Helgarpósturinn - 26.11.1987, Blaðsíða 23

Helgarpósturinn - 26.11.1987, Blaðsíða 23
Reyni að skapa falleg hljóð Mist Þorkelsdóttir tónskáld rœdir um verk sitt Fantasea og fleira tengt því aö vera tónskáld Á áskriftartónleikum Sinfóníuhljómsveitar íslands sem haldnir verða í kvöld, fimmtudagskvöld, verður frum- flutt nýtt verk eftir ungt íslenskt tónskáld, Misti Þorkels- dóttur. Þetta er fyrsta stóra hljómsveitarverkið sem Mist skrifar en hún er í hópi okkar mörgu ungu og efnilegu tónskálda. HP bað Misti greina frá verkinu og tilurð þess. EFTIR KRISTJAN KRISTJANSSON MYND JIM SMART „Verkið heitir Fantasea og var samið i fyrra. Hugmyndin að þvi varð til þegar ég var á ferðalagi í Túnis og virti fyrir mér söguslóðir þar sem liggja að sjónum gamlar borgir sem eru fraegar í mannkyns- sögunni og eyju sem liggur rétt utan við landið þar sem sírenur höfðu að- setur og steyptu sjómönnum í glöt- un með fögrum söng. Það eru ýms- ar sögur sem koma upp í hugann á svona stað og margt sem þar hefur gerst en samt er þessi sjór svo slétt- ur og felldur, dökkblár, heitur og öldurnar mjúkar. Hann er eiginlega viðburðalítill og sagan tengist öllum þessum sjó og þetta verk mitt er semsagt fantasía um þennan sjó. Eg vona bara að þessi áhrif nái að kom- ast í gegn og til áheyrenda, að það verði fleiri sem skynja þau en ég.“ — Hvernig túlkar maður sjó í tón- list? „Ja, tónlistin er náttúrulega tján- ingarmáti en kannski er hún mest abstrakt af öllum listformum hvað varðar tjáningu. En ég geri ráð fyrir að maður fari með tónana eins og rithöfundur fer með orð, eða málari með pensil. Vegna þess að ég er ekki að túlka einstaka viðburði eða atvik, heldur allan þennan sjó, þá er ekki tilefni til að láta einstaka hljóð- færi tákna eitthvað ákveðið, en þó má segja að pákurnar tákni undir- ölduna og um leið verða þær undir- staðan í verkinu. Þetta er frekar stutt verk og kannski má segja að það gerist ekki svo óskaplega stórir hlutir í því. Það er eins og sjórinn og á að gefa ímyndunaraflinu lausan tauminn." — Hvernig hefur gengið að æfa verkið? „Fyrsta æfingin var á þriðjudags- morguninn. Reyndar er hljómsveit- in búin að hafa verkið í höndum síð- an í vor, þ.e.a.s. hvert hljóðfæri hefur haft sína rödd, en þetta var í fyrsta skipti sem hljómsveitin kom saman og spilaði það. Hljómsveitarstjórinn var svo auðvitað búinn að hafa nót- urnar í höndunum nokkurn tíma og gera sér grein fyrir því hvernig hann vildi hafa þetta.“ — Hvernig er að heyra verkið sitt hljóma í fyrsta skipti með heilli hljómsveit? „Þetta var óneitanlega dálítið sjokk. Allt þetta fólk að spila nóturn- ar sem ég hef skrifað. Eg hef ekki áöur skrifað fyrir stóra hljómsveit og hún er mér því nýr miðill sem ég hef kannski ekki alveg gert mér grein fyrir hvernig myndi hljóma. En óneitanlega verður maður nervös, þetta er partur af manni sem maður er að upplýsa fyrir öll- um sem vilja vita. En það var virki- lega spennandi að heyra þetta allt saman þó að stundum óskaði ég þess að maður gæti bara látið það nægja, að heyra verkið bara svona prívat, og mætti síðan stinga því of- an í skúffu. Samt væri maður ekki að þessu nema að hafa eitthvað að segja en á hinn bóginn er maður berskjaldaður." — Er öðruvísi að skrifa fyrir stóra hljómsveit heldur en smærri verk, kannski erfiðara á einhvern hátt? „Ja, það er kannski erfiðara fyrst og fremst hvað varðar praktísku hliðina, öll vinnan sem fer í að skrifa allar þessar nótur fyrir heila hljóm- sveit. En það er kannski ekki neitt erfiðara í sjálfu sér að hugsa og semja verkið, sérstaklega ef maður hefur alla tæknina sem þarf á hreinu. En auðvitað er það miklu flóknara, því það eru svo mörg lit- brigði í heilli hljómsveit sem ekki eru i litlum kvartettum eða þvíum- liku. Þegar ég er að skrifa fyrir hljóm- sveit eru svo margir möguleikar sem ég þekki ekki vegna þess að ég hef ekki reynslu í að skrifa fyrir hana, það er kannski eitthvað sem ég ímynda mér að komi til með að hljóma svona eða hinsegin, en mér tekst kannski ekki að ná því fram af því að ég er ekki meðvituð um alla þá möguleika sem mér bjóðast. Þetta má t.d. segja um styrkinn. Það er mjög vandasamt fyrir reynslu- lausa manneskju að ákveða styrk hvers hijóðfæris þannig að það hljómi útúr en samt sem hluti af heildinni. Það væri mjög gott í þessu sambandi ef það væri hægt í tón- smíðanáminu að fá verkin sín leik- in, til þess að heyra hvernig þau hljóma og læra af því.“ — Hvernig er það þegar þú ert að skrifa, hljómar þá öll hljómsveitin inni í hausnum á þér? „Já, hún gerir það að einhverju leyti, það er kannski ekki svo af- skaplega flókið mál, það kemur með æfingunni. Hljómsveitarstjórar þurfa t.d. að geta látið hljómsveit hljóma inni í sér til þess að vita hverju þeir ætla að ná fram í verk- inu.“ — Mörgu fólki finnst nútímatón- list oft vera frekar ljót, hugsar þú mikið um fegurð verks þegar þú ert að skrifa? „Já, það geri ég, tvímælalaust. Það er vissulega þannig að sumir semja tónverk sem eiga ekki að vera falleg og oft eru verk spennandi þó þau séu ekki falleg. Fyrir mig skiptir hinsvegar músíkin miklu máli í verkinu og það er mitt markmið að skapa falleg hljóð. Þetta verk er t.d. ekki ómstrítt, heldur er það að mínu viti hljómfagurt." — Geta tónskáld notið eigin verka eða eru þau alltaf að hugsa út í smáatriði; ég hefði átt að hafa þetta eða hitt öðruvísi o.s.frv? „Ég hugsa að það sé misjafnt, það fer sjálfsagt eftir því hversu ánægð- ur maður er með verkið frá upphafi. Þetta fer líka eftir flutningnum, ef það er mjög vel flutt þá finnst manni maður hafa haft erindi sem erfiði, hafa gefið eitthvað. En eins og t.d. þegar ég hlustaði á hljómsveitina spila verkið í fyrsta sinn þá reyndi ég að hlusta „objektíft", vegna þess að ég þurfti að vita hvort ég vildi breyta einhverju. Stundum spilar maður líka eigin verk af spólu til að læra af þeim frekar en að skemmta sér.“ — Er það versta sem hent getur tónskáld — að hlýða á verkið sitt illa flutt? „Já, ég hugsa að það sé ekki fjarri lagi. Það er eiginlega verra en að heyra það ekki flutt. Ég minnist verks eftir mig sem flutt var mjög illa í Svíþjóð. Mér leið illa undir því, þetta var bara alls ekki sannleikur- inn.“ — Þannig að þið eigið mikið undir hljómsveitarstjórum og hljóðfæra- leikurum komið? „Já, mjög mikið." — Ertu orðin spennt fyrir fimmtu- dagskvöldið? „Já, bæði spennt og kvíðin." Veit ekki hver þessi Ebeneser er segir Kjartan Árnason í viötali um nýtt smásagnasafn sitt. Um þessar mundir er að koma út smásagnasafn eftir ungari höfurid, Kjartan Árnason. Það er bókafor- lagið Örlagið sem gefur bókina út, en það er í eigu Kjartans sjálfs. Örlagið hefur sent frá sér eina bók áður, Ijóðabók Kjartans Dagbók Lazarusar, sem kom át í fyrra. Smá- sagnasafnið sem nú kemur út heitir Frostmark og það er reyndar eftir- nafn persónu sem kemur víða uið sögu, Ebenesar Frostmarks. Það lá því beint við að spyrja Kjartan um það hver þessi Ebeneser er? „Hann er persóna í einni sögunni en kemur reyndar víðar við sögu án þess að vera persóna. Ég átta mig ekki alveg á þessum náunga, hann er eiginlega hálfgerð slettireka. Hann tjáir sig á undan hverri sögu og á þess vegna innkomu í þær allar. Hann gengur í gegnum alla bókina alveg frá fyrstu síðu aftur á bak- síðuna en þar segir frá því þegar Ebeneser kemur í bókabúð og sér Frostmarkið og skilur að bókin er bókin um hann. En hann er líka maðurinn með stóru emmi.“ —Hvenær skrifaðirðu þessar sögur? „Ég byrjaði á þeim um haustið ’85 og þá síðustu skrifaði ég í sumar sem leið. En auðvitað hafa þær breyst í meðförum þennan tíma sem liðið hefur frá því að ég byrjaði á fyrstu sögunni. Ég er búinn að krukka í þær meira og minna og hefði getað verið að því það sem eftir er ævinnar. Ég nenni því bara ekki lengur enda er það fullt starf og maður gerir ekki annað á meðan, fæst ekki við neitt nýtt. Maður fær leið á því sem maður er svona á kafi í, það vantar fjarlægðina sem er svo nauðsynleg. Að vísu lágu sögurnar í salti meðan ég var í sumarfríi og þegar ég kom til baka strikaði ég út alveg helling af efni. Ef ég hefði látið þær Iiggja í 10 til 15 ár hefðu þær sennilega orðið samtals 20 blaðsíð- ur, hnitmiðaðar og skorinorðar. Þá hefði komið fram þessi eini sanni kjarni sem menn eru alltaf að leita i bókmenntunum. Reyndar er ein saga í bókinni sem fjallar um lítinn þungan kjarna.” — Segðu mér eitthvað um sög- urnar. „Þetta eru ólíkar sögur að efni og einhverju leyti að framsetningu líka. Það er eríitt að segja til um hvað það er sem sýnir að sögurnar eru allar skrifaðar af sama manni, það er þá einna helst stíllinn, og svo er auðvit- að alltaf eitthvað af manni sjálfum í verkunum. Hjá því verður ekki komist hvernig sem maður reynir. Þaö eru í þessum sögum alls kyns persónur sem mér er misvel við og sumar eru hálfgerðar, og kannski að öllu leyti, persónur sem skrifa sig sjálfar. Það eina sem maður getur gert er að fylgja þeim eftir og þar sem þær eru sjálfstæðar þá verða þær manni mishugþekkar. Ein persónan er t.d. alltaf að predika, hún gerir það bara, verður að gera það af því að það er þessi týpa. Ég fylgi henni bara eftir. Það má eigin- lega segja að það skapist eins konar ástar/haturssamband milli persón- unnar og höfundarins.” — Þú dreifir bókinni sjálfur auk þess að gefa út, hvernig er að standa í því að koma sér á framfæri innan um alla risana í bókaútgáfunni? „Þetta er mikið vafstur og krefst þess að maður sinni öðrum hlutum en þeim sem manni eru kærastir. Annars er líka margt skemmtilegt í þessu, t.d. hef ég þurft að rekja ættir mínar í símann við bóksala bæði á ísafirði og á Húsavík og var heppinn að eiga ættir að rekja á báða staði. Þeir tóku báðir bókina.” KK HELGARPÓSTURINN 23

x

Helgarpósturinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Helgarpósturinn
https://timarit.is/publication/47

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.