Helgarpósturinn - 21.05.1987, Blaðsíða 20

Helgarpósturinn - 21.05.1987, Blaðsíða 20
SKÁK Úr ýmsum áttum eftir Guðmund Arnlaugsson Þegar IBM-taflmótinu lauk var einn keppandi afar óánægður með sinn hlut. Hann kenndi engu um nema sjálfum sér en var óskaplega vansæll með tafl- mennsku sína. Þetta var Ljubomir Ljubojevic, Júgóslavinn kunni, einn af stigahæstu taflmeisturum heims. Þetta var ekki að ástæðu- lausu, honum hafði aðeins tekist að vinna eina skák en tapað fjór- um og hann hafði lent í einu af neðstu sætunum. En nú hefur Ljubojevic rétt hlut sinn. Hann vann sigur ásamt Kasparov — sem rétt hafði það af að ná honum í síð- ustu umferð — á afar öflugu skák- móti í Brussel. Belgar eru farnir að halda hvert meistaramótið á fætur öðru. Ljubojevic er einhver djarfasti og hugmyndaríkasti taflmeistari nú á dögum, en það sem hann skortir frekast er staðfesta, hann er of mikill ævintýramaður við skákborðið til þess að unnt sé að spá honum heimsmeistartitili. En hann teflir af mikilli list þegar hon- um tekst upp og kemur hér enn eitt dæmi um það frá nýlegu skák- móti í Amsterdam, þar sem hann vann sigur. Ljubojevic — 01 e4 c5 03 d4 cd4 05 Rc3 e6 07 h4 Be7 09 g5 hg5 11 Dd2 e5 13 0-0-0 Rbd7 15 Kbl Hc8 17 b3 ef4 Timman 02 eRf3 d6 04 Rxd4 Rf6 06 g4 h6 08 Bg2 g6 10 Bxg5 a6 12 Rde2 Be6 14 f4 Da5 16 Hhfl b5 18 Hxf4 Rh5 19 Bxe7 Rxf4 21 Dxd6+ Ke8 23 Bh3 Dc7 25 De5+ De6 27 Dd4 Bb7 29 Dd6+ Ke8 31 Kb2 De7 33 Kxc2 Be4 + 20 Dxf4 Kxe7 22 Rd5 Bxd5 24 Bxd7+ Dxd7 26 Dxh8+ Ke7 28 Rf4 Dxe4 30 Hd2 Del + 32 He2 Hxc2 + 34 Hxe4 Dxe4 35 Kd2 b4 37 Rd3 Dg2 + 39 Dg3 Kd7 41 hg5 Ke6 43 Rb7 Kxg5 1-0. 36 Df6 a5 38 Df2 Dd5 40 Dg5 Dxg5 42 Rc5+ Kf5 44 Rxa5 15 Kxh2 Hxd5 16 ed5 Dd6+ Frá Hoilandi bregðum við okkur til Kúbu: Spraggett — Sieiro 01 e4 e5 03 Rxe5 d6 05 d4 d5 07 0-0 Bg4 09 Hel f5 11 Db3 Df6 13 gf3 0-0-0 02 Rf3 Rf6 04 Rf3 Rxe4 06 Bd3 Rc6 08 c3 Bd6 10 h3 Bh5 12 Dxd5 Bxf3 14 fe4 Bh2 + 17 Kgl Dxd5 19 Bg2 Dd6 21 Hg4 fg4 23 Bf4 Df5 25 Rc5 Dg5 27 He5 1 -0 18 Bfl g5 20 Rd2 g4 22 Re4 Dg6 24 Bg3 26 Bxc6 bc6 Frá Kúbu liggur leiðin norður til Kanada. Spraggett er Kanada- maður, en sterkasti taflmeistari í Kanada er sennilega Igor Ivanov, innflytjandi að austan eins og fleiri af snjöllustu skákmönnum Vestur- álfu. I skákinni sem hér kemur sjá- um við hvernig stórmeistari vinn- ur á öðrum sem ekki er alveg eins öflugur: Fyrst er þrýst og leitað fyrir sér um höggstað, síðan kem- ur flétta í fyllingu tímans. Myndin sýnir stöðuna þegar svo langt er komið. Ivanov — Schleifer 01 de Rf6 03 Rc3 d5 05 e3 Be7 07 Bd3 b6 09 Db3 Bb7 11 0-0 Re4 13 bc3 Rf6 15 Be5 Rf6 02 c4 e6 04 Bg5 Rbd7 06 Rf3 0-0 08 cd5 ed5 10 Hdl c6 12 Bf4 Rxc3 14 c4 Rh5 16 cd5 cd5 17 Hcl Bd6 19 Bxd6 Dxd6 21 Da4 a6 23 Dc2 g6 25 Hxe7 Dxe7 27 Re5 Re8 29 a4 f6 31 Hbl Rc7 33 h4 Hc8 35 De2 Rc7 37 Re5 De6 18 Hc2 Rg4 20 Hfcl Hae8 22 Hc7 He7 24 h3 Rf6 26 Dc7 Da3 28 Dc3 Dd6 30 Rg4 Kg7 32 Db2 Ra8 34 h5 Dc6 36 Df3 f5 38 hg6 hg6 39 Rxg6 Kxg6 40 Dg4+ Kf6 41Dh4+ Kg7 43 Bxf5 Dd6 45 Dh8+ Kf7 47 Bg6 Dh2 + 1-0. 42 Dg5+ Kf8 44 Dh4 He8 46 Dh7+ Kf8 SPILAÞRAUT í sveitakeppni situr þú í austur, í vörninni gegn 3-gröndum suðurs. Félagi spilar út lauf-4: ♦ 5 ADG872 O AK84 + G5 G109 C? K65 O 7652 + K109 Allir á hættu og sagnir voru: Suður Norður 1 spaði 2 hjörtu 2 grönd 3 tíglar 3 grönd pass Sagnhafi biður um gosann úr borði og þú færð slaginn á kóng. Hvernig hyggstJ)ú haga framhald- inu í vörninni? Utspil félaga þíns er fjórða hæsta og lofar nokkuð áreiðanlega háspili í litnum. Lausn á bls. 10. LAUSN Á MYNDGÁTU Dregið hefur verið úr réttum lausnum á verðlaunamyndgát- unni sem birtist á þessum stað í biaðinu fyrir tveimur vikum. Það sem mátti lesa út úr myndinni var þetta: Skip mitt er komið að landi sagði einhuer. Kannast lesendur við þessa setningu? Vinningshaf- inn að þessu sinni er Kristín Stef- ánsdóttir, Vallholti 8 á Selfossi, og fær hún heimsenda bók sálfræð- inganna Álfheiðar Steinþórsdótt- ur og Guðfinnu Eydal sem nefnist Nútímafólk og kom út fyrir miss- eri. Frestur til að skila inn lausn verðlaunamyndgátunnar hér að neðan er eins og áður til annars mánudags frá útkomu þessa tölu- blaðs. Merkið lausnina myndgáta. Verðlaunin sem nú eru í boði eru skáldsaga Friðu Á. Sigurðardóttur, Eins og hafið, sem hún sendi frá sér fyrir síðustu jól. Vaka-Helgafell gaf hana út. Bókin fékk afbragðs- góða dóma en samt fór lítið fyrir henni á jólamarkaðnum. Góða skemmtun. 20 HELGARPÓSTURINN

x

Helgarpósturinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Helgarpósturinn
https://timarit.is/publication/47

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.