Helgarpósturinn - 21.05.1987, Blaðsíða 35

Helgarpósturinn - 21.05.1987, Blaðsíða 35
FRÉTTAPÓSTUR Stjórnarmyndunarviðræður Eftir að Steingrímur Hermannsson hafði gefist upp á að ’ mynda rikisstjórn og skilað umboði sinu aftur til forseta fékk hún Þorsteini Pálssyni, formanni Sjálfstæðisflokks- ins, umboðið. Þorsteinn sneri sér í upphafi að Alþýðu- flokknum og áttu formenn og varaformenn flokkanna með sér langan fund. Ekkert markvert kom þó út úr þeim fundi °g þegar honum var lokið boðaði Þorsteinn Steingrim Her- mannsson, forsætisráðherra núverandi stjórnar, á sinn fund. Það gerðist þó ekkert sérstakt þar heldur, enda hafði Steingrímur átt ítarlegar viðræður við Þorstein, þegar hann hafði umboðið, aðeins örfáum dögum fyrr og varla margt breyst á þeim stutta tíma. Þorsteinn hélt síðan áfram könn- unarviðræðum sínum og ræddi við Svavar Gestsson, for- mann Alþýðubandalagsins, en eftir þann fund var ljóst að í engu hafði dregið saman með þessum höfuðandstæðingum íslenskra stjórnmála, enda staðfestu þeir Þorsteinn og Svavar það í viðtölum eftir fundinn, sem var sá stysti sem haldinn hafði verið. Næst vék Þorsteinn sér að Kvennalist- anum og átti hann með fulltrúum hans sex tíma fund og virtist mönnum sem þar hefði hugsanlega eitthvað verið að gerast í alvöru. Töldu þá margir að kannað hefði verið stjórnarmynstur þriggja flokka, Sjálfstæðisflokks, Al- þýðuflokks og Kvennalista, en foringjarnir vildu þó ekkert láta uppi. Kemur þá til kasta Alberts Guðmundssonar og hins nýja Borgaraflokks, en Albert hafði áður lýst því yfir fyrir hönd flokksins að það væri best að hann yrði í stjórn- arandstöðu fyrst um sinn. Nú brá hins vegar svo við að Albert lýsti þvi yfir að Borgaraflokkurinn væri tilbúinn að fara í stjórn með Sjálfstæðisflokki og Pramsóknarflokki og þar með viðhalda þeirri ríkisstjórn sem setið hefur undan- farin fjögur ár. Albert sagði, eftir að umræður höfðu farið fram bæði leynt og ljóst milli hans og þriggja flokka ann- arra, Alþýðubandalags, Kvennalista og Framsóknarflokks, að slík stjórn yrði of dýr fyrir samfélagið, vegna þess að hin- ir svokölluðu vinstri flokkar gerðu of miklar kröfur um út- gjöld ríkisins, þegar tillit væri til þess tekið hversu gífur- legur halli er á ríkissjóði. Þorsteinn Pálsson endaði síðan könnunarviðræður sínar á því að boða Borgaraflokkinn til fundar, en almennt er talið að Sjálfstæðisflokknum sé ekki stætt á að fara í ríkisstjórn með Albert og félögum hans eftir það sem á undan er gengið. Frekar er reiknað með því að reynt verði formlega að mynda þriggja flokka stjórn undir forsæti sjálfstæðismanna með þátttöku Alþýðuflokks og Kvennalista. Þó er vitað að ágreiningur er á milli þeirra tveggja fyrrnefndu um landbúnaðarmál, einkum og sér i lagi búvörusamninginn sem ríkisstjórn Steingríms gerði við hagsmunasamtök bænda. Miðstjórnarfundur allaballa Um síðustu helgi var miðstjórn Alþýðubandalagsins kölluð saman til að meta stöðu flokksins í ljósi ófaranna í síðustu kosningum. Búist var við að mikil átök yrðu á fund- inum en svo varð ekki, að minnsta kosti ekki eins mikið og sumir héldu að yrði. Það vakti t.d. nokkra athygli að Guðrún Helgadóttir, þingkona flokksins, sem hafði haldið uppi sterkri gagnrýni á forystu flokksins, mætti ekki á fundinn og vildi hún enga skýringu gefa á því. Nokkur gagnrýni kom fram á tengsl flokksins við verkalýðshreyfinguna og sat Asmundur Stefánsson, forseti ASÍ, einkum undir þeirri gagnrýni og vildu margir kenna honum um ófarir flokksins í kosningunum, þar sem ASÍ hefði gert samsninga undir hans forsæti sem kjósendur Alþýðubandalagsins hefðu ekki getað unað við og þar með ekki kosið flokkinn. Svavar Gestsson sagði hinsvegar eftir fundinn að það yrði látið sverfa til stáls í flokknum á komandi landsfundi, sem verð- ur næsta haust. Reiknað er með átökum milli svokallaðrar lýðræðishreyfingar, með þau Guðrúnu og Ólaf Ragnar í fararbroddi, annarsvegar og hinsvegar flokkseigenda- félagsins, gömlu kommanna. Fréttapunktar • Fíkniefnalögregluna grunar, og virðist sá grunur vera á rökum reistur, að nýr snifffaraldur hafi gengið i borginni. Krakkar, allt niður í tólf ára, og unglingar hafa sótt mjög í kveikjaragas að undanförnu og er aðferð þeirra við sniffið sú að sprauta úr brúsa upp í sig og anda síðan djúpt. Fljótlega eftir að þessi kvittur komst á kreik var sala á kveikjaragasi bönnuð í almennum verslunum og er nú aðeins hægt að nálgast vöruna á bensínstöðvum og viðlíka verslunum, en þó aðeins séu menn 18 ára eða eldri. • Áfengi og tóbak hækkuðu að meðaltali um 15% í síðustu viku, viskíflaska er nú komin upp í rúmar 1400 krónur og amerískar sígarettur í 115 kr. pakkinn. Létt vín hækkaði þó hlutfallslega minna en sterkt. • Fargjöld í innanlandsflugi og fargjöld leigubUa hækkuðu um 10% í vikunni. • Tjónið sem varð þegar verksmiðja Lystadúns brann til kaldra kola í síðastliðinni viku er metið á 40—45 milljónir króna. Verksmiðjan hefur samt tekið til starfa að nýju í bráðabirgðahúsnæði og með lánstækjum. • Landssamband íslenskra útvegsmanna hefur farið fram á við Hafrannsóknastofnun að hún leggi til við sjávarút- vegsráðuneytið að stærri veiðisvæðum, þar sem þorskur elst upp, verði lokað um lengri tíma en verið hefur og einnig að friðuð hrygningarsvæði þorsksins verði stækkuð. Þetta er til komið vegna þess að afli undanfarið hefur verið mjög smár og dræmur og hafa útgerðarmenn af þessu töluverðar áhyggjur. • Samband íslenskra fiskframleiðenda, Landssamband ís- lenskra útvegsmanna og Sölumiðstöð hraðfrystihúsanna eru enn á báðum áttum hvað varðar hlutabréfakaup í ný- stofnuðum Útvegsbanka hf. Ríkið er enn langstærsti hlut- hafinn, en stefnir að sölu á bréfum sínum. • Kröfu verjanda fyrrum forráðamanna Hafskips, um að veitt yrðu opinber lán úr lífeyrissjóði opinberra starfs- manna til Hallvarðs Einvarðssonar, ríkissaksóknara, var hafnað af undirrétti, en þeir áfrýjuðu þegar til Hæstaréttar. Einnig var því hafnað að Hallvarður og Albert Guðmunds- son yrðu kallaðir fyrir réttinn til að gera grein fyrir málinu. LOFTNETA- OG MYNDLYKLAÞJÓNUSTA SJÓNVARPSKERFI - TILBOÐ SAMDÆGURS ÁRSÁBYRGÐ Á ALLRI VIIMIMU OG EFNI Traust, örugg og góð þjónusta Ármúla 23, Sími 687870 Bráðabirgðaákvæði um námsmenn tóku gildi 14. apríl 1987. Ákvæðin varða lög um Húsnæðisstofnun ríkisins. Samkvæmt þessum ákvæðum mun Húsnæðisstofnunin fara eftir neðangreindum reglum við meðferð lánsumsókna frá námsmönnum. □ Námsvottorð gilda til jafns við iðgjaldavottorð frá lífeyrissjóðum þegar sótt er um lán, hafi námið verið stundað fyrir 1. september 1986. Eftir 1. septembergilda einungis iðgjaldavottorð frá lífeyrissjóðum. 0 Vegna umsókna, sem lagðar voru inn á tímabilinu 1. september 1986 til 13. apríl 1987, þurfa námsvottorð (um nám fyrir 1.9. '86) og/eða lífeyrissjóðsvottorð að spanna 24 sl. mánuði áður en umsóknin var lögð inn. h Um umsóknir sem lagðar voru inn 14. apríl og síðar, gildir, að námsvottorð (um nám fyrir 1.9. '86) og iðgjaldavottorð frá Iífeyrissjóði verða að gilda fyrir 20 af 24 næstliðnum mánuðum, áður en umsóknin er lögð inn. Námsvottorð gildir því aðeins að umsækjandinn stundi eða hafi stundað lánshæft nám, samkvæmt skilgreiningu Lánasjóðs íslenskra námsmanna. Leggja verður fram vottorð um námstímann frá hlutaðeigandi skóla. Þeir, sem þegar hafa lagt inn umsóknir, verða að senda Húsnæðisstofnun ríkisins þessi skólavottorð fyrir l.júní 1987. Húsnæðisstofnun ríkisins LAUGAVEGI 77 Í01 REYKJAVIK S-20500 HELGARPÓSTURINN 35

x

Helgarpósturinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Helgarpósturinn
https://timarit.is/publication/47

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.