Helgarpósturinn - 21.05.1987, Blaðsíða 17

Helgarpósturinn - 21.05.1987, Blaðsíða 17
okkur á útiskemmtununum í Atlavík og víðar. Þeir vita alveg hvað við erum að gera þegar við erum að vinna. Og það veitir held ég öryggis- kennd.“ AÐ VARÐVEITA BARNIÐ í SÉR Viö Tinna víkjum aftur að leiklistinni þar sem við sitjum uppi á háalofti í húsinu hennar við Grettisgötu, en húsiö var eitt sinn skrifstofur og síöar kommúna fólks. Núna er það bjart og per- sónulegt og Tinna talar um leikinn, þýðri og hljómmikilli röddu: „Það eru ákveðin forrétt- indi að fá að vinna við leikhús. Leiklistin er mjög gefandi, því leikarinn er stöðugt að vinna með sjálfan sig, stöðugt að setja sig í spor annarra og stöðugt að varðveita barnið í sér, halda sér opn- um og næmum í stað þess að festast í ákveðnu fari." En er þetta starfekki hœttulegt að því leyti að leikarinn er alltafað skipta um ogþróa ákveðn- ar persónur en fœr ekki á sama tíma tækifœri til að þróa eigin persónu? „Nei þetta er vitleysa. Því fleiru sem þú kynn- ist verðurðu öruggari með sjálfan þig. Maður hlýtur alltaf að nota sinn eigin reynsluheim við að móta og þróa aðrar persónur, manns eigin til- finningar og upplifanir nýtast manni alltaf í leik- listinni." Ertu sátt við feril þinn sem leikkonu fram að þessu? „Ég er sátt við minn feril. Mér finnst ég hafa fengið tækifæri til að takast á við mjög góða blöndu hlutverka, bæði stór dramatísk hlut- verk og góðar kómedíur. Það er að mínu viti hollt að festast ekki i ákveðnu hlutverki. Kannski gerir maður eitt öðru betur, ég veit ekki. En það er mjög hressandi að skiptast á ólíkum persónum og verkum." Pú leggur jafn mikið upp úr gamanhlutverk- um og alvörugefnari rullum. Hvað með skiptin milli leiksviðs og kvikmynda. Hvort togar meira I þig? ,;Mér finnst kvikmyndin mjög skemmtilegur miðill og bjóða upp á allt aðrar víddir en leikhús- ið þó auðvitað sé starf leikarans í báðum tilfell- um mjög skylt, þetta er alltaf spurning um ein- beitingu og innlifun. En ég held ég geri ekki upp á milli leiksviðs og kvikmynda. Það er einfald- lega ekki raunhæft að hugsa út í það hérna á íslandi." ERFITT AÐ LOSNA VIÐ YERMU Nú er það kannski dœmigert fyrir fámennið hér heima að þú hefur þó nokkrum sinnum leik- ið á móti mömmu þinni í leikhúsi og ert nú að fara leika í kvikmynd á móti manni þínum sem er leikstýrt af bróður þínum. Finnst þér ekkert erfitt að vinna með svona nátengdu fólki? „Ég hef ekki fundið fyrir því. Þegar til vinn- unnar kemur skipta þessi tengsl ekki máli. í leik- listinni sökkvir fólk sér niður í þau hlutverk sem það er að fást við og ýtir frá sér öllum fyrri tengslum við það fólk sem er í móthlutverkun- um. Hvað Hrafni viðvíkur finnst mér spennandi að fara að vinna með honum núna. Við erum bæði búin að ná vissu sjálfstæði sem listamenn. Ég hef aldrei leikið áður undir hans stjórn, en ég hlakka mjög til þess. Mér finnst hann ákaflega fær á sínu sviði, áræðinn og hugmyndaríkur." Attu það til í daglega lífinu að sökkva þér ofan í aðrar persónur en þú ert sjálf, kannski hér heima og meðal vina? „Nei, ég geri það ekki.“ Engar grímur? „Nei, ég held ekki. Hins vegar má vel segja að það sé mismunandi auðvelt að losa sig við þær persónur sem maður er að leika. Til dæmis er hlutverk Yermu, sem ég er að leika núna, svo knýjandi tilfinningalega að það tekur mig nokkra kiukkutíma að ná mér niður eftir sýn- ingar..." Og átt kannski engar tilfinningar eftir heim komin? „Þær eru að minnsta kosti allar í hnút og það tekur mig tíma að greiða úr þeim. Það hefur komið fyrir mig að koma heim sem Yerma og það er ekki beint æskilegt eins og þeir vita sem þekkja sögu hennar." YERMO ER HRJÓSTRUGT LAND Segðu mér meira frá Yermu. „Þetta er kona sem getur ekki átt barn, sem var í sjálfu sér hræðileg niðurlæging á þeim tím- um sem García Lorca skrifaði þetta verk (1930—1934). í því samfélagi sem leikritið lýsir er nánast eini tilgangur kvenna í lífinu að eignast og ala upp börn, það var eina leiðin fyrir þær að skapa og vera virkar. í byrjun leikverksins er Yerma ung og opin og á sér sína drauma, sínar væntingar — eins og við öll, konur eða karlar í dag eða þá. Síðan fjallar leikritið um það hvernig draumarnir ganga ekki upp, hvernig væntingarnar standast ekki og hvað það gerir einni persónu. Yerma er mjög tilfinningarík, full af ástríðum, lífi og löngunum sem allt kafnar smám saman vegna þess að hún fær ekki þá svörun sem hún þarf. Hún verður eins og þurr akur sem aldrei er vökvaður. Nafnið Yerma er reyndar dregið af orðinu yermo sem þýðir á spænsku hrjóstrugt land. Þetta er auðvitað einföldun á söguþræðinum en gildi þessa leikrits felst fyrst og fremst í ákaflega skáldlegum og fallegum texta ríkum að táknmáli og djúpum undirtónum." Tinna Gunnlaugs- dóttir leikkona í HP-viðtali Nú er þetta afskaplega stórt hlutverk; Yerma er drifkrafturinn í sýningunni og það sem allt snýst um. Hvers konar tilfinning er að leiða sýn- ingu með jafn afgerandi ■œtti og túlkandi Yermu þarf að gera? „Þetta er auðvitað mikil ábyrgð — og um leið mikil ögrun. Stærsti sigurinn er kannski- að standast þessa ábyrgð... Þegar ég las verkið fyrst, hlutverkið, varð ég sumpart hrædd við það, en um leið heillaði það mig. Ég naut bess að vinna með góðum leikstjóra sem Þórhildur Þorleifsdóttir er. Hún kunni að undirbúa jarð- veginn og gefa mér vissu fyrir því hvað mátti, hvaða leiðir voru færar.“ Skipti kvenleikstjóri þarna máli? „Ég þori ekkert að fullyrða um það, held að hæfni og fagmennska hafi mestu skipt. Hinsveg- ar hef ég oft undrast að þetta verk skuli hafa ver- ið skrifað af karlmanni, af því að það er skrifað af svo ríkulegri næmni um innstu hvatir og lang- anir konu.“ EKKI VÖR VIÐ BITURLEIKA V';ð skulum tala um vald leikstjórans í litlu landi þar sem leikhús eru fá og tœkifœri leikar- ans til að blómstra litlu fleiri. „Já, ég held að fólk geri sér almennt ekki grein fyrir valdi leikstjórans. Hann ræður mestu um val leikara og hefur örlög þeirra mikið til í hendi sér. Og það er lítið réttlæti í þessu fagi, ekki síst hér í fámenninu, en það er iitið við þvi að gera. Það er kannski ekki hægt að ætlast til réttlætis í þessu efni. Ég geri mér fullkomlega grein fyrir því að ég er mjög heppin með að fá þetta hlutverk Yermu, sem er einstakt tækifæri fyrir mig á leiklistarferli mínum. Það eru margar leikkonur sem hefðu viljað og getað leikið það. Ég er þakklát fyrir þetta tækifæri. Það er mikið talað um samkeppni í leikhúsun- um. Hún er í rauninni ekki milli sjálfra leikar- anna, þó hún sé milli þeirra, það er að segja; það eru leikstjórinn og leikhússtjórnin sem skipa í hlutverk. Og þó ég fái þetta stóra hlutverk núna getur engin leikkona sakast við mig. Ég hef aldrei fundið fyrir ríg af þeim toga. Það taka flestar leikkonur hússins þátt í uppfærslunni á Yermu og ég verð að segja að ég hef sjaldan fundið jafn mikla samstöðu af þeirra hálfu og einmitt núna. Þær hafa hjálpað mér og verið uppörvandi allan tímann. Raunar byggjast góð- ar sýningar alltaf á góðri samvinnu allra að- standenda." Pegar allt kemur til alls er leikhúsið kannski ekki þessi haröi heimur sem alltaf er verið að tala um? „Jú auðvitað er þetta grimmur bransi og það eru fá tækifæri sem gefast. Það er á valdi fárra að ákveða hverjir fá þessi tækifæri, en baráttan er ekki á milli leikara innbyrðis, þó auðvitað hugsi hver sitt eins og á öllum öðrum vinnustöð- um þar sem fleiri en einn vinna. Ég hef samt ekki orðið vör við biturleika." Tinna, hvernig er besta gagnrýni sem leikari fœr? „Besta gagnrýnin er að fá hlutverk... Það þýð- ir að fólk treystir manni og vill vinna með manni."

x

Helgarpósturinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Helgarpósturinn
https://timarit.is/publication/47

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.