Helgarpósturinn - 26.11.1987, Blaðsíða 20

Helgarpósturinn - 26.11.1987, Blaðsíða 20
þess að það er svo gífurleg gróska í miðaldafræðum um allan heim. Miðaldirnar eru nánast komnar í tísku, ekki síst eftir að Umberto Eco skrifaði Nafn rósarinnar, og það eru ógrynni sem rituð eru um aðskiljan- legustu viðfangsefni í miðaldafræð- um. Jú, auðvitað er hætta á því að þeg- ar menn eldist þá verði þeir rótgrón- ir og fylgist ekki jafnvel með. En það fylgir hins vegar því að vera kennari og rannsakandi að reyna að átta sig á því hvað er að gerast og fylgjast með. Háskólakennari staðnar strax í starfi ef hann fæst ekki við rann- sóknir og i því tilviki skiptir aldur engu. Fertugur kennari sem fæst ekki við rannsóknir, hann er engu betur settur en sjötugur fræðimað- ur. Hér veltur á að menn rannsaki eitthvað sjálfir. Reynslan kennir manni að fæstar kenningar lifa af heilan áratug og þess vegna er mikilvægt fyrir kenn- ara að geta séð hvað er merkilegt og hvað ekki, vinsa úr það sem ekki er þess virði að láta það lifa, menn mega ekki hlaupa eftir öllum nýj- ungum eins og þær séu allsherjar sannleikur. STAÐREYN DAÞEKK- INGU HRAKAÐ Ég vil nú ekki vera afdráttarlaus um það efni hvort nemendur koma betur eða verr undirbúnir til há- skólanáms nú miðað við það sem áður var. Ég fylgi hins vegar þeirri skólastefnu að nemendur þurfi að hafa á hraðbergi ákveðnar stað- reyndir. Þegar ég var í skóla lærði maður óhemjumikið af ártölum, ég minnist þess t.d. með nokkurri skelf- ingu að hafa þurft að læra að telja upp danska konunga, eintóma Frið- rika og Kristjána, með ártölum og það var mikil þraut. Ég er fyrir löngu búinn að gleyma þeim öllum. Vissulega getur því verið ofgert í þessum efnum en það er alveg nauðsynjegt að hafa einhverja und- irstöðu. Ég tel að skólastefnan verði að vera sú að fólk þekki einhverjar staðreyndir en ekki sú að víkja burtu öllum staðreyndum í þágu óljósra hugmynda um þroska ein- staklingsins eins og mikið er talað um. Það er ekki nóg að lesa bara hugljúf kvæði og það þýðir ekki fyr- ir mann að fara í háskólanám sem ekki getur annað en lesið hugljúf kvæði, hann verður að hafa ein- hverja staðþekkingu. Nemandi hefur kannski aldrei heyrt Napóleons Bónapartes getið eða Alexanders mikla. Hvenær lifðu þeir? Hvaða maður er Alex- ander mikli? Situr hann á Alþingi íslendinga? Slík eru dæmin. Það verður að leggja það á nemendur að þeir þekki menningar- og sögulegar staðreyndir þegar þeir hefja há- skólanám. Annars verður þetta bara eins og einhvers konar kommúna. Þessari staðreyndaþekkingu hefur hrakað. Hins vegar vita nemendur sjálfsagt margt sem mín kynslóð vissi ekki þannig að ég vil ekki vera afdráttar- laus hvað varðar spurningu um al- menna menntun. KRATINN OG BAKARINN Ég vat þingmaður fyrir Samtök frjálslyndra og vinstri manna og svo síðar fyrir Alþýðufiokkinn. Ég hef alltaf verið jafnaðarmaður. Samtök- in liðu undir lok og mér fannst allt þetta fjaðrafok sem var hjá Alþýðu- bandalaginu minna mig á gamla daga. Það er sérstaklega gaman að stjórnmálamönnum þegar allt er að fara í hund og kött. Þá segja þeir af sannfæringu: Einingin er alger. Sig- ur vís. Ég fór fram á Austfjörðum tvisvar fyrir Alþýðuflokkinn þar, algjörlega vonlaust að komast inn á þing. Ég held að flokkurinn hafi haft rúm- lega tvö hundruð atkvæði í kjör- dæminu öllu, frá Svínafelli í Öræf- um norður í Vopnafjörð, sem er þriðjungur af strandlengju íslands. Þetta var meira gert með hugarfari gamals knattspyrnumanns en ég hafi gert mér nokkrar vonir um ár- angur. Kratarnir höfðu alltaf haft nokk- urt fylgi á miðfjörðunum, þ.e. á Seyðis- og Eskifirði, og svo eitthvað á Norðfirði. En hins vegar gátu menn ekki nafngreint einn einasta krata á Höfn í Hornafirði, sem var 1.400 manna pláss og mesti upp- gangsstaðurinn á Austfjörðum. Ég fór þarna á milli og svo frétti ég það eftir þriðja manni að það væri hugs- anlegt að bakarinn á Höfn væri krati, því hann kæmi frá ísafirði. Þetta var eina veganestið sem ég hafði svo ég brá mér strax í bakaríið og viti menn; Jsessi bakari reyndist vera krati frá Isafirði. Svona var nú aðkoman, þetta var ævintýri líkast. Meðan aðrir flokkar höfðu skipu- lögð félög og starfsemi var ég að leita að einstökum kratasálum. Hins vegar kynntist ég mörgu ágætisfólki og þetta var mér skemmtileg lífs- reynsla og ánægjuleg þó ég hafi ekki komist neitt áfram í pólitík. Mér tókst nú samt að auka fylgið verulega og reyndar munaði ekki nema örfáum atkvæðum að ég kæmist inn sem uppbótarþingmað- ur og líklega hefði það tekist ef ég hefði ekki þurft að yfirgefa kjör- dæmið viku fyrir kosningar. .Ég þurfti nefnilega að fara til Astralíu. Ári áður hafði ég þegið boð um að koma og halda þar fyrirlestur í Melbourne og vera þar gistiprófess- or. Þessu gat ég ekki með nokkru móti breytt enda fór ég í kosninga- baráttuna með því fororði að ég færi til Ástralíu. Andstæðingarnir not- uðu sér þetta skiljanlega en ég hefði ekki viljað sleppa þessari ferð þó ég yrði af þingsæti fyrir vikið. ATHAFNAMENNIRNIR Nei, ég hef ekki haft neinn áhuga á auði og völdum. Ég held að þessi löngun eftir gulli sé mjög óæskileg, að menn skilji ekkert né skynji nema auð og völd. Þessi lífsþæg- indagræðgi sem er að koma yfir Is- lendinga er mjög óæskileg. Og þetta er oftast gert undir fölsku flaggi sem þeir kalla frjálshyggju. Grundvallar- hugtakið er auðvitað bara efnis- hyggja. Svo hafa þeir búið til eitt- hvert orð sem heitir athafnamaður. Það er það fínasta sem hægt er að vera á Islandi. Athafnamaður er maður sem er með eigið fyrirtæki eða rekstur og það skiptir engu hver eða hvernig sá rekstur er. Eða hvort hann greiðir sína skatta og skyldur, bara ef hann er athafnamaður. Það er hægt að skipta íslensku þjóðinni í tvennt, það eru athafna- menn og svo hinir sem ekki eru athafnamenn og lifa á ríkinu. Þeir hafa enga athafnaþrá og skiptir yfir- leitt engu máli hvað þeir eru. Og það sem á erlendum málum er kall- að kapítalistar, það kalla þeir hér athafnamenn. Nú skal ég ekki lasta athafnamenn en það er ekki til fyr- irlitlegri skoðun en sú að meta allt eftir auði og láta eins og það sem gerir manninn að manni sé einskis virði. Öllum andlegum verðmætum og lífsgildum sem gert hafa mann- eskjuna að manneskju er stungið undir stól í nafni frjálshyggju. Það eru bara peningar og aftur peningar og þessi boðskapur sem er að leggja undir sig íslensku þjóðina. Ég hef komist hjá því að verða athafna- maður. Svo er það líka að íslendingar virðast ekki geta stjórnað sjálfum sér. Gróðurmoldin eyðist og landið er á förum í bókstaflegri merkingu og þeir gera lítið við því. Þá er búið að afhenda útgerðarmönnum auð- lindirnar í sjónum. Þeir fá að skipta fiskstofnum á milli sín, eftir hags- munum þeirra sjálfra, og þeir geta selt óveiddan fisk úr sjónum fyrir fleiri tugi milljóna króna. Þetta er með ólíkindum. Enn eitt dæmið er stjórnarskráin frá 1874, sem búið er að vera að endurskoða áratugum saman í ótal ráðum og nefndum. Það helsta sem Alþingi hefur gert er að breyta kosningalöggjöfinni og fjölga þingmönnum þrátt fyrir að öll þjóðin hafi verið á móti því nema þingmennirnir sjálfir. Þetta líkist gjaldþrota yfirlýsingu íslenskra stjórnmálamanna og stjórnmála- flokka. Þetta eru stór orð en smá orð bíta ekki. RYÐGAÐAR SKAMMBYSSUR Já, ég ákvað að draga mig í hlé fyrir síðustu kosningar og þar fóru saman bæði vilji og nauðsyn. Þetta eru orðnar svoddan kanónur hjá Al- þýðuflokknum að það þýðir ekkert að vera tefla fram gömlum ryðguð- um skammbyssum. Þær mega sín einskis þegar barist er við menn með kanónur. Satt að segja skil ég ekki almenni- lega af hverju alþýðuflokksmenn eru að moka flórinn eftir óduglega fjármálaráðherra sjálfstæðismanna. Það ætti að láta þeim það sjálfum eftir, sjálfstæðismönnum, og sér- staklega fer í taugarnar á mér þegar Alþýðuflokkurinn er að taka upp mál sem jafnvel Sjálfstæðisflokkur- inn hefur heykst á, eins og t.d. að selja ýmis ríkisfyrirtæki. Það er auð- vitað sjálfsagt að selja ríkisfyrirtæki, Húsameistara ríkisins og fleiri hálf- dauðar stofnanir, en að láta sér koma til hugar að selja t.d. Lyfja- verslun ríkisins finnst mér alveg óskiljanlegt. Bæði er þetta eina vörn almennings gegn þeim sem flytja inn lyf og svo ber fyrirtækið sig fjárhagslega. Hverjir myndu líka kaupa þessi fyrirtæki, er það al- menningur? Nei, hreint ekki, þau lenda bara hjá peningafólkinu í Reykjavík, fólki sem á nóga peninga fyrir. Eins er það með bankana, það er ekki almenningur sem er að reyna að kaupa Útvegsbankann. Það á bara að láta einkakapítalið sjálft um að koma upp sínum bönk- um en ekki að selja þeim eignir rík- isins á hálfvirði. Með alls konar skattfríöindum og greiðslum ein- J Ó L A T I L B O Ð lækkun á 500 g smjörstykkj Við komum til móts við heimilin í jólaundirbúningnum ... Venjulegt verð kr. W T9 Jólatilboð: smiori > •xií s stiifííun hvern tíma í framtíðinni. Ef menn vilja einfalda bankakerfið á að sam- eina ríkisbankana í einn öflugan ríkisbanka. Ég skil bara ekki hvað kratarnir eru að gera í þessu sam- bandi. Þeir eru að gera hluti sem Sjálfstæðisflokkurinn hefur ekki treyst sér til að gera. Svo bíð ég eftir því að fjármáia- ráðherra takist að koma hér upp þolanlegu skattkerfi. Þetta er nú einu sinni hálfgert stigamannaþjóð- félag. Þjóðfélag nýríkra manna sem vilja gerast auðugir með skjótum hætti og fyrirhafnarlítið og hér greiðir bara viss hluti þjóðarinnar skatt. Alþýðuflokkurinn fór inn í þessa ríkisstjórn til að reyna að laga skattkerfið. Ef honum tekst það þá hefur hann átt erindi. Ef ekki, þá hefur hann ekki átt þar neitt erindi og ætti að draga sig út úr stjórninni þegar á hefur reynt. Misréttið sem þrífst hér í skattamálum sýnir í hvers konar vanda þjóðfélagið er statt. Ég ætla að bíða með að leggja dóm á flokkinn þar til í ljós kemur hvernig honum tekst upp í skatta- málunum. SÓLSTAFIR Bókin heitir Sólstafir og segir eiginlega frá leit mannsins að ham- ingju sinni. Þetta er saga um vegferð manns eftir þeim götuslóða sem kallast heimur þar sem söguhetjan, sem heitir Pétur, er að leita að æsku- ást sinni. Hvort hann finnur hana læt ég ósagt, bendi bara fólki á að kaupa bókina, þá kemst það á snoð- ir um afdrif þessa manns. Það byrjar að segja frá Pétri í klaustri þar sem hann er við nám og síðan raktir at- burðir sem honum tengjast. Faðir hans er skókaupmaður og Pétur lærir að selja það sem kallast guðs- munir. Sagan er látin gerast á meg- inlandinu og söguhetjan lendir í ýmsu og hittir fjölbreyttar persónur á lífsleið sinni, heimspeking, ostsala og förufólk, verður vitni að brennu í drottins nafni og fleira og fleira. Það á að vera í þessari bók blanda af gamni og alvöru, góðu og illu, fögru og ljótu og þarna eru átök um auð og völd. Nafnið Sólstafir táknar dagleið mannsins undir sólinni þar sem hann er að leita að einhverju sem hann þráir. Það er annars merkilegt að þegar verið er að tala við suma rithöfunda segja þeir um bækurnar sínar að þær séu óður til landsins eða sinfónía til náttúrunnar. Ég nota þetta ekki, ég segi bara að þetta sé bók um hann Pétur." 20 HELGARPÓSTURINN

x

Helgarpósturinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Helgarpósturinn
https://timarit.is/publication/47

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.