Helgarpósturinn - 26.11.1987, Side 27

Helgarpósturinn - 26.11.1987, Side 27
BÖKMENNTIR Ur reynsluheimi karlmanns Einar Kárason: Söngur uilliandarinnar ars Kárasonar beðið eftir þessari nýju bók, spenntir að sjá hvað tæki við af „Eyjabókunum". Einar hefur sjálfur lýst því yfir í blaðaviðtölum að smásagnagerð hans sé hvíld frá átökunum við hinar viðamiklu Eyja-skáldsögur hvers samning hafi oft á tíðum rænt hann svefni; viö smásagnagerðina hafi hann verið afslappaðri. Það má vissulega deila um hve „viðamiklar" Eyjasögurnar eru, varla teljast þær mjög viða- mikiar ef miðað er við blaðsíðu- fjölda en á hinn bóginn get ég vel fallist á að efnislega sé um að ræða breiða sögu og að baki sagnagerð- inni liggi mikil vinna, heimildasöfn- un o.s.frv. Aðalsmerki Eyjabókanna er þó ótvírætt húmorinn, sem oft á tíðum er kostulegur, og er án efa helsta skýringin á vinsældum sagnanna. I þessari nýju bók er það enn húm- orinn sem höfundur veðjar á. I síð- ustu sögunni („Því enginn má fara yfir þröskuld hjá öðrum án þess að hafa dómsúrskurð fyrir því“) má reyndar finna náinn skyldleika með Eyjasögunum, hvað varðar per- sónusköpun, sögusvið og efni. En ég get þó ekki varist þeirri hugsun að kannski hafi Einar verið einum of ,,afslappaður“ við smíði þessara sagna; í þær vantar mikið af slag- krafti títtnefndra skáldsagna hans. Söngur villiandarinnar saman- stendur af sjö smásögum sem allar eru sagðar í fyrstu persónu út frá sjónarhorni karlkyns frásagnar- manns. Þrjár sagnanna lýsa bernskureynslu frásagnarmanns. „Sorgarsaga" segir frá ungum dreng sem sýnir engin tilfinningaviðbrögð við dauða fósturmóður sinnar (sem honum þótti þó mjög vænt um að eigin sögn) en brotnar niður af sorg og örvæntingu þegar kötturinn hans deyr. Vera má að einhverjir kunni að lesa einfalda sálfræði út úr sögunni: ójá sorg drengsins yfir móðurmissinum brýst fram við seinna áfallið, kattarmissinn (og væri þá sá skilningur skyldur upplif- un ættingja drengsins í sögunni, sem undrast kaldlyndi hans framan af). En í raun býður sagan ekki upp á slíkan lestur, miklu fremur virðist sem yfirborðsmerking textans, að drengurinn taki kattarmissinn sér miklu nær en móðurmissinn, sé sönn og má kannski enn beita ein- faldri sálfræði og segja sem svo að takmarkalaust eftirlæti í uppeldinu hafi ekki ræktað með drengnum sannar tilfinningar í garð fóstur- uppfullan sjálfsblekkingar. Sögulok eru óvænt og snjöll og sagan í heild vel skrifuð og hnitmiðuð. Þær tvær sögur sem enn er óget- ið, „Rörsteypan og blaðið" og „Því enginn má fara yfir þröskuld...“, eiga það sameiginlegt að í þeim er frá- sögnin að mestu leyti byggð upp á fyllerísrausi og karlagrobbi. Sú fyrri lýsir sambandi sögumanns (sem rGiSiéypu cíi dreyriiií urú . stórfenglegan blaðamannsferil) við ungan ríkisbubba (og auðvitað alkó- hólista) sem dregur hann með sér á fyllerí undir því yfirskini að greiða honum götu inn í blaðamennskuna. Sagan lýsir grátbroslegum drykkju- siðum með tilheyrandi röfli og ragnarökum. Það dregur nokkuð úr heildaráhrifum sögunnar hversu staðlaðar týpur persónurnar báðar eru. Síðari sagan lýsir utangarðsfólki, geðveiku og drykkjusjúku, og minnir eins og áður er sagt á Eyjasögurnar, hvað varðar efni og persónur. Vel má halda því fram að smá- sögur Einars séu sprottnar upp úr, og lýsi, reynsluheimi karlmanns. Sá heimur sem birtist í þessum sögum einkennist víða af hinum „hörðu gildum“; heftum tilfinningum, strákapörum, slarki, fylleríisrausi og grobbi. Það skal þó undirstrikað hér að sögumaður er „írónískur" í flestum tilvikum, stendur á vissan hátt utan og ofan við frásögnina (þó hún sé í fyrstu persónu); lýsir at- burðum með hæðnisglott á vör. Reyndar eru skopid og hádid þau stílbrögð sem allar sögurnar byggj- ast á. Þetta kaldhæðnislega yfirbragð sagnanna dregur að vissu leyti úr skoplegum áhrifum; húmorinn virk- ar yfirdrifinn (brandari brandarans vegna), vegna írónískrar fjarlægðar sögumanns, sem einnig dregur úr einlægni frásagnarinnar. Þetta má m.a. sjá í ýmsum persónulýsingum sagnanna. Persónurnar verða frem- ur einlitar í takmarkalausri heimsku sinni og karlrembu. Getur verið að höfund skorti þá samúð með per- sónunum sem lesendur fundu svo vel í Eyjabókunum og nauðsynleg er til að gæða frásögnina einlægni og trúverðugleika og persónurnar lífi? Þótt margar af sögum þessa safns séu ágætlega skrifaðar held ég að fæstar hafi þær gildi framyfir frumlesturinn, þ.e. það má vel brosa að þeim við fyrsta lestur en þær skilja ekki mikið eftir í hugskoti lesandans. Vonandi býður Einar lesendum sínu upp á metnaðarfyllri texta í framtíðinni, hann hefur ótvírætt sýnt að honum er lagið að segja sögur. Endanlega er það kannski efniviðurinn sem gerir herslumuninn, hér er hann einfaldlega ekki nógu spennandi, í flestum tilvikum. Soffía Auður Birgisdóttir Þótt margar af sögum þessa safns séu ágœtlega skrifaðar held ég að fæstar hafi þœr gildi framyfir frumlesturinn, þ.e. það má vel brosa að þeim við fyrsta lestur en þœr skilja ekki mikið eftir í hugskoti lesandans. Vonandi býður Einar lesendum sínum upp á metnaðarfyllri texta í framtíðinni. Sja: Ur reynsluheimi karlmanns móður sinnar. Þó sagan sé á köflum fyndin er það galli hversu einföld hún í raun er, lesanda grunar fljótt söguframvindu og sögulok, þau liggja einhvern veginn svo í augum uppi. (Æjá svo deyr kötturinn og þá tapar drengurinn sér, varð manni hugsað þegar Einar hafði lesið helming sögunnar upp á bók- menntahátíð í haust.) „Kveldúlfs þáttur kjörbúðar" er stutt frásögn ort út frá þeim kunna vísdómi að ekki sé allt sem sýnist; fagurt yfirborð sé engin sönnun fyr- ir fegurð hins innra. Sagan segir í stuttu máli frá tveimur drengjum sem eru sem andstæður í framkomu og ytra útliti. Nonni (hinn yfirborðs- fagri) „geislaði svo af hreinlyndi að hann var alltaf látinn leika trésmið- inn Jósef í árlegri uppfærslu biblíu- sögukennarans á jólaguðspjallinu”. Hinn drengurinn (sögumaður) er hins vegar þessi kæruleysislega týpa sem aldrei stendur upp fyrir konum og öldruðum í strætó. Það reynist þó leynast flagð undir hinu fagra skinni; Nonni er hinn liðtæk- asti búðahnuplari og stelur grimmt úr kjörbúð hverfisins. Hann bregst við af snilld stórþjófsins þegar kjör- búðareigendur (smeðjulega kaup- mannsfjölskyldan) bera upp á hann sökina, snýr sig út úr vandræðunum með stórfenglegu píslarvætti og linnir ekki sögunni fyrr en kjörbúð- areigendur hafa hrakist úr hverfinu vegna hefndaraðgerða hverfisbúa. Nokkuð smellin frásögn en þyldi varla endurtekinn lestur (sem og raunar flestar sagnanna). Titilsaga bókarinnar, „Söngur villiandarinnar", hefur smellna byrj- un sem þó er ekki allskostar í sam- hengi við framhaldið. Megnið af frá- sögninni snýst um að lýsa fjöl- skylduboði borgaralegrar fjölskyldu (hræsnisfullt, leiðinlegt fólk, ríki sér- gæskufulli nískupúkinn, kölkuð væmin amma, afi út úr heiminum, heimskur sentímental Vestur-ís- lendingur o.s.frv.). Innantómum samræðum þessa borgaralega pakks er lýst frá sjónarhorni drengs sem nýtur þess mest að sjá ættingj- ana rífast og koma höggi hvern á annan. Þessi fjölskyldulýsing er mjög í ætt við ádeilutexta nýraun- sæisins (t.a.m. í sögum Ólafs Hauks Símonarsonar) og brandararnir ná ekki að rífa lesandann upp úr þreytuástandi sem svo lýsingar óhjákvæmilega kalla fram. Tvær sagnanna, „Töfrafjallið" og „Opus Magnum", hafa að sögu- mönnum „andans menn“ sem eiga það sameiginlegt að búa yfir vafa- samri geðheilsu og lifa í kátlegri blekkingu um eigið (og annarra) ágæti. I hinni fyrrnefndu er sögu- maður búinn að ráða sig til kennslu- starfa í sjávarþorpi úti á landi (leitar friðar og hvíldar) og finnur hann þar samfélag „snillinga" sem hann átti síst von á í slíku krummaskuði. Hér liggur áhersla textans á hæðnisfull- um lýsingum á ,tilvistarkrepptum listamönnum" sem ofmeta sjálfa sig ofar allri skynsemi. Síðarnefnda sagan er ein besta saga bókarinnar, að mínu mati. Rithöfundur á leið til útgefanda með „meistaraverkið" í farteskinu, segir frá tilurð verksins og þeirri „reynslu" sem hann hefur aflað sér til að geta sem best miðlað lífsreynslu söguhetju sinnar: Vignis Erkiengils. Írónísk fjarlægð sögu- höfundar á sögumann veldur hins vegar því að lesandinn sér rithöf- undinn sem drykkjusjúkan ræfil, SJÓNVARP Grá/bleik útsending ÚTVARP Af dœgurmálum Upp er risin sérkennileg deila í Ríkisútvarpinu, dægurmálaút- varpi Rásar 2, nánar tiltekið. Þar hefur verið hinn ágætasti maður með pistla sem fjalla um fjölmiðla og heitir sá Illugi Jökulsson. Hann fór um daginn nokkuð háðulegum orðum um Ómar Ragnarsson og einhvern spurningaþátt sem þessi Ómar er með í sjónvarpinu. En viti menn: Þegar í stað kom einhver Iandsbyggðargaukur í útvarpið og mótmælti því harðlega að llluga gæti fundist þættirnir hans Ómars leiðinlegir og ófyndnir. Sérstak- lega mótmælti hann því að lands- byggðarfólkið sýndi á sér slæma hlið í skemmtiatriðum þáttanna og alfarið var maðurinn á móti því að Illugi drægi dár að andanum í ungmennafélögum. Taldi maður- inn að ef lllugi fengi eitthvað sér- stakt út úr því að nöldra þá væri hann á réttri hillu. Þetta er aðeins ein hlið á snar- furðulegu dægurmálaútvarpi Rás- ar 2. Þarna eru fullt af alskonar pistlahöfundum sem allir keppast við að vera fyndnir í sama stílnum Flosi, Jón Órn Marinósson, ein- hver sem talar um nippa, einhver sem talaði um ráðhúsið, Þórður eitthvað að mig minnir. Allir þessir menn nota sama stílinn, góðlát- legan hæðnistíl, gjarna vitnað í kunningjann sem aldrei er til o.s.frv. Þetta er í raun séríslensk- ara en byggingarstíllinn á ráðhús- inu. Fyrir utan þetta eru einhverj- ar konur með heilsuþátt sem þær taka upp úr bandarískri bók. Einar Kárason hefur dottið úr sambandi um 1970 og rekur ekki minni til að það hafi verið spiluð tónlist í þess- um heimi síðan, hvað þá að þeir sem hafi spilað hana hafi tekið upp og gefið út. Stefán Jón Haf- stein heldur um talað orð í útvarp að meiru skipti magn en gæði. Dægurmálaútvarp átti að verða skrautfjöður. í staðinn hefur þetta orðið ruglingslegur samtíningur úr öllum áttum. Illugi má þó eiga það að hann hitti naglann á höfuð- ið þegar hann talaði um þáttinn hans Ómars. KK Það er nokkuð dæmigert með okkur íslendinga að þegar nýir þættir hefja göngu sína sitjum við og horfum gagnrýnum augum á stjórnendur og reynum oftar en ekki að finna galla við þá og efnið sem um er fjallað. Slíka umfjöllun fékk þátturinn 19.19 lengi vel. Að- allega virtist manni þó sem fólk gagnrýndi mest stjórnendurna, Helga Pétursson og Valgerði Matthíasdóttur. Það var með ólík- indum hvað fólk gat látið fara í taugarnar á sér hvernig Valgerður var klædd. Einu sinni vogaði stúlk- an sér að vera í gráum og bleikum klæðnaði í stíl við litasamsetningu í stúdíói. Það sýndi sig að það borgaði sig ekki að lýsa því yfir að mér hefði fundist þetta smart. Umsvifalaust dundu yfir mann yf- irlýsingar um hverslags snobb maður væri eiginlega, hvort mað- ur sæi ekki hvað þetta væru væmnir litir og þar fram eftir göt- unum. Þetta kemur í rauninni ekkert gagnrýni um sjónvarp við. Ekki frekar en þegar fólk nær ekki and- anum yfir því að félagsmálaráð- herra skuli ekki vera búin að klippa sig samkvæmt einhverri nýrri línu sem fólk efar ekki að klæði hana stórkostlega. Mergur- inn málsins er sem sé sá að við Is- lendingar virðumst alls ekki geta unnt fólki þess að gera einhverja hluti betur en við getum sjálf. Um leið og sá eða sú sem enginn þoldi af fyrrgreindum ástæðum hverfur af skjánum eða af sjónarsviðinu, er byrjað að gagnrýna arftakann. „Ég þoli ekki stelpuna sem er núna með Helga í þáttunum..."! Bráðum getum við hætt að pirr- ast út í sjónvarpsfólkið. Bráðum byrjar nefnilega desember og þá rignir yfir okkur þvílíku auglýs- ingaflóði að allt venjulegt fólk fell- ur í skuggann. Við getum gagn- rýnt þá sem troða inn á okkur allt- of vel gerðum auglýsingum sem valda því að í þrjár vikur sofnum við út frá óskum: „Mig langar í þetta í jólagjöf!" „Ég á ekki svona, svona langar mig í.“ AKM Tommi hver ertu? Tungumál fuglanna höf. Tómas Dauídsson útg. Svart á hvítu Það stendur á kápu þessarar bók- ar að höfundur skrifi undir dulnefni af því að hann vilji að umræður um bókina snúist um bókmenntir og samfélag, en ekki lífsreynslu hans sjálfs. Það virðist vera tilgangurinn, að skapa umræðu um eitthvað af því sem höfundurinn er að segja, en ekki hver hann er. Það er brandari. Það stendur líka aftan á bókar- kápunni að þetta sé nýstárlegt verk, auðvitað tímamótaverk eins og öll önnur, á manni að skiljast. Það er líka brandari. Reyndar eru þessir brandarar báðir lélegir, svo lélegir að þeir eru næsta sorglegir. Þetta er einhvers konar pólitískur reyfari. Sem slíkur er hann næsta hlægilegur, óspennandi, illa upp- byggður. Sérstaklega ef tekið er tillit til þess að þetta á allt að vera svo raunverulegt, það stendur líka á bókarkápunni að þessir atburðir hafi gerst, geti gerst, eigi örugglega eftir að gerast, kannski ekki ná- kvæmlega með þessum orðum, en þetta er merkingin. Ég nenni ekki að fara út í nákvæmar útlistanir á bókmenntalegri hlið á uppbyggingu reyfara, en það liggur í augum uppi að Tungumál fuglanna stenst ekki HELGARPÓSTURINN 27

x

Helgarpósturinn

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Helgarpósturinn
https://timarit.is/publication/47

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.