Helgarpósturinn - 21.05.1987, Blaðsíða 7

Helgarpósturinn - 21.05.1987, Blaðsíða 7
NÝR EINVALDUR Á ULLARMARKAÐINUM AÐ FÆÐAST Allt bendir nú til þess að Álafoss og Iðnaðardeild Sam- bandsins renni saman. Samningaviðrœður Sam- bandsins og Framkvæmdasjóðs íslands, sem er eig- andi Álafoss, eru nú komnar á það stig að fátt getur staðið í veginum fyrir algerri sameiningu. Ef svo fer verður hið nýja fyrirtæki einrátt á ullarmarkaðinum. Þaö yrði sömuleiðis stœrsta iðnaðarfyrirtœki Islend- inga. Aðeins álverið í Straumsvík yrði umfangsmeira. BORGAÐ MEÐ ÁLAFOSSI Þrátt fyrir að Álafoss sé töluvert umfangsmeira fyrirtæki en Iðn- aðardeildin er í samningaviðræð- unum gert ráð fy rir jöfnum eignar- hlut beggja fyrirtækja. Ástæðan er slæm staða Álafoss. Eins og fram kom í Helgarpóstinum fyrir tveimur mánuðum er fyrirtækið á barmi gjaldþrots. Það skuldar nú yfir einn milljarð króna. Eins og staðan í ullariðnaðinum er í dag getur fyrirtækið ekki Iifað án þess að eigið fé þess sé aukið. Endanlegt fyrirkomulag á sam- einingunni liggur ekki fyrir. Þó er ljóst að leggja þarf fram nýtt hluta- fé, umfram eignir og eigið fé Ála- foss og Iðnaðardeildarinnar, við stofnun hins nýja fyrirtækis. Sam- kvæmt heimildum Helgarpóstsins hefur sú hugmynd komið upp á samningafundunum að Fram- kvæmdasjóður greiði með Ála- fossi. Sambandið fái 50% hlutfjár fyrir Iðnaðardeildina eins og hún er í dag. Framkvæmdasjóður verði hins vegar að leggja fram mun stærra fyrirtæki og auk þess yfir eitt hundrað milljónir króna fyrir sinum 50% hlut. Upphaflega var stefnt að því að þessum viðræðum yrði lokið fyrir aðalfundi félaganna. Þær hafa hins vegar dregist. Stefnt er að því að halda aðalfund Álafoss næst- komandi mánudag. Þar mun ekki verða gerð grein fyrir stöðunni í viðræðunum. Hins vegar má bú- ast við umtalsverðum breytingum á stjórn félagsins. Á aðalfundinum er heldur ekki að vænta tíðinda af framlagi Fram- kvæmdasjóðs til aukins eigin fjár Álafoss. Ákvörðun um slíkt hefur verið frestað þar til niðurstaða hefur verið fengin í viðræðum sjóðsins við Sambandið. Sam- kvæmt heimildum Helgarpóstsins má búast við þeim niðurstöðum innan fárra vikna. SAMBANDIÐ VILJUGT Sameining ullarþvottastöðva fyrirtækjanna hefur þegar verið gerð heyrinkunn, án þess að skýrt hafi verið hvernig staðið yrði að þeirri sameiningu. Ákvörðunum um endanlegt fyrirkomulag var slegið á frest, þar til niðurstöður úr viðræðum um hugsanlegan sam- runa liggja fyrir. Þeir sem taka þátt í þessum við- ræðum fyrir hönd Framkvæmda- sjóðs og Álafoss eru þeir Ingjaldur Hannibalsson, forstjóri Alafoss, Benedikt Antonsson, stjórnar- formaður fyrirtækisins og starfs- maður Framkvæmdasjóðs, Þórð- ur Friðjónsson, stjórnarformaður sjóðsins, og Guðmundur B. Ólafs- son, framkvæmdastjóri hans. Fyr- ir Sambandið sitja viðræðurnar Guðjón B. Ólafsson, forstjóri, og Jón Sigurðarson, framkvæmda- stjóri Iðnaðardeildarinnar. Þegar Helgarpósturinn leitaði til samningamannanna vildu þeir lít- ið tjá sig um málið. Þórður Frið- jónsson sagði þó að sú hagræðing sem menn sáu í sameiningunni eftir fyrstu könnunarviðræður hefði síst minnkað eftir því sem menn könnuðu málin nánar. Jón Sigurðarson tók í svipaðan streng. Samkvæmt heimildum Helgar- póstsins voru Sambandsmenn heldur vantrúaðir á hag sinn af sameiningu í upphafi samning- anna. Vegna stöðu Álafoss leit svo út að sá akkur sem ynnist með sameiningu ætist fljótt upp vegna skuldabaggans sem fylgdi með kaupunum. Nú mun staðan hins vegar vera önnur. Heimildir segja samningamenn Sambandsins hafa lýst yfir fullum vilja til sam- einingar. DRAGBÍTUR FRAMKVÆMDASJÓÐS Unnið er nú að ítarlegu eignar- mati fyrirtækjanna og kafað er ofan í skuldastöðu þeirra. Jafn- framt hefur verið reynt að leggja mat á mismunandi viðskiptavel- vild þeirra. Reynt hefur verið að leggja mat á hvers virði vörumerki þeirra eru á erlendum mörkuðum. Eins og áður segir er talið líklegast að á endanum verði Fram- kvæmdasjóður að borga með Ála- fossi, þrátt fyrir meiri eignir og rót- grónara vörumerki. Álafoss hefur á undanförnum árum verið dragbítur á Fram- kvæmdasjóð íslands. Þegar sjóð- urinn var færður undir forsætis- ráðuneytið fyrir tveimur árum var gert ráð fyrir því í frumvarpinu, að sérstakt eignarhaldsfyrirtæki rík- isins tæki yfir hlutabréf sjóðsins í Álafossi. Það náði hins vegar ekki gegnum þingið, þar sem slíkt eign- arhaldsfyrirtæki var ekki til. Framkvæmdasjóður íslands hefur því ekki orðið sá virðulegi yfir- sjóður fjárfestingarsjóða atvinnu- veganna sem ráð var fyrir gert í lögunum. í þeim er ekki gert ráð fyrir að sjóðurinn láni einstökum fyrirtækjum. Lán sjóðsins til eign- ar sinnar, Álafoss, hafa verið blett- ur á ásjónu hans. Eftir því sem staða fyrirtækisins hefur versnað, með verri afkomu ullariðnaðar- ins, hefur þessi blettur orðið æ ljótari. Eins og fram kom í Helgarpóst- inum fyrir tveimur mánuðum hef- ur Framkvæmdasjóður reynt að losa sig undan skuldbindingum Álafoss á undanförnum misserum. Þetta fyrirtæki, sem sjóðurinn tók upp í skuldir í upphafi áttunda ára- tugarins, er hins vegar það stórt að það hefur reynst ofvaxið flest- um þeim aðilum sem sjóðurinn hefur leitað til. Þegar allt annað hafði verið reynt leitaði sjóðurinn til Sambandsins. NAUÐARSAMNINGAR Ef af sameiningunni verður mun verða um sögulegan atburð að ræða. Velta Iðnaðadeildarinnar er um 7%-8% af veltu Sambandsins. Við sameininguna gæfi því Sam- bandið eftir væna sneið af veldi sínu til nýs hlutafélags. Þetta nýja hlutafélag yrði síðan algerlega einrátt á ullarmarkaðinum. Það blæs reyndar ekki byrlega á þeim markaði. Lækkandi gengi bandaríkjadollara, fastgengis- stefnan og aukinn kostnaður inn- anlands, samfara minnkandi sölu á Vesturlöndum og lokun Rúss- landsmarkaðar á síðasta ári, léku ullariðnaðinn grátt. Lítillega virð- ist þó hafa birt til. Nýlega var skrif- að undir tiltölulega stóran samn- ing við Rússa. Hins vegar bendir lítið til þess að betur horfi á öðrum sviðum. Útlitið verður því ekki bjart hjá hinu nýja fyrirtæki ef af stofnun þess verður. Það sem rekur stjórn- armenn í Framkvæmdasjóði og fulltrúa Sambandsins áfram í þess- um viðræðum er hins vegar það, að útlitið fyrir fyrirtækin, hvert í sínu lagi, er enn dekkra. Ef ullariðnaðurinn á að standast þá kreppu sem hann er nú í þarf að vinna hann út úr henni með stóru átaki. Það þarf að vinna átak í markaðsmálum, eftir sölufall á hefðbundnum mörkuðum. íslend- ingar brugðust mjög seint við minnkandi sölu á þessum mörk- uðum og þeir hafa fengið að súpa seyðið af því. Jafnframt átaki í markaðsmálum þarf iðnaðurinn að aðlaga framleiðsluna hér heima nýjum mörkuðum. Hvort nýtt fyrirtæki í eigu Sam- bandsins og Framkvæmdasjóðs íslands tekst þetta átak leiðir svo tíminn í ljós. eftir Gunnar Smára Egilsson HELGARPÓSTURINN 7

x

Helgarpósturinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Helgarpósturinn
https://timarit.is/publication/47

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.