Helgarpósturinn - 21.05.1987, Blaðsíða 36

Helgarpósturinn - 21.05.1987, Blaðsíða 36
v wm angaveltur manna um hvern Steingrímur Hermanns- son skipar í embætti umboðsmanns alþingis ágerast með hverri viku, en þetta er nýtt starf sem alþingi ákvað að búa til á síðasta þingi til að koma til móts við manninn á götunni. Þær raddir gerast nú æ háværari að Steingrímur ætli að ráða Jónatan Þórmundsson prófessor í lögfræði i embættið, en þar fer vinsæll og góður fræðimaður, sem margir hyggja að nýtast muni vel í þessu starfi. .. Fyrirtækið Veltir í Reykjavík, sem helst er þekkt af innflutningi og sölu sænsku Volvo-bílanna, hefur nú fengið umboð fyrir Hertz-bíla- leiguna kunnu, en hún er með allra stærstu bílaleigum í heimi hér. Velt- ismenn voru einn af fimm aðilum sem sóttu um rekstur bílaleigu við Flugstöð Leifs Eiríkssonar í krafti þessa nýja umboðs síns, en hinir aðilarnir voru erkifjendurnir Arnarflug og Flugieiðir og bíla- leigurnar Vík og Rás, sem mun vera gerð út frá Grindavík. Hvorki Veltir né Arnarflug hafa áður staðið í rekstri bílaleigu og þótti umsókn beggja um leigureksturinn við Leifs- stöð bera vott um áræði á sama tíma og nokkrum reyndustu og stærstu leigunum sem eru fyrir á íslandi, svo sem Bílaleigu Akureyrar, þótti leyfið of dýrt. Þrír básar voru í boði fyrir jafn margar leigur, hver á miljón í leigukostnað á ári fyrir utan sameiginlegan kostnað. Bílaleiga Arnarflugs bauð hæst i bás, alls 1.320.000 og var öðrum umsækj- endum þá boðið að ganga að þeim kjörum. Flugleiðir, Vík og Veltir gerðu það, en Rás datt úr skaftinu. Að svo komnu máli var dregið um þær tvær leigur sem myndu fá leyfið ásamt hæstbjóðanda og reyndust það vera Flugleiðir og Vík, en Veltir þurfti frá að hverfa með sitt nýja Hertz-umboð. Það verða því erki- fjendurnir Arnarflug og Flugleiðir ásamt Vík sem leigja út bíla frá Leifs- stöð fyrir milljón per ár — og byrjar ballið á næstu vikum, að því er HP heyrir. . . Dreymir þig stundum að þú liggir á strönd og borðir góðan mat, að þú siglir á fallegum bát, spilir golf, akir um grænt landslag, stundir leikhús, tónleika, diskótek og hver veit hvað? Við þekkjum drauminn og bjóðum þér að upplifa skemmtilega og fjölbreytta daga hjá góðum grönnum okkar, Bretum. Flugleiðir fljúga cdlt að átta sinnum í viku til London í sumar og þrisvar í viku til Glasgow. Hér koma örfá dæmi um Ijúfa „breska daga“. fara hreinlega í „golfferð" um Skotland, aka milli spennandi golfvalla og góðra hótela. Flug og bátur Þú lætur þig líða um kyrrlátt landslag Norfolk á bát eftir síkjum og ám, leggur að bryggjum lítilla bæja eða freistandi veitingastaða og kráa sem liggja víða meðfram bökkunum. Norfolk er náttúruverndarsvæði ríkt af fuglalífi og vatnágróðri. Flug, bfll, hús og golf Á bíl ertu pinn eiginn fararstjóri, heimsækir þá staði sem þig hefur dreymt um og hagar tímanum eftir þínum hentugleika. Skemmtilegt væri t.d. líka að leigja eitt af rómantískum BLAKES-SUMARHÚSUNUM í nokkra daga og aka stuttar ferðir í nágrenninu eða BLAKES-BÁTAR Flug+bátur í 1 viku kr. 20.824 á mann. Verð miðað við 2 fullorðna og Cciribou bát. Mjög margir aðrir möguleikar. LONDON Flug+bíll í 2 vikur kr. 14.605 á mann. Verð miðað við 2 fullorðna og 2 börn, 2-11 ára, í Ford Fiesta. GLASGOW Flug+bíll í 2 vikur kr. 13.169 á mann. Verð miðað við 2 fullorðna og 2 börn, 2-11 ára, í Ford Fiesta. Nánari upplýsingar veita söluskrifstofur Flugleiða, umboðsmenn um allt land og ferðaskrifstofurnar. Ath. Öll flugumferð Hugleiða ti] og frá Heathrow fer um Terminal 1. FLUGLEIÐIR ---fyrir þíg FLUGLEIÐIR Flugleiða: Lækjargötu 2, Hótel Esju og Álfabakka 10. Upplýsingasími 25 100 MALLORKÁ Fj ölskylduferð 13. júní til 4. júlí Royal íbúðahótelin góðkunnu. dTCdMm FERÐASKRIFSTOFA, HALLVEIGARSTÍG 1, SÍMAR 28388 — 28580 Fjölskyld u tilboð <TTC^*VTM< Dæmi um 4ra manna fjölskyldu Verð á mann kr. 27.300 miðað við hjón oÍN^s8cLUBa"vr,r með tvö börn undir 16 ára aldri. INTERNATIONAL Gildir aðeins í þessa ferð 36 HELGARPÓSTURINN AUK hf. 110.6/SlA

x

Helgarpósturinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Helgarpósturinn
https://timarit.is/publication/47

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.