Helgarpósturinn - 26.11.1987, Blaðsíða 35

Helgarpósturinn - 26.11.1987, Blaðsíða 35
HVERS VEGNA ER ÞESSI MAÐUR SVONA þessum árum, og er stundum enn, sér í prófkjör og síðan framboð í þriðja sæti á lista Framsóknar- flokksins á Vestfjörðum. Sagan seg- ir, að hann hafi hafið prófkjörsbar- áttuna með því að ganga fyrir yfir- mann sinn, Gylfa Þ. Gíslason, þá iðn- aðarráðherra og beiðast þess að mega sinna framboðsmálum sínum og halda þó fullum launum hjá Rannsóknaráði. Það hvarflaði ekki að Gylfa annað en að Denni ætti við eins og þrjár, fjórar vikur fyrir kosn- ingar vorið eftir og hann játaði þessu fúslega. Denni beið þá ekki boðanna, settist upp í Skátann sinn og hóf ferðalag um Vestfirði þvers og kruss fyir prófkjörið um haustið. Hann renndi heim á hvern bæ, og sótti heim alla frammámenn Fram- sóknar í þéttbýliskjörnunum og hóf við þessa menn viðræður um verk- Iegar framkvæmdir á vegum hins opinbera: vegarspotta, brýr, bryggj- ur og hafnir, skóla, heilsugæslu- stöðvar og flugvelli. Hann kynnti sér kaupfélög, frystihús og útgerð- arfyrirtæki og framkvæmdaáform þeirra og skaut að mönnum hug- myndum og nýjungum, sem hann hafði kynnst í starfi Rannsókna- ráðs. Þar sem hann fékk því við komið tók hann samræðurnar upp á segulband, sendi bandið suður á skrifstofu sína þar sem upplýsing- arnar voru unnar inn á handhæga spjaldskrá, í landfræðilegri röð og stafrófsröð, og þegar til kosning- anna kom um vorið þurfti Denni ekki annað en kíkja í spjaldskrána og romsa uppúr sér öllum vænting- um fólks í því byggðarlagi. Jafnframt kom Denni með nýjan stíl inn í vestfirska pólitík. Vestfirð- ingar voru því vanastir að hart væri deilt um hugsjónir einkaframtaks, félagsverslunar og opinbers rekst- urs af harðskeyttum málflytjendum, sem hverjum um sig þótti sinn fugl fegurstur, og voru sannfærðir um að sigur þeirra málstaðar væri jafn- framt lausn allra heimsins vanda- mála. Það var deilt um hugsjónir, réttlæti, jöfnuð, ofríki, auðsöfnun og fátækt, og blóð manna var á suðu- punkti og spenna í andrúmsloftinu. Denni blés á þetta allt. Hann flutti ræður eins og hann væri að flytja fyrirlestur í Verkfræðingafélaginu, minntist í framhjáhlaupi á, að hann teldi farsælast að menn leystu sín mál i samvinnu. Hann var aðkomu- maðurinn, sem kom úr umhverfi þægindanna. Hann dáðist að dugn- aði, kjarki, áræði og atorku þessa fólks, sem bauð óblíðri náttúru byrg- inn, aflaði stórs hluta gjaldeyris- tekna þessarar þjóðar og leitaðist við að skapa sér lífskjör, sem ekki gæfu eftir því, sem best gerðist ann- arstaðar. Með þessu fólki vildi hann vinna. Hann vildi leggja sitt lóð á vogarskálarnar til þess að greiða götu þessa fólks í eiginlegri og óeig- inlegri merkingu, og taldi upp allt, sem gera mætti og þyrfti af kunn- áttusemi verkfræðingsins. Hann forðaðist áreitni í garð and- stæðinganna. Lét nægja að draga „Steingrímur fer á flug“ var fyrirsögnin í síðasta HP, þar sem greint var frá niðurstöðum skoðanakönnunar um vinsældir einstakra stjórnmálamanna og það voru orð að sönnu, að vinsældir hans voru með ólíkindum — 160% umfram næsta mann og næstum jafnmörg at- kvæði og þeir Þorsteinn Pálsson, Jón Baldvin, Albert og Ólafur Ragnar til samans. Pessar vinsældir ná líka langt út fyrir raðir Framsóknarflokksins — 145% fleiri sögðust kjósa Steingrím en sögðust kjósa flokkinn — og Stein- grímur sýnist vera fyrsti virki stjórnmálamaðurinn hér á landi, sem nýtur þverpólitísks stuðnings. Þetta er nánast nýtt og einstætt fyrirbæri á íslandi. Hvaða orsakir og ástæður liggja hér að baki? Hér á eftir verður reynt að skýra fyrirbærið með hliðsjón af ferli Steingríms og breytingu á ytri aðstæðum í þjóðfélaginu þá tvo áratugi, sem ferill hans spannar. EFTIR ÓLAF HANNIBALSSON MYND JIM SMART Steingrímur Hermannsson fæddist í Reykjavík 22. júní 1928. Hann var einkasonur hjónanna Hermanns Jónassonar, sem fimm árum síðar átti eftir að verða yngsti forsætisráð- herra landsins, 37 ára gamall, og ólst upp í einum virðulegasta bústað landsins, forsætisráðherrabústaðn- um. Eins og segir í viðtali við hann nýlega í Heimsmynd: fæddur með silfurskeið í munni og fengið frama sinn tilreiddan á silfurfati alla tíð. Að loknu verkfræðinámi í Kali- forníu sneri hann heim 1952, gegndi ýmsum störfum á vegum hins opin- bera jafnframt því sem hann reyndi fyrir sér með þátttöku í ýmsum fjár- aflafyrirtækjum, sem flest lognuð- ust þó út af með misjafnlega óglæsi- legum hætti, án þess að Steingrími yrði um það kennt, þar sem hann var aldrei beinlínis í forsvari fyrir neinu þeirra. Á þessum tíma var Steingrímur kvæntur amerískri konu. E.t.v. hef- ur hvarflað að honum að setjast að í Bandaríkjunum. Um eins árs skeið fer hann til starfa hjá raforkufyrir- tækinu Southern California Edison Co. En þá verður faðir hans forsætis- ráðherra enn á ný og Steingrímur tekur sæti í sendinefnd Islands hjá Sameinuðu þjóðunum. Heimkom- inn 1957 tekur hann svo við starfi framkvæmdastjóra Rannsóknaráðs ríkisins og gegnir því sem aðalstarfi í 21 ár eða til 1978, að hann verður landbúnaðarráðherra. Auk þessa átti hann sæti í ýmsum nefndum, ráðum og stjórnum, einkum tækni- legs eðlis á þessum árum og aflaði sér þekkingar á stjórnsýslunni og hinum ýmsu krókum og kimum hins pólitíska kerfis. Á FÖÐURSLÓÐUM Tíu árum síðar dembir Denni, eins og hann var alltaf kallaður á Gríms er jafnan höndin hög. Hann er býsna slyngur. Nái ánn haldi á hamri og sög, heggur ánn af sér fingur. HELGARPÓSTURINN 35

x

Helgarpósturinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Helgarpósturinn
https://timarit.is/publication/47

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.