Helgarpósturinn - 26.11.1987, Blaðsíða 28

Helgarpósturinn - 26.11.1987, Blaðsíða 28
slíka skoðun. Reyndar er reyfara- formið mjög einfalt, en það er ein- falt vegna þess að í því gilda lögmál spennu og eftirvæntingar. Lesand- inn þarf að fá spennu og eftirvænt- ingu í staðinn fyrir hina listrænu spennu sem einkennir fagurbók- menntir. Um leið mega reyfarar alveg vera vel skrifaðir, persónurn- ar ve! úr garði gerðar, plottið flókið og erfitt úrlausnar. Auðvitað er það sjaldnast þannig, en þegar það gerist þá er reyfarinn góður, hann er góðar bókmenntir. Dæmi um þetta eru t.d. sögur Raymonds Chandler um einkaspæjarann Marlowe. Tungumál fuglanna er ekki spenn- andi. Hún er það ekki vegna þess að dramatísk atburðarás dettur niður með jöfnu millibili þegar söguhetj- an fer að ræða samfélagið við ein- hverja aðra. Þessar samræður eru nöturlegar, illa skrifaðar frá bók- menntalegri hlið og að auki svo naív hvað varðar innihald að leitun er að öðru eins. Persónusköpunin er hallærisleg, reyndar er aðalpersón- an ekki einu sinni sæmilega skýrt mótuð og ef að það hefur verið meiningin að setja lesandann í sið- ferðislega klípu hlýtur höfundurinn að hafa gleymt því þegar hann var að flýta sér að klára bókina. Bókin er skrifuð af raunsæi, allt sem gerist á að geta gerst, fræðilega a.m.k., miðað við það eru í henni eitthvað u.þ.b. hundrað þúsund gloppur í uppbyggingu og framsetningu. Eg nenni ekki að eyða í þetta meiri tíma og dýrmætu plássi. Hafi það í alvöru verið tilgangur höfundar að vekja umræðu um fjöi- miðla, samféiag, hvaðan og hvernig upplýsingar geta borist til blaðanna og ábyrgð þeirra á birtingu upplýs- inga held ég að hann hefði eins get- að skrifað kjallaragrein í DV. Mér finnst hins vegar miklu líklegra að þetta með dulnefnið sé útgáfutrix og sem slíkt er það vel heppnað án efa. Það vekur upp einu spurning- una sem er í alvöru þess virði að ræða hana; hver er Tómas Davíðs- son og af hverju gerir hann ekki eitt- hvað sem honum ferst betur úr hendi? Það er svo aftur skiljanlegt að maðurinn skrifi undir dulnefni, hver myndi ekki gera það með þennan texta í höndum? Kristján Kristjánsson * Astkœr ylhýr Bertholt Kvœöi og söngvar 1917—56 eftir Bertholt Brecht, útgáfuna annadist Þorsteinn Þorsteinsson, útg.: Forlagið. Löngum hefur Bertholt Brecht verið talinn einn af mestu rithöfund- um þýskum, en frægð hans þó einna helst byggst á leikritum hans og skrifum um leiklist, eðii hennar, til- gang og form. Þó hefur engum blandast hugur um að hann hafi einnig verið ljóðskáld gott, enda mikið af ljóðum og söngvum í leik- ritum hans sem hafa farið víða. Nú hefur Forlagið gefið út Kvæði og söngva Brechts 1917—56 og hef- ur Þorsteinn Þorsteinsson annast út- gáfuna og ritað formála. Hann hefur einnig þýtt flest kvæðanna en aðrir þýðendur eru fimmtán að tölu. Má þar nefna Haildór Laxness, Sigfús Daðason, Thor Vilhjálmsson, Þor- stein frá Hamri, Þorgeir Þorgeirsson og ýmsa fleiri. í formála sínum rekur Þorsteinn feril Brechts sem ljóðskálds og gerir grein fyrir helstu áhrifavöldum í Ijóðlist hans sem flestir hverjir eru af pólitískum toga að meira og minna leyti; einnig rekur hann helstu breytingar í formgerð og efnisvali skáldsins. Formáli þessi er skemmtilegur af- lestrar og gefur lesanda innsýn í aðra og eins og áður segir minna þekkta hlið á ritferli Bertholts Brecht. Á eftir formála Þorsteins er lífs- hlaup skáldsins rakið í meginatrið- um, aftan við kvæðin eru nokkuð ít- arlegar athugasemdir um tilefni margra kvæðanna og ýmsar fróð- legar skýringar við þau, en einnig er þar getið um lagahöfunda þeirra kvæða sem lög hafa verið samin við. 28 HELGARPÓSTURINN Kvæðunum sjálfum er skipt í fimm kafla eftir tímabilum en sjötti kaflinn telur ljóð úr leikritum: Æskuljóð, Augsburg Múnchen 1917—24, í myrkviði borganna, Berlín 1924—33, Ort í útlegð (1), Norðurlönd 1933—41, Ort í útlegð (2), Bandaríkin 1941—47, Að leiðar- lokum, Berlín 1949—56, Úr leik- ritum. Bók þessari er ætlað að vera sýn- isbö'k og kynning á ijóöiist Brecnts og sem slík virðist mér hún góð. I slíku riti verður aldrei gerð nein tæmandi úttekt á verkum skáldsins, allra síst þegar um er að ræða jafn- mikilvirkt ljóðskáld og á seinni ár- um hefur komið í Ijós að Brecht var, en aðeins hluti kvæða hans birtist á prenti á meðan hann var á lífi. Án þess að hafa farið yfir öll kvæðin í bókinni og borið saman við frumtextann virðist mér flestar þýðingarnar vel frambærilegar, margar góðar og sumar frábærar. Ber þar hæst Barnamorðingjann Maríu Farrar í þýðingu Halldórs Laxness og Til hinna óbornu í þýð- ingu Sigfúsar Daðasonar. Skemmtileg þykir mér einnig þýð- ing Þórarins Eldjárn á kvæðinu um hermannsfrúna, en þó er miður að næstsíðasta erindinu er sleppt í þýð- ingunni. Ekki sé ég hver ástæðan getur verið, varla munar því í lengd kvæðisins, og ekki trúi ég að Þór- arni hefði orðið skotaskuld úr að snara einni vísu í viðbót. Hér ætla ég ekki að telja upp allar góðar þýðingar í bókinni því þær eru margar, enda þýðendur fæstir af verri endanum. Fyrst þegar ég fór að glugga í bók- ina þótti mér óþægilegt að sjá ekki nafn þýðanda undir viðkomandi kvæði en er á leið fór ég að sam- þykkja betur og betur að þeirra er aðeins getið í efnisyfirliti, því eins og Þorsteinn segir í formála sínum; „Bókinni er ætlað að vera kynning á skáldinu fremur en sýnisbók um vinnubrögð þýðenda." Ekki get ég dæmt um val kvæða þar eð ég þekki ekki höfundarverk Brechts til þeirrar hlítar að réttlæti slíkt, en mér virðist hér vera saman- komin mörg bestu og þekktustu Ijóða hans. Bókin er af hentugri stærð sem sýnisbók og ég trúi að hún sé vel til þess fallin að þjóna hlutverki sínu. Ingunn Ásdísardóttir TÓNLI5T Hinsegin blús Þó djassdagar Ríkisútvarpsins séu liðnir dunar djassinn áfram í Reykja- vík, og strax sunnudaginn á eftir lék Jazzkvartett Sinfóníunnar í Heita pottinum. Þetta er athyglisverð sveit og hljóðfæraskipan öðru vísi en við eigum að venjast. Gamli kappinn Reynir Sigurðsson slær víbrafón, Szymon Kuran strýkur fiðlu, í flautu blæs Marcel Nardeau og rýþmasveitina skipa Þórður Högnason bassaleikari og Árni Áskelsson trommari. Efnisskráin er á slóðum Georgiu, Confirmation og ættingja og lögð áhersla á sterka sveiflu. Á laugardaginn síðasta bar það til tíðinda í Reykjavík að danski tromp- etleikarinn Jens Winther stóð á sviðinu í Iðnó ásamt Rúnari Georgs- syni og tríóinu Hinsegin blús (Ey- þóri Gunnarssyni, Tómasi R. Einars- syni og Gunnlaugi Briem). Þar hafa fleiri Danir staðið og frægastur Poul Reumert en enginn leikið djass þar fyrr. Tónleikarnir voru haldnir í til- efni af útkomu skífunnar Hinsegin blús (Almenna bókafélagið) og báru ópusar af henni efnisskrána uppi. Þó voru einnig leikin verk eftir Herbie Hancock, Wayne Shorter og Steve Swallow. Þetta voru hinir ánægjulegustu tónleikar þó vandræði væru með mögnun í upphafi og bassi Tómasar alltaf of veikur. Öll skipulagning einkenndist af fagmennsku. Það var vitað hvað spila skyldi og ekkert múður milli laga. Jens fór á kostum og blés enn betur en þegar hann kom hér í mars sl. Hann er ekki nema tuttugu og sjö ára og verður spennandi að fylgjast með frama hans. Héðan hélt hann til Þýska- lands þar sem hann blæs í evrópskri stórsveit sem Carla Bley stjórnar og Steve Swallow slær bassann, svo er hann farinn að skrifa fyrir Radioens Big Band í Danmörku, þar sem hann blæs í trompet. Rúnar Georgsson fékk að blása á þessum tónleikum, en þess saknar maður dálítið á skífunni. Hann var strekktur eins og íslendingarnir allir í upphafi en blés bros á varir í auka- númerinu: Watermelon Man. Þá var mikil stemmning í salnum og mikið gaman og aðeins hægt að segja eitt við þá sem ekki mættu: Farið út í næstu hljómplötuverslun og náið ykkur í Hinsegin blús, sú skífa er óvenju vel gerð af íslenskri djass- skífu að vera og nýtur trúlega mjög fagmennsku Eyþórs Gunnarssonar, hins reynda hljóðstjóra. Ópusarnir eru átta, sex eftir Tómas og tveir eftir Eyþór; sömbur, valsar, blúsar og ballöður. Það er mikill kostur hve fjölbreytt tónlistin er. Á plötuumslagi má lesa skemmti- leg skrif eftir Halldór Gunnarsson þar sem fullyrðingar eru hvergi sparaðar — þess vegna langar mig að fullyrða líka: Jens Winther er langfremstur meðal jafningja og í svefninum ek ég er fallegra stef en Vals og Jimmy Smith hefði krassað enn betur á orgelið. En að öllu gamni slepptu: einleikskaflar Jens og Ey- þórs eru gull og gersemi, stefin og útsetningar með ágætum, rýþminn betri en hjá Ófétunum; það er bara eitt: djöfull hefði verið gaman að fá tenórsóló frá Rúnari í Hinsegin blús! AB sendi líka frá sér aðra skífu þar sem djassinn kemur við sögu: Lög Jóns Múla við texta Jónasar Árna- sonar. Þar er fjöldi söngvara en þrjú lög þó án söngs: Sjómenn íslenskir erum við, þar sem Eyþór leikur á hljómborð og GuIIi Briem á sneril og gjöll, Vikivaki, þar sem Rúnar Georgsson bætist í hópinn, og loks Stúlkan mín, þar sem léttsveitarút- setning Stefáns S. Stefánssonar hljómar og Rúnar blæs sólóinn. Það er með þann sóló eins og flesta ís- lenska stórsveitarsólóa; þeir þurfa yfirleitt fleiri kóra en einn. Vikivakinn hefur verið útsettur af mörgum og gleyma menn seint túlk- un Oles Kock, NH0Ps og Östlunds á verkinu — sólóar Eyþórs og Rúnars eru fínir, en hefði ekki verið gott að hafa klassabassaleikara í hópnum? Ég ætla ekki að fjalla um sönginn, nema biúsuð tilfinning Bubba í Við heimtum aukavinnu er sönn og út- setning Eyþórs við hæfi. Þetta er skífa fyrir alla fjölskylduna og ef hún fer víða er það íslensku tónlist- aruppeldi gæfa. Vernharður Linnet Alþjódleg tónlistarhátíd ISCM er skammstöfun fyrir Inter- national society for contemporary music, sem merkir alþjóðlegur félagsskapur um samtímatónlist. Samtökin voru stofnuð árið 1923, og þykist ég vera fullviss að Jón Leifs hafi verið meðal stofnfélaga, þannig að Island var með frá upp- hafi. I sambandinu eru 36 lönd eða deildir og er Tónskáldafélag íslands íslandsdeild þess. Árlega er haldin tónlistarhátíð einhvers staðar í heiminum. Hefur hún einu sinni verið haldin hér. Það var árið 1970 og þótti takast mjög vel. Komst ísland þá á landakortið í fyrsta sinn svo um munaði. Þetta var mikið átak fyrir okkur hér heima, og eldskírn fyrir flytjendur okkar, sem fluttu erfiðustu samtíma- list fyrir þá kröfuhörðustu áheyr- endur sem um getur; forustumenn í tónlistarlífi landanna. Síðan hefur orðið stórkostleg framför hérlendis í tónlist, og kannski var þetta upp- hafið. Að þessu sinni var hátíð mikil haldin í Vestur-Þýskalandi, Köln, Bonn og Frankfurt. Hún hófst á glæsilegum tónleikum í nýju Fíl- harmóníunni í Köln. Útvarpshljóm- sveitin og -kórinn undir stjórn Hans Zender fluttu eingöngu verk eftir Giatinto Scelsi, hinn aldna snilling, sem æ meiri athygli vekur. Hann er utangarðsmaður tónlistarlífsins, rómverskur aðalsmaður, sem samdi músík sér til hugarhægðar — eins konar Lampedúsa greifi tónlistar- innar eða Marcel Proust. Þetta var söguleg stund; honum til sitt hvorr- ar handar í salnum sátu Stock- hausen og Cage. Mikið var sýnt af hljóðskúlptúrum og hljóðlögnum eða innstallasjón- um. Einnig samrunaverkum ýmissa listgreina í uppákomuformi eða per- fórmans. Einnig hljóðlist fyrir út- varp — „útvarpsleikrit" — jDar sem reynt var að brúa bilið milli tónlistar og leikritunar. Og alls kyns sam- runatilraunir á sjónvarpsskermi. Það má segja að hugmynd Wagners um Gesamtkunstwerk eða allsherj- arlistaverk sé býsna lífseig. Bestu flytjendur landsins fluttu list sína: Collegium Vocale er frábær raddasextett, fiðluleikarinn Saschko Gawriloff, „trial and error- hópurinn, Ensemble Modern, Junge Deutsche Philharmonie og svo mætti lengi telja. Þá var mjög eftirminnileg sýning á nýju sviðsverki eftir Vinco Globo- kar (sem Diego Masson stjórnaði, sá hinn sami sem frumflutti píanókon- sert Áskels Mássonar hér um dag- inn), Útlögunum, sem fjallar um líf farand- eða gestaverkamanna, sem Evrópa er full af; hina niðurlægðu í velferðarþjóðfélaginu. Fjölmörg merkileg verk mátti heyra eftir meistara samtímans: Jannis Xenakis, Klaus Huber, Georg Crumb, Luc Ferrari, Mauricio Kagel, Dieter Schnebel og fleiri. Einnig hina ungu og upprennandi: Wolf- gang Rihm, Friedrich Schenker, Tristan Mueail. Magnús Lindberg, Luca Lombardi og aðra. Seinustu tvo dagana (en af þeim missti ég) var flutt Music for 13 eftir John Cage, þar sem hann las texta sína við meðleik þrettán hljóðfæra, og svo atriði úr Ljósinu, stóróperu Stockhausens, sem var lokaatriði þessarar miklu hátíðar. Carin Levine, ungur amrískur flautusnillingur sem búsett er í Köln, flutti 21 flautumínútu, sem undirrit- aður samdi fyrir Manúelu Wiesler á sínum tíma, af mikilli snilld. Atli Heimir Sveinsson Cage og Europeras 1 &2 Óperan í Frankfurt brann nokkr- um dögum áður en frumsýna átti fyrstu óperu Johns Cage, en hann hefur haft meiri og dýpri áhrif á sa.T:M».aúsi-—£»*íi éiSgGSgU tonust — en flestir aðrir. Hann er okkur að góðu kunnur, kom hingað á Lista- hátíð, 1980 að mig minnir, að til- stuðlan Pauls Zukofsky. Þetta er fyrsta „ópera" meistar- ans, sem er nú 75 ára. Eins og alltaf þegar Cage stingur niður penna er hér ekki um neitt venjulegt verk að ræða. Þetta er eins konar óskalaga- konsert; glansaríum úr 64 vinsæl- um óperum frá Gluck til Puccini er raðað saman í risastóran samlíming eða collage, sem tekur 2 tíma og 15 mínútur að flytja. 19 söngvarar allra raddtegunda og -gerða taka þátt í sýningunni, og í hljómsveitargryfj- unni spila 26 hljóðfæraleikarar. Það sem þeir spila eru samklipptar radd- ir, nákvæmlega nóteraðar, úr göml- um óperum. Og þegar einsöngvari syngur trefjar úr Rakaranum úr Sevilja vitnar annar samtímis í Val- kyrjur Wagners. í hljómsveitinni heyrist þá aría úr Don Giovanni á pikkólóflautu, en trompetinn spilar lúðrarödd úr Boris Bodúnoff. Svo magna hljóðnemar sumt upp, tón- bönd flytja alls konar náttúruhljóð og effekta, 101 rásar tónband leikur samtímis jafnmargar óperuupptök- ur frá ýmsum tímum — frá Caruso til Pavarotti. Búningar eru hver úr sinni áttinni. Carmen getur verið í egypskum klæðum meðan Rigoletto er í aust- rænum fornbúningi, og svo fram- vegis. Leiktjöld eru öll fáránleg eða absúrd; jeppi á skíðum eða líkkista, sem sífellt opnast og lokast. Ljósin eru oftast ekki í neinu hefðbundnu samhengi við það sem fram fer á sviðinu; stundum láta ljóskastarar eins og þeir séu gengnir af göflun- um þegar ekkert gerist á sviðinu. En þegar allt er þar á fleygiferð er niða- myrkur. Þá mega flytjendur hafa vasaljós sér til hjálpar. Cage setur á svið fullkomið stjórnleysi, með að- stoö tölvu, og niðurritar raddskrána á 2.500 síðum: Din-A4. Sjónvarps- skermar með stafrænni klukku koma í stað stjórnanda. Og er stjórn- andi nokkuð annað en músíkölsk umferðarlögregla? Loftskip, helíum- fyllt, svífur um salinn, frá sviðinu upp á efstu svalir, og 72 sýningar- tjöldum er dreift á veggina. Þar get- ur að líta ógreinilegar myndir tón- skálda og óperustjarna sögunnar. Sumir segja að Cage sé líkgrafari hinna „fögru lista“ og menn hafa líka sagt að Europeras 1 & 2 sé við- hafnarjarðarför þessa góða list- forms. Hvað um það. Allt bendir til að Cage sé jafn andríkur og fyndinn og áður, jafnmikill skálkur og hann hef- ur alltaf verið, snillingurinn sem hin borgaralega menningarstarfsemi getur ekki viðurkennt. Uppreisnar- maður með ómótstæðilega per- sónutöfra, framúrstefnumaður, sem er á undan framúrstefnunni. Gert hafði verið ráð fyrir kvik- myndasýningu í hléinu: Áttundu hverja sekúndu var tekin mynd á sýningu á Niflungahring Wagners. Þannig varð til úrdráttur úr verkinu, sem tekur 16 klukkustundir að flytja, og það sýnt á 3 mínútum og 40 sekúndum. (Byggt á Der Spiegel og sam- tölum við ýmsa í Frankfurt og Köln sl. september.) Atli Heimir Sveinsson LEIKLIST Leikhús á eigin forsendum Kostir og gallar lítils leikhúss eru oft þeir sömu. Þau taka ekki marga áhorfendur, nota sjaldnast flóknar leikmyndir eða lýsingu og því eru

x

Helgarpósturinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Helgarpósturinn
https://timarit.is/publication/47

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.