Helgarpósturinn - 21.05.1987, Blaðsíða 9

Helgarpósturinn - 21.05.1987, Blaðsíða 9
tíska vald hjá þingi og ríkisstjórn. Konungur er því fyrst og fremst full- trúi þjóðar sinnar heima og heiman. Konungshjónin hafa á undanförn- um árum fairð í fjölda opinberra heimsokna, sem hafa þróast í að vera upplýsinga- og ,,good-will- ferðir. Aðspurður um heimsókn kon- ungshjónanna til íslands í júní nk. rifjaði konungur upp heimsókn sína fyrir rúmum 10 árum, sem hann sagði hafa verið á allan hátt ánægju- lega. Minningarnar voru þó nokkuð þokukenndar, er hann var beðinn að nefna hvað hefði verið minnis- stæðast, en þær virtust tengjast jarðhitanum. Hann sagði að þau hefðu hitt forseta íslands nokkrum sinnum og sagði sambandið við hana vera gott. Þau hlökkuðu bæði til heimsóknarinnar. Hann að koma á gamlar slóðir og drottningin að koma til íslands í fyrsta sinn, og sæti hún nú við og undirbyggi ferð sína með því að lesa Ragnarök. Hún var svo hrifin af málfarinu. Konungur lýsti yfir ánægju sinni með dagskrá ferðarinnar, og spenntastur sagðist hann vera fyrir ferð út í Heimaey. Karl Gústaf, sem er mikill áhúga- maður um veiðar, sagði að því mið- ur gæfist ekki tækifæri til að renna fyrir lax. Að auka á tengsl við ísland virtist vera konungi efst í huga við þessa opinberu heimsókn. í SVÍÞJÓÐ ÞAP.F ENGAN KVENNAFLOKK Aðspurð um Kvennalistann á ís- landi lýsti drottningin yfir aðdáun sinni á þessu framtaki. Hún vissi auðsjáanlega einnig um úrslit kosn- inganna. Konungurinn virtist í þessu sambandi hafa nokkuð aðrar skoðanir. Hann taldi þó að kvenna- flokkur væri nauðsynlegur, ef stað- an væri eins og hann grunaði, að „íslenskar konur væru skemmra á veg komnar en sænskar í jafnréttis- baráttunni". En hann var ánægður með fjölda kvenna á sænska þing- inu, taldi fáránlegt að reglur væru um að kynin ættu jafn marga full- trúa, það væru gæðin, en ekki fjöld- inn, sem skiptu máli. Drottning hins vegar taldi að kon- ur og karlar ættu að stjórna í sam- einingu. Konur væru sérstakar .. . Þegar hér er komið grípur konung- ur fram í fyrir drottningunni og seg- ir skýrt og greinilega, að Svíþjóð þurfi engan kvennaflokk. Þetta er augljóslega viðkvæmt málefni, það getur ekki verið auðvelt að sitja í hlutverki drottningar á þessum jafn- réttistímum. Þegar Karl Gústaf var krýndur sagði hann setninguna sem þekkt er síðan: ,,För Sverige — i tiden“, sem hann hefur allar götur upp frá því skýrt sjálfur sem hann vildi aðlaga sig tíðarandanum, en ekki að móta hann á neinn hátt. En það getur verið erfitt, jafnvel fyrir konung, að aðlaga sig tíðarandan- um. Konungshjónin hafa í mörgu að snúast, og tíminn sem okkur var út- hlutað er nú senn á enda. Þegar ljós- myndun er lokið og slökkt hefur verið á upptökutækjum er eins og losni um konungshjónin og þau verða óformleg og alþýðleg. Það getur ekki verið ýkja spenn- andi líf til lengdar sem þau lifa, allar þessar skyldur og formsatriði. Á morgun taka konungshjónin á móti Hollandsdrottningu í gula salnum í Sibylliu-íbúðinni. Þegar drottningin kveður segir hún glaðlega: „Við sjá- umst kannski á íslandi?" HELGARPÖSTURINN 9

x

Helgarpósturinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Helgarpósturinn
https://timarit.is/publication/47

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.