Helgarpósturinn - 26.11.1987, Blaðsíða 30

Helgarpósturinn - 26.11.1987, Blaðsíða 30
settar ákveðnar hömlur á hvernig leikrit þau geta tekið til sýningar. En eins og Alþýðuleikhúsið hefur nýlega sýnt fram á þá getur það orð- ið kostur, ef nægilegri hugkvæmni er beitt við nýtingu á því takmark- aða plássi sem fyrir hendi er. Lítið jafngildir nánu og einfaldleikinn verður aðlaðandi. Eih-leikhúsið sýnir um þessar mundir tvö stutt verk eftir Tsjékov. Hið fyrra, Skadsemi tóbaks, er ein- tal og þjónar þeim tilgangi að vera einskonar forréttur fyrir einþátt- unginn Bónord, sem er þekktari. Bæði verkin eru um leið dæmigerð og óvenjuleg fyrir leikrit Tsjékovs, Berðu ekki við tímaleysi í umferðinni. Þaö ert ýtí sem situr undir stýri. «1 rFjÍÉ Farí}rtieittf\_ rr og að mörgu leyti eiga þau meira sameiginlegt með smásögum hans heldur en hinum frægu leikritum í fullri lengd. i fyrra verkinu berar Hjálmar Hjálmarsson sem Ivan Ivanovitsj Njúkin sálu sína, hulinn aðeins af gömlum kjólfötum og miklu sminki. Hann hefur helling að segja um allskonar efni en undar- lega lítið um tóbak. Öll slík eintöl eru erfið fyrir leikarann. Fyrst hann hefur engan til að leika á móti verð- ur hann að stjórna hraðanum sjálf- ur. Undir leikstjórn Þrastar Guð- bjartssonar stóð Hjálmar sig mjög vel og naut góðs frekar en ekki af plássleysinu. Þrengslin gerðu að verkum að áhorfendur urðu að ein- beita sér að því sem hann var að gera. Hjálmar er fínn skapgerðar- leikari og dásamlega hæfileikaríkur í að skapa sérvitringa. Sú staðreynd að verkið sjálft er ekki sérlega merkilegt skipti mig ekki miklu máli. Tsjékov er mikið fyrir tragíkómedíur, þannig að jafn- vel maður sem berar sál sína frammi fyrir almenningi þarf ekki að valda neinum áhyggjum. Eftir því sem mér sýnist, hefur Tsjékov alltaf meiri áhuga á manngerðinni en ferli hugsunarinnar og þessi manngerð kemst mjög vel til skila. Eintalinu sem aðferð (og ferli) hef- ur síðan verið lyft í hærri hæðir, einkanlega af Beckett, og frumtil- raunir Tsjékovs sýnast því meira vera vel unnin uppköst í ljósi þróun- ar síðustu fimmtíu ára eða svo. Jafn- vel þó maður hafi aldrei séð þetta áður hljómar það mjög kunnuglega. Eina gagnrýni mín á þetta stutta verk er á það sem mætti kalla „síð- asta áfangann". Það er munur á því þegar menn vita að verk er tilbúið á svið og þegar menn eru orðnir virkilega ánægðir. Bæði leikarinn og leikstjórinn vita þetta, en flestir leikstjórar eru of fegnir og kannski of hræddir til að reyna að ná þessum „síðasta áfanga". Það eina sem vant- aði í frammistöðu Hjálmars var til- finning fyrir ró. Ekki þögn, heldur ró. Hann þarf að gefa sjálfum sér meiri vídd þannig að hann geti orð- ið prófessorinn í stað þess að leika hann. Eintalið krefst þess. Hitt verkið, Bónorð, er miklu bet- ur þekkt og miklu rússneskara. Leikararnir þrír, Jón Símon Gunn- arsson, Guðjón Sigvaldason og Bryndís Petra Bragadóttir, gefa allt sem þau eiga. Það er allt á fullu frá upphafi til enda. Aftur er efnið sjálft langt frá því að rista djúpt. Það inni- heldur bókstaflega allt sem Tsjékov líkaði við farsa og átti eftir að nota í þeim tilgangi. Það sem lyftir því upp úr meðalmennskunni er hins- vegar innsæi Tsjékovs í mannlegar kenndir og hæfileiki hans til að búa til frábær rifrildi úr algerum smá- atriðum. í þessu tilfelli vann smæðin frekar með verkinu en gegn því. All- an tímann var mikill líkamlegur at- gangur og hann ýktist enn meira vegna þess að leikararnir höfðu hreint ekkert pláss til að ólmast. Já, Jón, það var fóturinn á mér sem þú steigst á. Áhorfendurnir tóku á móti og urðu þátttakendur í fjörinu. Sá sem á þó mest hól skilið er án efa Guðjón Sigvaldason. Hann er ein' taugahrúga í upphafi verksins þegar hann fyrst biður dóttur nágrannans, en á einhvern furðulegan hátt tókst honum að verða meiri furðufugl í lok leikritsins heldur en í byrjun. Þröstur Guðbjartsson hefur unnið mjög gott verk. Ég tók eftir því í leik- skránni að þetta er í fyrsta skipti sem hann leikstýrir atvinnuleikur- um, en hann á að baki töluverða reynslu í að stýra skólaleikritum. Það sést, en aöeins í jákvæðri merk- ingu, að leikstjóri áhugamannasýn- inga veit að hann verður að fá sem mest út úr efninu, bæði fyrir leikar- ana og áhorfendur. Þetta er ekki stórkostlegt leikhús. En það er lifandi og stendur fyrir sínu. Ef þú getur vafið fótunum um stól náungans fyrir framan þig í rúmlega klukkutíma án þess að byrja að tyggja leikskrána þá hef- urðu gaman af þessum sýningum. Að lokum, ég veit að vísu að þetta er hluti af miklu stærra máli, myndi ég vilja segja örfá orð um hvernig gagnrýnandi dæmir sýningu. Ein- faldasta reglan sem ég þekki er sú að dæma sýninguna nákvæmlega á þeirri forsendu sem hún gefur sér. Leikhúsið þarf ekki að vera heilagt og þarf ekki heldur að vera vett- vangur djúpra hugsana, ekki frekar en það er nauðsynlegt að fara á söngleik til að skemmta sér. Ef þú ert í hópi þess fólks sem horfir á þriðja flokks vídeómyndir og böl- sótast yfir leikhúsi, ættirðu að fara og sjá þessa sýningu Eih-leikhúss- ins. Þú munt sannfærast um að sum form léttrar afþreyingar eru greini- lega æðri en önnur. Martin Regal Barnajogginggallar verð fró kr. 795.- Herra joqqinqqallar verð fró Kr. 990.- stærðir S-M-L-XL SKIPHOLTI 33 S:689440 Framtíðarvélin Arangur 50 ára rannsókna og þróunar EOS autofocus sem skilar ávallt skörpum myndum EOS innbyggð filmufærsla, allt að 3 myndir á sek. EOS Ijósmælir á 6 stöðum í myndfletinum EOS 6 mismunandi forvalsstillingar sem tryggir að myndin sé vel lýst. EOS umfram allt einstaklega einföld í notkun EOS lokunarhraði frá 1/2000 sek. til 30 sek. EOS 650 var kosin myndavél ársins í Japan og Evrópu 1987—1988 Einkaumboð á íslandi Höfum opið á laugar- dögum ÚTSÖLUSTAÐIR FÓKUS, Lækjargötu JAPIS, Kringlunni KASK, Hornafirði LEO LITMYNDIR, ísafirði LJÓSMYNDABÚÐIN, Laugavegi 118 NYJA FILMUHUSIÐ, Akureyri TÝLI, Austurstræti <•> Austurstræti S. 10966 3 H F MYNDLIST „Hin persónulega list“ Á miðöldum brunnu j^aldramenn til bana í þágu andans. I dag brenna þeir til lífs í hverri stofu í efnisins þágu. Frá og með iðnbyltingunni hefur orðið slagsíða á jafnvægisslá Hugarbúsins háeff — frá innblásn- um djöflum Hieronýmusar Bosch og til útblásinna velmektarára mjöl- fiðla dagsins í dag. Bosch, sem réttu nafni hét Jeroen Van Aken, mun samkvæmt heimildum listasögunn- ar hafa uppljómast og séð aðrar víddir í bísexorgíum „Bræðra og systra hins frjálsa anda“, sem var regla Adamíta stofnuð á 13. öld til höfuðs fjötrum syndarinnar. Sjón- menntir nútímans eru hins vegar með gláku, og skyggnið er gjörólíkt því sem sjáendur á borð við Bosch höfðu. En á miðöldum urðu margir einnig sjáendur af tómu svefnleysi. Nú sofa allir úti á vindsængunum sínum á aulasöngvahafinu, baðaðir sól á mörgum rásum í draumi sem vöku. Auglýsingar og hverskyns hönnun er tvímælalaust mikilvæg- asta „list" samtímans. Þar á ég við list í skilningi hins opinbera, sem er að sjálfsögðu auglýsendur. Helgi- myndir dagsins í dag eru af dósagosi og stálfákum, eða þannig munu fornleifafræðingar tuttugustu og fimmtu aldarinnar væntanlega álykta. Hvað veit nútíminn t.a.m. um rómverska list fyrir utan hina opinberu ásýnd: Arkitektúrinn og auglýsingar hofanna? Sem „sjáend- ur“ eru auglýsingahönnuðir í svip- aðri stöðu og Goya; hálfkæfðir, en heyrast alltaf. Flestir kjósa þeir að afneita með öllu hægra heilahveli „til að hafa betra næði til að vinna“. Popplistamenn sjötta og sjöunda áratugarins sáu sér leik á borði að gera gys að þessu ástandi nútíma- myndlistar og gustaði þar einna mest af þeim Warhol og Lichten- stein, en hinn íslenski Erró kemur um sömu mundir fram á sjónarsvið Evrópu. í kringum 1960 málar Erró undir greinilegum áhrifum frá frum- stæðri iist, miðaldamálurum eins og Brueghel og Bosch og síðast en ekki síst súrrealistum eins og Lam. Upp frá því tekur nútímaháð í anda poppsins yfirhöndina hjá Erró og hann tekur að fylgja reglu sjón- hverfingameistarans Magritte: „Hlutirnir verða að þekkjast til þess að fjarstæða leikmyndarinnar sé augljós og hver hlutur geti talað sínu máli.“ Margir töluðu þá um að Erró hefði fundið sér „persónulegan stíl“, þó svo að ætlun hans hafi ugglaust verið sú að storka hinni persónu- legu list. Nú er nýlokið á Kjarvals- stöðum sýningu Lýðs Sigurðssonar frá Akureyri. Hrafn Gunnlaugsson ritar ávarp í sýningarskrá og verður tíðrætt um persónulegan stíl. Sjálfur telur Lýður sig undir áhrifum frá Bosch og Magritte, enda augljós svipurinn með þeim síðarnefnda t.d. í myndinni „vinnufat gömlu vændiskonunnar". Þar er hlálegt að tala um persónulegan stíl — „per- sónulegur stuldur" kæmist e.t.v. nær því. Lýður hefur ekki sömu af- sökun og Warhol hafði með Camp- bells-dósirnar: Magritte er ekki tómatsósa. Þó Lýð virðist ekki skorta hugmyndaflug, þá virðist hann skorta allan persónulegan stíl. Myndirnar minna óþægilega á amerískan auglýsingaiðnað, en þeim kumpánum Bosch og Magritte er þar sullað í pylsubrauð auglýs- enda í ýmsum tilbrigðum án þess að nokkrum detti í hug að kalla það list, hvað þá persónulegan stil í list- um. Aðferðir súrrealistanna amer- ísku koma einnig upp í hugann, en raunsæi virðist þó Lýð ekki í huga enda lítur hann greinilega á raun-' sæið sem leikfang til að slíta í sund- ur og raða síðan allt öðruvisi saman aftur. Sú er líka heimspeki Magritte sem Lýður virðist hafa tekið í fóstur. Samt sem áður virðist Lýður búa yf- ir vissri einlægni og í myndum hans er einhver „naiv" neisti sem þarf að fá tækifæri til að brenna sig í gegn- um allt óþarfa listasögujukk. Ólafur Engilbertsson 30 HELGARPÓSTURINN

x

Helgarpósturinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Helgarpósturinn
https://timarit.is/publication/47

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.