Helgarpósturinn - 21.05.1987, Blaðsíða 12

Helgarpósturinn - 21.05.1987, Blaðsíða 12
eftir Gunnar Smára Egilsson teikning Jón Óskar Halelúja í hádegi Helgarpósturinn fylgist með bænastund Norðurljósanna undir hádegisverði í Leifsbúð. Fundir Nordurljósa eru um margt líkir hádegisuerdarfundum Lions og Rotary. Fyrir framan dyrnar á Leifs- búd á Hótel Loftleiöum hafði þjónn komið sér fyrir við dúklagt borð. A borðinu var peningakassi og greiðslukortamaskína. Karlmenn, flestir á besta aldri, greiddu þjónin- um eitt þúsund krónur og gengu í salinn. I hópnum voruþó tvœrkon- ur. ísalnum var borðum raðað í fer- hyrning, kaffibollar, hnífapör og vatnsglös. En lengra nœr samlíkingin ekki. Við annan enda borðsins sat maður með volduga bíblíu. Tveir menn stóðu við vegg og töluðu um þau frœkorn sem sáð hefði verið íKFUM fyrir þremur áratugum og vœru nú tekin að skjóta rótum. Um þrjátíu menn voru komnir saman I hádegi á mánudegi til að biðjast fyrir sam- an. Biðja til Guðs. Norðurljósin eru félags- skapur kristinna manna sem stofnaður var síðastliðið haust. í upphafi voru það níu menn úr við- skiptalífinu sem komu saman einu sinni í viku, neyttu matar og fóru með bænir sínar í sameiningu. Þeir tóku síðan með sér gesti og sumir þeirra komu aftur. Nú eru aldrei færri en þrjátíu manns saman komnir í Leifsbúð á mánudögum. Hátt í þrjú hundruð manns hafa mætt á bænastundirnar. Sumir að- eins einu sinni, aðrir reglulega og enn aðrir endrum og sinnum. Þó menn úr viðskiptalífinu séu enn mest áberandi eru þarna menn úr flestum stéttum. Prestar, stjórn- málamenn, opinberir starfsmenn. Hins vegar lítið af verkamönnum. Fáir úr þeim stéttum sem fá ekki frí til bænahalds í hádeginu. Þegar gestabók félagsskaparins er skoðuð sést að ísland er lítið land. Á þeim skamma tíma sem liðinn er frá fyrsta fundi Norðurljósanna hafa margir af æðstu yfirmönnum þjóð- arinnar litið inn á bænastundirnar. Stjórnmálaforingjar, ráðherrar og jöfrar úr viðskiptalífinu. Það mátti enda ráða af viðræðum við þá sem voru á bænastundinni á mánudaginn að félagar í Norður- ljósunum trúa á árangur af starfi sínu. Trúa því að með bænastund- unum séu þeir að velta hlassi. Þó trú hvers og eins, og vandi hans í lífinu, hafi verið til umræðu var oft stutt í trú á umfangsmeiri breytingar. Menn trúðu því að þessar bæna- stundir væru varða á leið til mann- legra samfélags. Þegar menn voru sestir við borðið stóð mað- urinn með bíblíuna upp og bauð alla velkomna. Las síðan stuttan kafla úr bíblíunni.^ Upphaf Jóhannesarguðspjalls. „í upphafi var orðið og orðið var hjá Guði og orðið var Guð...”. Að því búnu óskaði hann eftir tillögum um sérstök bænaefni. Glaðbeittur maður benti á, að samtökin Vímulaus æska hefðu staðið að söfnun um heigina og náð betri árangri en nokkur hefði þorað að vona. Norðurljósin hefðu beðið fyrir þessum samtökum á mánudegi fyrir viku. Þá sérstaklega fyrir því, að fjárhagur þeirra mætti styrkjast. Það hefði gengið eftir. Því bæri að þakka Guði þann stuðning, sem samtökin hefðu fengið hjá þjóðinni. Maður þessi var stór og þrekinn. Gekk fram vígreifur. Brosti og sagði hallelúja. Var auðsjánlega ham- ingjusamur í trú sinni. Aðrir voru ábúðarfyllri. Hver virtist trúa eftir sínu upplagi. Sumir tvístígandi. Aðr- ir fullir vissu. Hugsanir um samband vaxtarlags og upplags skutu jafnvel upp kollinum. Sá stóri og glaðbeitti var a.m.k. eins og holdgervingur þéttvaxinna manna, ef marka má kenningar Kretcmers. Fleiri óskir um bænaefni komu fram. Einn af stofnendum félags- skaparins sagði frá því, að drengur- inn sem þeir hefðu beðið fyrir á síð- ustu bænastund hefði dáið á laugar- daginn. Faðir hans hafði komið í fyrsta sinn á fund Norðurljósanna viku fyrr og þá var beðið fyrir drengnum hans, sem lá í sjúkrahúsi með heilahimnubólgu. Nú væri mikil sorg í fjölskyIdunni. Því skyldu Norðurljósin biðja fyrir henni. Óska eftir styrk til hennar svo hún mætti standast þessa miklu sorg. UUngur maður ósk- aði eftir því að beðið yrði fyrir sér og syni sínum. Sagðist vona að menn tækju þetta ekki sem eigingirni. Þeir feðgar búa einir saman. Þrátt fyrir að þeir elskuðu hvor annan næðu þeir ekki saman. Eitthvað stæði í veginum. Ungi maðurinn óskaði eftir því að fundurinn bæði fyrir því að þeim tækist að komast yfir þessa hindrun. Þegar þessi og fleiri bænaefni voru fram komin tók sá með bibl- íuna að biðja í heyranda hljóði. Aðr- ir fundarmenn gripu höndum sam- an og báðu. Sá sem talaði bar fram umbeðin bænarefni. Einstaka menn tóku undir með hallelúja. Eða báru fram nafn Jesú í lágum hljóðum. Þegar hinar sérstöku bænaóskir voru komnar fram tóku aðrir að biðja upphátt. Þökkuðu fyrir nær- veru Guðs. Báðu fyrir þeim sem minna mega sín, fyrir nágrönnum sínum, íslensku þjóðinni. Einn bað fyrir ráðamönnum. Óskaði þess að ákvarðanir þeirra yrðu til heilla. Sagðist biðja þess að þjóðin fengi ekki endilega þá stjórn sem hún ætti skilið, heldur góða stjórn. Annar þakkaði fyrir að von væri á sjón- varpsbíl að kvikmynda fund Norð- urljósanna, sem lið í kristilegum sjónvarpsþætti. Ungi maðurinn sem hafði óskað eftir að beðið yrði fyrir sér og syni sínum þakkaði Guði fyrir að hafa fellt tár í einlægni. Þakkaði fyrir að hafa ekki blygðast sín fyrir það. Nær allir fundarmanna báðust upphátt fyrir, hver á eftir öðrum. Sumir af tilfinningu fyrir sorg og erf- iðleikum í hversdeginum, aðrir af þrótti fyrir bættu samfélagi. Nokkrir voru óstyrkir og feimnir, aðrir ákveðnari. Prestarnir báðu af öryggi. Kennivaldi. Að lokum stóðu menn upp, héldust í hendur og fóru með faðirvor- ið, allir sem einn. Þeg- ar kom að ameninu tóku menn þéttar um hendur hver annars. Áður en menn náðu að setjast að því loknu opnað- ist hurðin að salnum og þjónarnir komu inn með ristaðan silung. Amen var þeirra stikkorð. Undir máltíðinni ræddi gamal- reyndur KFUM-maður um kynni sín af Guði. Talaði um hvernig hann hefði beðið til hans í veikindum sín- um í æsku. Beðið um að Guð gerði á honum kraftaverk, svo hann yrði heill. Kraftaverkið hefði ekki orðið, en frá þeim tíma hefði hann lifað með Guði. Vegna veikinda sinna hefði hann ekki getað tekið þátt í leikjum annarra barna. Maðurinn velti því fyrir sér hvort hann væri það ístöðulítill að ef ekki hefði verið fyrir þessi veikindi hefði hann glat- að barnatrúnni. Hvort Guð hefði með þessu fangað hann. Vegir Guðs værú óútreiknanlegir. Það sem okk- ur virtist stundum sem mikil sorg hefði stundum í sér fólginn mikinn fögnuð. Það sem við óttuðumst gæfi okkur stundum það sem væri okkur dýrmætast. Fleiri töluðu ekki, utan fundar- stjóri sem þakkaði mönnum kom- una. Menn töluðu saman í smærri hópum um óskyld efni. Þökkuðu síðan fyrir sig og héldu til sinna dag- legu starfa. Uti var bjartur maídag- ur. Starf Norðurljósanna hefur skotið víðar rótum en í Leifsbúð. Félagar í þessum samtökum koma saman á hverjum morgni í nokkrum fyrir- tækjum, biðja saman og ræða um trú sína. Það var áberandi af tali manna á bænastundinni að þeir fundu fyrir krafti af þessum samtök- um. Trúðu því að þau yxu og döfn- uðu. Trúðu á vakningu kristninnar. En þeir virtust einnig trúa því að vakningin þyrfti ekki endilega að vera innan hefðbundinna kirkju- stofnana. Hún skyti rótum hvar sem kristnir menn fyndu sér samastað. Og ekki síst í Leifsbúð á Hótel Loft- leiðum. 12 HELGARPÓSTURINN

x

Helgarpósturinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Helgarpósturinn
https://timarit.is/publication/47

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.