Helgarpósturinn - 26.11.1987, Blaðsíða 26

Helgarpósturinn - 26.11.1987, Blaðsíða 26
Enginn hasar í mínum myndum segir Ragnheidur Gestsdóttir sem fengiö hefur marguíslega viöurkenningu fyrir myndskreytingar sínar á barnabókum og hélt nýveriö sýningu sem ætluö var börnum. I Hafnargalleríi hefur að undanförnu staðið yfir nýstár- leg myndlistarsýning. Ragnheiður Gestsdóttir hefur sýnt þar myndir sínar en hún er þjóðkunn fyrir myndskreyt- ingar í barnabækur. Á sýningunni sýndi Ragnheiður myndir sem hún hefur notað í bækur, og að auki myndir sem hún hefur gert við ævintýri H.C. Andersen. EFTIR KRISTJÁN KRISTJÁNSSON MYND: JIM SMART Það sem einkum var sérstakt við þessa sýningu var að hún var ætluð börnum, reyndar er þetta fyrsta einkasýning myndlistarmanns sem sett er upp fyrir börn. Enda létu þau sig ekki vanta, hópar ,af börnum streymdu á sýninguna, ýmist í bandi eða ekki. Ragnheiður er hér í viðtali um myndskreytingar sínar, en henni hafa einmitt nýverið áskotn- ast verðlaun á alþjóðlegri sýningu barnabókamyndskreytinga i Tékkó- slóvakíu. Ragnheiður er dóttir þeirra Gests og Rúnu og það lá því beint við að spyrja hana fyrst hvort hún hefði myndlistina í blóðinu. „Það má kannski segja það, ég er eiginlega alin upp með blýant í höndum. Foreldrar mínir veittu mér alltaf mikla hvatningu og örvun en þau gerðu ekki mikið af því að kenna mér, þetta var mátuleg blanda af hvatningu og tilsögn." — Og leiðin auðvitað legið í myndlistarnám? ,,Ég á mjög stutt myndlistarnám að baki, var aðeins eitt ár í myndlist- arskóla. Hins vegar lærði ég lista- sögu í Árósum í Danmörku og svo bókmenntafræði í háskólanum hér. Þetta fer mjög vel saman við mynd- skreytingarnar, því það hefur stund- um vantað að þeir sem hafa mynd- skreytt hafi haft nægilega fyrir því að skilgreina fyrir sér textann." — Hvað hefurðu myndskreytt margar bækur? ,,Eg held að þær séu orðnar þrett- án talsins. Ég myndskreytti fyrstu bókina þegar ég var nítján ára, þannig að það eru orðin nokkuð mörg ár síðan ég byrjaði. En það er ekki fyrr en núna sem ég er farin að hafa þetta aö aðalatvinnu, að búa til myndabækur." —Um þessar mundir er að koma út bókin Saga af Suðurnesjum eftir Jóhannes úr Kötlum, þar sem þú hefur myndskreytt hluta af Ijóði hans úr Ömmusögum. Er mikill munur á að myndskreyta nýjar bæk- ur og gamlar? „Þetta fer nú eiginlega allt mest eftir textanum sem maður er að vinna við hverju sinni, en auðvitað er það öðruvísi þegar verið er að vinna við texta sem er bundinn í tíma og rúmi. Ég myndskreytti t.d. endurútgáfu á Dórubókunum eftir móðurömmu mína, Ragnheiði Jóns- dóttur, og þær eru alveg bundnar í tíma, þannig að ég varð að vanda til hárgreiðslu og klæðnaðar og ann- ars. Hins vegar er þetta öðruvísi með ævintýrabækur sem eru tíma- lausar. í Sögu af Suðurnesjum nota ég t.d. það sem ég vil kalla íslenskt litaval, brúnt, mosagrænt og blátt. Sú bók gefur ekki tilefni til þess að nota ein- hverja ævintýraliti. Það er mjög mikilvægt að myndin vinni með textanum, að saman myndi þetta eina heild. Myndirnar verða að vera í sama stíl og textinn, það kemur ekki vel út ef myndirnar eru stílbrot miðað við textann." — Hvernig vinnurðu myndirnar? „Á sýningunni var ég eingöngu með pappírsklipp. Ég skissa mynd- ina upp og teikna síðan hvern hluta hennar og lími svo pappír yfir flöt- inn, nota alls konar pappír, t.d. silki- pappír, sem ég hef oft í fleiru en einu lagi þannig að myndirnar öðlast svolitla þrívídd. Ég varð vör við að börnunum sem komu á sýninguna fannst þetta spennandi og þau vildu gjarna snerta myndirnar, þannig að það var mikið af fingraförum á gler- inu.“ — Hvernig þótti þér hinir full- orðnu taka sýningunni? „Mjög vel, ég var alveg hissa á hversu jákvæð viðbrögð hún fékk. Ég var dálítið kvíðin fyrirfram, hélt kannski að sýning fyrir börn yrði talin annars flokks, en svo var ekki. Það var dálítið gaman að því að full- orðna fólkið sem kom á sýninguna virtist eiga sér uppáhaldsævintýri og gekk beint að jreim myndum og keypti þær gjarna. Fólk virtist ann- ars bara líta á þetta sem hverja aðra sýningu." —Finnst þér vera gert of lítið úr því þegar verið er að vinna fyrir börn? „Já, það er oft, en reyndin er sú að það þarf að gera meiri kröfur til þess sem gert er fyrir börn, því þau eru svo opin og geta ekki valið og hafn- að eins og fullorðnir. Það má kannski líta á þessar myndir mínar sem tilraun til að vega upp á móti öllu því misgóða efni sem að börn- um er rétt. Myndirnar sem ég hef gert í bækur eru t.d. ekki mjög hrað- ar, þær eru hægar og lausar við ýkj- ur sem einkennir svo margt af því sem gert er fyrir börn. Ég hef meira leitast við að hafa myndirnar ein- faldar og láta börnin sjálf um að fylla upp í þær með ímyndunarafl- inu. Það er enginn hasar í mínum myndum." — Þú varst að fá verðlaun fyrir bók sem þú vannst að öllu leyti sjálf, gerirðu líka mikið af því að skrifa? „Ég hef gert texta við nokkrar bækur, en þessi bók sem fékk verð- laun á Alþjóðlegu barnabókasýn- ingunni í Bratislava — ég samdi hana fyrir samkeppni Námsgagna- stofununar um létt lesefni. Hún heit- ir Ljósin lifna. Það var mjög skemmtilegt að fást við þetta, því þarna þarf textinn að vera einfaldur en hann má samt ekki vera smá- barnalegur af því bókin er líka mið- uð við treglæsa. Reyndar er líka að koma út núna fyrir jólin önnur bók sem ég sendi líka í samkeppni Námsgagnastofnunar og fékk verð- laun fyrir. Það er myndskreyting við sköpunarsögu gamla testamentis- ins. Þar byrjar allt í svörtu, fer síðan smám saman yfir í grátt og fyrstu lit- irnir koma þegar fyrsta blómið teyg- ir sig upp úr moldinni. Að lokum verður þetta mikil litadýrð. Þessi bók var samin fyrir yngstu börnin, sem lestrarbók, og ég er að vonast til þess að það verði einnig hægt að nota hana til þess að gera þau með- vitaðri um umhverfisvernd, að mað- urinn sé ekki settur yfir umhverfi sitt til að eyðileggja það." KK fw: 'mi T* II í íuHjH RUNNI Ste i ngrí m ur þyki r sérle^a n dsföS urle g ur. Hann tekur s\\cj vel út me<3 fiín ý m s u t JpjótJlej*-1 h ö f u$ f Öt' 03 er sm i3ur 5c»<3ur. þd5 er mél mannð a 5 ha nn sé v'ðe n n v í <3 Aýr 05 menn,ungdsem aidna, til sjBvar o aj ive ita, ríka sevn fá- taeka, feita Sem granna, Stóra sem smáa, hvíta, Svarta, gula, rauáa. Steingrírnur er elsk- aSur 00 Aá&vr ar\anós-

x

Helgarpósturinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Helgarpósturinn
https://timarit.is/publication/47

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.