kemur slík fáviska spánskt fyrir sjónir og sumir hafa af henni nokkra áhyggju. Kæmi til greina, segja menn, að breyta hlutverki Ráðgjafarstöðvar Hús- næðisstofnunar og fela henni að leiðbeina og liðsinna fremur stjórnendum stofnunarinnar en lánþegum hennar. Húsnæðisvanda þeirra, sem fengu lánsloforð, megi svo leysa með því að skjóta yfir þá skjólshúsi í nýju flugstöðinni; þar sé unun að bíða eftir efnd- um loforðanna við ljúfa tónlist frá Alexand- ers Rag Time Band undir stjórn Sigurðar E. Guðmundssonar. Þjóðin bíður þessa dagana ofurspennt að landsfeður, sem henti slíkt glópalán að þeir lifðu af kosningar, beri einnig gæfu til að mynda starfshæfa ríkisstjórn. Kjósendur nýttu sér ekki — eins og kunnugt er — vald sitt til að kveða á um skipan ríkisstjórnar og kom af þeim sökum í hlut forseta og þeirra manna, sem haldið hafa velli í bræðravígum stjórnmálaflokka, að leita leiða til þess að fylla upp í ráðherrasætin. Er þeim mikill vandi á höndum þar sem siðgæðiskröfur til ráðherra eru nú mun strangari en tíðkaðist við fyrri stjórnarmyndanir. Þeim sem vilja komast áfram í lífinu, at- vinnurekendum, harðstjórum, einræðis- herrum og athafnamönnum á Súðavík, hef- ur ævinlega þótt lýðræðið hinn versti þröskuldur í vegi þess að koma hlutunum í framkvæmd; í besta falli hafa þeir metið lýð- ræðið sem harla fánýta yfirborðsskemmtun handa borgurunum svo að gæfist tími á með- an til að beita hinu raunverulega þjóðfélags- valdi á bak við tjöldin. Islensku þjóðinni finnst þessi skoðun án efa jafnmikil fjarstæða og úrslitin í söngvakeppni sjónvarpsstöðva, en hitt er óumdeilt að getur ekki betri dægrastyttingu í virku amstri smáfólksins en að fylgjast með lýðræðislegum athöfnum lýðræðislega kjörinna stjórnmálamanna, sem vita ekki hvað þeir eiga að gera eftir að féll lýðræðislegur dómur kjósenda, sem vissu ekki hvað þeir vildu láta gera fyrir sig í öllu lýðræðinu. Drjúgur hluti af dægrastyttingunni er í því fólginn að giska í eyðurnar. Það er nefnilega svo að yfir athöfnum manna við stjórnar- myndun hvílir slík leynd að mætti halda að væri stjórnarbylting í aðsigi. Þannig virðist stjórnarmyndun á ytra borði vera fólgin í því að 1) forseti hugsar sig um í marga daga á meðan þeir, sem gætu vel hugsað sér að komast í ráðherrastól, tala óformlega saman um möguleikana á því að komast í ráðherra- stól; 2) forseti hættir að hugsa sig um og talar einslega við hvern og einn af þeim sem gætu vel hugsað sér að komast í ráðherastól; 3) forseti fer aftur að hugsa sig um, eftir að hann hefur tafað einsiega við hvern og einn af þeim, sem gætu vel hugsað sér að komast í ráðherrastól, en þeir, sem gætu vel hugsað sér að komast í ráðherrastól, fara aftur að tala óformlega saman um möguleikana á því að komast í ráðherrastól; 4) forseti hættir að hugsa sig um og segir einum af þeim, sem gætu vel hugsað sér að komast í ráðherra- stól, að fara að tala formlega við hina sem gætu vel hugsað sér að komast í ráðherra- stól; 5) sá sem gæti vel hugsað sér að kom- ast í ráðherrastól talar formlega við hina, sem gætu vel hugsað sér að komast í ráð- herrastól, en forseti hugsar á meðan um ekki nokkurn skapaðan hlut; 6) þeir sem gætu vel hugsað sér að komast í ráðherrastól, ræða formlega við þann sem forseti hafði beðið að JÓN ÓSKAR hugsa sig um? Hann er kannski að ryksuga og þurrka af; það er ekki í hverri viku sem annað eins úrvalslið og formenn stjórnmála- flokka eiga lögum samkvæmt að sækja heim forsetasetrið dag eftir dag. Síðan þarf að baka svo að eitthvað sé til með kaffinu þegar þeir birtast loks á hlaðinu, glorsoitnir og út- keyrðir eftir óformlegu viðræðurnar. Og þar fyrir utan er ekki vit í öðru en að panta sér lagningu; þetta eru sætir menn og verða teknar myndir. Og hvað gerist á öðru stigi í ferlinu þegar það er kallað svo opinberlega að forseti sé að ræða við formenn einstakra stjórnmála- flokka og afla sem gleggstra upplýsinga um stöðuna áður en hann tekur ákvörðun um hverjum skuli fyrstum falið umboð til stjórn- armyndunar? Þeir væta kannski eina smá- kökuna af annarri í glóðheitu kaffinu og hvísla í fyllsta trúnaði í eyrað á forseta hver ræða formlega við þá, og komast að þeirri niðurstöðu að stjórnarmyndun sé vonlaus nema forseti biðji þá að tala formlega við þann sem forseti hafði áður beðið að tala formlega við þá; 7) forseti verður aftur að fara að hugsa sig um og biður loks einn af þeim sem hafði talið vonlaust að ræða form- lega við hina, að höggva á hnútinn og ræða heldur formlega við þá — og þannig koll af kolli uns það ótrúlega gerist að landið fær ríkisstjórn. Sakir hinnar dulmögnuðu leyndar, sem hvílir yfir framangreindri atburðarás, er ekki að undra þó að komi fram hinar margvísleg- ustu tilgátur um hvað gerist í raun og veru á hverju einstöku stigi í lýðræðislegum til- hlaupum til stjórnarmyndunar. Hvað er forseti að gera fyrstu dagana eftir kosningar á meðan allra augu mæna að Bessastöðum og fullyrt í fjölmiðlum hvað eft- ir annað að forseti sé að meta stöðuna og AUGALEIÐ f/!P FZ MflF&TffÞ i> / / SfcOÞfl /9 ZSlflHb! /— 2 HELGARPÖSTURINN

x

Helgarpósturinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Helgarpósturinn
https://timarit.is/publication/47

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.