Helgarpósturinn - 26.11.1987, Blaðsíða 40

Helgarpósturinn - 26.11.1987, Blaðsíða 40
l^ina kvikmyndagerðarvélin sem til var á íslandi hefur nú verið seld úr landi. Vél þessa átti Vil- hjálmur Knudsen og mun hafa rekið hana með tapi í gegnum árin. Ástæðan var sú að Vilhjálmur leigði íslenskum kvikmyndagerðarmönn- um vélina gegn ákveðnu gjaldi, og skipti hann ekki máli þótt vinnsla drægist um allt að sex vikur. Þegar Vilhjálmur fékk tilboð frá þýskum kvikmyndagerðarmönnum sem vildu kaupa vélina, sendi Félag íslenskra kvikmyndagerðar- manna bréf til Kvikmyndasjóðs og æskti þess að félögin keyptu vél- ina, enda hafa allar íslenskar kvik- myndir verið teknar á þessa um- Góða helgi! Pú átt ■ þaö skiliö SSIJ1ZZAHLSID Grensásvegi 10, 108 R. S: 39933 Expresso-kaffivélin frá La Pavoni Sígild, handsmíðuð gæðavél, framleidd frá árinu 1921 í óbreyttri mynd, af La Pavoni, Milanó, sem er elsti framleiðandi kaffivéla á Ítalíu. Þetta er expressovélin sem endist í aldarfjórðung. Staðfestið pantanir. Heildsala — Smásala KAFFIBOÐ S / F Sími: (91)6210 29 ræddu vél. Kvikmyndasjóður mun hafa tekið vel í beiðnina, þar til kom að Hrafni Gunnlaugssyni sem á sæti í stjórninni. Hrafn kvað vél þessa orðna gamaldags og hægt væri að fá mun tæknilegri vél keypta. Málum lyktaði á þann hátt að vél Vilhjálms er nú í eigu Þjóð- verja. .. élag kvikmyndagerðar- manna grennslaðist fyrir um vél- arnar sem Hrafn Gunnlaugsson hafði mælt með. í ljós kom að þær vélar eru algjörlega gagnslausar til að taka upp annað en framhalds- þætti til sýninga í sjónvarpi og hafa aðallega verið notaðar í Bandaríkj- unum við vinnslu á þáttum eins og Dallas og Dynasty. I ofanálag kom í ljós að með nýju vélunum sparast að vísu 25% í filmukostnað, en kostnaður hækkar hins vegar á öðr- um stigum. Má þar nefna að þau kvikmyndahús sem hyggjast sýna kvikmyndir unnar á þessar nýju vél- ar verða að breyta öllum sýningar- vélum sínum... Eins og sakir standa er því engin kvikmyndatökuvél til á íslandi. Þeir sem ætla að taka kvik- myndir þurfa því að leigja sér vélar frá útlöndum á mun hærra verði en þeir greiddu áður Vilhjáimi Knudsen. . . |k| fl^Bú hefur Stöð 2 tekið hönd- um saman við Styrktarfélag Vogs um að hleypa af stokkunum bingó í beinni útsendingu strax eftir ára- mótin. Er ætlunin að hafa þennan þátt á hverjum mánudegi og verða þar glæsivinningar á borð við bif- reiðir á boðstólum. Það er Ámundi Amundason sem hefur staðið að undirbúningi málsins fyrir Styrktar- félagið Vog og mun hann hafa eytt undanförnum vikum í ráðuneyta- göngur til að fá tilskilin leyfi. Hefur Stöð 2 fest kaup á sérstakri tölvu til að taka á móti skilaboðum frá öllum þeim sem hrópa bingó heima hjá sér. Er síðan ætlunin að vinnings- hafi mæti í sjónvarpssal og aki það- an í nýja bílnum sínum... A ^^T^ðstoðarmaður heilbrigðis- ráðherra Finnur Ingólfsson, er nú sestur á þing í fyrsta sinn, sem vara- maður keppinautar síns um þing- mannsstöðuna, Guðmundar G. Þórarinssonar. Finnur mun að- eins sitja á þingi í þetta sinnið í tvær vikur, en heyrst hefur að hann ætli að nýta tímann þeim mun betur. Hefur hann undirbúið fjölda frum- varpa, þingsályktana og fyrirspurna og vonast Finnur til þess að atorka sín vekji verðskuldaða athygli og helst að hann nái að skyggja nokk- uð á þann sem hann vermir nú sæt- ið fyrir. Er vonandi að Finni gefist tími til að koma öllum sínum málum frá sér, áður en Guðmundur mætir aftur. . . Eins og allir vita lenti Davíð Scheving Thorsteinsson í vand- ræðum með sölu dósagossins. Sem dæmi um þá erfiðleika sem hann stóð frammi fyrir má nefna að ,,at- hafnamenn í Sjálfstæðisflokki" gengu skv. heimildum HP í nokkur traust fyrirtæki og spurðust fyrir um það hvort áhugi væri fyrir því í viðkomandi fyrirtækjum að leggja fram aukið hlutafé í fyrirtæki Davíðs. Meðal fyrirtækja sem hafa heyrst nefnd í þessu sambandi eru Rönning og Jóhann Ólafsson og co. Undirtektir munu hafa verið dræmar. . . Kjarhasultur og Kjarnamartnelaði eru nýjungar sem vert er að veita athygli. Öll framleiðsla Kjamavara er unnin í nýrri verksmiðju fýrirtækisins í Reykjavík, sem er ein sú fullkomnasta á Norðurlöndum. Unnið er eingöngu úr ferskum ávöxtum í lokuðu kerfi, þannig að mannshöndin kemur þar hvergi nærri. yigés Kjamasultur fást í 4 tegundum; jarðarberja- blönduð berja-, sólberja- og hindberjasulta. Kjamamanneiaði fæst í 2 tegundum; appelsínu- og aprikósumarmelaði. Framleiðandt er Kjaí'navörur/Sultu- og eíiiagcrð {»H?oíra. 4 ! ‘tygg«r 40 HELGARPÓSTURINN

x

Helgarpósturinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Helgarpósturinn
https://timarit.is/publication/47

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.