Helgarpósturinn - 21.05.1987, Blaðsíða 3

Helgarpósturinn - 21.05.1987, Blaðsíða 3
FYRST OG FREMST JÓN BALDVIN Hannibalsson vill ólmur komast í stjórn með Sjálfstœdisflokknum annars vegar og hins vegar Kvennalista eða Alþýdubandalagi. Reyndar hefur hann lýst yfir þeim vilja að A- flokkarnir sameinuðust á einn hátt eða annan. Og sjálfsagt hefði hann ekkert á móti því að fá Kvennalistakonur í eina sæng með sér. Þessi áhugi hans á samfloti með „kommunum" hefur vakið nokkra kátínu hjá sumum, meðal annars ungum jafnaðarmönnum, sem muna eftir því þegar Jón brást í fyrra ókvæða við og kom í veg fyrir sameiginlega ferð ungra jafnaðarmanna og ungra aliabaila til Þingvalla. „Þarna myndast engin tengsi, hvorki tjaldatengsl, svefnpokatengsl né önnur tengsl." Nú vill Jón Baldvin tjaldatengsl við fullorðna allaballa, svefnpoka- tengsl við konurnar og önnur tengsl við sjálfstæðismenn. Skyldi verða haidin veisla í Valhöll í sumar? SERA Baldur Kristjánsson á Höfn í Hornafirdi er ritfær maður vel og skemmtilegur. Hann var blaðamaður um skeið í borginni áður en hann hélt austur í prest- skap, en hefur samt sinnt þar sínu gamla starfi meðfram guðsorðinu sem skrifari í Eystra-horn, mál- gagn þeirra Hornfirðinga. Nýlega fékk Baldur litla ofanígjöf á for- síðu blaðsins þar sem Reynir nokkur Sigurþórsson skrifar í kjöl- far fréttar Baldurs um byggingar- mál eystra. Reynir endar bréf sitt svona: ,,... Ég ætla þó ekki að fara að karpa við prestinn á þessu stigi málsins þar sem það yrði máli þessu ekki til framdráttar." Blaðamaðurinn Baldur svarar Reyni að bragði í sama tölublaði, reyndar í löngu máli, en endar athugasemd sína svo í nettum stríðnistóni: „Ekki verður séð hvernig hinn ágæti sóknarprestur okkar Hornfirðinga tengist þessu rnáli," skrifar Baldur blaðamaður, „og hörmum við ónot í hans garð.“ Morgunblað- inu breytt í kvennablað BrUssel Belgíska dagblaðið De Morg- •'n, eða Morgunblaðið. b’”'-' VITASKULD snarbrá dyggum Moggalesendum á miðvikudags- morgun — og gott ef þeim kær- ustu svelgdist ekki líka á — þegar þeir flettu inn á síðu 29 og ráku augun í litla frétt með fyrirsögn- SMARTSKOT inni hér að ofan. Var karlmennska Morgunblaðsins nú endanlega að baki, eða — og þeim létti náttúru- lega sem nenntu að rýna í smáa letrið, hvar stóð: Belgíska bladid De Morgen, eóa Morgunblaöiö, birtist lesendum undir nafninu De Madam, eöa Frúin, í gœr, enda höföu fimm konur, sem eru blaöa- menn viö blaöiö, tekiö ritstjórnina í sínar hendur. . . Það var einmitt það. Og spurn- ing nú hvort Elín Pálma, Agnes Braga og stöllur niðri í Aðalstræti eigi ekki næsta leik . . . ÁSTANDIÐ í húsnæðismálum Islendinga á undanförnum árum er þannig, að spunnist hafa margar sögur í rússneskum anda af málinu. Þannig segja menn um brennivínshækkunina, sem í raun hækkar húsnæðislánin, frá mann- inum sem missti íbúðina sína vegna greiðslubyrðar af lánum. Hann lagðist í drykkjuskap og þarf nú að gjalda áfram brenni- vínshækkunar eftir að hann missti húsnæðið. Þá tala húsnæðislána- skuldarar um að þeir eigi við áfengisvandamál að striða, sem sé tvöfalt í eðli sínu; annars vegar hækki bannsett húsnæðislánin enn einn ganginn og hins vegar hafi þeir ekki efni á að kaupa áfengi. . . ALBERT Guðmundsson stríðir nú Þorsteini Pálssyni ótt og títt í stjórnarmyndunarviðræðunum. í nýafstöðnum kosningum má heita að Albert hafi kippt buxunum niður fyrir hné Þorsteins og flengt hann reglulega og auðvitað á Hvað sem síðar verður má segja að staðan í viðureign þeirra félaga sé svipuð og afli netabátanna Alberts og Þorsteins í Keflavík. Nýverið var frá því greint að Albert væri kominn með 15,8 tonn eftir 3 sjóferðir, en Þorsteinn aðeins 7 tonn eftir heilar 4 sjó- ferðir. Með öðrum orðum er einn Albert samkvæmt þessu á við þrjá Þorsteina. HELGARPÚSTURINN UMMÆLI VIKUNNAR Stjórn ó stjórn Steini af stakri snilli er í stjórnmálahreyfingum. Hann er mikið ber á milli í makki og þreifingum. ,,Eg vœnti þess aö viö förum saman í rútu eftir landsfundinrí' SVAVAR GESTSSON FORMAÐUR AUÝÐUBANDA- LAGSINS VIÐ DV í VIKUNNI VEGNA KUNNRA KRITA I FLOKKNUM NÝVERID Niðri. Getur maður orðið blautur af þurrum kokkteilum? Ragnar Örn Pétursson /AJá, ef það er drukkið of mikið af þeim. Maður getur senni- lega orðið blautur af þessu." — Hvað tóku margir þátt í keppninni núna? „Við vorum tólf sem kepptum. Það eru yfírleitt færri sem taka þátt í keppni um þurra kokkteila en sæta eða „long drinks". Ástæðan er sjálfsagt sú að menn telja að það sé erfiðara að koma saman þurrum drykkjum en sætum. Þurru drykkirnir eru hefðbundnari en þeir sætu. I sætum drykkjum hefur maður meira val, hægt að notarjómaog fleira. Þaðfælir menn kannski frá hversu hefðbundnir þessir þurru drykkir eru." — Hversu oft hefurðu tekið þátt í keppni? „Ég hef tekið þátt í kokkteilakeppni síðan 1978." — Ertu alltaf að blanda? „Nei, nei, ég geri það öðru hvoru og hef gaman af þessu. Ég rek nú veitingahús hér í Keflavík og laga ekki mikið af kokkteil- um. Hins vegar kvartaði starfsfólkið sáran undan því eftir síð- ustu keppni að það væri orðið svo þreytt á að hrista því við seld- um svo mikið af þessum ,,Starlight"drykk. Ég vona að það sé bara viðbúið „Moonlight"!" — Nú var þetta líka valinn „útlitsfegursti drykkur- inn". Skiptir útlit drykkja máli? , Já, það er gefið frá 1 upp í 5 fyrir útlit og frá 6 upp í 10 fyrir bragð og þetta tvennt verður auðvitað að fara saman. Það verð- ur að ná sem flestum stigum í þessu tvennu til að fá bestu heildarstigin. Við lögum fjögur glös hver og eigum tækifæri á að ná sextíu stigum. Þess vegna skiptir skreytingin líka máli. Menn hafa verið með misjafnar skreytingar og hefur jafnvel ver- ið talað um að menn setji heilu matjurtagarðana í glösin. Ég held að númer eitt, tvö og þrjú sé að skreytingin sé í samræmi við drykkinn. Þá skiptir ekki máli hvort það er eitt lítið kokkteil- ber eða heill matjurtagarður." — Með hverju skreyttir þú Moonlight? „Moonlight er skreyttur með fersku ananasblómi sem er sett á glasbarminn." — Hvaö finnst þér sjálfum best að drekka? „Mér þykir bjór alltaf mjög góður og svo held ég að Egils appelsín komi næst þar á eftir." — Er list að hrista rétt? „Já, það tel ég vera. Þetta er mikil þjálfun. Margir halda að til þess að blanda kokkteila þurfi maður að drekka þá líka. Það er alrangt. Ég hef sett saman kokkteil á blað og sent í keppni og lent í öðru sæti án þess nokkurn tíma að hafa búið hann til. Ég man ekki betur en ég hafi líka orðið Norðurlandameistari á svoleiðis drykk. Það er aðalatriðið að ein tegund skeri sig ekki úr. Hlutföllin verða að vera þannig að engin ein tegund grípi mann þegar maður smakkar það. Þetta er eins og í fótboltaleik, það þýðir ekki að vera með neinn sólara og hinir tíu horfa á, það verða allir að spila saman." Og f restina fylgir uppskrift að „Moonlight'-drykknum: 2 cl Vodka Finlandia 1,5 cl Bols Blue Curaqao 1 cl Dry Martini 1 cl Cointreau Sítrónuskvetta Hrist. Glasið skreytt með fersku ananasblómi. Ragnar örn Pétursson, barþjónn og eigandi veitingastaðarins Glaum- bergs í Keflavík, sigraði f keppni um besta þurra kokkteilinn hjá Bar- þjónaklúbbi islands á sunnudaginn. Ragnar kallar þennan drykk „Moonlight" en Ifyrra sigraði hann I keppni um besta sæta kokkteilinn með drykk sem hét „Starlight". Ragnar fer á alþjóðlega keppni I haust þar sem hann verður einn þriggja íslendinga sem keppa I barþjóna- keppni. HELGARPÓSTURINN 3

x

Helgarpósturinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Helgarpósturinn
https://timarit.is/publication/47

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.