Helgarpósturinn - 21.05.1987, Page 23

Helgarpósturinn - 21.05.1987, Page 23
Viðar Eggertsson vann stór- sigur í Brighton. Leiksigur í Brighton Vidar Egg á fjölunum á alþjóðlegri listahátíð í Brighton nýverið Egg-leikhúsid er nú snúið heim á nýjan leik eftir að hafa heimsótt Englendinga á stóra listahátíð í Brighton. Þar sýndi Viðar Eggerts- son leikritin Skjaldbakan kemst þangað líka fThe Turtle gets there too) eftir Árna Ibsen og einleikinn Ekki ég — en (Nor I- but), sem frœg- ur hefur orðið víða vegna þess hversu einstœður hann er, einn leik- ari og einn áhorfandi sem eiga sam- an stutta stund og textinn breytileg- ur eftir hverri sýningu. Viðar sagði að Skjaldbökunni hefði verið afar vel tekið og eftir sýningarnar fimm hefðu heyrst bravó-hróp og blístur og fólk hefði staðið upp i salnum. Skjaidbakan var sýnd í Pavillion Theater í mið- borg Brighton, leikhús sem alla jafna er notað sem kabarett- eða revíuleikhús. Af þeim sökum gekk íslendingunum víst eitthvað erfið- lega að fá þjónana til að venjast hinni alvarlegu skjaldböku, sem að mörgu leyti er leikur að þögninni. Þeir áttu til að taka saman bjórkrús- irnar þegar sýningin var byrjuð og valda með því leikaranum áhyggj- um og óþægindum. Með þessum sýningum á Skjaldbökunni urðu sýningar á henni jafn margar er- lendis og hérlendis. Ekki ég — en var hins vegar sýnt í kjallara gamallar krár, sem ekki Árni Ibsen, höfundur Skjaldbökunnar og jafnframt rödd Ezra Pound sem berst úr út- varpstæki. Myndir Jim Smart. Umsagnir sýningargesta Prátt fyrir að sýning Viðars á Skjaldbökunni hafi verið dæmd af Times er ekki svo með einleikinn Ekki ég — en, því það er ekki verk sem hægt er að senda gagnrýnanda á. Hinsvegar hefur Viðar haft þann sið að láta liggja frammi bók, þar sem áhorfendur geta látið í ljós skoðanir sínar á verkinu. HP birtir hér sýnishorn úr þeirri bók: ,,Hef ekkert að segja. Hef aldrei upplifað neitt þessu líkt áður.“ {V. Martin) „Þetta er eins og að vera í öðrum heimi. Einstæð reynsla. Takk fyrir.“ (Alice Evans) „Fólkið á kránni er forvitið. Það er alltaf að spyrja um leikritið. Ég vildi að ég væri komin aftur niður í kjall- arann." (M. Longbran) „Ógleymanlegt — hvílík lífs- reynsla." (M. Allen) „Örugglega einstætt — algerlega annað leikhúsform. Eftirminnileg upplifun en kannski ekki til að deila með öðrum." (T. Dixon) „Síðan fyrir ári bjó ég tuttugu metra frá kránni og var vanur að hafði verið notaður um árabil. Þar leiddi kuflklædd vera, Gerla, áhorf- endur, einn og einn, í myrkvan kjall- arann, þar sem Viðar Eggertsson beið þess albúinn að leiða þá inn í hina dularfullu veröld leikritsins. Sýningarnar voru yfirleitt síðdegis eða á næturnar, því þær urðu að vera þegar kráin var lokuð. Síðustu nóttina sem leikið var, og aðeins þrír áhorfendur eftir, kemur Gerla niður til Viðars og segir hon- um að hún hafi fregnað hvað kjallar- inn sem leikið var í hafi verið notað- ur fyrir á árum áður. Veitingamað- urinn hafði rétt í þessu verið að segja þessum þremur áhorfendum þá sögu, og þeir séu allir orðnir dauðhræddir. Viðar segist hafa beð- ið Gerlu þess lengstra orða að segja sér ekki hvað veitingamaðurinn hafi sagt og fær síðan áhorfendurna niður. Andrúmsloftið hafi verið raf- magnað því þegar á leið sagðist Við- ar hafa orðið enn hræddari en áhorfendurnir og hann hafi því stað- ið í að berjast við eigið ímyndunar- afl, auk þess að reyna að róa felmtri slegna áhorfendur. Þessar þrjár sýn- ingar hafi því orðið allt aðrar en þær sem á undan hafi farið. I ljós kom síðan að kjallarinn hafði verið not- aður sem líkhús í gamia daga og sjó- rekin lík voru borin af ströndinni í kjallara þennan og lögð þar á sér- staka hillu, en seinna kom í ljós að þessi hilla var sú sama og Viðar hvíldi gjarnan þrey ttan haus upp við á milli sýninganna. Þegar tekið er til þess tillit að sýningin á verkinu lík- ist einna helst skyggnilýsingu, þá er upp komin skyggnilýsing í líkhúsi, sem er reyndar fremur skringilegt fyrirbrigði. Þess má geta að Viðar lék einleik- 'inn alls rúmlega fimmtíu sinnum þar ytra og sló þar með að öllum lík- indum sýningarmet, því verkið hef- ur nú verið sýnt um og yfir 270 sinn- um. Einn íslendingur kom á sýning- una að þessu sinni, þó að alla jafna sé þeim ekki heimill aðgangur, og lék Viðar þá á íslensku, en annars voru bæði verkin leikin á ensku. A hátíðinni hitti Viðar breskan leikstjóra og rithöfund, sem hefur mikinn áhuga á að skrifa verk fyrir Egg-leikhúsið og leikstýra jafnframt og setti hann fram ákveðna hug- mynd sem Viðar sagði að sér hefði litist vel á, hann væri á svipuðum nótum í sínu leikhúsi eins og Egg- leikhúsið. Ef af þessu verður mun Viðar fara til Brighton næsta vor og þar munu þeir félagar æfa verkið og þeir hafa fengið vilyrði frá Brighton- hátíðinni um að frumsýna verkið á hátíðinni að ári. Af áætlunum Egg-leikhússins fyr- ir næsta vetur er svo einnig það að frétta að stefnt er að frumsýningu verks fyrir eina leikkonu næsta haust. Þetta verk byggist á ævi- minningum ungverskrar konu frá dvöl hennar í Auschwitz og mun Viðar gera leikmynd og búninga en hann vildi ekki láta neitt uppi um hver myndi leikstýra verkinu né hver léki aðalhlutverkið. Þá er ekki annað hægt en fara bara að hlakka til, um leið og Viðari er óskað til hamingju með frammistöðuna í Brighton. Leikdómur úr Times Hér fer á eftir hluti leikdóms um sýningu Egg-leikhússins á Skjald- bakan kemst þangað líka, sem birt- ist í stórblaðinu Times í London. 15. '87, en þar birtist að sögn kunnugra ekki leikdómur um hvaða verk sem er. Árni Ibsen þýddi dóminn. koma hingað flest kvöld, en mig dreymdi aldrei um að hún gæti ver- ið svona. Innkoman í kjallarann; leikurinn; endirinn; þrír aðskildir viðburðir. Stórkostlegt." (P. McCarthy) „Orð fá þessu ekki lýst. Flóð tím- ans og minninganna. Takk fyrir.“ (S. Lorintzen) „Snart djúpt — alveg að beini... eins og raflost." (N.N.) „Stórgott — dró mig á barm hyl- dýpis. Leið eins og ég væri einn með sjálfum mér í víti...“ (N.N.) í þessum dómi segir m.a. að það hafi verið mikil hugdirfska hjá Við- ari og Egg-leikhúsinu að sýna leikrit sem byggir jafn mikið á þögninni og Skjaldbakan kemst þangað líka, í húsi sem líkara er hlöðu og tengist öllu fremur glensi og gríni en ís- lensku tilraunaleikhúsi. Gagnrýn- andinn, Harry Eyres, vitnar síðan í upphafsorð verksins sem eru: „Það er í þögninni sem það er“, síðan rek- ur Eyres í stuttu máli efnisatriði verksins, um samræður vinanna og skáldanna William Carlos Williams og Ezra Pond, en segir svo: „Það kemur ef til vill á óvart að það er Williams, sá sem er minna þekktur, hið þolinmóða, blíðlynda og lækn- andi skáld, sem stendur uppi sem hetja. Hann er eina persónan sem birtist á sviðinu: Viðar Eggertsson, sem líkist mjög Aldous Huxley á unga aldri, tekst að miðla auðmýkt Williams og eins konar uppljómun í ómótstæðilegri leiktúlkun sem bar vitni um óvenjumikið tilfinninga- næmi.“ ÞJÓÐLEIKHÚSIÐ hefur eins og kunnugt er ákveðið að taka hið mikla verk Victor Hugo, Vesal- ingana, fyrir sem jólaleikrit næsta leikárs. Eins og HP hefur áður greint frá leikstýrir Benedikt Árnason verkinu, sem er einungis sungið. Nú hefur heyrst að aðalhlutverkið, Jean Val Jean, verði í höndum Egils Olafssonar sem síðast var á fjölum Þjóðleikhússins í Geejum og píum. í öðrum stórum hlutverkum verði síðan Edda Þórarinsdóttir og Jó- hann Sigurðarson, sem leikur lög- regluforingjann sem er á höttunum eftir Jean Val Jean mestan part verksins. Einnig mun verða í stóru hlutverki ung leikkona sem að und- anförnu hefur verið að læra í Bandaríkjunum og hefur ekki áður leikið hérlendis nema sem barn og heitir sú Sigrún Waage. ELLEN Kristjánsdóttir heldur tónleika í Heita pottinum, Duushúsi næsta sunnudagskvöld kl. 21.30. Með Ellen munu leika valinkunnir hljómlistarmenn, þeir Mezzoforte- sveinar Eyþór Gunnarsson, Friðrik Karlsson, Gunnlaugur Briem og Jó- hann Asmundsson og auk þeirra sax-leikarinn góðkunni, Stefán S. Stefánsson. Þeir sem muna eftir úr- valssveitinni Ljósin í bœnum, sem uppi var á ofanverðum áttunda ára- tugnum, sjá að hér er á ferð sama liðskipan og var á seinni plötu sveit- arinnar og að auki má þess geta að Stefán lék einnig með hinum fjórum hljóðfæraleikurunum á fyrstu plötu Mezzoforte. Það er hins vegar söng- konar., Ellen Kristjánsdóttir, sem verður í aðalhlutverkinu og hún ætlar að syngja bæði jazz og blús, gamla standarda og að auki frum- samið eftir hana sjálfa, Stefán og bróður hennar, Kristján Kristjáns- son. JÚRÓVISJÓN gagntók þjóð- ina, jafnt sú sem endranær, ekki sást hræða á götum úti samkvæmt heimildarmyndum sjónvarpsins, sem hefðu allt eins getað verið tekn- ar á Þorlákshöfn eins og í miðbæ Reykjavíkur. Ekki er þó vitað til þess að menn hafi almennt frestað sam- komum og viðburðum út af keppn- inni og í Þjóðleikhúsinu sameinuð- ust menn um að gefast ekki upp fyr- ir keppninni heldur tefla gegn henni leiklistinni og auglýstu sýningu á Uppreisn á ísafirði eftir Ragnar Arnalds. Þegar líða tók að sýningar- kvöldinu varð ljóst að leiklistin hafði sigrað hina al- og að því er mörgum finnst illræmdu, söngva- keppni, því þá voru yfir 300 miðar seldir. En Adam var ekki lengi í Paradís, ein leikkonan veiktist og aflýsa varð sýningunni og af þeim sökum verður líklegast engin loka- sýning á Uppreisninni. HELGARPÓSTURINN 23

x

Helgarpósturinn

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Helgarpósturinn
https://timarit.is/publication/47

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.