Helgarpósturinn - 26.11.1987, Blaðsíða 39

Helgarpósturinn - 26.11.1987, Blaðsíða 39
FRETTAPOSTUR Stórbruni Fiskverkunarhús Nesfisks í Garði brunnu til kaldra kola aðfaranótt síðastliðins fimmtudags. Talið er að tjónið nemi á annað hundrað milljóna króna og yfir 50 manns missa at- vinnuna. Mikið var af fiski í húsunum, bæði óunnum og fullunnum. Einnig var mikið af tækjum og búnaði ýmis- konar i húsunum og að auki brann bifreiða- og hjólbarða- verkstæði sem áfast var fiskverkunarhúsunum. Allt eyði- lagðist nema ein bifreið og eitthvað af tækjum úr fiskverk- unarhúsunum sem tókst að bjarga. Þetta er tólfti stóri elds- voðinn sem verður í fiskverkunarhúsi á einum áratug. Nes- fiskur i Garði er stærsti atvinnuveitandi staðarins og kemur þetta sér því mjög illa fyrir plássið. Brunamálastjóri telur að hefði mátt koma í veg fyrir að eldurinn breiddist jafn mikið út og raun ber vitni, ef byggingunni hefði verið skipt upp í eldvarnahólf með eldvarnaveggjum. Mál Stefáns Jóhanns Fréttastofa Ríkisútvarpsins var fyrst með fréttina af hugsanlegum tengslum Stefáns Jóhanns Stefánssonar, fyrrverandi forsætisráðherra, við bandarísku leyniþjónust- una CIA. Fréttin var byggð á samtali fréttaritara i Noregi við norskan sagnfræðing, sem sagðist hafa séð skjöl i Truman- safninu í Bandarikjunum, sem staðfestu þetta. Síðan kom í ljós að fréttin átti ekki við rök að styðjast, norski sagnfræð- ingurinn dró allt sitt til baka og í ljós kom að fréttaritarinn hafði ekkert í höndunum sem staðfesti að sagnfræðingur- inn hefði sagt það sem hann taldi hann hafa sagt. Frétta- stofa útvarpsins dró síðan fréttina til baka en málinu virðist ekki vera lokið því ýmsir menn í þjóðfélaginu telja að þarna hafi verið gerð mistök sem ekki sé hægt að fyrirgefa. Ráflhúsið í Reykjavík Miklar deilur eru manna í millum um staðsetningu ráð- hússins fyrirhugaða í Reykjavík, en það á að setja niður í horni Tjarnarinnar, á gatnamótum Tjarnargötu og Vonar- strætis. í skoðanakönnunum hefur komið fram að meiri- hluti Reykvíkinga er andsnúinn staðsetningunni, stofnuð hafa verið samtökin Tjörnin lifi og fólki er mikið niðri fyrir. Borgarstjórinn lætur það hinsvegar lítið á sig fá, hann er bú- inn að ákveða þetta og engu verður hnikað héðan i frá. Borg- arfulltrúar minnihlutans telja hinsvegar að málið hafi ekki farið rétta leið í gegnum kerfið en því er borgarstjórinn ekki sammála. Deilurnar snúast um hvort þessi bygging muni skaða lífríki Tjarnarinnar og að auki telja þeir sem mótfalln- ir eru byggingunni að þarna sé verið að stíga enn eitt skrefið í átt að því minnka Tjörnina. Auk þess blandast inn i þessar deilur fyrirhugað Alþingishús, en sumir telja ekki heppilegt að tvö stórhýsi rísi á þessu svæði í miðborginni. Fréttapunktar • Viðræðum Vinnuveitendasambandsins og Verkamanna- sambands íslands var slitið aðfaranótt föstudagsins en þær höfðu þá siglt í strand. Breitt bil var milli deiluaðila og sáu menn þvi ekki ástæðu til að halda viðræðunum áfram. Horfa menn nú stíft til Vestfjarða eftir fordæmi en þar eru i gangi viðræður um kjarasamninga sem menn telja að geti orðið öðrum að leiðarljósi. • Miðstjórn Sjálfstæðisflokksins hefur sett á laggirnar nefnd sem á að gera tillögur um framtíðarstefnu flokksins, inn i nýja öld, eins og það var orðað. • Ólafur Ragnar Grímsson, nýkjörinn formaður Alþýðu- bandalagsins, tók nýlega við friðarverðlaunum á vegum þeirra alþjóðlegu þingmannasamtaka sem hann er i for- svari fyrir. Verðlaunin, kennd við Indiru Gandhi, voru veitt í Indlandi og i leiðinni notaði Ólafur tækifærið og færði í tal við Indverja hugsanleg viðskipti íslendinga við þá. Eftir því sem fregnir herma tóku heimamenn vel í málaleitan Ólafs og eru þeir á leið til landsins til að ræða málin. • íslendingar standa ekki vel að vígi á fiskmörkuðum í Bandaríkjunum um þessar mundir, aðallega vegna falls dollarans. Fiskur hefur hækkað mjög í verði vestra og hafa aðalkaupendur á íslenskum þorski hafið tilraunir til að nota ódýrari fisk í fiskrétti sína. Einnig kemur fram hjá fiskkaupendum að ein ástæða hækkandi þorskverðs sé ónógt vinnuafl á íslandi. • Nýlega kom út nýjasta hljómplata Bubba Morthens. Þetta er sextánda hljómplata kappans á aðeins sjö árum. Platan var orðin gullplata þegar sama dag og hún kom út sem mun vera einsdæmi. Að auki fékk Bubbi platínuplötu fyrir síðustu plötu sína sem er farin að nálgast tuttugu þús- und eintökin í sölu. • Erlend hvalfriðunarsamtök hafa ákveðið aðgerðir gegn íslendingum, bæði Greenpeace og Sea Shepard munu vera að hugsa sér til hreyfings og ætla að láta til skarar skríða. • Davíð Oddsson hefur farið fram á við fjárveitinganefnd að fjárveiting til þjóðvega innan Reykjavíkur verði stóraukin. Annars vegar til þess að mæta kostnaði af væntanlegum framkvæmdum og hins vegar til þess að ríkið geti endur- greitt borgarsjóði útlagðan kostnað við eldri framkvæmdir. • íslendingar sigruðu á fjögurra þjóða móti i handknatt- leik sem haldið var á Akureyri og Húsavík um síðustu helgi. Auk okkar tóku þátt i mótinu Pólverjar, ísraelsmenn og Portúgalar. Fyrir mótið léku íslendingar og Pólverjar tvo landsleiki og sigraði hvor þjóð í einum. íslendingar unnu sinn stærsta sigur á Pólverjum frá upphafi, 28—21. • Litlu munaði að illa færi fyrir Ásgeiri Sigurvinssyni í knattleik um síðustu helgi. Þýskur fauti sparkaði þá í hann og engu munaði að sparkið færi i hnéskelina sem hefði lík- lega þýtt endalok ferils Ásgeirs. Ásgeir meiddist lítillega en mun þó leika aftur um næstu helgi. • Á alþjóðlegu skákmóti sem haldið var á Suðurnesjum og lauk á föstudaginn var, tryggðu þrír íslendingar sér áfanga að titli alþjóðlegs meistara. Þröstur Þórhallsson náði síðasta áfanga og hlýtur því nafnbótina alþjóðlegur meistari. Hannes Hlifar Stefánsson náði fyrsta áfanga og sömuleiðis Björgvin Jónsson. Það var annars Bretinn Norwood sem sigraði á mótinu, Helgi Ólafsson og Hannes urðu jafnir í öðru til þriðja sæti. Tökum hunda í gœslu til lengri eða skemmri dualar Hundagæsluheimili Hundavinafélags íslands og Hundaræktarfélags íslands Arnarstöðum, Hraungerðishreppi 801 Selfoss — Símar: 99-1031 og 99-1030 I samkeppní um ungiingaskáldsógu Verðlaunabókin LEÐURJAKKAR OG SPARISKÓR É’: ’ — bráðsmellin og WS spennandi saga. t; Bókin sem hlaut hæstu verðlaun, sem veitt hafa jú: verið ( samkeppni um barna- og unglingaskáldsögur hérlendis. \-Sagan snýst um daglegt amstur og ástarskot nemenda I 8. H — j? ‘glettin og gáskafull — ,v • þangað til að Sindbað sæfari kemur til sögunnar. — Þá æsist ;,';leikurinn heldur betur ; ótrúlegur háski vofir ir aðalsöguhetjunni.... ÆSKAN Síml 1 73 36 r* niiiuiniiiiiimiuium] LJÓSMYNDAÞJÓNUSTAN HF Laugavegi 178 - Sími 685811 á aðeins kr. 3.350,- Vasadiskóið er eitt hið minnsta á markaðinum. Cr02 metal. Polaroid er hrókur alls fagnaðar. Myndavélin er með innbyggt eilífðarflass. Rafhlaðan er í filmupakkanum. Sem sagt, filman í,og myndavélin er tilbúin HELGARPÓSTURINN 39

x

Helgarpósturinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Helgarpósturinn
https://timarit.is/publication/47

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.