Helgarpósturinn - 26.11.1987, Blaðsíða 12

Helgarpósturinn - 26.11.1987, Blaðsíða 12
Út er að koma íslensk bók um breytinga- skeiðid, sem Jóhanna Sveinsdóttir skrifaði í samráði við Þuríði Pálsdóttur. Bók þessi á ekki síður erindi til ungra kvenna en þeirra sem eldri eru W OG_____ Ungar konur sýna oft ekki mikinn áhuga á breytinga- skeiðinu og finnst það lítið koma sér við. Þær kvíða þessu óumflýjanlega tímabili og vilja sem minnst um það hugsa fyrr en þær á endanum standa sjálfar frammi fyrir því. Slíkt viðhorf getur hins vegar gert konum breytinga- skeiðið erfiðara en ella, þar sem rót ýmissa vandamála í kringum tíðahvörf er einmitt að finna í lifnaðarháttum kvennanna á yngri árum. EFTIR JÓNiNU LEÓSDÓTTUR MYND JIM SMART Forlagiö er um þessar mundir að gefa út bókina „Á besta aldri", sem Jóharma Sveinsdóttir, blaðamaður, skrifaði í samráði við Þurídi Páls- dóttur, söngkonu. Umfjöllunarefnið er breytingaskeið kvenna, sem bækur hafa verið skrifaðar um er- lendis þó því hafi ekki verið gerð mikil skil hér á landi. Þetta efni hef- ur löngum þótt hálfgert feimnismál og eiginlega fremur óspennandi. Samt sem áður eiga allar konur eftir að ganga í gegnum breytingaskeið- ið, svo ekkert væri eðlilegra en það vekti áhuga þeirra. Blaðamaður HP innti Jóhönnu Sveinsdóttur eftir þvi, hvers vegna hún héldi að ungar konur væru ekki áhugasamari um þetta óumflýjanlega tímabil í lífi kvenna. „Konur ýta hugsunum um breyt- ingaskeiðið mikið frá sér og hugsa sem svo, að þær láti þetta bara yfir sig ganga þegar þar að kemur. Það tengist því, að tíðahvörfin hafa oft á tíðum verið jafnmikið feimnismál og bannorð og sjálfur dauðinn. Dauðinn bindur enda á tilvistina á þessari jörð, en tíðahvörfin binda aftur á móti enda á frjósemi kvenna. Konur hafa oft verið skilgreindar út frá frjósemi sinni, kynhlutverkinu og uppeldishlutverkinu, en þess vegna hefur mörgum konum — og kannski ekki síður körlum — fundist þær verða á einhvern hátt „minni" konur þegar þessu tímabili lyki. Að þær féllu sem sagt í verði! Þetta er auðvitað fáránlegt, því við höfum ein 35 ár til að eiga börn og það ber síst að harma það, þó það skeið taki enda. Þetta er ein af ástæðunum fyrir því, að konur hafa svolítið ýtt þessu á undan sér. Tíðahvörfin tengjast þeirra kynferði og allt, sem tengist kynferðismálum, hefur til skamms tíma verið feimnismál. En lítil um- ræða um breytingaskeiðið á sér einnig aðrar orsakir. Konur eru þær, sem hugsa um heilsufar annarra í fjölskyldunni. Ef þær halda að eitt- hvað sé að manninum eða börnun- um sjá þær til þess að koma viðkom- andi til læknis eða reyna sjálfar að hlúa að sjúklingnum. Þegar konurnar sjálfar kenna sér einhvers meins er annað upp á ten- ingnum, einkanlega ef um er að ræða sjúkdóma sem tengjast þeirra eigin kyni — svo sem fyrirtíðakvilla, tíðaverki og vanlíðan í tengslum við tíðahvörf. Þá hugsa konurnar með sér, að þetta sé óhjákvæmilegt vegna þess að þær eru kvenkyns og gera ekkert í málunum. Þær segja sem svo „Ég verð að láta mig hafa þetta... láta þetta yfir mig ganga." Konur hafa sem sagt oft verið allt of lítilþægar, þegar heilsa þeirra sjálfra á í hlut. Þær eru ekki vanar að rjúka til læknis og linna ekki látunum fyrr en þær fá bót meina sinna. Maður heyrir það oft, bæði frá konum og læknum, að margar kon- ur hugsi bara vel um sjálfar sig þeg- ar þær ganga með börn. Það stafar fyrst og fremst af því, að þá eru þær að hugsa um annan einstakling, sem þær þurfa að vernda. í tengsl- um við þetta má t.d. velta því fyrir sér, hvers vegna konur undirbúa sig yfirleitt svona vel fyrir meðgöngu og fæðingu, en ekki breytingaskeið- ið. Þó getur þetta tímabil spannað um 15 ár í lífi kvenna, en fæstar kon- ur eru ófrískar nema í örfá ár um ævina." BEINÞYNNINGIN „Það er auðvitað afskaplega ein- staklingsbundið hve lengi breyt- ingaskeiðið varir. Sumar konur finna hreinlega ekki fyrir neinu, aðrar fá eitt eða tvö léttvæg ein- kenni, enn aðrar fá nokkur erfið ein- kenni og svo eru til konur sem hafa það beinlínis helvítlegt í 15—20 ár. Það er óskaplega erfitt að segja til um það hvernig hver og ein muni fara út úr þessu, en það er um að gera fyrir konur að kynna sér fljótt hvað þetta skeið getur borið í skauti sér. Þannig geta þær undirbúið sig og athugað hvaða möguleikar standa þeim til boða, þegar fer að bera á kvillunum. Persónulega hafði ég svo sem ekki kviðið tíðahvörfunum, þegar ég tók að mér að skrifa þessa bók — enda um fimmtán ár í þau enn í mínu tilviki — og ég hafði ekki kynnt mér þau neitt sérstaklega. En það, sem kom mér mest á óvart, er að hafa komist að raun um að það eru ýmsir þættir í fortíðinni, sem hafa áhrif á hvernig líður á breyt- ingaskeiðinu. Mikilvægasta málið í því sambandi er þessi svokallaða beinþynning, sem u.þ.b. 40% allra hvítra kvenna fá í talsvert alvarleg- um mæli einhvern tímann á efri ár- um. Það er náttúrulega margt, sem greinir konur líkamlega frá körlum. Eitt er t.d. það, að við upplifum ýmis meiriháttar tímamót og breytingar beinlínis í kviðnum, svo sem blæð- ingar, þungun og tíðahvörf. Þar að auki þynnast bein kvenna miklu hraðar en bein karla og það er gífur- lega mikilvægt mál, sem bregðast verður við í tæka tíð. Beinin byrja að rýrna strax um 35 ára aldur og síðan verður beinmissirinn hraðastur á fyrstu árunum eftir tíðahvörf, þegar estrogenframleiðsla líkamans dett- ur að mestu leyti niður. Estrogenið verndar nefnilega á vissan hátt beinin. í þessu sambandi skiptir það miklu máli, að konan hafi stundað líkamsrækt í gegnum tíðina. Lík- amsrækt, sem ber þunga líkamans og styrkir þar með beinin, t.d. göngu, skokk, eróbikk og leikfimi. Það hafa verið gerðar margar rann- sóknir á þessu og það er aldrei of seint að byrja. Ef maður er dugleg- ur, er hægt að styrkja beinmassann með hóflegri líkamsrækt á hvaða aldri sem er. Síðan er það kalkið. Það er mikilvægt að borða kalkríka fæðu frá vöggu til grafar, en eftir tíðahvörf þurfa konur helmingi Jóhanna Sveinsdóttir, annar höfundur bókarinnar „Á besta aldri": „Tiðahvörfin tengjast kynferði og því hafa þau til skamms tíma verið mikið feimnismál." stærri dagskammt af kalki en fyrir þau. D-vítamín skiptir líka miklu máii, því það helst í hendur við kalk- neysluna. Ef þú færð ekki nógu mik- ið D-vítamín, verður kalkvinnsla líkamans ekki nægilega virk." EKKERT VOL OG VÆL „Reykingar tengjast líka tíða- hvörfunum, þó menn viti ekki ná- kvæmlega hvernig það samspil virkar. Þær konur, sem hafa reykt lengi, ná tíðahvörfum að meðaltali tveimur til þremur árum fyrr en þær, sem ekki hafa reykt. Sumir halda líka að reykingar tengist eitt- hvað kalkvinnslunni og estrogen- inu, en það liggur ekki alveg Ijóst fyrir. Að minnsta kosti hafa reyking- ar ekki góð áhrif í þessu samhengi. Síðan hefur komið í ljós að græn- metisætur hafa sterkari bein en kjötætur. Það er sjálfsagt m.a. vegna fosfórinnihalds kjötsins, sem hefur slæm áhrif á kalkvinnsluna. Það er sem sagt margt, sem skiptir máli í þessu sambandi, og konur eiga þar af leiðandi alls ekki að bíða að- gerðalausar eftir einkennum breyt- ingaskeiðsins. Staðreyndin er líka sú, að mun fleiri konur fá beinþynn- ingu en krabbamein og fylgikvillar hennar eru t.d. helsta dánarorsök bandarískra kvenna. Því miður eru ekki til tölur yfir þetta hér á landi. En breytingaskeiðinu geta einnig fylgt andlegir kvillar og það er alveg bráðnauðsynlegt fyrir ungar konur að kynna sér þetta allt tíman- lega. Þær verða að vita til hvaða ráða þær geta gripið. Margar konur segjast hafa orðið afar þunglyndar og viðkvæmar og það má t.d. oft tengja hormónamissinum. Eigi að síður markar þessi tími gjarnan mik- il straumhvörf í lífi kvenna, vegna þess að börnin eru komin á legg o.s.frv. Sumar konur fara kannski í fyrsta sinn að sinna félagslífi, aðrar skipta um vinnu eða skella sér í nám, eða eitthvað slíkt. Og auðvitað á fólk að staldra ögn við á þessum aldri og athuga hvort það er ánægt með líf sitt og þá stefnu, sem það hefur tekið. Ef niðurstaðan er nei- kvæð er síðan um að gera að taka völdin í sínar hendur og breyta til, en það er að sjálfsögðu stundum hægara sagt en gert. Þetta getur hins vegar oft reynst konum æði erf- itt, þ.e.a.s. að bera ábyrgð á sjálfum sér. Þess vegna hættir mörgum kon- um — og læknum og sálfræðingum líka — til þess að nota breytinga- skeiðið sem eina allsherjar rusla- kistu fyrir alla óhamingju og allt, sem úrskeiðis fer á þessu æviskeiði. En þessi mál eru fyrst og fremst í höndum okkar sjálfra og það þýðir ekkert að leggjast í eitthvert vol og væl. Og mig langar til að taka það skýrt fram, að þunglyndi er t.d. ekki algengara hjá konum í kringum tíðahvörfin. Það er þvert á móti mun algengara hjá konum á aldrin- um 30—40 ára, m.a. vegna þess að þá eru kröfurnar á konur hvað fjöl- breyttastar og mestar; Þess vegna heitir bókin einmitt „Á besta aldri“, því þessi ár ættu að geta verið nokk- urs konar uppskerutími, ef allt er með felldu." ÓÞARFA FORDÓMAR „í Ijósi nýjustu rannsókna eru flestir læknar orðnir mjög fylgjandi því að konur á breytingaskeiði fái hormónagjafir. Þeir segja hins veg- ar, að konurnar sjálfar séu oft haldn- ar miklum fordómum hvað það varðar. Ég hef heyrt lækna skella skuldinni á óvandaða umfjöll- un um hormónagjafir í dönsku blöð- unum! En — svona í alvöru talað — þá held ég að þessi hormóna- hræðsla stafi oft hreinlega af van- þekkingu. Þegar byrjað var að gefa konum hormóna i kringum tíða- hvörf var það fyrst og fremst estro- gen og það í mjög stórum skömmt- um. Slík hormónagjöf gat haft ýmis- legt í för með sér, en nú er um mun minni skammta að ræða og konum eru gefin bæði estrogen og progest- eron. Þetta vinnur á móti öllum þessum helstu kvillum, svo sem svitakófum, leggangaþurrki eða ertingu og ósjálfráðum þvaglátum. Þar að auki geta hormónagjafirn- ar haft góð áhrif á svefnleysið og til- finningasveiflurnar, sem margar konur upplifa. En allt spilar þetta auðvitað saman, því ef kona getur t.d. ekki sofið fyrir svitakófum verð- ur hún náttúrulega grátgjörn og uppstökk. Hver kona verður hins vegar endanlega að gera það upp við sig hvað hún gerir og hafa sam- ráð við lækni, sem hún treystir. Ég held hins vegar að flestir læknar myndu mæla með hormónagjöfum, ef konan er ekki með sjúkdóm sem kemur í veg fyrir að hún geti fengið slíka meðferð. Margir læknar mæla nú með því, að konur taki hormóna frá tíðahvörfum til æviloka, aðal- lega til að koma í veg fyrir bein- þynningu." 12 HELGARPÓSTURINN

x

Helgarpósturinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Helgarpósturinn
https://timarit.is/publication/47

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.