Helgarpósturinn - 26.11.1987, Blaðsíða 38

Helgarpósturinn - 26.11.1987, Blaðsíða 38
F0T80U1NN Um hvaö snýst leikurinn? Amerískur fotbolti er haröur leikur þar sem menn vita stundum ekki hvað snýr upp eða niður. íþrótt, heldur framandi okkur ís- lendingum, virðist vera að ná tök- um á mörgum landanum. Amerísk- ur fótbolti heitir hún en á í raun ákaflega lítið skylt við fótbolta eins og við þekkjum hann. Boltinn í leiknum er ekki eins og í „okkar fót- bolta“ og leikmenn gera meira af því að halda á honum en sparka. Stöð 2 hefur í vetur sýnt reglulega frá at- vinnumannadeildinni í Bandaríkj- unum, en þar er leikur þessi upp- runninn. Það er eiginlega vegna fjölda áskorana að ég ætla að gera grein fyrir þessum leik á síðunni í dag. HVAÐ ER AMERÍSKUR FÓTBOLTI? Amerískur fótbolti er knattleikur spilaður með 11 leikmönnum í liði og markmið þeirra er að gera fleiri stig en andstæðingarnir. Stig er hægt að gera á nokkra mismunandi vegu. í fyrsta lagi með því að koma knettinum yfir endalínu andstæð- inganna og hafa hann í vörslu sinni þegar það gerist. Slíkt afrek gefur 6 stig og gefur einnig möguleika á að sparka knettinum í mark sem er svipað Y í laginu. Slíkt spark bætir 1 stigi við. Þá er hægt að sparka knett- inum í markið hvaðan sem er af vell- inum og fást fyrir það 3 stig. Fyrir að fella andstæðing inni á hans eigin marksvæði fást 2 stig og kallast það sjálfsmark. Sex stiga markið kallast snertimark (Touchdown) en þriggja stiga markið kallast vallarmark (Field Goal). Það lið sem hefur boltann fær fjór- ar tilraunir til að koma honum 10 yarda eða meira (yard er 0,914 m og mun ég hér eftir tala um metra þeg- ar átt er við yarda). Takist liði að koma boltanum 10 m eða meira í einni, tveimur, þremur eða fjórunr tilraunum fær það aftur fjórar til- raunir til að komast aðra 10 m eða meira. Mistakist liðinu sem hefur boltann að komast 10 m í fjórum til- raunum fá andstæðingarnir boltann og reyna að komast í átt að endalín- unni. Ef sóknarlið hefur t.d. komist 7 metra í þrem tilraunum og telur sig ekki vilja taka þá áhættu sem í því felst að reyna við þá þrjá metra sem eftir eru notar liðið fjórðu til- raun sína til að sparka boltanum eins langt inn á vallarhelming and- stæðinganna og hægt er til að þeir fái eins slæma vallarstöðu og mögu- legt er. Með því að komast 10 m eða meira á fjórum eða færri tilraunum þokast sóknarliðið í átt að enda- marki varnarliðsins og þar með eykst möguleiki liðsins á að skora stig eins og áður er lýst. Þannig er grunnurinn í leiknum einfaldlega sá að koma boltanum yf- ir endalínu andstæðinganna eða sparka honum í mark þeirra. Flókn- ara er það nú ekki. Eins og áður segir eru 11 menn inni í hvoru liði í einu. Hins vegar samanstendur hvert lið af um 47 leikmönnum. Þeir hafa allir mjög sérstöku hlutverki að gegna í leiknum. Sumir spila bara í sókn, aðrir bara í vörn og enn aðrir gera það eitt að sparka boltanum eða taka þátt í leiknum við sérstök tækifæri, t.d. þegar andstæðingarn- ir sparka boltanum frá sér. Þannig hefur Ameríkaninn gert leikinn að hálfgerðum hernaðarleik þar sem sérhver tilraun til að koma boltan- um áleiðis að endalínu andstæðing- anna er vandlega skipulögð og ákveðin af þjálfara (hershöfðingjan- um!) og aðstoðarmönnum hans, sem eru margir. Skiptingar á leik- mönnum geta farið fram að vild og heimilt er að skipta inn á ótakmörk- uðum fjölda leikmanna fyrir hverja tilraun með boltann. Þessi skipu- lagning og undirbúningur fyrir hverja tilraun sóknarliðsins með knöttinn gera það að verkum að leikurinn stoppar mjög oft, sem hef- ur verið hvað erfiðast fyrir t.d. knattspyrnuunnendur að venjast. En þessi stopp þjóna auðvitað líka þeim tilgangi hjá Kananum að koma inn auglýsingum í leikjum sem er sjónvarpað, en öllum leikjum í atvinnumannaboltanum er sjón- varpað. Völlurinn sem spilað er á er 109,8 metra langur og 48,8 metra breiður. Við enda hans eru svokölluð enda- svæði eða marksvæði sem eru 9,15 metrar og teljast með þeim 109,8 metrum sem völlurinn er. Við end- ann á vellinum eru mörkin sem eru Y-laga. Breiddin á þeim er 5,64 metrar en stangirnar eru 6,1 metri á hæð og sláin er í 3,05 metra hæð frá jörðu. Knötturinn sem spilað er með er leðurbolti, nokkuð egglaga og er 28—29 sm langur og vegur um 396—425 grömm. Lögun knattarins gerir að verkum að auðvelt er að kasta honum og einnig halda á hon- um ef hlaupið er með hann. Atvinnumannafótboltinn í Bandaríkjunum er með svipuðu fyr- irkomulagi og NBA, körfuknatt- leiksdeild atvinnumanna þar í landi. Atvinnumannadeildin heitir National Football League (NFL) og í henni eiga sæti 28 lið. Deildinni er skipt í tvær deildir, National og American, og hvorri deild er skipt í þrjá riðla, austur-, mið- og vestur- riðil. Hvert lið spilar 16 leiki á keppnistímabilinu og síðan komast sigurvegarar hvers riðils í úrslita- keppnina. Tvö lið úr hvorri deild, sem hafa besta vinningshlutfallið án þess að vinna sinn riðil, spila síðan innbyrðis (svokallaðan Wild Card- leik eða aukaleik) þ.e. liðin tvö úr National-deildinni spila innbyrðis og liðin tvö úr American-deildinni spila einnig innbyrðis. Sigurvegar- arnir úr þessum viðureignum kom- ast í hóp þeirra sex sem unnu sína riðla. Síðan mætir liðið með besta vinningshlutfallið í National-deild- inni liðinu sem vann aukaleikinn í sömu deild, og hin liðin tvö í National-deildinni mætast innbyrð- is. Sigurvegarar þessara leikja spila síðan um meistaratitilinn í National- deildinni. Það sama gerist í Amer- ican-deildinni. Sigurvegarar þess- ara tveggja deilda mætast síðan í úr- slitaleiknum sjálfum sem kallaður er „Super Bowl“. Til að kynna okkur aðeins betur liðin sem spila í NFL-atvinnumanna- fótboltanum sýni ég hér stöðuna eins og hún er í dag: AMERICAN-DEILÐIN AusturriðiU U T J % New England Patriots 5 5 0 500 Buffalo Bills 5 5 0 500 lndianapolis Colts 5 5 0 500 New York Jets 5 5 0 500 Miami Dolphins 5 5 0 500 Miðríðíll Cleveland Browns 7 3 0 700 Pittsburg Steelers 6 4 0 600 Houston Oilers 6 4 0 600 Cincinnatti Bengals 3 7 0 300 Vesturriðill San Diego Chargers 8 2 0 800 Seattle Seahawks 7 3 0 700 Denver Broncos 6 3 1 600 Los Angeles Raiders 3 7 0 300 Kansas City Chiefs 1 9 0 100 NATIONADDEILDIN: Austurriðill Washington Redskins 7 2 0 700 Dallas Cowboys 5 5 0 500 St. Louis Cardinals 4 6 0 400 Philadelphia Eagles 4 6 0 400 New York Giants 3 7 0 300 Miðriðill Chicago Bears 8 2 0 800 Minnesota Vikings 6 4 0 600 Green Bay Packers 4 5 1 400 Tampa Bay Buccaneers 4 6 0 400 Detroit Lions 2 8 0 200 Vesturriðill San Francisco 49ers 8 2 0 800 New Orleans Saints 7 3 0 700 Los Angeles Rams 2 7 0 200 Atianta Falcons 2 8 0 200 Ef við skoðum þessa stöðu þar sem tekið er fram hversu marga leiki lið hefur unnið og hversu mörg- um það hefur tapað ásamt prósentu- hlutfaili sigra/taps og gefum okkur það að þetta sé lokastaðan áður en úrslitakeppnin hefst sjáum við að þau lið sem vinna sína riðla komast í úrslit. En auk þess spila Seahawks og Broncos aukaleikinn í American- deildinni og Saints og Vikings auka- leikinn í National-deildinni. Ég mun væntanlega síðar fjalla nánar um leikinn og skoða þá m.a. uppstillingu leikmanna í vörn og sókn auk nokkurra fróðleiksmola um þann „bissness" sem ameríski fótboltinn er. EFTIR ÞÓRMUND BERGSSON Það er stjórnandinn (quarterback) sem leiðir sóknina. f þessu tilfelli Danny White hjá Dallas Cowboys. 38 HELGARPÓSTURINN

x

Helgarpósturinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Helgarpósturinn
https://timarit.is/publication/47

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.