Helgarpósturinn - 10.09.1987, Side 20

Helgarpósturinn - 10.09.1987, Side 20
ISLENSKIR GRÆNINGJAR - SAMKEPPNI UM HUGSJON BÚIÐ AÐ Umhverfisvernd og friöarmál virdasl nú eiga vaxandi fylgi að fagna víða um heim. Kjarnorkuslys- ið í Tsérnóbýl kom miklu róti á hugi manna og farið var að gefa meiri gaum að málflutningi Grœningja. Vaxandi uggur fólks um mengun lands og sjávar hefur valdið því að almenningur er farinn að huga meira að umhverfi sínu en áður. Samtök Grœningja auka fylgi sitt og skjóta nýjum rótum. Vissulega er sú heimsmynd sem blasir við mannkyninu ekki glæsi- leg. Hungur, sjúkdómar, fáfræöi og atvinnuleysi bíða milljóna manna. A meðan veltir hluti hins vestræna heims sér upp úr allsnægtum og það sem meira er; leyfir sér að sóa auð- lindum heimsins og menga jörðina. Allt þetta leiðir til ójafnvægis milli manna, náttúru og þjóðfélags. Græningjasamtök víða um heim hafa barist gegn þessu ójafnvægi og ætla nú að hasla sér völl á „óspilltu" íslandi. Nýverið voru stofnuð samtök Græningja hér á landi. Hljótt var um stofnunina og fáir vita nokkuð um þessi nýju samtök, eða yfirleitt að þau séu til. Stofnunin birtist eins og þruma úr heiðskíru lofti hjá mörg- um „vinstri" manninum. Það er ekki laust við að þeir séu svekktir. Þeir fóru að tala um skrípaleik og sumir líktu þessu við farsa þar sem ekki hafði verið boðað til formlegs stofnfundar íslenskra Græningja. Margir urðu sárir og töldu að nú væri búið að „stela glæpnum" frá þeim. „Við höfum ekki stolið nein- um glæp,“ segir talsmaður íslenskra Græningja, Metúsalem Þórisson, „það er öllum heimil þátttaka." En hver er aðdragandi að stofnun samtaka íslenskra Græningja og hvenær voru þau stofnuð, kynnu margir að spyrja. Samtök um græna framtíð voru stofnuð fyrir um ári síðan og hafa legið í láginni þar til nú í sumar. Það er ekki laust við að „leynifélagslykt hafi verið af þeim" segja sumir þar sem ekkert heyrðist frá þeim. En nú í sumar fóru hjólin að snúast. „Hér er um að ræða hóp einstakl- inga úr Flokki mannsins sem vildi leggja meiri áherslu á umhverfis- og friðarmál, en fannst flokkurinn ekki standa sig sem skyIdi í þeim efnum." Þessi hópur klauf sig úr flokknum og ákvað að stofna græningjasam- Þýskir umhverfisverndar- sinnar í höndum lögreglunnar eftir mótmæli í Hamborg. HÓPUR ÁHUGAMANNA EÐA BARA KLOFINN FLOKKUR MANNSINS? HVAÐ UM KVENNALISTANN? tök með pólitísku yfirbragði. Hópur- inn og aðrir áhugamenn komu sam- an í vikunni fyrir Stokkhólmsráð- stefnu græningjasamtakanna, sem haldin var síðustu helgi í ágúst. Drif- ið var í stofnun Samtaka íslenskra Grœningja til að geta sent fulltrúa á ráðstefnuna. „Það er alveg satt, að við flýttum okkur að stofna samtök áður en ráð- stefnan hófst í Stokkhólmi, við mun- um starfa sem Græningjar, en ekki i Flokki mannsins. . . Þetta er ekki bara fólk úr Flokki mannsins," segir formælandi samtakanna. En eru samtökin ekki hrædd um að fólk forðist íslenska Græningja út af þessum „lit“, eru þessar óánægju- raddir úr Flokki mannsins ekki bara að leita að nýrri ímynd? „Við erum ekki hræddir. Ég held að sú staðreynd, að þetta er mikið til fólk úr Flokki mannsins, verði Græningjum bara til framdráttar." Litlar upplýsingar hafa verið gefnar um þessi nýju samtök og margir setja spurningamerki við þau, enn um stund að minnsta kosti. „Það er svo lítið sem ég veit um þá og að sjálfsögðu fagnar maður samtökum Græningja því það er mikið sem þarf að gera hér í umhverfisvernd- armálum og það þarf margar hend- ur á plóginn," segir Guðrún Agnars- dóttir, Kvennalista, „ég held ég myndi nú kynna mér þetta betur áð- ur en ég fer nokkuð að lýsa yfir skoðunum mínum á þessum sam- tökurn." Og það eru fleiri sem slá þennan varnagla því lítið hefur heyrst frá þeim ennþá og ekki var boðað opinberlega til stofnfundar samtaka íslenskra Græningja. Ein af megináherslum Græningja í Evrópu hefur verið að ná saman breiðfylkingu um umhverfis-, friðar- og jafnréttismál. En hreyfingin er ekki samstiga hjörð. Þar koma sam- an ólíkir hópar úr þjóðfélaginu; um- hverfisverndarsinnar, trúarhópar, sem ekki geta fellt sig við neyslu- hyggju og gullkálfsdýrkun kristi- legra flokka, andstæðingar kjarn- orkuvopna, róttæklingar, dýravinir og kvenréttindakonur. Þegar svo mislit hjörð á í hlut getur reynst erfitt að vera samstiga, eins og fram kom á Stokkhólmsráðstefnunni. „Ég er ekki hræddur um að aðdrag- andi að stofnun samtaka íslenskra Græningja og það hverjir eru for- svarsmenn muni hræða fólk frá að ganga í samtökin. Það tekur smá- tíma að vinna þetta upp," segir Metúsalem Þórisson hjá íslenskum Græningjum. Jú, vissulega er það rétt, framtíðin er þeirra, segja Græn- ingjar og leggja á það áherslu að samtök sem þessi verði ráðandi afl á næstu öld. Umhverfisverndarsjónarmiðin eiga að ganga fyrir hagvaxtardýrk- uninni. Um það eru Græningjar sammála. Leggja verður meiri áherslu á gæði lífsins, eins konar þörf fyrir lífsfyllingu, með náttúru- vernd að leiðarljósi. Hin nýja versl- unarhöll, eða musteri auðvaldsins, eins og sumir gárungar vilja kalla Kringluna, fær sinn skammt hjá Græningjum. Þeir telja mikið „óbragð af efnishyggjunni" sem þar birtist. „Það vantar meiri tilfinningu fyrir lífinu, fólk verður að huga að uppgræðslu náttúrunnar og ekki láta mengunina vaða yfir, eða láta hagvaxtarstefnuna og gróðasjónar- mið ráða ferðinni." Hvers vegna eru þá vinstri menn svona efasemda- fullir varðandi þessi samtök? Er þetta ekki eins og talað úr þeirra munni? Voru þeir kannski að hugsa um að stofna svona samtök? Raddir hafa spurst út um slíkt, a.m.k. eftir að fréttist um hin nýju samtök. HVERRA ER „GLÆPURINN"? En málefni Græjiingja eru ekki ný af nálinni hér á landi. Vissulega hafa margir „gömlu flokkanna" þau á stefnuskrá sinni, þótt þau séu ekki ofarlega á blaði hjá þeim. Kvenna- framboðið og Kvennalistinn eru hins vegar þau samtök sem mest hafa haldið þessum málum á loft, en „þar hafa karlmenn möguleika á að vera virkir þátttakendur en ekki málsvarar". Kvennalistinn hefur vakið mikla athygli meðal Græn- ingja erlendis. Þeim var boðið að senda fulltrúa á ráðstefnu þeirra í Stokkhólmi og þar var honum vel fagnað. „Við eigum mikla samstöðu með Græningjum og þeirra stefnu- málum eins og þau hafa birst hjá öðrum þjóðum," segir Guðrún Agn- arsdóttir, einn talsmanna Kvenna- listans. Líkt og Græningjar vilja þær að stofnað verði sérstakt ráðuneyti umhverfismála. Svo er búið um hnútana í umhverfismálum á íslandi í dag að þau falla að einhverju leyti undir flestöll ráðuneytin. Þetta leið- ir til óstjórnar þessara mála sem „best væru falin undir einni stjórn sérstaks ráðuneytis", segir í stefnu- skrá Kvennalistans. Þannig yrði virkari og hagkvæmari stjórná mál- um og markvissari umhverfisvernd. Um þetta eru íslenskir Græningjar sammála Kvennalistanum. „Meiri virðingu á að bera fyrir náttúrunni og stuðla þannig að fjölbreyttara og betra lífi," segja íslenskir Græningj- ar. Og áfram halda Græningjar: „Það er nauðsyn á samstöðu um náttúruvernd. Það má ekki láta mengunina vaða yfir vegna ein- hverra hagvaxtarsjónarmiða. Það þarf breytt gildismat." „Kvennalistinn er að vissu leyti umhverfisverndarflokkur," segir talsmaður íslenskra Græningja, „en hefur þessa takmörkun að þar geta karlmenn ekki starfað að fullu." Er þar komin skýringin á nauðsyn sér- stakra samtaka Græningja? „Mjög margir geta sameinast um að vinna gegn gróðureyðingu landsins, fyrir hvalfriðun og gegn kjarnorku hérna á lslandi og í hafinu í kring." Þá er það klassísk spurning og allir bíða í ofvæni. Hvað um herinn og NATÓ? „Friðarsinni getur nú ekki verið öðruvísi en á móti hernaði og hern- aðarbandalögum, og herstöðv- um... Jú, jú ætli við tökum ekki þátt í Keflavíkurgöngum, mótmæl- um veru hersins og veru íslands í NATÓ." Nú fer eflaust um einhverja. Þetta hlýtur að vera fagnaðarefni fyrir herstöðvaandstæðinga. ís- lenskir Græningjar ætla að leggja áherslu á að skýra fyrir fólki og vekja það til umhugsunar um hvaða hætta stafi af því að vera hugsan- lega með kjarnorkuvopn hér á landi. I þessu efni verður byrjað á undirskriftasöfnun með haustinu. Atök og boðaföll í íslenskum stjórnmálum hafa verið æði skraut- leg undanfarin ár og mikið um klofning eða sundrungu „vinstri" manna, já og „hægri" manna líka. Inn á þennan völl ætla íslenskir Græningjar að skunda og þá hugs- anlega í samkeppni við Flokk manns- ins, að ekki sé talað um Kvennalista- konur, sem hafa mikið látið að sér fcveða í þeim málum sem telja verð- ur ,,græn“. „Mér finnst nú eðlilegt að Kvennalistakonur muni starfa með okkur þegar fram í sækir. Þær líta sjálfar á sín samtök sem tíma- bundin. ... Maður getur skilið að þau urðu til og starfa í dag, það er ákveðin réttlæting fyrir því,“ segir talsmaður íslenskra Græningja. „Við munum vissulega berjast fyrir jafnrétti og eftir því sem ég þekki Kvennalistakonur, þá er ég viss um að þær telja sig ekki hafa neinn einkarétt á þessu máli. Þær hljóta að vera fegnar öllum þeim höndum sem leggja þessu máli lið.“ Hvað segja þær við þessu? „Það er svo mikið verk að vinna, að það er mjög jákvætt ef fleiri bætast í þann hóp sem vill vinna að þessum málum." Ekki má leggja mikla áherslu á aukinn hagvöxt að sögn Græningj- anna, „því ef hanner hafður að leið- arljósi þá er verið að ofveiða, það er verið að menga. Allt annað gleymist þegar svo mikil áhersla er lögð á hagvöxtinn". Með þetta veganesti ætla íslenskir Græningjar að leggja af stað út á völl stjórnmálanna. Fyrirhuguð er uppákoma á Hótel Borg í lok mánaðarins þar sem starf- ið verður kynnt. Ætlunin er að fjölga talsmönnum samtakanna og eru allir velkomnir til starfa sem áhuga hafa á umhverfis-, friðar- og jafnréttismálum. „Það þarf hugar- farsbreytingu, ná til unga fólksins, virkja það, ekki þannig að menn renni bara þægir inn í sínar skúffur eftir námið." 20 HELGARPÓSTURINN

x

Helgarpósturinn

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Helgarpósturinn
https://timarit.is/publication/47

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.