Helgarpósturinn - 21.05.1987, Blaðsíða 32

Helgarpósturinn - 21.05.1987, Blaðsíða 32
Fljótt á litið mætti halda að þessi mynd hefði verið tekin á minjasafni. Sú er þó ekki raun- in. Svona er nefnilega umhorfs uppi á lofti (verslun Jes Ziem- sen við Hafnarstræti; fyrirtæki ( fullum rekstri ( miðbæ Reykja- v(kur. Það brakar (hverri gólffjöl og lofthæðin er ekki beinlínis hönnuð fyrir körfuboltamenn. i hillunni fyrir enda myndarinnar má sjá gamlar handfærðar sjóðsbækur verslunarinnar, sem öllum hefur verið haldið til haga, ásamt ýmsum skrifstofu- áhöldum frá fyrri tfð. I I I I I I I I 1 i ! ! I Ísídasta tölubladi HP birtist grein þar sem stiklað var á stóru í sögu húss Borgarbókasafnsins við Þing- holtsstrceti, sem var byggt af land- flótta gyðingi um árið 1915. Maður þessi, herra Obenhautt, reisti einnig verslunarhús neðst við Hverfisgötu og þar er ennþá að finna eitt her- bergi svo til óbreytt frá upphafi. Kontórar frá því snemma á öldinni eru auðvitað mesta gersemi, því þeir eru sannarlega ekki á hverju strái. Þó má enn finna nokkur fyrir- tœki í hjarta Reykjavíkur, þar sem tíminn virðist hafa staðið í stað og finna má hinar merkustu minjar um daga, sem aldrei koma aftur. Við lit- um inn hjá fjórum aðilum, sem ekki hafa hlaupið mikið á eftir tísku- sveiflum í gegnum árin, en ómögu- legt er að vita hve lengi hœgt verður aö ganga að slíkum dœmum vísum. BRASILÍSKUR KONSÚLL Á 70 ÁRA GAMALLI SKRIFSTOFU Fyrsti viðkomustaður okkar var Heildverslun Garðars Gíslasonar við Hverfisgötu 4-6, þar sem hinn stórhuga herra Obenhautt reisti verslunarhúsnæði í byrjun aldarinn- ar. Verslunin var á jarðhæð hússins. Obenhautt bjó hins vegar á hæðinni fyrir ofan, því íbúðarhúsið við Þing- holtsstræti 29a var enn í smíðum á þessum tíma. Raunar seldi Oben- hautt það hús áður en byggingu lauk — en það er önnur saga. Þegar gengið er inn á kontór Bergs Gíslasonar, þar sem hinn rússn- eski herramaður gekk um gólf fyr- ir um það bil 70 árum, er það einna líkast því að taka sér far afturábak með tímavél. Ævafornt veggfóður er það fyrsta, sem maður tekur eftir. Það hefur væntanlega verið vand- lega valið af títtnefndum Obenhautt á sínum tíma og ber að sjálfsögðu aldurinn með sér. Skrifstofan myndi hins vegar missa mikinn „sjarma" ef einhver tæki sig til og máiaði yfir herlegheitin, því veggfóðrið skapar mikilvægan ramma utan um heild- armyndina. Bergur Gíslason tjáði okkur að húsið hefði verið byggt um 1916 og skrifstofuhúsgögnin eru frá því á ár- um fyrri heimsstyrjaldarinnar. Það eru skápar af ýmsum gerðum. Afar sérkennilegur sófi og þrír stólar, sem taka mikið pláss á skrifstofunni, eru hins vegar mun yngri eða frá því um 1936. Stór og mikill grænn peninga- skápur sómir sér vel á rúmgóðum kontórnum. Hann er nokkurs konar minjagripur frá skrifstofu fyrirtæk- isins í Hull í Bretlandi, sem nú hefur verið lögð niður. Veggina prýða síð- an margar gamlar myndir. M.a. frá athöfninni við stjórnarráðshúsið, þegar íslenski fáninn var fyrst dreg- inn að húni. Einar í Nesi fylgist líka með öllu sem fram fer í herberginu, alvarlegur á brún. Á skjön við allar þessar minjar frá liðinni tíð er hins vegar veggmynd frá Brasilíu í skær- um litum, sem lá á hinum sérkenni- lega lagaða sófa þegar Helgarpósts- menn bar að garði. I ijós kom að það land á sérstakar taugar í Bergi Gísla- syni, sem iýsti fyrir okkur útsýninu yfir Ríó de Janeiró af mikiili innlif- un. Við dyrnar að heildsölunni má líka sjá ræðismannsskjöld, ef vel er að gáð. HANDFÆRÐ BANKA- BÓK, HRAKADALLUR OG RULLA Næsti viðkomustaður okkar var Verslun Jes Ziemsen í Hafnarstræti. Á kontórnum á hæðinni fyrir ofan verslunina var nútíminn engu síður fjarlægur en hjá Bergi Gíslasyni við Hverfisgötuna. Bókhald og skrif- finnska fara t.d. enn fram við 80 ára gamalt skrifborð. Það er stórt og mikið og til þess ætlast að unnið sé báðum megin við það, en svolítið er mublan farin að lýjast eins og eðli- legt hlýtur raunar að teljast. Borðið er hins vegar sniðuglega útbúið, með grindum yfir miðjuna til að geyma á bækur og — á seinni tím- um — möppur. Þarna á loftinu geymir Einar Elí- asson ýmsa stórskemmtilega muni frá fyrri tíð. Það var eins og að ganga um minjasafn að fá að róta í dótinu og skoða sig um, þó svo fyrir neðan fætur okkar væri fólk að kaupa nýtískulega hluti til daglegra nota á nútímaheimilum. Maður varð lítið var við 20. öldina undir súðinni. Þar voru hins vegar handskrifaðar bókhaldsbækur, blekflöskur, gamlir blekpennar, skrifpúlt, hrákadallur, sérlega falleg- ur peningakassi, fornfálegar reikni- vélar, ritvél og meira að segja rulla fyrir þvott — margt af þessu líklega frá upphafi aldarinnar. Einar sýndi okkur einnig bankabók fyrirtækis- ins frá þeim tíma að sérhver færsla var handskrifuð inn í bókina af mik- illi vandvirkni. Það hefur ekki lítið vatn runnið til sjávar frá því það var hið viðtekna vinnulag í bönkum landsins. Sjálft húsnæðið, sem verslunin og skrifstofan eru í, var líkast til byggt um miðja 19. öldina, enda bera hver einasta gólffjöl og loftbiti vott um langa sögu. Jes Ziemsen hóf þarna verslunarrekstur árið 1903, en sam- kvæmt nýju borgarskipulagi er ljóst að húsið mun ekki standa óhaggað t L ; ! Hillurnar á kontórnum (verslun Egils Jacobsen við Austurstræti eru frá stríöslokum, en þessi stórkostlegi sófi og stóll í st(l eru Kkast til framleiösla frá 19. öld. Þetta er vægast sagt mögnuð mubla, með glerskápum, klukku og meira að segja tveimur áföstum styttum. Það eru tæpast til margir af þessari gerðinni hér á landi. Það er óneitanlega „klassi" yfir kontór Jóns G. Tómassonar, borgarritara, enda sátu borgarstjórar þarna áður fyrr. Hvort þetta er að öllu leyti hentugur vinnustaður er þó kannski annar handleggur. En glæsilegur er hann. í 4 32 HELGARPÓSTURINN

x

Helgarpósturinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Helgarpósturinn
https://timarit.is/publication/47

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.