Helgarpósturinn - 21.05.1987, Blaðsíða 30

Helgarpósturinn - 21.05.1987, Blaðsíða 30
MATKRAKAN eftir Jóhönnu Sveinsdóttur ímunnberanleg uppiyfting Það versta við íslenska vorkomu er skrykkirnir. Eftir tíu daga dumbung og klass- íska gjólu brestur skyndilega á rjómalogn með sólskini í heilan dag. Síðan hellirignir í þrjá daga, þá tekur aftur við klassískur dumbungur með gjólu í aðra þrjá. Síðan þriggja tíma sólskin í allhvassri norðanátt. Endurtekið frá byrjun þrisvar sinnum. Svo löng er orðin biðin eftir suðrænum lægðum að enn má sjá sultardropa í biðskýlum SVR, og stefnuræður ungra elskenda spássérandi um miðbæinn einkennast öðru fremur af nöturlegu tannaglamri. Þessi haltu-mér-slepptu-mér vorleikur reynir mjög á þolrifin; maður heldur þó út að bera tennurnar í brosi í allt að sex samfellda vætudaga og segja að hætti Pollýönnu að þetta sé svo gott. Fyrir gróðurinn .. . En á þeim sjöunda breytist brosið í grettu. Ég held svei mér að á þessum árstíma sé stöðugur dumbungur sálarheillinni drýgri en sólskin með köflum sem vekur falskar vonir og rugl- ar í ríminu, að sígandi lukka sé betri en skrykkjótt. Það er nú svona viss sjarmi yfir að vera á jöfnum og stöðugum vorþreytu- bömmer, skynja ímyndaðar ógnir í gráman- um: eiturgræn tré og gargandi fugla, að ekki sé nú minnst á þetta hvimleiða mannfólk sem alltaf er að atast í manni. Maður sjálfur þó sýnu verstur; illa undan vetri genginn finnur maður djúpa samsvörun en um leið harmræna huggun í Vorsöng Svantes sem byrjar svona: Mit hár falder af min knœskœl er los og nyrerne rasler af sten. Mit hjerte er skœvt min mave nerves det jager sá sœrt í mit ben — jeg mœrker det hvorend jeg gár. .. og dog er det vár En það er eins og ég segi viss sjarmi yfir slíku ástandi, og sötrandi hvítvín eða fjalla- grasaseyði eftir atvikum vitja manns stór- streymir draumar sem hrint skal í fram- kvæmd þegar vorið er mætt án tvímæla. Þá skal sko verða upplyfting svo um munar, allt að því óímunnberanleg! Það þægilega er að þegar síþráðri sólinni hefur loksins tekist að brjótast til valda hellir maður sér ekki út í lystisemdir, heldur stór- þvotta og hreingerningar, alltént ef marka má ósjálfráð viðbrögð undirritaðrar þessa fáu góðviðrisdaga yfirstandandi (?) vors. Því þegar himingráminn er á brott sér maður sér til nokkurrar furðu að allt er skitugt. Á júróvisjóndaginn þvoði ég t.a.m. þrjár vélar og hengdi út á snúru, gróðursetti kryddjurtir, skrúbbaði klósett og ryksaug bækur. Rank- aði svo við mér við hið furðulega athæfi að strauja viskustykki fyrir framan sjónvarps- fréttirnar sem ég gat þó engan veginn ein- beitt mér að, hafandi uppi áform um að hætta lífi mínu með því að príla upp á þak til að þvo kvistgluggana í kvöldsólinni í stað þess að sitja fussandi fyrir framan sjónvarpið. Það má svo sem segja að ég hafi gert mér dagamun með þessu móti, en þó óneitanlega með nokkuð öðrum hætti en ráð hafði verið fyrir gert. . . Eg minnist þess ekki að sólin hafi skinið hér á suðvesturhorninu síðan téðan dag. Næsta sólskinsdag ætla ég að fara öðruvísi að. Þá helli ég öllu því fjallagrasaseyði sem ég á á lager í blómapottana, en sjálf ætla ég að úða í mig hvítvíni á svölunum, og eftirfar- andi kræsingum þegar garnirnar taka að gaula undir kvöldið. Allt eru þetta auðlagað- ir og fljótlegir réttir: í forrétt rœkjusalat au balcon, í aðalrétt kjúklingur á l’arabe og hvítvinsúöaö ávaxtasalat í eftirrétt. Upp- skriftirnar miðast við fjóra eða fimm mötu- nauta og gert er ráð fyrir að mikið hvítvín og gott sé drukkið með þessum ímunnberan- legu upplyftingum. RÆKJUSALAT AU BALCON 1 salathöfuð/3 epli / sítrónusafi eftirsmekk / 100 g valhnetukjarnar / 125 g rækjur / 1 dl sýrdur rjómi / 'á tsk. sinnep / salt og pip- ar. 1. Afhýdið eplin og skerið í fjórðuparta, fjar- lœgið kjarnhúsin og skerið epin í bita sem sítrónusafa er dreypt yfir. 2. Pvoið salatið, þurrkið og skerið í strimla. Saxið valhneturnar gróft og blandið hvoru tveggja saman í salatskál ásamt eplabitum og rœkjum. 3. Hrœrið sósu úr sýrða rjómanum og sinn- epinu, bragðbœtið með sítrónusafa, salti og pipar, og hellið svo yfir salatið rétt áður en það er borið fram. Blandið vel. KJÚKLINGUR Á L'ARABE 4 msk. ólífuolía / 1 stór kjúklingur / 2 stórir laukar/2 tsk. paprikuduft/u.þ.b. 1 tsk. rifin engiferrót / salt og pipar /2 sítrónur /2lA dl soð / u.þ.b. 20 grœnar ólífur. 1. Hlutið kjúklinginn á klassískan máta íátta stykki. 2. Hitið olíuna í þykkbotna potti, brúnið kjúklingabitana á öllum hliðum og fœrið svo upp á'fat. 3. Afhýðið og saxið laukinn og léttsteikið í olíunni. Hrœrið saman við papriku, engi- fer, saltiog pipar, ogsítrónum eftirað hafa þvegið þœr, skorið í báta og fjarlœgt kjarnana. 4. Setjið kjúklingabitana aftur í pottinn, hell- ið soðinu yfir og látið suðuna koma upp. Minnkið þá hitann og látið réttinn malla í u.þ.b. hálftíma. 5. Að lokum eru ólífurnar settar út í og soðn- ar með í 5 mínútur. Berið réttinn fram með soðnum hrísgrjónum. HVÍTVÍNSÚÐAÐ ÁVAXTASALAT 2 appelsínur / A> melóna / 3 bananar / 1 mangóávöxtur eða 2 kiwi / 2 msk. sykur /1 dl þurrt hvítvín. Afhýðið ávextina og fjarlœgið alla kjarna. Skerið bananana fyrst t sneiðar og raðið þeim á fat, skerið hina ávextina í bita og raðið yfir bananansneiðarnar. Stráið sykri yfir og dreypið eða úðið hvítvíni yfir. Þetta salat bragðast best ískalt og því þarf það að standa í ísskáp í a.m.k. 2 tíma. Algjör ós- vinna er að borða með þessu salati þeyttan rjóma eða ís. .. HVAÐ ÆTLAR ÞÚ AÐ GERA UM HELGINA? GUÐBJÖRG ÍVARSDÓTTIR HARGREIÐSLUKONA HJÁ BRÓSA ,,Eg verð vestur á Patreksfirði alla helgina. Þangað fer ég tilað vera við fermingarveislu á sunnudaginn. Að- allega hef ég hugsað mér að slappa vel af um helgina, í mesta lagi fer ég í sundlaugarnar og heita pottinn. Eg fer yfirleitt í Broadway allar helgar en úrþví ég var svo óheppin að vera ekki þar um síðustu helgi og sjá John Travolta held ég bara að ég hvíli mig á staðnum á nœstunni! Kannski ég jafni mig á þessu í kyrrð- inni „fyrir vestan". Fór John Trav- olta annars ekki VESTUR?!" STJÖRNUSPÁ HELGINA 15.-17. MAÍ Föstudagurinn verður góður til hvers kyns andlegra iðkana og þú munt eiga auðvelt með að taka ákvarðanir. Þó er nauðsynlegt að viðhafa aðgát í viðskiptalífinu. Ekki versnar útlitið á laugardag, sem getur orðið happa- dagur. Sem sagt. Vellíðan og jafnvel ástarsæla, þar sem slíkt á við... Lífið helst enn á jákvæðu nótunum á sunnu- dag og þér reynist auðvelt að horfast (augu við erfiðar aðstæður eða taka skyndiákvaröanir. umi i mim\i— Reyndu að komast að samkomulagi við náinn sam- starfsmann eða félaga, þó þér finnist hann ekki sam- vinnuþýður. Mikið af því sem þú sagðir, eða reyndir að útskýra, komst ekki nægilega greinilega til skila. Þess vegna Iftur út fyrir að þú sért ósveigjanlegur eða hroka- fullur, en þú getur leiðrétt þetta núna með því að sýna fram á hve umhyggjusamur og upplýstur þú ert. Nú þarf allt að vera hreint og beint og þú mátt alls ekki sætta þig við neitt annað en það sem er heiðarlegt og sann- gjarnt. TVIBURARNIR (22/5-21/6] Það verða óhjákvæmilega óvæntar breytingar í dag- lega Kfinu, en þú skalt hafa stjórn á tilfinningum þínum og ekki láta þvinga þig til neins, hvaða aðferðum sem beitt er. Þú virðist þurfa að endurskipuleggja margt þessa dagana, vegna aðstæðna sem þú hefur enga stjórn á. Þótt ýmislegt gangi á verður þú að gera það sem þú telur rétt og henta þér best. Ekki bera harm þinn í hljóði, en viðurkenndu að þetta er afleiðing þess að breyta á móti betri vitund. i: i Það gefur besta raun að troða sér ekki fram á föstu- dag, en þann dag gæti komið upp misskilningur vegna þess að annar aðili reyndist ekki sýna mikla hagsýni. Þú verður venju fremur hress á laugardag og þess vegna l(ka vinsæll. Ýmislegt gott gæti komið í kjölfar samneyt- is við annað fólk. Sunnudagurinn er einn þessara daga þegar þú veist nákvæmlega hvað þú vilt og ert ákveð- inn í að láta það ganga eftir. Það ríkir óvissa og svolítill ruglingur (einkalífinu, en það er þó ekki litlaust á meðanl Ef þú stundar listsköp- un væri synd að nýta tímann ekki vel, því þetta er afar hagstætt tlmabil hvað slíkt varðar. Reyndu að fá aðra til að prófa nýjar aðferðir. Það er einhver að gera þér lífið leitt og þig langar til að blása út, en gættu þess að gera ekki illt verra. cazn Þú hefur ýmis tromp á hendi, þó svo þér finnist í augnablikinu annar aðili vera að gera þig vitlausan. Nú er um að gera að láta til skarar skríða, t.d. með ákveð- inni fjárfestingu. Og ekki þýðir lengur að leiða hjá sér breytingar Ivinnunni, sem lengi hefur mátt sjá fyrir. Var- aðu þig hins vegar á að brenna allar brýr að baki þér. I "H.fí IIIIII IIIIIH— Á föstudag munu samskipti við maka og ástvini .ganga betur og á sunnudag muntu s(ðan geta verið ómetanlegur stuðningur fyrir þann, sem stendur hjarta þínu næst. Nýttu laugardaginn vel, ef þú þarft að lesa eitthvað, skrifa, flytja fyrirlestur eða annað sl(kt. Allt samstarfviðannaðfólk yfir þessa helgi mungefastvel. SPORÐDREKINN (23/10-22/u Ef þú þarft að eiga viðskipti við „kerfiskarla" er föstu- dagurinn góður til þeirra hluta. Þú gætir komist að raun um að fjárhagsstaðan er ekki jafnslæm og útlit var fyrir, en varastu óraunsæja bjartsýni. Nánasti ástvinur þinn er mjög hlýr og indæll á laugardag, svo ef til vill er hægt að komast að nýju samkomulagi. Þú verður fullur orku og mjög afkastamikill á sunnudag. BOGMAÐURINN (23/11-21/12 Aðrir krefja þig um sannanir í miklum mæli, en þú skalt ekki láta þann þrýsting valda sambandsslitum. Það eru einmitt að verða afdrifarík vatnaskil f lífinu, sem vert er að bíða eftir. Frelsi þitt í framtlöinni er í veði. Þú verður líka að skilja að ákveðið samband verður að standast utanaðkomandi þrýsting. STEINGEITIN (22/12-21/1 Þú munt uppskera ríkulega, ef þú vinnur hvunndags- störfin af vandvirkni. Vertu ekki of utangátta á föstu- dag, eins og hætta er á. Heimilis- og fjölskyldulif blómstrar á laugardag og það verður bókstaflega brennandi heitt (rómantísku kolunum. Sunnudagurinn er vel til þess fallinn að vinna, annaðhvort að lagfæring- um eða verkefni úr vinnunni. VATNSBERINN (22/1-19/2 Njóttu allrar athygli, sem þú verður aðnjótandi, en reyndu að gera þér vel grein fyrir því hvort fólk er heiðar- legt eða ekki. íhugaðu líka hvort þú ert of upptekinn af þv( að takmarka ekki möguleika þína, þegar kannski væri réttara að taka af skarið og veija ákveðna leiðfákveðinn aðila. Það er grunnt á tilfinningunum þessa dagana og því ekki nema eðlilegt að nákomnir aðilar segi hug sinn eða kvarti. 1111 f I I II IIIIIHIII !■!■■■ Hugsaðu þig vel um áður en þú skerð á tengsl, sem hafa verið mikilvægur hluti lífs þíns fram til þessa. Kannski er betra að semja um tímabundið vopnahlé? Reyndu að skilja hvers vegna ástvinir eru jafn ósam- vinnuþýðir og raun ber vitni. Viðkvæmar tilfinningar auka hættuna á því að úlfaldi verði úr mýflugu, ef ekki er vel að gáð. Það viröist allt leggjast á eitt til að varna þv( að þú komist þangað sem þig langar, en þú verður bara að halda þínu striki og gefast ekki upp. 30 HELGARPÓSTURINN

x

Helgarpósturinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Helgarpósturinn
https://timarit.is/publication/47

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.