Helgarpósturinn - 21.05.1987, Blaðsíða 21

Helgarpósturinn - 21.05.1987, Blaðsíða 21
LISTAP Fyrst og fremst íslenskur málari Manneskjan í öndvegi er yfirskrift sýningar Einars Hákonarsonar, sem nú stendur yfir á Kjarvalsstöðum Sýning Einars er mikil í sniðum, þar eru tœplega áttatíu málverk, stór og smá og öll máluð á undan- gengnu tveimur og hálfu ári, en Ein- ar hefur helgað sig málverkinu síð- ustu þrjú árin. Hann er einnig kunn- ur fyrir afskipti sín af félagsmálum myndlistarmanna, sem skólastjóri MHI og var nýlega ráðinn listráðu- nautur Kjarvalsstaða. Hann hefur starfað að list sinni, ásamt kennslu, mestan part um tuttugu ára skeið og segir sjálfur að aðal viðfangsefni sitt hafi allan þann tíma verið manneskjan og kjör hennar í víðu samhengi, manneskj- an gagnvart fjandsamlegu, vélrænu umhverfinu. Aður fyrr hafi mynd- irnar verið með ádeilubroddi en í seinni tíð hafa þær orðið huglægari, beinst meira inn á við, og um leið hafi notkun tákna og symbóla auk- ist. Aðspurður um hvort sú ádeila, sem hann hafði uppi fyrr á árum, ætti ekki til okkar erindi enn þann dag í dag svarar hann játandi. ,,Það veitti svo sannarlega ekki af, ég er t.d. afar óánægður með þá fjöl- miðlaþróun sem hefur orðið ofan á, innflutningur á erlendu efni sem ekkert innihald hefur er bæði sljóvgandi og ruglandi gagnvart okkar eigin menningarverðmætum og það örlar ekki á vilja til að gera eitthvað sjálfir á okkar eigin vett- vangi. Eina svarið er hinsvegar, ef menn vilja halda í þjóðernið, að styðja dyggilega við Jsað sem fram- leitt er hér heima. Eg er stórt séð sammála Sigurði A. Magnússyni rit- höfundi í greinum hans í Morgun- blaðinu um sjónvarp, nú nýverið, og vil óska honum til hamingju með að taka á þessum málum og hefja um þau umræðu. Það er annars undarlegt með samhengið í íslenskri menningu, á hátíðarstundum, þegar frammá- menn í samfélaginu ávarpa þjóðina, er alltaf talað út frá menningunni, en ekkert land gerir eins lítið fyrir listamennina sína og íslendingar. Það er t.d. stórt bil milli okkar og hinna norðurlandanna og það er undarlegt í ljósi þess að listamenn- irnir eru einu mennirnir sem geta breytt ríkjandi hugsanagangi gagn- vart íslenskri menningu. Að vísu aðeins séu þeir samkvæmir sjálfum sér en það er oft eins og menn leggi meira upp úr að vera í sviðsljósinu en að vinna að list sinni af heilind- um. Það er líka of lítið gert af því að velja milli manna við styrkveitingar, áhersla er ekki lögð á að styrkja þá sem eitthvað raunverulega geta. Það er verið að dreifa styrkjum sem ekki koma að neinu gagni í stað þess að styrkja veglega þá sem bún- ir eru að sanna sig, þannig að þeir geti lifað af því og þurfi ekki að hafa áhyggjur af afkomunni. Listin getur ekki farið eftir markaðslögmálum. Enginn markaðúr getur stjórnað því hvað er sönn og góð list. Þetta er eitthvert kjarkleysi í íslendingum, einhver minnimáttarkennd, sem veldur því að þeir treysta ekki eigin dómgreind, eins og glöggt sést af viðhorfum þeirra til íslendinga sem vinna erlendis. Þetta er einhver vantrú á það sem íslenskt er.“ Einar segist vera skilgetið af- kvæmi þeirrar frásagnarhefðar sem hér hafi mátt finna og að hann fjalli um íslenskar aðstæður og fólkið í landinu eins og hann upplifi það. Hann segist auðvitað ekki geta neit- að því að hann hafi orðið fyrir áhrif- um víða, en þrátt fyrir að hann fylgi ekki hinni íslensku landslagshefð frumherjanna í málverkinu telji hann sig vera íslenskan málara fyrst og fremst. -KK. Einar Hákonarson: Fyrir dómi. Mynd: Jim Smart. LEIKLIST Harmljóö Þjóðleikhásið: YERMA eftir Federico García Lorca. Þýðing: Karl Guðmundsson. Leikstjóri: Þórhildur Þorleifs- dóttir. Tónlist: Hjálmar H. Ragnarsson. Leikmynd og búningar: Sigurjón Jóhannsson. Leikendur: Tinna Gunnlaugs- dóttir, Arnar Jónsson, Guðný Ragnarsdóttir, Þorleifur Örn Arn- arsson, Pálmi Gestsson, Guðrún Stephensen, Kristbjörg Kjeld, Anna Sigríður Einarsdóttir, Anna Kristín Arngrímsdóttir, Guðlaug María Bjarnadóttir, Vilborg Hall- dórsdóttir, Herdís Þorvaldsdóttir, Margrét Guðmundsdóttir, Bryndís Pétursdóttir, Ragnheiður Stein- dórsdóttir, Sigríður Þorvaldsdóttir, Helga E. Jónsdóttir, Jóhanna Linn- et, Sigríður Elliðadóttir, Hulda Guðrún Geirsdóttir, Margrét Björg- ólfsdóttir, Ásdís Magnúsdóttir, Jóhann Sigurðarson, Jón S. Gunn- arsson, Sigrún Guðmundsdóttir, Lára Stefánsdóttir, Helga Bern- hard, Örn Guðmundsson, Ólafur Bjarnason, Hinrik Ólafsson, Jón Rúnar Arason, Magnús Steinn Loftsson, Björn Björnsson, Stein- grímur Másson, Þorleifur Magnús- son. Sviðið er hátt til lofts og vítt til veggja. Það er rammað af með tveimur stórum römmum hvorum inn af öðrum, umgjörð sem er táknræn fyrir þær föstu skorður sem samfélag leiksins er skorðað í. Vinstra megin eru þessir ramm- ar gráir en hægra megin brúnir, andstæðir litir, heitur — kaldur, sem á sinn hátt sýna átökin í verk- inu á milli lífs og dauða, frjósemi og auðnar. Inn á sviðið koma tveir skápallar, þráðbeinir báðir, hvor í sínum lit, brjóta upp hornréttan rammann en geta táknað vegina tvo. Frá hægri kemur síðan fjall- garður inn á mitt sviðið, brotin lína í andstöðu við önnur form sviðsmyndarinnar, berandi vitni um að þrátt fyrir allt falla náttúru- öflin ekki í hinar föstu skorður sem samfélagið setur. Baksviðs er himinninn sem tekur litaskiptum og endurspeglar tilfinningar per- sónanna, ýmist helblár eða eld- rauður og ýmislegt þar á milli. Hárnákvæmt spil sviðsmyndar og ljósa er mjög sterkur sjónrænn áhrifavaldur í þessari sýningu. Texti Lorca er erfiður. Hann er mjög ljóðrænn og víða settur heil- um afmörkuðum ljóðum. Karl Guðmundsson hefur leyst af hendi með mestu prýði feikierfitt verk með þýðingu sinni. Honum tekst hvorttveggja að halda til haga merkingu textans og gæða hann hljómrænum töfrum sem frumtext- inn er svo ríkulega hlaðinn. Flutn- ingur slíks texta er mikið vanda- verk og hafa íslenskir leikarar að því er mér finnst oft átt í brösum með að flytja bundinn texta, finna hið rétta jafnvægi á milli hrynjandi og hljóms annarsvegar og merk- ingarlegrar túlkunar hinsvegar. í þessari sýningu hefur leikstjórinn gætt þess að leita þessa jafnvægis og er árangurinn óvenjulega góð- ur, enda hefur hann á að skipa kröftum sem vel ráða við slíkt verkefni. Tónlist er mikil í verkinu og er hún eftir Hjálmar H. Ragnarsson, en annars er til músík eftir Lorca sem yfirleitt er notuð við sýningar á Yermu. Tónlistin er fyrir slag- verk og rödd (raddir) og fannst mér hún yfirleitt vera mjög góð og vinna vel með öðrum þáttum sýn- ingarinnar. Sérstaklega óvenjuleg- ur var baksviðssöngur Signýjar Sæmundsdóttur. Annars er ann- arstaðar í blaðinu fjallað um tón- listina í verkinu og því fjölyrði ég ekki um hana. Á yfirborðinu er Yerma frásögn af ungri konu sem ekki elur manni sínum barn í hjónabandi eins og samfélagið gerir svo fastlega ráð fyrir, hún fyllist örvæntingu, er lit- in hornauga í samfélaginu, tor- tryggð af eiginmanninum, en hún leitar allra ráða annarra en að leita til annarra karlmanna. Það gefur augaleið að það er auðvelt að túlka þetta verk bæði féiagslega og sálfræðilega. Ganga annars- vegar útfrá ofurmætti staðnaðs samfélags sem þolir engum að vera öðruvísi eða þá leggja Það duga engar venjulegar að- ferðir við uppsetningu á verki eins og þessu. Leikstjórinn leggur áherslu á að skapa andstæður milli Yermu og heimilis hennar og umhverfisins, annarra persóna. I verkinu er þetta reyndar innbyggt þar sem aðalpersónur eru fáar en síðan fjöldinn allur af fólki sem kemur við sögu með svipuðum hætti og kór í klassískum verkum grískum. I hópsenum er kórinn sérstaklega notaður og í tveimur áherslu á sálarstríð þeirrar per- sónu sem er öðruvísi. Allt þetta efni og margt fleira liggur í verk- inu. En þegar texti verksins er at- hugaður kemur í Ijós að skáld- skapargildi hans er miklu víð- tækara. Ljóðrænn textinn er al- settur táknum sem vísa langt út fyrir samfélag verksins og persón- ur þess. Táknin vísa til grunnþátta tilverunnar, átaka lífs og dauða. Tákn eins og vatnið, lindin, mold- in, akurinn o.fl. vísa til frjómátt- arins en auðnin, hrjóstrið, þurrk- urinn vísa til eyðingar og dauða. Um leið og þessi grunnátök eru bundin í textann koma þau einnig fram í samskiptum persónanna sem að sínu leyti verða þá einnig tákngerðar. stærstu hópsenunum er hann ein- mitt notaður til þess að kalla fram andstæðu harmsins, þ.e.a.s. gleð- ina —- í þvottakonuatriðinu og á dýrlingshátíðinni. Það eru mörg atriði í þessari sýningu sem eru með því flottasta sem ég hef séð í leikhúsi. Þar má sem dæmi nefna atriði þvotta- kvennanna þar sem meira að segja áin rennur í takt við tónlist- ina og hreyfingar kvennanna. Einnig má nefna borðhaldið í húsi Yermu, samspil ljóss og skugga þar og systranna tveggja sem tákn dauðans. Það er mikið vandaverk að leika hlutverk eins og Yermu, ekki síst fyrir íslendinga sem yfir höfuð eftir Gunnlaug Ástgeirsson þola ekki að heitar tilfinningar séu látnar í ljós, þær á að bæla, þetta er meira að segja innbyggt í tungu- málið því hvað getum við sagt til þess að tjá sorg eða samúð án þess að það hljómi eins og í lélegri bíó- mynd. En Tinna Gunnlaugsdóttir skilar þessu vel. Hún vandar sig mikið við flutning textans og nær honum víða á flug og hún notar óhrædd berorða líkamiega tján- ingu til að túlka harm og örvænt- ingu Yermu. Arnar Jónsson er dul- ari í hlutverki eiginmannsins og tekst honum afar vel að túlka til- finningar hans og persónu. Pálmi Gestsson skilar ágætlega hlut- verki hirðisins Viktors. Guðný Ragnarsdóttir þreytir frumraun sína á sviði eftir leiklistarnám er- lendis og verður forvitnilegt að fylgjast með henni í framtíðinni, því hún leikur hlutverk Maríu vin- konu Yermu af miklum glæsileik. Einnig má nefna fersklegan leik þeirra Guðlaugar Maríu Bjarna- dóttur og Vilborgar Halldórsdóttur í hlutverkum ungu kvennanna og ekki síður þær Önnu Sigríði Einarsdóttur og Önnu Kristínu Arngrímsdóttur í hlutverkum systranna. Guðrún Stephensen nýtti sér vel möguleikana í hlutverki hinnar guðlausu. Fleiri einstaklinga ætla ég ekki að nefna en flestir standa sig vel, ekki síst í hópsenunum, en þær hafa lengi verið sérsvið Þórhildar. Leikhópurinn er styrktur með söngvurum og döns- urum og gerðu þeir sérstaklega vel. Sýning Þjóðleikhússins á Yermu er mjög glæsilegt verk, leikstjór- inn, Þórhildur Þorleifsdóttir, á þar stærstan hlut að máli, en nýtur vissulega krafta annarra. Er synd fyrir leikhúsgesti að horfa á eftir henni inn í annarskonar leikhús eftir að hafa stjórnað einni glæsi- legustu sýningu leikársins. G.Ást. HELGARPÓSTURINN 21

x

Helgarpósturinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Helgarpósturinn
https://timarit.is/publication/47

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.