Helgarpósturinn - 21.05.1987, Blaðsíða 24

Helgarpósturinn - 21.05.1987, Blaðsíða 24
DJASS Trompetsnilli og góðgœti Eitt af útibúum Charley Records er Atlantis. Það firma hefur endur- útgefið þrjár gamlar og góðar Vee Jay-skífur; Juggin’ around með hljómsveit básúnuleikarans Benny Greens, Waltz of The Demons með kvintett altóleikarans Frank Stroziers og Blues Bag með sextett klarinettuleikarans Buddy De- Franco (Atlantis/Skífan). Það var árið 1960 að félagarnir gömlu frá Memphis, saxistinn Strozier og trompetleikarinn Booker Little, hljóðrituðu sex ópusa með rýþmasveit Miles Davis: Wynton Kelly á píanó, Paul Chambers á bassa og Jimmy Cobb á trommur. Ári síðar var Booker Little allur. Illur blóðsjúkdómur hafði lagt hann að velli. Þegar ég hlustaði á þessa plötu rifjaðist upp fyrir mér snilli Bookers, sem heyra má á The Great Concert of Eric Dolphy (Prestige) sem hljóðrituð var á Five Spot tæpum þremur mánuðum fyrir dauða hans. Waltz of The Demon er ein af þeim skíf- um er halda hlustandanum hug- föngnum. Rýþmasveitin er pott- þétt og einleikararnir hugmynda- ríkir. Sér í lagi eru sólóar Bookers magnaðir. Tónninn breiður og heitur og það er ekki neitt vafamál að ef hann hefði lifað lengur væri hann einn af helstu trompetmeist- urum okkar daga. Booker og Freddie Hubbard voru efnilegustu trompetleikararnir af skóla Clif- ford Browns og Hubbard hefur haldið merkinu á lofti þó hann hafi tekið nokkur hliðarspor á stundum. Margir af trompetmeist- urum djassins hafa dáið ungir. Clifford Brown og Fats Navarro urðu 26 ára gamlir, Bi Beiderbeck 28 ára en Booker Little aðeins 23ja. Á skífu Stroziers má finna valsa, ballöður og bopp-ópusa með fönkívafi í bland við hreint bíbopp. Þeir sem þekkja ekki Booker Little ættu að næla sér í skífuna. Þeir verða ekki sviknir af. Gene Ammons og Benny Green eru báðir frá Chicago og hafa spil- að mikið saman. Báðir eru þeir bíbopparar með rætur í svíngi og var Gene upphaflega mikill Lest- eristi þó boppið næði yfirhend- inni. Hann var alinn upp við blús hjá föður sínum, búggavúggapían- istanum Albert Ammons, og má finna þess víða merki í blæstri hans. Hér eru góðir blásarar í sveit Ammons og Greens. Nat Adderley blæs í trompet, Frank Wfess í tenór og flautu og Frank Foster í tenór. Báðir eru þeir af Basie-ættinni og er tónlistin það líka þó boppuð sé. Tomrrry Flanagan er á píanó, Eddie Jones á bassa og Al Heath á trommur. Það fer ekki hjá því að margt sé skemmtilega gert á slíkri skífu þó fátt komi á óvart. Blástur með stórsveitartilf inningu sem all- ir sannir svíngarar ættu að njóta. Buddy DeFranco er ásamt Benny Goodman sá djassklarin- ettuleikari er mest vald hefur haft yfir hljóðfærinu. Boniface Ferdinant Leonardo DeFranco lék með Gene Krupa, Charlie Barnet, Tómmy Dorsey og Count Basie áður en hann stofnaði eigin hljóm- sveit með mönnum á borð við Art Blakey og Kenny Drew. Margar hljóðritanir hans á sjötta áratugn- um eru orðnar klassískar s.s. með píanistunum Art Tatum og Sonny Clark. En það var ekkert grín áð vera bíbopp-klarinettuleikari. Þó DeFranco væri öðrum fremri gat hann tæpast lifað af leik sínum og 1966 gerðist hann stjórnandi Glenn Miller-bandsins. Sem betur fer er hann hættur þeirri vitleysu og vonandi lifir hann betra lífi af djassklarinettuleik en áður og Pabló hefur gefið út frábærar DeFranco-skífur á síðustu árum m.a. í samleik með Oscar Ffeíerson-kvartettnum. Blues Bag var hljóðrituð 1964 og er Art Blakey á trommur, Victor Sproles á bassa, Victor Feldman á píanó, Curtis Fuller á básúnu og Lee Morgan og Freddie Hill á trompeta. Það sem vekur mesta athygli við þessa skífu er að Buddy blæs í bassaklarinett, þetta er trú- lega fyrsta breiðskífan þar sem djassleikari blæs eingöngu í það hljóðfæri. Voldugur tónninn og virðuleiki hljóðfærisins breyta svip á boppi DeFrancos. Það er ekki eins leikandi létt og venju- lega en svipmeira. Þó eru rifja- blúsar á dagskrá eins og Cosun Mary eftir Coltrane. Kush eftir Dizzy Gillespie fær frábæra með- höndlun enda hæfir hljóðfærið afrórýþmanum rómanska. Strozier og Little heitinn: Magnaöir sólóar. LISTSYNINGAR Þjóðleikhúsið Yerma, harmljóð, sunnudag kl. 20.00. Ég dansa við þig, ballett, fimmtudag kl. 20.00 og föstudag kl. 20.00. Hallæristenór, gamanleikrit, laugardag kl. 20.00. Rympa á ruslahaugnum, barna- leikrit, sunnudag kl. 14.00 síðasta sinn. Leikfélag Reykjavíkur Dagur vonar, dramatík, laugar- dag kl. 20.00. Óánægjukórinn, gamanleikrit, fimmtudag kl. 20.30 og sunnudag kl. 20.30. Djöflaeyjan, söguleikrit. Fimmtu- dag, föstudag, laugardag og sunnudag kl. 20.30. Uppselt alla dagana. Leikfélag Akureyrar Kabarett, kabarett, föstudag og laugardag kl. 20.30. Alþýðuleikhúsið Eru tfgrisdýr íKongó? í Kvosinni fimmtudag, föstudag kl. 12.00 og laugardag kl. 13.00. Síðustu sýn- ingar. Nemendaleikhúsið Rúnar og Kyllikki, dramatík, fimmtudag, laugardag og sunnu- dag kl. 20.00. Síðustu sýningar. FÍM-salurinn Guðrún Svava Svavarsdóttir opnar á föstudagskvöldið sýningu á teikningum, unnum með ýmsum aðferðum. Gallerí Borg Vignir Jóhannsson opnar f dag, fimmtudag, v/Austurvöll mál- verkasýningu. Edda Jónsdóttir á laugardaginn í nýja salnum við Austurstræti með vatnslitaþrykk og ætingar. Gallerí Svart á hvítu Borghildur Öskarsdóttir opnar á laugardaginn og sýnir keramik- skúlptúr. Gallerl Gangskör Þórdís A. Sigurðardóttir sýnir skúlptúra. Kjarvalsstaðir Einar Hákonarson með málverk, Gunnsteinn Gíslason með múrrist- ur, ívar Valgarðsson með stein- steypta skúlptúra, Ingibjörg Styr- gerður Haraldsdóttir með textfl og Níels Hafstein með málm- og tré- skúlptúra. Norræna húsið Yngve Zakarias, norskur málari og grafíker, opnar á laugardaginn í kjallara, uppi er samnorræn skúlp- túrsýning. KVIKMYNDAHÚSIN ★★★★ Koss kóngulóarinnar (Kiss of the Spiderwoman). Afbragðsleik- ur kl. 5, 7, 9 og 11 í Bfóhöllinni. Herbergi með útsýni (Room with a View). Notalegur sjarmi kl. 3, 5, 7, 9 og 11.15. ★★★ Litla hryUingsbúðin (The little Shop of Horrors). Gaman gaman kl. 5, 7, 9 og 11. Krókódíla-Dundee (Crocodile Dundee). Létt ævintýri kl. 5,7,9 og 11 f Bíóborginni. Þrfr vinir (Three Amigos). Hrein og bein fyndni. Kl. 3, 5, 7, 9 og 11.15 í Regnboga. Guð gaf mér eyra (Children of a lesser God). Hugnæm og sæt kl. 5, 7.10 og 9.20 í Regnboganum. Trúboðsstöðin (Mission). Vönd- uð stórmynd kl. 5, 7.15 og 9.30 f Regnboga. Þeir bestu (Top Gun). Topp þjóð- remba kl. 3 í Regnboga. Skytturnar Ágætis íslendinga- tryllir kl. 7.15 í Regnboga. Enginn miskunn (No Mercy). Lögguhasar í Stjörnubíói kl. 5,9 og 11. Vitnin (The Bedroom Window). Hitchcocksk gæði kl. 5, 7, 9 og 11.05 f Bíóhöllinni. ★★ Paradísarkiúbburinn (Club Para- dise). Meðalgaman kl. 5,7,9 og 11 í Bíóhöllinni. Litaður laganemi (Soul Man). Notalegur húmor f Laugarásbíói kl. 5, 7, 9 og 11. Gullbarnið (The Golden Child) Murphy-tæknibrella kl. 5,7,9 og 11 í Háskólabíói. Einkarannsóknin (Private In- vestigations). Formúluhasar kl. 5, 7, 9 og 11 í Laugarásbíói. Fyrsti aprfl (April fool's day). Gasa hrollur kl. 5, 7 og 9 í Tónabíói. ★ Vítisbúðir (Hell Camp). Sannar- lega vfti kl. 3.15, 5.15, 9.15 og 11.15 í Regnboga. BMX-meistararnir. Hjólreiða- mynd kl. 3 í Regnboga. Blóðug hefnd (Armed Re- sponse). Ofbeldismynd kl. 7 í Stjörnubíói. Nýjar Hrun ameríska heimsveldisins (The Decline of the American Empire). Frönsk/kanadísk verð- launamynd kl. 5, 7, 9 og 11 í Laug- arásbíói. Svona er lífið (That's life). Hvers- dagskómedía kl. 5, 7, 9 og 11 í Stjörnubíói. Morguninn eftir (The Morning after). Áfengisvandamál kl. 5, 7, 9 og 11 í Bíóborginni. Draumaprinsinn (Dream Lover). Eftir Alan J. Pakula kl. 5,7,9 og 11 í Bíóborginni. Með tvær í takinu (Outragous Fortune 7 kl. 5, 7, 9 og 11 í Bíóhöll- inni. Á réttri leið (All the Right Moves) kl. 5, 7, 9 og 11 í Bíóhúsinu. ★ ★ ★ ★ framúrskarandi ★ ★ ★ mjög góð ★ ★ miðlungs ★ þolanleg O mjög vond MYNDBAND VIKUNNAR The New Centurions ★★★ 777 útleigu hjá m.a. Vídeómeist- aranum. Bandarísk. Árgerd 1972. Leikstjórn: Richard Fleischer. Adalhlutverk: George C. Scott, Stacy Keach, Jane Alexander o.fl. Richard Fleischer hóf leikstjóra- feril sinn þá er hann stóð á þrítugu með gerð myndarinnar Child of Divorce (1946) og hefur síðan af- kastað tæplega þrjátíu kvikmynd- um af fullri lengd. Myndir hans hafa eins og gengur verið misjafn- ar að gæðum og reyndar fæstar notið sérstakrar hylli almennra áhorfenda eða gagnrýnenda. Þó eru hér á vissar undantekningar frá grámyglu meðalmennskunnar og nægir þar að nefna hina ágætu Compulsion frá 1959 hvar sjálfur Orson Welles fer á kostum í hlut- verki verjanda tveggja misaf- vegaleiddra ungmenna í morð- máli, Tora! Tora! Tora! frá 1970 með hinum margfrægu og stór- kostlega vel útfærðu orustusenum frá árásinni á Pearl Harbor og svo að sjálfsögðu umrædd mynd, The New Centurions frá árinu 1972. Hér er um að ræða eina af fyrstu nýbylgju-stórborgarlögguþriller- um áttunda áratugarins, þar sem menn leituðust sem ólmast við að stokka upp goðsögnina um góðu lögguna ódrepandi og varpa nýju og öllu trúverðugra ljósi á líf og störf þeirra manna er önnuðust löggæslu á misvel upplýstum öngstrætum stórborganna. George C. Scott fer á kostum í hlutverki Kilvinskys, sem hefur marga hildina háð um dagana og hugsar sér nú gott til glóðarinnar þá er eftirlaunaaldurinn nálgast. Stacy Keach fer sömuleiðis ágæt- lega með hlutverk nýliðans, sem upphaflega ætlaði einvörðungu að vinna sér inn aukapening með löggæslustörfunum á meðan hann stundaði laganám. Hvorugur þeirra gerir sér á hinn bóginn fulla grein fyrir hversu torvelt þeim mun í raun reynast að losa sig úr þeirri hálf-freudísku dauðagildru er þeir hafa einu sinni og öldungis sjálfviljugir komið sér í. 24 HELGARPÓSTURINN

x

Helgarpósturinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Helgarpósturinn
https://timarit.is/publication/47

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.