Helgarpósturinn - 26.11.1987, Blaðsíða 6

Helgarpósturinn - 26.11.1987, Blaðsíða 6
MÖTUNEYTIÐ ATHVARF GESTA! Á Þingvöllum er rekið mötuneyti þjóðgarðsins sem „einkum er ætlað starfsmönnum stofnunarinnar", eins og segir í áðurnefndu erindis- bréfi. Mun það fyrst og fremst hafa verið rekið á sumrum, en í tíð sr. Heimis hefur það verið rekið árið um kring. í erindisbréfi sr. Heimis frá 15. október sl. er siðan að finna klásúlu þess efnis að Þingvallastað- ur sé „iðulega athvarf manna, sem hlekkst hefur á í þjóðgarðinum, ellegar þar í grennd. Þjóðgarðs- vörður sinnir þessu fólki eftir föng- um og ber m.a. góðgjörðir fyrir komumenn á kostnað þjóðgarðsins, er þurfa þykir". í ráðningarsamningi við matráðskonu segir að annast skuli þessa þjónustu sumar og vetur. I viðtali við HP sagði Heimir að ekki væri skráð nákvæmlega hverjir neyttu fæðis í mötuneytinu á hverj- um tíma, sumir gesta skráðu nöfn sín í gestabók „en engari veginn állir og síst af öllu sá hópur gesta sem lent hefur í vandræðum, sem auð- vitað nýtur mests af þessu". Segir Heimir að iðulega séu gestir 10—20 í viku hverri yfir veturinn og að skil- merkilegasta skilgreining á matar- þörf mötuneytisins sé sú sem kona sín, Dóra Þórhallsdóttir matráðs- kona, hafi sett fram þess efnis „að hún treysti sér ekki til að reka mötu- neytið nema hafa fæði fyrir u.þ.b. 10 manns til reiðu á hverjum tímá'. Þrátt fyrir að aðeins starfi 3 fastir starfsmenn á Þingvöllum á vetrum er þar m.ö.o. rekið mötuneyti fyrir 10 manns og þá væntanlega með hliðsjón af ófyrirséðum og óskráð- um gestakomum. Samkvæmt heim- ildum HP var hráefnisúttekt mötu- neytisins hjá Kaupfélagi Árnesinga milli 80 og 90 þúsund krónur í októ- bermánuði sl. Dóra Þórhallsdóttir ber ábyrgð á rekstri mötuneytisins gagnvart eig- inmanni sínum sem þjóðgarðsverði og svo Þingvallanefnd. Sr. Heimir, sem framkvæmdastjóri Þingvalla- nefndar „fylgist með rekstri mötu- neytis þjóðgarðsins á Þingvöllum og afgreiðir reikninga vegna þeirrar starfsemi", eins og segir í erindis- bréfi hans. EFTIRUT MEÐ LEST IIN SKIPA í MOLUM (Jrriðafoss, systurskip Suðurlands sem fórst 250 mílur norð-austur af Islandi í fyrra, kemur í dag til hafnar í Tyrk- landi. Lagði skipið upp frá Grundartanga 10. þessa mán- aðar með 3000 lestir af kísilmálmi lausum í lestunum. Helgarpóstinum lék forvitni á að vita hvort skipið hefði verið á merki, þ.e. hvort það hefði verið ofhlaðið. Kom þá í ljós að enginn þeirra aðila sem eftirlit eiga að hafa með því gat skorið úr um hvort svo hefði verið eða ekki. EFTIR PÁL H. HANNESSON Hér er ekki verið að halda því fram að Urriðafoss hafi verið ofhlað- inn, heldur að svo virðist sem al- mennu eftirliti með hleðslu skipa sé mjög ábótavant og að ábyrgðin sé alfarið sett á herðar skipstjórnar- manna sjálfra. Þar að auki kom það fram við eftirgrennslan HP nú, að við Grundartangahöfn er enginn formlega skipaður hafnarstjóri, sem þó er kveðið á um í lögum og sér- stakri reglugerð fyrir Grundar- tangahöfn. Siglingamálastofnun sér um ákvörðun hleðslumerkja og eftirlit með að reglum þar að lútandi sé fylgt. Páll Guðmundsson, yfirmaður Skipaeftirlits Siglingamálastofnun- ar sagði í viðtali við HP það ekki vera neitt launungarmál að hjá þeim væri eftirlit með skipum sem færu úr höfn ekkert. Til þess skorti allan mannskap við stofnunina. Siglingamálastofnun hefði þess vegna leitað samstarfs við hafnar- yfirvöld á hverjum stað og ritað þeim bréf þess efnis. Síðan eru liðnir um sex mánuðir og ekkert svar hef- ur borist stofnuninni enn. „Er nidursokkinn í að lesa Gorbatsjoff og hef því ekki gefið mér tíma til aö lesa Þor- stein Pálsson „Það er einkennandi fyrir andstöö- una við ráöhúsbygginguna að þaö eru fyrst og fremst konur sem hafa lagst gegn henni." Dr. Gunnlaugur Þórðarson, hæstaréttarlögmaður „Með því að skrifa hugðist ég snið- ganga þá meginskyldu hvers full- orðins að velja sér hlutverk og hugsaði sem svo, að höfundur gæti með nokkrum hætti verið í hlut- verkunum öllum, svipað og leikari eða barn — án þess að taka afleið- ingunum." Pétur Gunnarsson, rithöfundur Albert Guðmundsson, formaður Borgaraflokksins „Ef fólk trúir ríkisstjórninni þyrftu áhrifin ekki að veröa nein. Éf fólk trúir henni ekki getur gripið um sig kaupæði." Þorvaldur Gylfason, prófessor í þjóðhagfræði „Þaö er auövelt aö grípa i pílurnar þegar rólegt er heima eða í vinn- unni og spjald og pílur kosta ekki mikiö." Ægir Ágústsson, lögregluvarðstjóri í Grindavik „Ég vil biðja þá sem gagnrýna mig fyrir leyfisveitingar að benda á það byggðarlag sem hefði átt að verða útundan." Halldór Ásgrímsson, sjávarútvegsráðherra Reyndar taldi Páll, sem og Magnús Jóhannesson siglingamálastjóri að höfnin á Grundartanga félli undir hafnarstjórn á Akranesi. Svo er þó ekki og sagði Alfreð Kristjánsson yfirhafnarvörður á Akranesi að einu afskiptin sem þeir hefðu af Grundartangahöfninni væru þegar erlend skip óskuðu sérstaklega eftir leiðsögn, en Grundartangahöfn væri ekki hafnsöguskyld. í reglugerð um Grundartanga- höfn segir: „Hafnarstjórn hefur á hendi stjórn og rekstur hafnarinn- ar . .. Hafnarstjórn ræður hafnar- stjóra ...“ Við Grundartanga er málum hins vegar svo hagað að „hafnarstjóri" er ekki ráðinn af hafnarstjórn, heldur er honum falið þetta verkefni, af íslenska járn- blendifélaginu. Ástæða þess að ís- lenska járnblendifélagið felur hon- um starfið er sú að það sér um rekst- ur hafnarinnar, alla pappírsvinnu og innheimtu gjalda, ekki hafnarstjórn eins og vera á. Pétur Baldursson, flutningastjóri á Grundartanga gegnir starfi „hafnarstjóra". Pétur sagði í viðtali við HP að hann væri titlaður hafnarstjóri, en starfaði ekki sem slíkur nema að hluta. „Ég er ráðinn hérna sem flutningastjóri fyrir Járnblendifélag- ið og fyrirtækið tekur að sér að ann- ast um höfnina fyrir eigendur og mér er falið að sinna þeim lág- marksverkefnum sem fylgja því að Járnblendið er með höfnina hérna. Fyrirtækið felur mér það verkefni. Ég veit ekki hversu formlega ég er skipaður hafnarstjóri þó ég sé það í vitund allra, en það er varla hægt að kalla það að maður sé þarna í embætti sem er launalaust," sagði Pétur Baldursson. Hjá Sigurði Sigurðssyni, formanni hafnarstjórnar, fengust þær upplýs- ingar að hafnarstjórn hefði aldrei ráðið Pétur formlega sem hafnar- stjóra Um það hvort Urriðafoss hefði , verið á merki sagðist Pétur ekki hafa gáð að því sérstaklega, þar sem hann vissi ekki betur en að skipið ætti að geta borið 3200 tonn. „Mér finnst þetta nú vera meira mál skip- stjórnarmanna sjálfra," sagði Pétur. Fyrir utan skipstjórnarmenn og hafnarstjóra og hafnarverði eiga tollverðir að gera viðvart verði þeir varir við ofhleðslu skipa. Hjá lög- reglunni í Borgarnesi, sem sér um tollgæslu við Grundartanga, fengust hins vegar þær upplýsingar að hún gæfi þessum málum ekki gaum. Hún væri fyrst og fremst upptekin af öðrum hlutum. „Hvernig byrjar eyðni i Sviþjóð? Með ófengum bjór. Frótt frá Áfengisvarnaráði „í mínu minni er Stefán Jóhann hlý- legur gamall maður sem ég kynnt- ist þegar við vorum samherjar í bar- áttunni fyrir því að dr. Kristján Eld- járn yrði kjörinn þriðji forseti lýð- veldisins." Haraldur Blöndal, lögfræðingur „Annaö hvort er að gefa út ævi- minningarnar núna eða. þegar ég verð sextugur. Þá gæti ég verið dauður. Núna er betra." Bubbi Morthens „Daviö Oddsson, borgarstjóri, hef- ur ritað þingmönnum Reykjavikur bréf í tilefni af umræðum á Alþingi um lífríki Tjarnarinnar og smíði ráð- húss fyrir höfuðborgina. Vill borg- arstjóri með bréfi sinu vekja athygli þingmanna á því, að inneign borg- arsjóðs hjá vegasjóði vegna fram- kvæmda við þjóövegi í Reykjavík nemi um 550 milljónum króna um næstu áramót og á árinu 1988 þurfi um 222,7 milljónir króna til nauð- synlegra vegaframkvæmda i Reykjavík." Leiðari Morgunblaðsins „Það kemur auðvitað allt í Ijós við endanlega afgreiðslu fjárlaga hvort við þegjandi og hljóðalaust stór- aukum elsku okkar á Jóni Baldvin." Eggert Haukdal „Sú landbúnaðarstefna, sem rekin hefur verið hér á landi í mörg und- anfarin ár og áratugi, var fyrir löngu orðin úrelt og brýna nauðsyn bar til að breyta til í samræmi við nýja tíma og þær markaðsaðstæður sem við búum við nú. Engum var þetta betur Ijóst en Framsóknar- flokknum." Niels Árni Lund, varaþingmaöur Framsóknarflokksins og fyrrv. ritstjóri Timans „Fréttir um mikinn óróa og fjölda- úrsagnir úr Borgaraflokknum eru úr lausu lofti gripnar. Tveir eða þrír menn sem ekki fengu þann frama sem þeir ætluðu sér, eru með ein- hverja undirróðurstarfsemi." Hrönn Hafsteinsdóttir, skrifstofustjóri Borgaraflokksins „En er þá hægt að bjarga Sjálf- stæðisflokknum? Ég held ekki." Sr. Sigurður Arngrlmsson, framkvæmdastjóri og félagi I Borgaraflokki „Það kemur í minn hlut að leiða minnsta þingflokk Alþýðubanda- lagsins og ég á mér þá ósk að hann verði stærri næst þegar kjörinn verður formaður hans." Steingrimur J. Sigfússon, formaöur þingflokks Alþýöubandalagsins 6 HELGARPÓSTURINN

x

Helgarpósturinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Helgarpósturinn
https://timarit.is/publication/47

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.