Helgarpósturinn - 21.05.1987, Blaðsíða 25

Helgarpósturinn - 21.05.1987, Blaðsíða 25
HVAR ERU GOGGARNIR SIGGI? HP í arásleppuróðri frá Ægisíðuvör með Sigga og Steina á Friðþjófi. texti og myndir: Friðrik Þór Guðmundsson riðjudagsmorgunn á Ægi- síðuvör. Landkrabbi af Helgarpóst- inum er mættur, hefur fengið leyfi til að vera með í einn grásleppu- túr. Grásleppukarlarnir eru Sigur- jón Jónsson, skipstjóri, og Stein- þór Jónsson, eigandi trillunnar, og þar með útgerðarmaðurinn. Trillan er ný og ber nafnið Frið- þjófur, í höfuðið á F. Nansen, hinum fræga norska landkönnuði. landkrabbinn reynir að flækjast ekki fyrir. Fyrstu grásleppurnar koma inn fyrir borðstokkinn. „Það eru nokkur kvikindi," er kallað. „Hvar eru goggarnir, Siggi,“ spyr Steíni. Á endanum höfðu halast inn nær 30 fiskar, þar af nokkrir rauðmagar. „Þetta getur nú ekki talist mikil veiði miðað við það sem áður gerðist," segja þeir, en eru bjartsýnir. „En þetta er a.m.k. ágætt miðað við reynsluna í fyrra, hún var afleit.“ á er gert að því sem komið er. Hrognin eru skorin úr og sett í sérstakar tunnur, flökin sett til hliðar en hausum og innyflum fleygt, vargnum til óblandinnar ánægju. Mávar og veiðibjöllur halda veislu fyrir utan borðstokk- inn, en heldur er látið ófriðlega í veislunni, slegist um hvern bita. í áttundu og níundu trossu koma alls upp 13 glásleppur og tveir svona 5 ár,“ segir hann. „Helvíti ertu svartsýnn núna,“ segir Siggi og er ekki á sama máli. En aflinn er víst örugglega mun minni og ekkert í líkingu við aflann fyrir norðan. „Óstaðfestar fréttir herma að ógrynni af seiðum lendi í nót- um loðnuskipanna. Og eitthvað er þetta í bland vegna ástandsins í sjónum. Það eru alltaf sveiflur i lífríki náttúrunnar." Skipstjórinn fagnar komu einnar grásleppunnar, þær komu of fáar, en voru þó sæmi- lega feitar. „Rauðmaginn telst ekki með, hér ríkir algjör kvennalisti." „Sjálfur hef ég sama og aldrei farið til útlanda og það blundar enginn landkönnuður í mér,“ sagði Steini. „Þó fór ég einu sinni til Spánar að sleikja sólina." Vélin malar eins og ánægður köttur og eftir 20—30 mínútna keyrslu erum við komnir á miðin við Gróttu. Það er grátt yfir, súld og þokuslæða, varla að sjórinn bærist í hægum andvaranum. Þeir félagarnir eru með 11 netatrossur á miðunum núna og 4—6 net í hverri trossu. Þeir væru með meira, nema hvað þeir eru rétt að byrja og voru að fá sér nýjan bát. Vanalega hefst grásleppuvertíðin snemma í apríl og stendur fram í ágúst, en þetta er aðeins þriðji róðurinn hjá þeim í ár. Fyrsta netatrossan finnst og að er erfitt að finna næstu trossu, þokan er orðinn þétt. Siggi rýnir inn í þykkildið og loks sést eitthvað. „Aðeins á stjór, Steini" kallar hann og markið er fundið. En kannski hefði það betur ekki fundist, því ekki einn einasti fiskur kom upp! Netin eru tekin upp og færð á líklegri stað. „Það er bara vonandi að maður finni staðinn aftur, það er varla að maður viti hvað maður er að gera í þokunni." Kaffipása. „Útgerðin býður upp á jólaköku." Kaffið er sterkt og landkrabbinn ekki frá því að það örli á saltbragði! En hressandi er það og pásan notuð til að leysa nokkur vandamál þjóðfélagsins, að sjálfsögðu. Ríkisstjórn mynduð og því spáð að næstur í röðinni á Bessastöðum verði „Kletturinn í hafinu". Framsókn vinni skipulega að því. Þriðja trossa færir 14 grásleppur. Og einn rauðmaga. „En rauðmag- inn telst ekki með, hér ríkir algjör kvennalisti!" Svipaður afli í fjórðu trossu og heldur meira í hinni fimmtu og sjöttu. Útlitið ágætt, komnar um eða yfir 90 grásleppur og þær sæmilega feitar. „Úr hverri grásleppu fást um 700 grömm af hrognum. Við erum komnir hátt i sjötíu kíló núna.“ Heldur minna kom upp með sjöundu trossunni, aðeins 7 grásleppur, en aftur á móti litu inn fyrir tveir þorskar til að bæta úr því. í hverri trossu er eitthvað sem kemur landkrabb- anum á óvart: kræklingar, igulker, krabbar, krossfiskar, sandkolar og fleira. Og auðvitað endalaus þari. Sigurjón leitar aö vörinni i þokunni. Það þurfti aö fara löturhægt heim þvf vfða leynast lúmsk sker. Dýptarmælirinn er til staðar og ómissandi við slfkar aðstæður. rauðmagar, heldur er aflinn farinn að daprast. Síðustu tvær tross- urnar eru rauðmagatrossur. I þeirri fyrri komu upp 13 rauð- magar og annað eins af heldur horaðri grásleppu. Síðasta trossan fannst eftir nokkra armæðu í þokunni, en var rýr. Aðeins einn rauðmagi og ein grásleppa! Gert að restinni og haldið í land. Sigurjón fer sér hægt í þokunni, það er nóg af lúmskum skerjum út um allt og bést að fara varlega. Á leiðinni segir Steini við land- krabba að útlit sé fyrir að komið sé að endalokum grásleppuveið- anna. „Þetta er ekki nema svipur hjá sjón miðað við þegar best lét, t.d. í Grindavík hér fyrr á árum. Ég spái endalokum þessarar út- gerðar hér fyrir sunnan eftir BLioks finnst Ægisíðuvörin, en þá þarf að bíða um stund eftir að flæði almennilega að. í landi bíða nokkrir borgarar spenntir eftir því að komast í rauðmagann, sumir koma reglulega, aðrir endrum og eins. Grásleppukofarnir eru ekki beinlínis fagrir ásýndum þarna í fjörunni, en óneitanlega yrði sjónarsviptir ef þeir hyrfu og útgerðin þarna legðist niður. Davíð borgarstjóri er sjálfsagt á sama máli, hann gengur að minnsta kosti flesta daga þarna framhjá með hundinn sinn og ekki hefur hann beðið grásleppukarl- ana að færa sig... HELGARPÖSTURINN 25

x

Helgarpósturinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Helgarpósturinn
https://timarit.is/publication/47

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.