Helgarpósturinn - 26.11.1987, Blaðsíða 37

Helgarpósturinn - 26.11.1987, Blaðsíða 37
BOKMENNTIR Þörf og tímabœr ádrepa Deilt á dómaranci eftir Jón Steinar Gunnlaugsson, hrl. Almenna bókafélagid, 1987. (138 bls.) Sumir vilja halda því fram, að vel- flestir lögfræðingar þessa lands séu vanhæfir til þess að ræða fræðigrein sína og ýms lögfræðileg álitamál nema með beinni tilvísan ti! laga og viðurkenndra lagatúlkana. Þannig getur það orðið harla erfitt fyrir leikmenn að setja á umræður við lögfræðimenntað fólk, því viðkvæð- ið er ávallt hið sama, nefnilega, að maður kunni ekki neitt í lögfræði og sé þannig sjálfkrafa dæmdur úr leik. Og þegar maður viðurkennir, að vissulega sé maður ekki lögfræði- menntaður og kunni því e.t.v. ekki að gera full skil á hörðum lagabók- staf og viðteknum lagatúlkunum, þykist hinn lögmenntaði hafa pálm- ann í höndunum. Þetta er náttúrlega hrein og klár þröngsýni lögfræðingsins og að lík- indum áunnin minnimáttarkennd ofan úr lagadeild háskólans. Hvert einasta mannsbarn á og má hafa skoðanir á lögum landsins og dóm- um dómstólanna að því tilskildu, að viðkomandi styðji mál sitt rökum. Þess vegna er því komið hér á fram- færi við þá almennu menn, sem lenda í þessari einkennilegu að- stöðu, að fá lögfræðinginn til þess að víkja talinu frá lögunum og ræða þess í stað anda laganna og dóma í ljósi anda laganna. Til þess eru allar skyni bornar ver- ur hæfar. Lög, lagabálkar, stjórnarskrár- ákvæði og dómar byggðir á framan- töldu geta ávallt orkað tvímælis og eins og annað af því tæi má og á að velta vöngum yfir þvílíku umhugs- unarefni. Sum þessara álitamála lúta að grundvallaratriðum réttinda manna og stöðu þeirra í samfélag- inu. Heimspeki laganna og rammi þjóðfélagsskipaninnar, eins og hann er settur samkvæmt stjórnar- skránni, eru umræðuefni og álita- mál allra en ekki bara sérskipaðra og oft og tíðum þröngsýnna lög- fræðinga, sem eru uppfullir af „10 fermetra lögfræðinni", sem kennd er í háskólanum. Þess vegna á bók Jóns Steinars Gunnlaugssonar um Hæstarétt, DEILTÁ DÓMARANA, erindi til alls þorra almennings. Jón Steinar á hrós skilið fyrir að „rjúfa þagnar- múrinn“ og fjalla um hina heilögu belju, sem Hæstiréttur hefur ávallt verið. Hæstiréttur Islands á að vera ein af merkustu stofnunum þessa samfélags og hlutverk hans er geysi- lega mikilvægt. Þess uegna á að vera STÖÐUG umrœda um þennan œðsta dómstól okkar og niöurstöð- ur hans í grunduallarmálum, eins og þeim, sem Jón Steinar fjallar um í bók sinni. Ég geri ráð fyrir að Jón Steinar hafi þurft á talsverðu hugrekki að halda til þess að rjúfa þögnina. Hafi hann ævinlega þakkir fyrir framtak sitt. Raunar kemur fram í bókinni, að höfundur hafi þurft á siðferðileg- um stuðningi að halda, því hann segir í formálsorðum, að hann hafi orðið „bæði undrandi og glaður yfir þeirri miklu hvatningu", sem hann hafi nær undantekningarlaust feng- ið við skrif bókarinnar. En víkjum að bókinni sem slíkri. Fyrir blaðamann er annar kafli bókarinnar áhugaverðastur, en þar fjallar hann um 72. grein stjórnar- skrárinnar vegna tveggja dóms- mála, málsins vegna Frjáls útuarps (Valhallarútvarpið svokallaða) og Spegilsmálsins. I útvarpsmálinu hafnaði Hæstiréttur þeirri túlkun Jóns Steinars o.fl., að „prentfrelsis- ákvæði“ stjórnarskrárinnar næði al- mennt til tjáningarfrelsis með breyttri tækni, nýjum tímum og aðild íslands að ýmsum erlendum sáttmálum um þetta efni. í Spegilsmálinu telur Jón Steinar, að Hæstiréttur hafi ósköp einfald- lega dæmt í blóra viö 72. grein stjórnarskrárinnar, þar sem segir: „Huer maður á rétt á að láta í Ijósi hugsanir sínar á prenti; þó uerður hann að ábyrgjast þœr fyrir dómi. Ritskoðun og aðrar tálmanir fyrir prentfrelsi má aldrei í lög leiða." Þannig eru allar tálmanir á tján- ingarfrelsi og prentfrelsi fyrirfram óheimilar, en þessi regla var ekki virt í Spegilsmálinu og útgefandinn dæmdur. Höfundur slær því fram í hálfkæringi(?), að málareksturinn gegn Spegli hafi helgast af þessu: „Útgefandinn er nefnilega hann Úlfar, sem vann á Þjóðviljanum. Svo var hann víst með einhvern óþverraskap í blaðinu." Það skyldi þó aldrei vera, að þetta hafi verið í bakþanka þeirra, sem sóttu að Speglinum á sínum tíma. í bókinni Deilt á dómarana fjallar höfundurinn síðan um Skatta og uernd eignarréttar (40., 67. óg 77. greinar stjórnarskrárinnar, m.a. Kjarnfóðurgjaldsmálið og Gengis- munarmálið). Varðandi skattinn rekur Jón Steinar hvernig löggjaf- inn hefur afsalað sér stjórnarskrár- vernduðu valdi sínu til skattlagning- ar. Þá víkur höfundur jafnframt að því mikilvæga máli sem er útgáfa bráðabirgðalaga og hvað felist í hugtakinu „brýn nauðsyn", sem eru þau orð, sem notuð eru í 28. grein stjórnarskrárinnar, þegar réttlætt er heimild til útgáfu slíkra laga. Loks víkur sögunni að félaga- frelsi, sem er tryggt í 73. grein stjórnarskrárinnar. Þar segir frá máli bónda nokkurs, sem vildi ráða því sjálfur, í skjóli félagafrelsis, hvort hann ætti aðild að Stéttarsambandi bænda og búnaðarfélagi. í heild er hægt að draga saman niðurstöðu Jóns Steinars Gunnlaugs- sonar með þeim orðum, að Hæsta- rétti íslands sé fyrirmunað að dæma í samræmi við „prinsípp", þ.e. grundvallarreglur þær, sem stjórn- arskráin kveður á um. Að auki dragi Hæstiréttur taum rík- isins, rökstyðji ekki niðurstöður sín- ar nema að takmörkuðu leyti og höfundur beinir þeim tímabæru áhrinsorðum til blaðamanna, að þeir verði að leggja harðar að sér við umfjöllun um dóma og fá til þess liðveislu lögfræðinga. Undir þetta er tekið. Bókin Deilt á dómarana er stutt bók og aðgengileg almenningi í framsetningu, þótt undirrituðum hefði þótt meiri akkur í ítarlegri út- tekt á Hæstarétti og störfum hans. Málfar er gott og raunar furðugott miðað við, að lögfræðingur heldur á .penna! Bókin er merkilega laus við alls kyns „frasá' úr lögfræðinni og ættu sem flestir að verða sér úti um þessa bók, sem á sinn hátt brýtur blað í umræðu um lögfræði og dóm- stóla hér á landi. Halldór Halldórsson LITRIK ÞJONUSTA Optö 10-18.45 Laugardaga og sunnudaga 10—16 Austurströnd 6 Seltjarnarnesi Sími 612344 Gisting Veitingasala Bar Bíó Fundarsalir Ráöstefnur Dans HÖTEL VALASKJÁLF EGILSSTÖÐUM Sími: 97-1500 DESEMBERTILBŒ)! Nú getur þú fengið þennan 6 sæta leður- hornsófa á aðeins 75.500 kr. staðgreitt og líka með afborgunarskilmálum. Aðeins örfáir sófar eftir. HELGARPÓSTURINN 37

x

Helgarpósturinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Helgarpósturinn
https://timarit.is/publication/47

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.