Helgarpósturinn - 21.05.1987, Blaðsíða 4

Helgarpósturinn - 21.05.1987, Blaðsíða 4
Karvel Pálmason alþingismaöur er nú staddur í Bretlandi, vegna þeirra fullyrðinga lœkna Borgarspítalans í bréfi til borgarlögmanns, aö orsaka alvarlegra veikinda hans sé m.a. að leita þar í landi Eins og þegar hefur komid fram á síðum Helgar- póstsins hefur Karvel Pálmason, alþingismaður, höfð- að mál á hendur borgaryfirvöldum vegna veikinda þeirra, sem í árslok 1985 höfðu nær dregið hann til dauða. Karvel telur þá sem höfðu yfirumsjón með um- önnun hans á Borgarspítalanum bera ábyrgð á því hvernig fór. Þeir álíta orsakarinnar hins vegar m.a. að leita hjá kollegum sínum í Bretlandi og Bolungarvík. Þingmaðurinn brá sér af þeim sökum til Lundúna um síðustu helgi og hefur undanfarna daga verið í rann- sókn hjá læknunum, sem skáru hann upphaflega og tóku síðan við honum nær dauða en lífi nokkrum vik- um síðar. eftir Jónínu Leósdóttur mynd Jim Smart Fyrir um það bil mánuði sendi yfirlæknir lyflækningadeildar Borgarspítalans borgarlögmanni bréf, þar sem fram koma skoðanir viðkomandi lækna á veikindum Karvels Pálmasonar í kjölfar hjartaaðgerðar síðsumars 1985. Læknarnir telja sig ekki bera nokkra ábyrgð á hinum alvarlegu eftirköstum, sem nærri kostuðu Karvel lífið. Þeir benda hins vegar á ákveðin atriði varðandi meðferð sjúklingsins í Bolungarvík og Bret- landi, sem þeir segja að gætu hafa haft áhrif á gang mála. í bréfinu er vikið að þeim tíma þegar Karvel Pálmason dvaldi á Bolungarvík og byrjað var að grafa í brjóstholi hans. Segir yfir- læknirinn, Gunnar Sigurdsson, að læknum Borgarspítalans hafi ekki verið tilkynnt að útlit skurðarins hafi versnað frá því að sjúklingur- inn var skoðaður í Reykjavík. Þeim hafi heldur ekki verið sagt frá því að blóðþynningarmæling hafi verið framkvæmd. Hefði það hins vegar verið gert telur yfir- læknirinn líklegt, að Karvel hefði verið látinn taka minni skammt af blóðþynningarlyfjum. VAR UPPHAFLEGA AÐGERÐIN EKKI NAUÐSYNLEG? Gunnar Sigurðsson telur þannig að við aðra en lækna Borgarspítal- ans sé að sakast varðandi meðferð þingmannsins á fyrrnefndu tíma- bili, þ.e. læknana vestur á fjörðum. Hins vegar kemur fram í bréfinu til borgarlögmanns, að læknarnir draga stórlega í efa að þessi atriði, blóðþynningin og útlit skurðarins, hafi gegnt mikilvægu hlutverki þegar á heildarmyndina er litið. Yfirlæknirinn telur í framhaldi af þessari staðhæfingu upp nokkra punkta, sem hann álítur mun fremur að ráðið hafi úrslitum. Þeir eru t.d.: Sýking, sem komst inn fyrir bringubein sjúklingsins við að- gerðina sjálfa. Blóðþynning, sem bresku lækn- arnir leggja mikla áherslu á eftir hjartauppskurði. Sú staðreynd, að nota þurfti blá- æðar úr handlegg Karvels við að- gerðina, þar sem ekki var hægt að fá æðar úr fótleggjum hans vegna æðahnútaaðgerðar, sem hann hafði áður gengist undir. Gunnar Sigurðsson, yfirlæknir, gefur þar að auki í skyn í bréfi sínu til borgarlögmanns, að ekki hafi endilega verið nauðsynlegt að gera hina upphaflegu hjartaað- gerð á Karvel Pálmasyni. Hann bendir á, að sjúklingurinn hafi ver- ið sendur út í kransæðamynda- töku og það hafi síðan verið ákvörðun bresku læknanna að skera hann upp. Þó hafi Karvel haft takmörkuð einkenni, út- breiðsla kransæðaskemmda ekki verið á háu stigi og ljóst að hentug- ustu æðar var ekki að fá til aðgerð- arinnar. í títtnefndu bréfi kemur einnig fram kvörtun lækna Borgarspítal- ans vegna umfjöllunar læknaráðs í vetur um umrætt mál Karvels Pálmasonar. Telur Gunnar áliti ráðsins í mörgu ábótavant og segir m.a. að enginn aðili sem tengdist þessu á spítalanum hafi verið kall- aður fyrir læknaráð eða siðamála- deild þess til að skýra sína hlið á málinu. LÝTALÆKNIRINN VILL ÓLMUR LAGFÆRA Helgarpósturinn hafði samband við Karvel Pálmason, alþingis- mann, í Lundúnum síðastliðið þriðjudagskvöld og spurði frétta af heimsókn hans til læknanna í sjúkrahúsi Heilags Tómasar. Þá var rannsókninni lokið ,,í bili”, eins og Karvel komst að orði. Karvel kvaðst hafa farið í alls- herjar skoðun til hjartasérfræð- ingsins og lýtalæknisins og myndi sá fyrrnefndi senda skýrslu til Is- lands í kjölfar rannsóknarinnar. Ennfremur hefði lýtalæknirinn viljað gera lítilsháttar aðgerð til að lagfæra útlit brjóstkassans. Slíka aðgerð er einnig hægt að fram- kvæma á íslandi og sagðist Karvel ekki hafa tekið afstöðu til þess hvort hann tæki boði breska lækn- isins eður ei. Haft var samband við Gunnar Sigurðsson, yfirlækni á lyflækn- ingadeild Borgarspítalans, en hann kvaðst ekki kjósa að tjá sig um málið þar sem það væri nú fyrir dómstólum og vettvangur umræðu um einstök atriði væri því þar. HEIGA8POSTUR1NN KARVEL PÁLMASON ÞINGMAÐUR helsýktist eftir hjarta aðgerðiLondon. Mistök é mistök ofan höfðu næstum kostað hann lífið: Fyrir 16 mánuðum sagði Karvel Pálmason I (tarlegu viðtali við HP frá Kfsreynslu sinni í kjölfar hjartaaðgerðar. Nokkru sfðar ákvað hann að fara með máliö fyrir dómstóla og hefur undirbúningur þess staðið í vetur. Karvel Pálmason er um þessar mundir staddur (Lundúnum, þar sem hann gengst undir læknisrannsókn (tengslum við mál hans á hendur Reykjavfkurborg. LÆKNARNIR BENDA TIL BRETLANDS OG BOLUNGARVÍKUR 4 HELGARPÓSTURINN

x

Helgarpósturinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Helgarpósturinn
https://timarit.is/publication/47

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.