Helgarpósturinn - 26.11.1987, Blaðsíða 5

Helgarpósturinn - 26.11.1987, Blaðsíða 5
Þjóðgardur á Þingvöllum „Menn vaka daga og nætur" Undir stjórn sr. Heimis Steins- sonar hefur þjóðgaröurinn á Þing- völlum farið að meðaltali 90% fram úr fjárlögum á ári hverju sl. 5 ár. ÞJÓOGARÐSPRESTURINN FÖR ÍIREKAD FRAMÚR FJÁRLÖGUM Hætt er við að ýmsir forstöðumenn ríkisstofnana líti sr. Heimi Steinsson Þingvallaprest, þjóðgarðsvörð og fram- kvæmdastjóra Þingvallanefndar nokkrum öfundaraug- um. Ekki aðeins vegna þess að í erindisbréfi hans segir að hann ráði starfsmenn „eftir því sem þurfa þykir“, held- ur og vegna þess að hann sem framkvæmdastjóri Þing- vallanefndar fer yfir alla reikninga sem hann sendir frá sér sem þjóðgarðsvörður og afgreiðir þá. Almennur rekstur þjóðgarðsins hefur í tíð sr. Heimis farið að meðal- tali 90% fram úr fjárlögum á ári hverju. EFTIR PÁL H. HANNESSON MYND JIM SMART Eftir athugasemdir frá Ríkisend urskodun var þessum ákvæðum breytt að hluta þannig að sr. Heimir Steinsson skrifar ekki lengur upp á reikninga fyrir sínum eigin launum, né vegna launa konu sinnar, Dóru Þórhallsdóttur, sem gegnir bæði starfi matráðskonu og aðstoðar- manns þjóðgarðsvarðar. Þess í stað hefur verið gengið formlega frá launakjörum við þau hjónin og fá þau nú hvort um sig greidda 80 fasta yfirvinnutíma á mánuði, hún sem matráðskona og aðstoðarmaður þjóðgarðsvarðar og hann sem þjóð- garðsvörður og framkvæmdastjóri Þingvallanefndar. ÞINCVALLANEFND Þjóðgarðurinn á Þingvöllum er friðað svæði og hefur Þingvalla- nefnd yfirstjórn svæðisins á sinni könnu fyrir hönd Alþingis. Þing- vallanefnd er kosin af Alþingi og sitja í henni nú Þórarinn Sigurjóns- son formaður, Þorsteinn Pálsson for- sætisráðherrra og Hjörleifur Gutt- ormsson alþingismaður. Það er síð- an Þingvallanefnd sem ræður prest að Þingvöllum, sem jafnframt skal gegna starfi þjóðgarðsvarðar. Þegar sr. Heimir var ráðinn prestur og þjóðgarðsvörður var jafnframt ákveðið að hann skyldi gegna starfi framkvœmdastjóra nefndarinnar, en áður hafði Húsameistari ríkisins gegnt því starfi. 90% FRAM ÚR FJÁR- LÖGUM AÐ MEÐALTALI Þó að í erindisbréfi Heimis segi, að þjóðgarðsvörður ráði starfsmenn til ákveðinna verkefna „eftir því sem þurfa þykir", má ekki gleyma að botna setninguna — ,,og fé er veitt til á fjárlögum". Þar virðist oft hafa orðið misbrestur á. Á fyrsta starfsári sr. Heimis 1982 fór „al- mennur rekstur" 247,9% fram úr fjárlögum og laun og önnur starfs- mannaútgjöld fóru 160,3% fram úr áætlun. Það árið hækkuðu launalið- urinn og önnur starfsmannaútgjöld um rúmlega 90% frá árinu þar á undan. Viðhald og stofnkostnaður eru ekki talin undir liðnum almenn- ur rekstur. Næstu ár var einnig farið vel fram úr fjárlögum, en fjár- hagsáætlun fyrir starfsemi þjóð- garðsins er unnin af Þingvalla- nefnd, vel að merkja í samvinnu við framkvæmdastjóra sinn, sr. Heimi Steinsson. Árið 1983 var farið 191% yfir á almennum rekstri, 1984 var farið 41,7% framyfir fjárlög, 66,2% árið 1985 og 47,0% yfir á síðastliðnu ári. Á fyrstu 5 árum sr. Heimis fór al- mennur rekstur því að meðaltali 90% framyfir þá upphæð sem fjár- lög gera ráð fyrir. í fjárlagafrum- varpi fyrir næsta ár er gert ráð fyrir tæplega 16 milljóna króna fjárveit- ingu til þjóðgarðsins. Aðspurður sagðist sr. Heimir Steinsson i viðtali við HP „bersýni- lega hafa vanáætlað, eins og verða vill, til reksturs og launa“. Enn frem- ur sagðist Heimir „ekki leyna þvi neitt, að mér þótti ástæða til að knýja á um miklu hærri fjárveitingu til þjóðgarðsins á Þingvöllum en verið hafði. Það gekk misjafnlega að fá það í gegn í byrjun eins og sjá má þarna (þ.e. á ofangreindum töl- um. lnnskot blm.) en breyttist nú smám sarnan". FRÍTT SPIL? Það má eflaust til sanns vegar færa að þörf hafi verið á ýmsum framkvæmdum á Þingvöllum þegar sr. Heimir tók við starfi, þó enginn dómur verði á það lagður hér. Hitt er annað að svo virðist sem sr. Heimi hafi verið veittar til þess frjálsar hendur og að Þingvalla- nefnd sem slík hafi ekki gert við það alvarlegar athugasemdir þó fjár- hagsramminn hafi ítrekað verið sprengdur. Reyndar segir í erindis- bréfi sr. Heimis að hann þurfi sam- þykki Þingvallanefndar fyrir verk- legum framkvæmdum og viðhaldi og verður að líta svo á að það sam- þykki hafi verið veitt. Það er á ábyrgð sr. Heimis að hafa umsjón með öllum verkum og fram- kvæmdum og frumkvæði að þeim. Það er því hann sem metur hverjar þarfirnar eru og svo virðist sem hann hafi frjálsar hendur með upp- fyllingu þeirra. Það getur í öllu falli ekki dregið úr framkvæmdahraða að hann sem framkvæmdastjóri Þingvallanefndar skrifar upp á alla reikninga fyrir launum og verkefn- um sem hann sem þjóðgarðsvörður hefur talið þörf á. Vegna þess að sr. Heimir telur þörf á stóraukinni gæslu er hlutur yfirvinnu mjög hár í hlutfalli við flestar aðrar stofnanir á vegum rík- isins. Er t.d. haldið uppi næturgæslu alla virka daga sumarsins til kl. 11.30 og a.m.k. til kl. fjögur að nóttu um helgar. „Menn vaka þarna daga og nætur,“ svo vitnað sé til orða sr. Heimis. Sumarstarfsmenn við þjóð- garðinn eru á bilinu 10—14 auk fjölda starfsmanna við sérstök við- haldsverkefni. Starfsmenn frá októ- ber til apríl eru hins vegar 2—3. BÍLAMÁL Bifreiðamál hafa verið á þann veg að þar til í ár hefur þjóðgarðurinn haft eina bifreið til afnota. Þjóð- garðsvörður hefur nýtt sér þá bif- reið og hún hefur ekki staðið öðru starfsfólki til boða. Á sumrin hafa því ýmist verið leigðir bílaleigubílar eða þá að fjölskylda prestsins hefur keypt bifreiðir og síðan leigt ríkinu. Sumarið 1985 keypti sonur Heimis, sem starfað hefur í garðinum frá því Heimir tók við, bifreið og leigði rík- inu. Næsta sumar keyptu prests- hjónin bifreið sem leigð var á sama máta. Síðasta sumar fékk þjóðgarð- urinn síðan sendibifreið til umráða frá ríkinu. Akstur þessara bifreiða hefur ver- ið mikill og langt umfram það sem skilgreint er „lágmarksakstur" í er- indisbréfi sr. Heimis, en þar er kveð- ið á um að aka skuli alla vegi innan þjóðgarðsins tvisvar á dag. Segir sr. Heimir að friðargæsla á tjaldsvæð- um og eftirlit með gróðureldum á sumrum og svo eftirlit vegna rjúpnaveiðimanna útheimti akstur, er „fari margfaldlega fram úr lág- marksakstri". Þá þurfi hann sjálfur sem framkvæmdastjóri Þingvalla- nefndar „mjög iðulega” að fara til Reykjavíkur. Sagði sr. Heimir að þær ferðir gætu sem hægast orðið tvær í viku hverri. Rekstrar- og við- haldskostnaður ríkisbifreiðar Heim- is árið 1985 var 460 þúsund krónur, á núgildandi verðlagi. Til saman- burðar má nefna að sambærileg- ur kostnaður vegna ríkisbifreiðar hjá Húsameistara var 230 þús. kr„ hjá Náttúruverndarráði var þessi kostnaður 98 þús. kr. pr. bifreið, og hjá Pósti og síma var kostnaður 318 þúsund krónur pr. bifreið. HELGARPÓSTURINN 5

x

Helgarpósturinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Helgarpósturinn
https://timarit.is/publication/47

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.