Helgarpósturinn - 10.09.1987, Qupperneq 14
EFTIR SIGMUND ERNI RÚNARSSON
MYND JIM SMART
Fór ekki i búskap
til að skrimta
Haukur Halldórsson í Gerði við Eyjafjörð, nýkjörinn formaður Stéttarsambands bænda, í HP-viðtali
Sunnudagur í september. Eyjafjöröurinn er fagur. Eg ek frá Akureyri út
á Svalbarðsströnd sem er ekki lengur langur vegur, svona Hlemmur-Fell.
Aður varþetta nokkurt ferðalag, gjarnan illfært á vetrum, en eftir að gömlu
brýrnaryfir Eyjafjarðará — þessar mjóu þrjár í minningunni — voru aflagð-
ar og Leiruvegur varð til fyrir botni fjarðarins komst Svalbarðsströnd í al-
faraleið með asfalti og ógnarhraöa bíla sem áöur hlykkjuöust um Vaðla-
heiði. Skammt sunnan Víkurskarðs, sem nú tengir Svalbarðsströnd við
Fnjóskadal, er stórbýlið Gerði þar sem brœðurnir Haukur og Jónas Hall-
dórssynir reka eitt myndarlegasta kúa- og kjúklingabú í landinu. Ég heim-
sœki Hauk, sem nýverið tók að sér formennsku í Stéttarfélagi bœnda, nú
á þeim tímum sem margir telja að landbúnaðurinn eigi bágt.
Ég átti í nokkrum erfiðleikum með að ná tali
af þessum skelegga málsvara bændastéttarinn-
ar, sem Haukur er sannarlega, auk þess að vera
kunnur að því að setja skoðanir sínar fram án
umbúða. Hann var auðfinnanlega önnum kaf-
inn þegar ég náði loks sambandi við hann — og
ég spurði hann því fyrst eftir að þetta viðtal hófst
hvort það skyggði ekki svolitið á sjarma sveita-
mennskunnar að vera að geysast svona í sífellu
milli funda og félagsstarfa sem hann hefur
stundað í æ ríkara mæli á undangengnum árum
og fráleitt sér fyrir endann á. Hann brosir lítil-
lega að spurningunni, rauðbirkinn í framan og
hraustlegur, en svarar svo sallarólegur: „Þetta
stúss dregur mann kannski óþarflega mikið á
mölina." Og svo ræðum við þetta aðdráttarafl
sveitarinnar, af hverju sumt fólk kýs frekar dreif-
býli en þéttbýli, fámenni í stað fjölda. Haukur
nefnir strax svigrúmið og þann beina aðgang að
náttúrunni og landinu sem bændur njóta. Hann
talar líka um frjálsræði í sömu andrá.
,,í rauninni held ég að það sé manninum eðli-
legra að búa með ákveðinni fjarlægð hver frá
öðrum í stað þess að vera ofan í hver öðrum.
Þéttbýlið þjónar ekki endilega hinu mannlega
eðli best. Það er sama hvort litið er til skepna
eða manna; eftir því sem þröngin verður meiri
ber meira á ýmiss konar óeðli. Hér á íslandi get-
um við annars varla talað um nokkurt þéttbýli,
nema ef vera skyldi í Reykjavík, og það er sem
betur fer.“
VIÐSKIPTABÚSKAPUR
AÐ TAKA YFIR
Gerði á Svalbarðsströnd, sem stundum hefur
verið auknefnt Sveinbjarnargerði eftir einhverj-
um löngu látnum ábúanda sínum, hefur heyrt til
ættar Hauks um tveggja alda skeið, en uppruna-
lega var Gerði, eins og nafnið gefur til kynna,
hjáleiga frá næsta bæ, sem er Garðsvík. Undir
stjórn bræðranna hafa kvíarnar heldur betur
verið færðar út og er býlið nú orðið mjög stórt
að umfangi á íslenskan mælikvarða, enda hefur
velgengni þess verið mikil á síðustu árum og
áratugum. Eg spyr Hauk hver helsti galdurinn sé
við rekstur sveitabýla á síðustu og títtnefndum
verstu tímum í landbúnaði okkar.
,,Ég hygg að það sé ekki hægt að nota neina
meðaltalsreglu lengur í þessu efni. Núna er þetta
svo gott sem einstaklingsbundið. Menn verða
einfaldlega að búa sem best að sínu. Þannig get-
ur það til dæmis verið hagstæðast fyrir bónda
sem á rúmar byggingar með litlum áhvílandi
lánum að hafa mikinn fjölda gripa og nota sem
mest af innlendu fóðri á meðan það er sennilega
best fyrir bónda sem nýlega er búinn að fjárfesta
að nýta afurðagetu gripanna til fullnustu, þ.e.a.s.
að hver fermetri í byggingunum sé nýttur eins
og frekast er kostur. Menn verða í hverju tilviki
að taka mið af aðstæðum og hafa í huga að að-
keyptur kostnaður verði sem minnstur þó þann-
ig að allir framleiðslumöguleikar sem menn
geta eða mega nota séu sem best nýttir."
— Þetta er semsé ordið meira og minna við-
skipti — bissnesshyggjan rœöur ferðinni meira
en nokkru sinni fyrr?
,,Já, viðskiptabúskapurinn er að taka yfir.
Menn verða að lúta duttlungum markaðarins
nánast í einu og öllu og láta sér vel líka. Ég vona
samt að sjarminn sé ekki alveg horfinn af bú-
skapnum og kaldur heimur viðskiptanna algjör-
lega tekinn við.
MEIRA RAUNSÆI
í BÚSKAPNUM
Ég held að hver bóndi njóti þess best að sjá
augljósan árangur af starfi sínu, með ræktun og
uppbyggingu, og gildir einu hvort það er mælt
í afurðum af gripum eða gróðurvexti; framleiða
vörur sem geðjast markaðnum best eða eiga
falleg og slétt tún og fá góða uppskeru. Þegar
árangur fæst af þessu er hann augljós — og und-
ir þeim kringumstæðum njóta bændur sín alla
jafna best.“
— Er ennþá fyrir hendi sami hégóminn í bú-
sýslu og var hér fyrrum þegar menn bitust um
feitustu dilka og stœrstu hrúta?
,,Ég veit ekki alveg hvort hégómi er rétta orð-
ið, en ég held að það séu uppi mjög breytt við-
horf i búrekstri frá því sem áður var. Það var
ákveðinn metnaður hér áður fyrr að hafa hærri
meðalvigt en bændur á nærliggjandi bæjum,
hafa meiri meðalnyt og gjarnan sem feitasta
dilka. Núna er þessi metnaður meira og minna
búinn, a.m.k. eru honum settar miklar skorður.
Það er meira raunsæi í búskapnum í dag en var
í eina tíð. Nú skilja menn að það eina sem gildir
er að framleiða vöru sem neytandanum líkar,
framleiða bara þá vöru og koma henni þannig
frá sér að hún seljist. Það eru ekki nema svona
þrjátíu til fjörutíu ár síðan bændur einblíndu á
að framleiða bara eitthvað sem síðan var bara
selt si sona af því að það var skortur á mat-
vælum í landinu. Tengsl bóndans við markaðinn
voru þá næsta lítilfjörleg — það voru hvort eð er
allir tilbúnir til að taka við vörunni og selja hana.
Kannski hafa bændur í of langan tíma verið of
langt frá markaðnum og fullseint gert sér grein
fyrir því að smekkur kúnnans ræður meiru um
afkomu bóndans en álit hans sjálfs á því hvað
best er að framleiða hverju sinni.“
GERIKRÖFUR
TIL GÓÐRA TEKNA
— Talandi um metnað. Hefur það alltaf verið
metnaður þinn að reka stórt bú, vera stórbóndi?
,,Ég fór ekki í búskap til að skrimta. Ég fór út
í búskap af því ég taldi að ég gæti átt þar sömu
möguleika til að njóta lífsins gæða og fólk í öðr-
um atvinnugreinum. Ég hafði í hyggju í fyrstu —
og vissi að það væri hægt — að skapa mér sömu
tekjumöguleika og gerast annars staðar. Ég
svara því hikstalaust játandi að ég geri kröfur til
góðra tekna og tel enda að allir bændur verði að
hugsa þannig. Bændur verða og eiga að hafa þá
tekjumöguleika sem geta skapað þeim sömu
lífsafkomu og annað fólk hefur í þessu landi.
Hvort hinsvegar hér fer vel á því að tala um stór-
búskap eða ekki er ég ekkert viss um, enda er
það afstætt."
— Gœtir minnimáttakenndar hjá einstaka
bœndum nú þegar landbúnaður á undir högg
að sœkja?
,,Já, ég held að það sé alveg Ijóst. Mig langar
að segja þér smásögu í því sambandi. Fyrir
skömmu var ég staddur á reykvísku veitinga-
húsi ásamt kunningja mínum sem er ágætur
bóndi hérna úr héraðinu. Þarna voru nokkrir
menn sem gáfu sig á tal við okkur og vitaskuld
bar þar meðal annars á góma hvaða atvinnu við
stunduðum. Ég tók sérstaklega eftir því að þessi
kunningi minn færðist undan því að svara hvað
hann starfaði og gaf reyndar upp aðra atvinnu.
Ég varð svolitið hugsi út af þessu eftir á og
spurði hversvegna hann hefði sagt ósatt til um
hvað hann starfaði. Og það var þá akkúrat það
að bændur ættu svo mikið í vök að verjast og
þeim væri svo mikið legið á hálsi að vera hrein-
lega til óþurftar í þessu landi að hann væri ósköp
einfaldlega hættur að kynna sig sem bónda."
HNÍPNIR BÆNDUR
OG VONLAUSIR
— Hvað veldur þarna?
,,Ég tel að fjölmiðlum og ýmsum fleiri aðilum
hafi smám saman tekist að koma því inn hjá al-
menningi að bændur séu allt að því óþarfir. Og
það er ákaflega slæmt þegar bændur eins og
þessi kunningi minn finna ekki lengur fullnæg-
ingu í starfi sínu. Stór hiuti bænda hefur fundið
ánægju af því að yrkja jörðina og umgangast
dýrin þrátt fyrir sífellt verri lífsafkomu og félags-
lega aðstöðu. En þegar þeir eru farnir að efast
um að þetta sé nokkurs virði og kannski verra
en ekki neitt, þeir séu dragbítar og þessi full-
næging sem starfið á að gefa er ekki fyrir hendi
lengur, þá verða menn vitaskuld hnípnir og þá
grípur þá ákveðið vonleysi. Það verður að viður-
kennast að þetta þjakar landbúnaðinn of mikið
nú um stundir: Þegar búið er að hamra á því
margsinnis að menn séu ómagar fara þeir
kannski að trúa því innst inni sjálfir."
Haukur segir í framhaldi af þessum orðum:
„Ég held að það sé ólíkt jákvæöara ef lands-
menn hvetja bændur til dáða, hvetja þá til að
framleiða betri og ódýrari vöru í stað þess að
brigsla þeim um ógagn. Ég á þá ósk heitasta í því
starfi sem ég hef nú tekið að mér innan bænda-
hreyfingarinnar að sjálfsálit bænda aukist á
næstu árum og að hinn almenni borgari skilji
betur hlutverk bóndans en hann gerir í dag."
— Hver er þtn ímynd af íslenskum bónda?
Hvernig á hann að vera og hugsa?
„Hann á fyrst og fremst að þjóna sínu landi og
sinni þjóð og skila landinu í betra ásigkomulagi
en hann tók við því. Þetta er sú ímynd sem fólk
hafði kannski af bóndanum hér áður fyrr, en
mér finnst þessi sama ímynd þurfa að koma aft-
ur. Núna eru bændur þvert á móti ásakaðir um
að vera landníðingar, að þeir eyði gróðrinum í
stað þess að auka hann. Það verður að vísu
alveg að viðurkennast að menn hugsa kannski
ekki allir til morgundagsins í þessum efnum. Við
vitum vel að á ákveðnum stöðum á landinu eru
fyrir hendi bændur sem ættu að stunda aðra
atvinnugrein en búskap. Það er ekkert hægt að
að horfa framhjá því að þar fer fram gróðureyð-
ing. Svörtu sauðirnir eru að sjálfsögðu jafn-
margir í búsýslu og í öðrum greinum atvinnulífs-
ins, en aðalatriðið er að langstærstsur hluti
bænda hefur mjög einlægan vilja til að græða
landið. Það kom til dæmis mjög sterkt fram á síð-
asta aðalfundi Stéttarsambands bænda fyrir
nokkrum dögum."
HREINSKILNI HEFUR GERT
MÉR GAGN
Þessu næst hverfum við Haukur snöggvast til
æskuáranna, þeirra tíma þegar hann var að
alast upp með tveimur bræðra sinna í túninu
heima við Gerði. Nei, hann var ekki ólátasamur
krakki, kannast ekki við stórvægileg prakkara-
strik, en kveðst hinsvegar halda að hann hafi
þótt heldur skapmikill framan af aldri. Hvort
það hafi svo elst af, er hann óviss um, en hitt
kveðst hann ætla að hann geti hamið skap sitt
svo að hann kunni þokkalega að umgangast
fólk. Og vel að merkja, með sínar ákveðnu skoð-
anir sem eru settar fram af hreinskilni. Ég spyr
hvort honum finnist fólk dæma hann rétt.
„Það fólk sem hnýtir ekki bagga sína sömu
hnútum og aðrir bjóða alltaf upp á að verða
umtalaðir og umdeildir. Það er aíveg Ijóst. Sjálf-
ur hef ég ekki alveg farið troðnu slóðirnar, hef
eins og þú segir mjög ákveðnar skoðanir, mjög
ákveðna iífssýn — og segi hreinlega það sem
mér finnst. Þetta kallar auðvitað á deildar mein-
ingar. Maður sem aftur á móti flíkar aldrei skoð-
unum sínum, passar sig að fara aldrei út úr hjól-
förunum, býður ekki að sama skapi heim nein-
um skoðanaskiptum um sína persónu."
— Kanntu vel við það þegar þér er ögraö?
„Mér hefur aldrei liðið illa út af því. Mér finnst
það ekki hafa gert mér ógagn til lengdar að hafa
vanið mig á að segja alla sögun a hverju sinni, en
ekki í skömmtum, ég á við að tala hreinskilnis-
lega út um hlutina í eitt skipti fyrir öll. Það er
dæmi um lífsmark að hafa skoðanir og koma
þeim frá sér.“
MÖNNUM LÆTUR BEST AÐ
VINNA SAMAN
— Og Haukur Halldórsson er œrinn maður
samvinnu?
„Já. Hvað landbúnaðinn varðar þá eiga
bændur að vita það að þeim fer best að vinna
saman. Og hérna skulum við ekki staðnæmast
við innbyrðis samvinnu, því hagsmunir bænda
og neytenda og allrar þjóðarinnar eru sameigin-
legir þegar öllu er á botninn hvolft. Það er mitt
lífsviðhorf að andstæður milli mismunandi hópa
þjóðfélagsins séu ekki eins skarpar og miklar og
margir vilja vera láta. Ég tel það vera lykilatriði
fyrir bændur og yfirleitt fámenna hópa — og
Islendingar eru ekkert annað en fámennur
hópur — að vinna saman.
— Hér talar samvinnumaður afhjartans hug?
„Af hjartans hug já, það er alveg rétt. En út af
fyrir sig — og þetta vil ég að komi fram — hefur
það að vera samvinnumaður ekkert endilega
með það að gera hvort maður er Sambandsmað-
ur eða ekki. Hvort heldur sem einstökum aðil-
um hefur tekist að útfæra þessa samvinnuhug-
sjón vel eða ekki, finnst mér samvinna eftir sem
áður best til þess fallin að menn geti búið sér góð
kjör — og þetta gildir auðvitað líka milli þjóða
eins og innan þeirra. Stríð milli bænda, bænda
og neytenda eða stríð milli þjóða leiðir alltaf til
bakslags og hrörnunar."
— Þú ert auðheyrilega pólitískur?
„Ef pólitík er að vilja, þá er ég pólitískur...“
— Og metnaðargjarn! Er þínum pólitíska
metnaði fullnœgt nú þegar þú hefur tekið við
formennsku í Stéttarfélagi bœnda, eða siglirðu
lengra. ..?
„Ég er ekki að sigla neitt... Ég er að taka við
mjög krefjandi og spennandi starfi sem ég hef
hugsað mér að sinna af heilum hug. Það mun