Helgarpósturinn - 21.05.1987, Blaðsíða 8

Helgarpósturinn - 21.05.1987, Blaðsíða 8
HAFFJARÐARÁRDEILUR THORSARAR TAPA í HÆSTARÉTTI Hœstiréttur felldi í vikunni merki- legan dóm um ábúdarrétt á jördinni Ytri-Raudamel í Hnappadal þar sem vidurkenndur er lögbodinn rétt- ur sveitarfélags til rádstöfunar á jörd gegn vilja eiganda. Máliö dœmdu 5 dómarar og skiluöu tveir þeirra sératkvœöi þar sem þeir töldu tilvitnaöar lagagreinar ganga gegn eignarréttarákvœöum stjórn- arskrárinnar. Minnihlutinn benti á að með því að fela sveitarfélagi um- ráðarétt yfir jörð eins og hér er gert gœti lagst á eiganda kostnaður sem ekki skilaði sér í jarðaafgjaldi og engar bœtur eru tryggðar fyrir. Mál þetta er eitt fjölmargra sem hafa sprottið upp vegna deilna bœnda við Haffjarðará og afkomenda Rich- ards Thors sem eiga ána og 10 jarðir við hana. Málavextir eru þeir að jörðin Ytri- Rauðamelur í Eyjahreppi fór úr ábúð 1982 og fékkst eftir það ekki byggð þó eftir væri leitað hjá land- eiganda, Thor R. Thors. Hrepps- nefnd Eyjahrepps krafðist yfirráða yfir jörðinni í krafti ákvæða ábúðar- laga um skyldu sveitarfélaga til að ráðstafa jörðum í ábúð til 5 ára í senn fengjust þær ekki byggðar með öðru móti. Ráðstöfunin á að vera á þann hátt sem hagkvæmast er fyrir sveitarfélagið. Jarðeigandi svaraði þessari kröfu Eyjahrepps með því að leigja jörð- ina bónda í næstu sveit með bygg- ingarbréfi 27. janúar 1984. Þeirri ráðstöfun mótmælti sveitarfélagið á þeirri forsendu að sýnt væri að um- ræddur bóndi ætlaði ekki að setjast að á Rauðamel, þar sem hann hafði þá þegar ráðist í allmiklar byggingar heimafyrir. Jarðanefnd sýslunnar féllst heldur ekki á byggingarbréfið. Sveitarfélagið hélt kröfu sinni því til streitu enda er kveðið á um það í 21. grein jarðalaga að ábúð á jörð sé ekki lögleg nema ábúandi hafi þar lögheimili sitt. Málið fór fyrir héraðsdóm í Stykkishólmi þar sem niðurstaða varð sú að enn væri ekki sýnt hvort umræddur bóndi myndi flytjast að Rauðamel. Þar kemur inn í að þegar Rauðamelur fór í eyði 1982 voru hús þannig að það mátti setjast þar að en orðin gömul og á fáum árum varð íbúðin óíbúðarhæf eftir að hætt var að kynda hana. Þá eru útihús mjög úr sér gengin. Eins og málum var komið gat bóndinn því ekki flutt á jörðina nema ráðast í töluverðar framkvæmdir áður. Meirihluti Hæstaréttar sagði um þetta að þar sem bóndinn hefði ekki flutt á jörðina nú þegar málið er flutt fyrir hæstarétti, sem er þremur ár- um eftir að ábúðarsamningur er gerður, yrði að telja ábúðarsamn- inginn brjóta í bága við ábúðarlög- in. Minnihlutinn benti aftur á móti á að þar sem ljóst væri að lagfæra þyrfti byggingar og að jarðeigandi yrði lögum samkvæmt að bera kostnað af þeim lagfæringum þá væri hér um að ræða skerðingu á umráðarétti sem bryti í bága við 67. grein stjórnarskrárinnar um frið- helgi eingarréttarins. Meirihlutinn tók það aftur á móti fram í atkvæði sínu að umræddar takmarkanir á eignarrétti í ábúðarlögum gætu ekki talist andstæðar 67. greininni. Dómsorð Hæstaréttar var því á þá leið að ábúðarsamningurinn frá 21. janúar 1984 „telst eigi vera í gildi". í samtali HP við Svan Guðmundsson oddvita Eyjahrepps kom fram að hann telur málinu samt engan veg- inn lokið því enn sé ekki búið að fá dómsúrskurð um rétt sveitarfélags- ins til að ráðstafa jörðinni svo sem henni best hentar. A meðan á mála- ferlunum hefur staðið var lagður kvóti á hefðbundna landbúnaðar- framleiðslu og er Ytri-Rauðamelur kvótalaus þar sem jörðin var í eyði viðmiðunarár kvótaúthlutunar, 1984 og ’85. Jörðin Ytri-Rauðamel- ur er ein landstærsta og besta jörð Vesturlands auk þess að vera kirkju- staður Eyhreppinga. Meirihluta Hæstaréttar skipuðu Guðmundur Jónsson, Magnús Þ. Torfason og Arnljótur Björnsson prófessor en minnihluta þeir Sigurð- ur Líndal prófessor og Magnús Thoroddsen. 8. maí síðastliðinn féll annar Hæstaréttardómur í málum bænda og Thorsara við Haffjarðará og þar unnu jarðeigendur málið. Sigurður Oddsson, fyrrum bóndi á Höfða, sem borinn var út af jörð sinni með lögregluvaldi fyrir ári, krafðist þess að fógetaúrskurður sem útburður- inn byggði á yrði úr gildi felldur. Þessari kröfu hafnaði Hæstiréttur og taldi að jarðeiganda hefði, eins og málum var háttað, verið heimilt að byggja Sigurði út. Útburður Sigurðar af Höfða vakti mikla fjölmiðlaathygli síðasta vor því þegar lögreglan mætti að bæn- um snemma morguns hafði stór hluti íbúa úr Hnappadalnum safnast heim að bænum og vildi með því mótmæla lögregluaðgerðinni. Lög- reglan þurfti að brjóta sér leið inn í íbúðarhúsið en til átaka kom ekki. —b.h. Húsakostur á Ytri-Rauðamel er mjög úr sér genginn en jörðin í röð fremstu bújarða og Eyhreppingum því sárt um að henni sé haldið í eyði. Byggingar- bréf sem Hæstiréttur ógilti í vikunni hefur orðið þess valdandi að jörðin er nú kvótalaus. Mynd: Guðni B. Guðnason. íslensk hagfræði Brennivínið hækkar húsnæðislánin Hækkunin á dögunum á brennivíni og bensíni leiddi til hækkunar á lánskjaravísitölu. Húsnæðiskaupendur enn einu sinni skattlagðir með brennivíninu. Greiðslubyrðin þyngd. 150 milljónir á öll húsnæðislán. Brennivínið hækkaði um nokkur prósent á dögunum og var yfirlýstur tilgangur að bæta stöðu ríkissjóðs. Áætlað er að hækkunin skili um 600 milljónum króna í ríkissjóðinn. Fyr- ir hinu fór minna, að með þessari hækkun var verið að auka greiðslu- byrði margra þeirra sem illa standa að vígi: húsnæðiskaupenda og ann- arra skuldara. Verð á áfengi er bundið inn í vísitölu þannig, að þeg- ar framfærsluvísitala hækkar, þá hækkar einnig lánskjaravísitala. Hækkunin sem varð á áfengi auk hækkunarinnar sem varð á bensíni leiddi til þess að lánskjaravísitalan hækkaði um 0,5%. Þar með hækk- aði höfuðstóll lánanna, þ. á m. hús- næðislána, og greiðslubyrðin jókst enn. Við skulum skoða dæmið nánar: Lánskjaravísitalan er sett saman úr tveimur vísitölum; vísitölu fram- færslukostnaðar (2/3) og vísitölu byggingakostnaðar (1/3). Verð- tryggð lán á húsnæði í landinu eru talin nema um 15% af söluverði þess. Söluverðið er að mati Stefáns Ingólfssonar, eins heista sérfræð- ings þjóðarinnar í þessum efnum, í kringum 200 milljarðar króna eða; verðtryggð lán eru þá um 30 millj- arðar króna á öllu húsnæði í land- inu. Við hækkunina á brennivíni og bensíni á dögunum hækkuðu lánin því um 150 milljónir króna gróflega áætlað. Hér er að sjálfsögðu aðeins um höfuðstól lánanna að ræða, en vaxtakostnaður eykst að sjálfsögðu við hækkandi höfuðstól. Reikna má með að vaxtakostnaður fólks aukist um 6 milljónir á þessu ári hjá öllum af þessari ástæðu einni. Ef reiknað er með 20 ára lánstíma hefur hin nýja hækkun í för með sér 13,5 millj- ón króna kostnað í auknum afborg- unum og vöxtum á þessu ári. En hvernig lítur dæmið út fyrir einstaklinginn, sem skuldar um 2 milljónir í íbúð sinni? „Þá hækkar áhvílandi lán um 10 þúsund krónur og afborganir og vextir hækka um 1 þúsund krónur á árinu. Ef reiknað er með 20 ára lánstíma þá er hér um að ræða útgjaldaaukningu upp á um 14 þúsund krónur," segir Stefán Ing- ólfsbon. „Þetta sýnir hversu óheppilegt er að hafa svona vélgenga lánskjara- vísitölu og hversu hættulegur út- reikningurinn er að baki hennar,” segir Stefán. Margir benda þá á, að það geti verið réttlætanlegt að skattleggja óreglu, eins og áfengi er tákn fyrir. Hærra verð á áfengi þýddi einangrað, að meira fjármagn færi til sameiginlegra þarfa frá þeim sem neyta áfengis. En talið er að beinn og óbeinn kostnaður vegna afleiðinga áfengisdrykkju nemi mun hærri upphæðum en fást af tekjum vegna áfengissölu. Hvað um það, verðhækkun á áfengi þýðir á Islandi allt annað og meira eins og hér hefur verið rakið að ofan; hún þýðir að greiðslubyrði þeirra sem illa standa — skulda fjármagn, t.d. vegna ibúðarkaupa, er þyngd. Þannig mætti segja, að ákvörðun um verðhækkun á áfengi og bensíni sé ekki einungis skattlagning á neyslu, heldur pólitísk ákvörðun um að þyngja greiðslubyrði ákveðins þjóðfélagshóps. Margir vísir menn hafa lagt til að núverandi útreikningur Ijánskjara- vísitölu verði lagður niður, af þvi hve ósanngjarn hann er gagnvart t.d. húsnæðiskaupendum. Meira að segja hefur forsætisráðherra haft orð á þessu atriði, og Albert Guð- mundsson upplýsti í kosningabar- áttunni, að hann hefði lagt til í ríkis- stjórninni að lánskjaravísitölunni yrði breytt 1983, þegar vísitölubind- ing launanna var slitin, en lánin héldu áfram að aukast. Ríkisstjórnin hefði ekki haft áhuga á slíkum varnaraðgerðum þá. Stefán Ingólfs- son bendir t.d. á, að ef lánskjaravísi- talan hefði einungis verið bundin byggingavísitölunni stæði hún trú- lega um 10% lægra en ella. Þeim fjölskyldum hefði fækkað sem misstu húsnæðið og komust á von- arvöl vegna greiðslubyrðarinnar á undanförnum árum. -ÓG. HALLA JONSDÓTTIR Á BLAÐAMANNAFUNDI MEÐ SÆNSKU KONUNGSHJÓNUNUM I GÆR HLOKKUM TIL ÍSLANDS- FERÐARINNAR Kóng og drottningu þekki ég bara úr ævintýrunum. Þau sem búa í stóru höllinni og borða jafnvel af gull- diskum. Þess vegna er ég kannski fyrst og fremst forvitin, þar sem ég bíð eftir að hitta alvöru konungshjón. Sænsku konungshjónin hafa í tilefni opinberrar heimsóknar sinn- ar til Islands í sumar opnað höll sína fyrir íslenskum blaðamönnum. Sjálf hafa þau undanfarin 6 ár búið fyrir utan Stokkhólm, svo að gamla höllin í hjarta höfuðborg- arinnar er einungis móttöku- og starfsstaður. Við erum leidd í Sibylliu-íbúðina, þar sem móðir Karls Gústafs kon- ungs bjó, og móttakan á sér stað í gula herberginu. Þetta er alveg eins og í sögunum, allt úr gulli og kristal. Þegar konungshjónin birtast skil ég vel hversu sænskir fjölmiðlar hafa verið uppteknir af útliti drottningar sinnar, hún er enn fallegri en ég hélt, og stelpuleg, með tagl og auð- vitað svarta slaufu í hárinu. En það er ekki bara það, stöðugt og hlýtt augnaráð hennar vekur forvitni mína. En það er konungurinn sem hefur orð fyrir þeim, og það er ekki nema með því að beina spurningum sérstaklega til hennar sem hún tek- ur til máls. KONUNGLEGT UPPELDI Konungshjónin sænsku eiga 3 börn, Viktoríu krónprinsessu 9 ára, Carl Philip 8 ára og Madeleine 4 ára. Á áttunda áratugnum urðu harðar umræður um erfingjaréttinn. Jafn- réttisraddir kröfðust þess að stúlku- barn hefði sama rétt til krúnunnar og sveinbarn, og það varð úr. Með lögum frá 1980 er það frumburður- inn sem ríkið erfir, óháð kyni. Ég spurði konung hvernig þau hjón hefðu undirbúið krónprinsessuna undir að taka við ríkinu. „Hún, eins og systkini hennar, gengur í almennan skóla, og tekur þar þátt í leik og starfi innan þeirra marka sem öryggiskröfur leyfa. Við reynum síðan að fylgjast með hvernig áhugamál hennar þróast og styðja við hana á þann hátt.“ Eftir því sem hún eldist verður hún meiri þátttakandi í hinu opin- bera lífi, en að undirbúa hana sér- staklega sem konu sem ganga á inn í hlutverk föður síns virtist konungi fjarlæg hugsun. Silvíu drottningu er auðsjáanlega uppeldi barna sinna hjartans mál. Hún segist hafa stöðuga sektar- kennd yfir því að geta ekki sinnt þeim sem skyldi, vegna anna í starfi, en bætir við að það sama gildi víst um aðrar útivinnandi sænskar mæður. Eins og hún vildi síðan verja sig með að segja að það væru gæði, en ekki magn, sem skiptu höfuð- máli. Aðspurð sagðist hún lesa ævintýri fyrir börnin sín, um kónga og drottningar í ríkjum sínum ... MYNDIN AF SILVÍU DROTTNINGU Silvía, sem er dóttir vestur-þýsks kaupmanns og brasilískrar konu hans, kynntist Svíakonungi á Ólympíuleikunum í Múnchen. Frá því að trúlofun þeirra var tilkynnt í mars 1976 og allar götur síðan hafa sænskir fjölmiðlar verið stoltir af drottningunni. Spenntir hafa þeir fylgst með klæðaburði drottningar, einkum höttum hennar, hvar sem hún hefur verið stödd í heiminum. Sjálf segist hún óánægð með þessa umfjöllun. Málefni þau sem hún hef- ur sinnt hafa ekki fengið verðskuld- aða athygli. Málefni þroskaheftra liggja henni þungt á hjarta, og hefur hún til dæmis lært táknmál til að geta tjáð sig og skilið. Silvía lýsti yfir eindreginni löngun sinni til að hitta þroskahefta í opinberri heimsókn sinni til íslands, og geta tjáð sig á hinu alþjóða táknmáli. Um önnur áhugamál sín var drottningin fáorð, segir bara að eftir 10 ára búsetu í Svíþjóð eigi hún margt ólært um sænska menningu, svo taki börnin mikinn tíma. Annars óski hún þess að í opinberum heim- sóknum þeirra hjóna í framtíðinni gefi sænskir fjölmiðlar meiri gaum þjóð og landi, sem þau sækja heim, og dragi úr umfjöllun um klæðnað hennar. AÐ SKAPA VELVILD Mikið vatn hefur runnið til sjávar síðan konungur var einvaldur í hinu sænska ríki. Með nýju stjórnarfyrir- komulagi frá 1975 liggur hið póli- 8 HELGARPÓSTURINN /

x

Helgarpósturinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Helgarpósturinn
https://timarit.is/publication/47

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.