Helgarpósturinn - 21.05.1987, Blaðsíða 14

Helgarpósturinn - 21.05.1987, Blaðsíða 14
eftir Önnu Kristine Magnúsdóttur myndir Jim Smart og Ijósmyndasafnið Má ég fara út eftir mat? u Eru útileikir barna ab leggjast af? Eða er það raunverulega þannig? Getur verið að börn séu hætt að leika sér, eða leika þau sér öðruvísi en við gerðum í „gamia daga“? Finna þau ekki að vorið er komið? Jú, víst finna þau það. Ennþá er spurt líkt og áður: „Má ég fara út eft- ir mat?“ Börn nútímans fara líka út að leika sér. Þau fara að visu ekki í sömu leiki og við gerðum, enda þjóðfélagið breyst síðustu ár — hvað þá á fimmtíu árum. Nú fara börn varla að leika sér niðri við höfn eða á óbyggðum svæðum, enda ekki mikið af þeim í stórborginni og auk þess hættuleg leiksvæði. Og hvað myndu börnin i dag segja, ef þeim væri sagt að fara í „útilegumannaleik" eða þá að amma þeirra hafi einu sinni verið kölluð „grjótkastarinn" í hverfinu, sem þau eru nú að alast upp í? Þau myndu horfa á hana stórum augum og hugsa með sér: „Nei, hún amma mín hefur aldrei verið í óvinaliðinu í hinni götunni." En þannig var það nú samt. Flest hverfi búa enn yfir „óvinaher", ef ekki ríkir stríð milli hverfa gerist það að minnsta kosti nokkrum sinnum milli gatna. HORFIÐ FYRIR HORN Ef við lítum til liðinna tíma, hverf- um fyrir hornið og gægjumst nokk- ur ár aftur i tímann kemur í ljós, að það sem við söknum einna helst er að sjá ekki lengur þá leiki sem við lékum okkur í á árum áður. Það sem mörgum finnst mest eftirsjá að eru hinir ýmsu hópleikir eins og bolta- leikirnir, þar sem skipt var í tvö lið og börnin völdu sér „foringja". Leik- ir eru nefnilega ekki aðeins „leikir" heldur einnig undirbúningur fyrir lífið að margra mati. Meðal þeirra sem léku sér í leikjum sem spruttu upp úr atvinnulífinu er Vilborg Dag- bjartsdóttir kennari við Austurbæjar- skólann. Vilborg ólst upp á Aust- fjörðum og hún segir m.a. um bernskuárin sín þar: „Ég minnist þess til dæmis að í atvinnuleysinu á kreppuárunum voru keyptir fjórir nýir bátar til Seyðisfjarðar og við vorum ákaflega stolt af þessum bát- um. Þeir fóru á veiðar á snurvoð og við fórum í þannig leik að við hétum sömu nöfnum og bátarnir. Tveir voru með band á milli sín, hlupu um og voru á snúruvoð, allir hinir voru kolar sem þeir áttu að veiða. Annar leikur sem við lékum mikið á vet- urna var niðri á tjörninni. Þá var varðskipið Ægir nýtt og við fórum með sleðana okkar niður á tjörn. Besti sleðinn var Ægir en hinir voru togarar sem voru að trolla í land- helgi og Ægir reyndi að ná þeim. Þessi leikur hét „Troll, troll í land- helgi". Svona eru leikir, þeir endur- spegla það sem er að gerast og í raun og veru eru börnin að undir- búa sig fyrir lífið í leikjunum. I hóp- leikjunum kynnast börn fyrst lýð- ræðinu, þau velja sér „foringja" og skipta í lið. Þá voru notaðar þessar skemmtilegu úrtalningaþulur eins og „Úllen, dúllen doff“ og krakkar kunnu margar slíkar þulur.“ Vilborg segir einnig að margir feluleikir eða „felingaleikir" eins og þeir nefndust fyrir austan, hafi verið vinsælir. Þeirra á meðal var leikur- inn „Hverfa fyrir horn“ sem fólst í því að hópnum var skipt í tvö lið sem stilltu sér upp hvort við sinn endann á stóru húsi. Annað liðið lét sig hverfa fyrir horn og faldi sig nema hvað einn beið við hornið þar til allir voru komnir á öruggan felu- stað. Þá flýtti sá sér að „hverfa fyrir horn“ og var búinn að ákveða sinn felustað. Um leið og hann hvarf þusti hitt liðið af stað til að leita og leiknum lauk er allir voru fundnir. „Útilegumannaleikur var líka skemmtilegur og vinsæll felinga- leikur. Einn úr hópnum grúfði sig í „borg“ og taldi upp að hundrað. All- ir hinir voru útilegumenn og notuðu tímann til að fela sig. Þegar sá sem var í borg hafði lpkið við að telja hrópaði hann: „Útilegumenn eru komnir á kreik" og fór síðan að leita. Þegar hann hafði leitað lengi og klukkað þá sem hann fann áttu hinir að gefa frá sér hljóð og hann gekk á hljóðið. Stundum var kallað „hó“ þegar allir voru búnir að fela sig og ein saga Jónasar Arnasonar er ein- mitt um þetta og heitir „Er hó?“.“ LÆRT AÐ LEIKA SÉR Vilborg segir að auðvitað leiki börn sér ekkert minna nú en áður, „því leikur er aðal barnsins, en þau leika sér öðruvísi", segir hún. „Það sem ég hef veitt athygli er að þessir merkilegu hópleikir hafa horfið ákaflega mikið og það ér áreiðan- lega margt sem stuðlar að því. Með- al annars það að börnum hefur ver- ið ýtt út af lóðunum, þar eru nú garðar sem verður að ganga var- lega um, en áður fyrr voru börnin frjáls og gátu verið í feluleikjum, fallinni spýtu og öðrum slíkum hóp- leikjum sem einhvern veginn henta ekki lengur í borginni eins og hún er. Börnin hafa nú minna athafna- svæði og öðruvísi. Án þess að ég hafi nokkrar vísindalegar kannanir á bak við mig er það mín skoðun að þeir stöðluðu leikir sem koma með íþróttunum og íþróttakennslu séu öðruvísi en þeir sem ég átti að venj- ast. Þar á ég sérstaklega við fótbolt- ann sem er þannig að það eru fyrst og fremst drengir sem leika sér í fót- bolta og stuðla þannig að kynskipt- ingu í leik sem ekki tíðkaðist áður. Það er líka oftast úrvalslið sem keppir og þess vegna verða margir óvirkir áhorfendur. Það eru heldur ekki margir fótboltavellir á skóla- lóðum og þá er það nokkuð oft sem hnefarétturinn ræður, stærri krakk- arnir leggja undir sig vellina og hleypa þeim minni ekki að. Félags- lega séð finnst mér því fótboltinn ekki hafa byggt upp hinn rétta anda." Svavar Gudmundsson, kennari við Æfinga- og tilraunaskóla Kenn- araháskóla íslands, segist telja að leikir fari minnkandi hjá börnum, en Svavar hefur starfað sem kennari frá árinu 1952 og allt frá fyrstu stundu hefur hann beitt sér fyrir því að kenna börnum leiki: „Ég vandist á þetta þegar ég var við nám í Kennaraháskólanum. Þeir kennarar sem ég lærði hjá og þeir sem ég starfaði síðar með, bæði í Miðbæjarskólanum og hér, gerðu þetta gjarnan og ég hef ekki lagt þetta niður. Mér þykir þeta ákaflega dýrmætt og gleði barnanna í leikn- um færist yfir á námið. Börnin verða miklu glaðari og ánægðari þegar þau koma inn úr frímínútum og ég hef fundið greinilegan mun á því. Það var þannig um tíma að hægt var að greina árstíma eftir leikjum barnanna en nú eru því miður margir þessara leikja alveg horfnir. Þegar fór að vora fóru marg- ir út að sippa, svo kom parísinn og svo teygjutvist. Þessir leikir sjást varla lengur hér á skólalóðinni. Mér finnst þetta hafa breyst á undanförn- um árum, kannski síðustu 6—7 ár- um. Börnin hér í skólanum leika sér Börn leika sér á stultum. Myndina tók Karl Nielsen ( Reykjavík I kringum 1930. 14 HELGARPÓSTURINN „Búleikur" hefur greinilega tfðkast lengi. Þessi mynd barst Ljósmyndasafninu á Flókagötu án nokkurra skýr- ingaog ekkerter vitað um hana. Ef einhver þekkir þessa mynd semog þá næstueru allar upplýsingar vel þegn- ar hjá Ljósmyndasafninu.

x

Helgarpósturinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Helgarpósturinn
https://timarit.is/publication/47

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.