Helgarpósturinn - 26.11.1987, Blaðsíða 21

Helgarpósturinn - 26.11.1987, Blaðsíða 21
DAGBOKIN HENNAR DULLU JIM SMART ALVÖRU STURTUKLEFAR Viö höfum fengiö nýja sendingu af ítölskum sturtuklefum og hurðum í ýmsum stæröum og gerðum. Hert öryggisghler í hvítlökkuðum ál- ramma. ^3 I BVCGINCflVbHUBl Hringbraut 120 sími 28600 Stórhöfða sími 671100 VUDARHIOR VISA Kæra dagbók. Það er allt á öðrum endanum núna, vegna þess að Fríða föðursyst- ir er að skilja. Þetta er aðallega mik- ið mál fyrir ömmu á Einimelnum, sem er ennþá alveg gallhörð á því að fólk í okkar fjölskyldu skilji ekki! „Við erum ekki þannig familía," seg- ir hún og ranghvolfir augunum og það getur enginn ráðið neitt við hana. Þetta er líka ennþá erfiðara vegna þess að Stebbi, maðurinn hennar Fríðu, stakk af með au-pair- stelpunni, sem amma var búin að monta sig svo ógeðslega af við allar vinkonurnar. Svoleiðis snobbhæn- um finnst það alveg meiriháttar að fá „útlenda stúlku" til að sjá um krakkana og heimilið. (Það minnir þær örugglega á gömlu, góðu dag- ana í fornöld, þegar það voru „stue- piger“ heima hjá þeim. Það voru bara svona ósköp venjulegar, ís- lenskar sveitastelpur, sem komu til Reykjavíkur að læra að búa til mat og þannig, en kellingarnar láta þetta hljóma gasalega flott með því að nota dönsku.) Stebbi og Fríða eru bæði lögfræð- ingar og mun hærra skrifuð á Eini- melnum en pabbi og mamma. Þess vegna er áfallið miklu meira fyrir ömmu greyið. Hún hefur getað talað endalaust um fallega einbýlishúsið þeirra og alla pelsana hennar Fríðu frænku. Metið var svo þegar Stebbi gaf Fríðu frúarbíl í þrítugsgjöf. Hann bara stóð á hlaðinu um morguninn með stórri, rauðri slaufu. Þá var kallinn endanlega tekinn í guðatölu, en það spillti heldur örugglega ekk- ert fyrir honum að hann komst á framboðslista í kosningunum í vor. Ömmu hefur hins vegar ekki þóknast að meðtaka neitt neikvætt um Stebba, þó hann hafi t.d. einu sinni næstum verið lentur í steinin- um fyrir að keyra blindfullur á konu með barnavagn. Og, þegar það komst upp, að hann fór með einka- ritarann sinn til Þýskalands í fyrra, var amma fremst í flokki að verja hann. Hún sagði að pabbi og mamma væru með sorahugsunar- hátt og að þetta væri bissnessferð, sem Fríðu hefði hvort sem er hund- leiðst í. Pabbi segir, að Fríða geti sjálfri sér um kennt. Hún hafi verið svo á kafi í fundahöldum og námskeiðum hjá JC og Lionessunum að aumingja Stebbi hafi hreinlega verið sveltur á vissum sviðum. (Ég skil það nú ekki, því au-pair-stelpan sá alltaf um æðis- lega góðan mat fyrir hann og krakk- ana ...) Svo var hann víst eitthvað leiður, því mamma sagði að hann hefði huggað sig með sænsku stelp- unni þegar tvíburarnir voru sofnað- ir á kvöldin. Hún sagði líka, að aldrei í lífinu myndi hún ráða sænska kynbombu til að sitja heima hjá pabba öll kvöld — og borga henni kaup fyrir það! Stebbi var víst alveg hættur að mæta á fundi í lög- mannafélaginu og Lions eftir að au- pair stelpan kom á heimilið, þó hún hafi einmitt verið fengin til þess að hann og Fríða gætu verið áfram á fullu í félagslífinu eftir að tvilling- arnir fæddust. Núna, þegar á að skipta eignun- um, kom þar að auki í ljós að allt veldið var meira og minna veðsett upp í topp og Fríða frænka þarf að flytja í kjallarann til ömmu. („Á meðan hún er að átta sig,“ eins og amma segir.) Enginn smá bömmer maður . .. Fína dúkkulísufrúin bara fráskilin í kjallaraholu og meira að segja búin að missa bílinn, af því að Stebbi hafði skráð hann á iögfræði- stofuna eftir allt saman! Vááá. Ég fatta þetta fullorðna fólk ekki. Dúlla. Kotra, Dalvík Kápusalan, Akureyri Garöarshólmi, Húsavik Verslunarf. Austurlands, Egilsstoðum BjóHsbær, Seyðisfirði Versi. Hákonar Sófuss., Eskifirði Kaupf. Þór hf„ Hellu Steini og Stjini, Vestmannaeyjum Xport, Keflavík Kaupfélag Langnesinga, Þórshöfn DRÍFA hf. Sími 95-1453/97-1525 Goldie, Laugaveyi 39, Reykjavík Skátabúðin, Snorrabraut 60, Reykjavík Hera, Eiðistorgi, Seltjarnarnesi YHa, Engihjalla 8, Kópavogi Gloria, Strandgötu 31, Hafnarfirði Fell, Þverholti, Mosfellsbæ Bjarg, Akranesi Kaupfélag Borgfirðinga, Borgarnesi Rocky, Ólafsvik Feli, Grundarfirði Þórshamar, Stykkishólmi Kaupf. Hvammsfjarðar, Búðardal Eplið, ísafirði Einar Guðfinnsson, Bolungarvik Kaupf. Steingrimsfjarðar, Hólmavik Verslun Sig. Pálmasonar, Hvammstanga Kaupf. V-Húnvetninga, Hvammstanga Kaupf. Húnvetninga, Blönduósi Kaupf. Húnvetninga, Skagastrónd Sparta, Sauðárkróki HELGARPÓSTURINN 21

x

Helgarpósturinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Helgarpósturinn
https://timarit.is/publication/47

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.