Helgarpósturinn - 26.11.1987, Blaðsíða 25

Helgarpósturinn - 26.11.1987, Blaðsíða 25
mynstur“ þurfí ad leysa það skipu- lag af hólmi? Eins og þróunin hefur verið úti á landi á síðastliðnum 5 árum hefur fækkað þar stöðugt miðað við heild- arfólksfjölda landsins. I spá Byggða- stofnunar kemur fram að þrátt fyrir það að landsmönnum muni fara all- mikið fjölgandi fram til ársins 2000, þá muni samt fækka um nokkur þúsund á landsbyggðinni á meðan 35 þúsunda fjölgun verði í suðvest- urhorninu. Og við vitum að víða úti á landsbyggðinni er komið að mörk- um þess að hægt sé að halda uppi nauðsynlegri þjónustu. Frumskil- yrði fyrir aukinni þjónustu eru ein- faldlega ekki fyrir hendi víða um land vegna fólksfækkunar. Og það lítur mjög illa út með að halda í fólk- ið og nauðsynlegustu þjónustu í af- skekktum byggðarlögum. Það eru t.d. sjávarplássin á Vestfjörðum og á norðausturhorninu sem þarna standa illa að vígi, einkum vegna þess hve þau eru illa staðsett — úti á annesjum. Það er þessi gamla út- nesjamennska sem ég álít að valdi ofdreifingu í byggðamálum og ég kalla hana miðflótta-mynstur. I tillögum þínum gerirðu ráð fyrir því að Vestfirðir verði eins konar fólkvangur langt utan alfaraleiðar? Já, ég hef orðið var við að fólk hafi orðið mér reitt fyrir að koma með svona hugmyndir. En ég held að heimamenn verði raunverulega að gera það upp við sig hvað skuli taka til bragðs vegna stöðugrar fólks- fækkunar. Ég held að ríkisvaldið verði að bjóða einhverja valkosti. Segjum t.d. sem svo að ríkið hyggist leggja út í stórvirkar hafnarendur- bætur á stað þar sem fólki fer fækk- andi og það hefur ekki lengur það mikla trú á framtíð staðarins að það vilji sjálft leggja út í fjárfestingu í íbúðarhúsnæði. í slíkum tilvikum finnst mér að ríkið ætti að hugsa sig um tvisvar og gaumgæfa framtíðar- möguleika hins tiltekna staðar. Þá held ég að væri raunhæft að ríkið semdi við viðkomandi sveitarstjórn- ir og athugaði í samvinnu við þær hvort ekki myndi reynast hag- kvæmara fyrir alla aðila að taka mið af þróuninni. Ég álít að ríkið ætti þá að hjálpa fólki til við að draga sam- an seglin og ,,pakka í vörn" á væn- legri stöðum. Vænlegri staði kalla ég þá sem eru miðsvæðis í héruð- um, t.d. við helstu vegamót héraða. Dæmi um slíka staði sem fylgja mið- sóknar-mynstrinu, eru t.a.m. Selfoss og Egilsstaðir. í stað þess að fjárfesta upp á von og óvon í heilsugæslustöð eða hafnarmannvirki í einhverju annesjaþorpinu ætti ríkið eins að vera í stakk búið til að kaupa eignir eða veð í slíkum stöðum. 200 manna þorp telur kannski 50 íbúð- arhús og ríkið gæti t.d. borgað hverj- um íbúðareiganda eina milljón upp í húsnæðið og reynt síðan að fá átt- hagafélög eða verkalýðsfélög til þess að kaupa íbúðirnar á móti sér. Þorpin gætu þannig orðið að sumar- húsabyggð líkt og Ölfusborgir. Mér dettur þetta í hug sem möguleiki. Það hefur lengi verið reynt að hamla á móti fólksflótta frá Vest- fjörðum og norðausturhorninu, en lítill sem enginn árangur orðið. Það þýðir ekki að halda áfram að lemja hausnum við steininn. Þá er betra að taka þessa ákvörðun fyrr en seinna og forða því að fólk flytji burt alfarið eftir áratuga uppbyggingar- starf. SPRENGISANDSLEIÐ Meginatriði í tillögum þínum er vegur yfir hálendið um Sprengi- sand. Þú minnist jafnvel á hugsan- lega staðsetningu nýrrar borgar undir glerkúpli uppi á örœfum. Ég byrjaði að skrifa um lands- skipulag fyrir á að giska tíu árum og þá var ég að leitast við að líta eins og 100 ár fram í tímann. Við vitum að það eru ekki nema hundrað ár síðan Reykjavík var svipað stór og aðrir verslunarstaðir í kringum landið. Síðan þá hefur það gerst að allri verslun og samgöngum hefur verið beint til Reykjavíkur. Þar sem vegir voru lagðir þar styrktist byggðin. Reykjavík dafnaði mjög á því að allir flutningar til landsins voru með skipum. Það voru í raun aðeins hafnarbæir sem gátu vaxið á þessu þróunarskeiði í sögu landsins. Það er í raun örskammt síðan vega- samgöngur urðu greiðar, við áttum okkur oft ekki á því. Vegatenging fyrir Hvalfjörð kom t.d. 1931, en fyrr var engin samgönguleið um land- veg vestur. Og hringvegstenging kemur ekki fyrr en upp úr 1970. Fyrir þann tíma var ekkert sam- band milli Austurlands og Suður- lands. Með tilkomu þessara vega fóru bæir í innsveitum að vaxa; Sel- foss, Egilsstaðir, o.fl. Ef þessu heldur áfram, að umferð á landi og í lofti taki í æ ríkara mæli við af skipaum- ferð, þá er t.d. mjög líklegt að fleiri alþjóðaflugvellir bætist við á lslandi innan tíðar, á Akureyri t.a.m. Þar með væri strax komin fram sam- dráttartilhneiging á suðvesturhorn- inu. Og ef vegur kæmi yfir hálendið myndu viðhorfin breytast mjög mik- ið. Hringvegurinn eins og hann er í dag gegnir einfaldlega ekki hlut- verki sínu sem meginlífæð landsins. Hálendisvegur yrði aftur á móti bein lífæð á milli Suðurlands og Norðurlands. Sem dæmi get ég nefnt að fyrir nokkru vakti staðsetn- ing límtrésverksmiðju á Flúðum í uppsveitum Arnessýslu nokkurn úlfaþyt vegna þess að eins og nú háttar er verksmiðjan í útjaðri markaðssvæðisins. Með hálendis- vegi um Sprengisand myndi þetta markaðssvæði hins vegar stækka verulega og staðsetning sem áður var í útjaðri yrði skyndilega í alfara- leið á milli tveggja stærstu markaðs- svæða landsins. Menn loka gjarna augum fyrir svona hlutum. Núver- andi vegalengd frá Búrfellsvirkjun til Akureyrar er t.d. um 600 km, en um hálendisveg yrði vegalengdin ekki nema um 240 km. Vegagerð ríkisins gerir hins vegar núverandi ástand að forsendu. Þegar vega- gerðarmenn eru spurðir út í hugs- anlegan möguleika á tengingu Suð- ur- og Norðurlands um hálendið er viðkvæðið: „Já, en milli uppsveita Suður- og Norðurlands er bara eng- in umferð!" Auðvitaö er engin um- ferð þar sem enginn vegur er! Þetta er dæmigert fyrir þá þröngsýni sem virðist algeng hér þegar lagt er í vegaframkvæmdir. Þegar það er staðhæft að engin viðskiptatengsl séu á milli t.d. Selfoss og Akureyrar, þá verðum við að gæta að því að það er einfaldlega afleiðing af því að veginn vantar þarna á milli. Það er t.d. mjög líklegt að ferðamanna- straumur aukist mjög á þessum stöðum með opnun Sprengisands- leiðar. Þegar við breytum þannig frumforsendum, þá verður ósjálfrátt breyting. Þá fer byggðin að þróast þannig að það verður hagkvæmt fyrir fyrirtæki að vera staðsett nærri miðju landsins. Þannig gæti mark- aðssvæðið verið jafnt á norðaustur- horninu sem á Suður- eða Vestur- landi. H É R AÐSMIÐSTÖÐVAR Þú nefnir staði eins og Varmahlíð í Skagafirði, Skútustaði við Mývatn og Flúðir í Hrunamannahreppi sem ákjósanlega byggðakjarna. Jafnvel virkjunarsvœði Búrfells og Jökulsár virðast þar inni í dœminu? Já, á þessum stöðum komum við einfaldlega inn á „náttúruleg" vega- mót. Héraðsmiðstöðvar munu væntanlega myndast sjálfkrafa á slíkum stöðum sem eru nokkurn veginn miðsvæðis og þar sem leiðir skerast. En áður er nauðsynlegt að koma á jafnvægi í byggðum lands- ins. Eins og nú horfir stefnir allt í slagsíðu á suðvesturhorninu. Ég er hræddur um að við séum komin á æði krítískt stig á vogarskálum byggðanna. Ég held að það þurfi að gerast á tiltölulega skömmum tíma að byggðaröskunin verði stöðvuð. Annars fæ ég ekki séð að unnt verði að halda uppi frumþjónustugrein- um eins og t.d. bara á matvöruversl- un. Þannig að ég held að nú verði að leggja til úrslitaorrustu um þetta mál og það fyrr en síðar. Sú aðferð sem stjórnvöld hafa hingað til beitt við að byggja upp á afskekktum stöðum hefur verið fullreynd og löngu sýnt að hún ber ekki þann árangur sem til þarf. Ég held að það rétta í málinu sé að breyta um frum- forsendur: Að gera landshlutum kleift að snúa bökum saman og hafa samvinnu um markaðssvæði, en slíkt er útilokað eins og háttar til í dag. Það er eins og fólk sé statt á sitt- hvorri eyjunni. Sprengisandsleið myndi hins vegar færa landshlutana saman svo hundruðum kílómetra skipti. Þetta er ein aðgerð sem kost- ar (þ.e. vegur með bundnu slitlagi niður í Bárðardal) einar 540 milljón- ir, en það er u.þ.b. sama upphæð og Ólafsfjarðargöngin munu kosta, svo dæmi sé tekið. Eins og mál standa nú vantar í raun ekki mikið upp á að tengja saman Suður- og Norðurland með góðum vegi. Landsvirkjun er búin að leggja 117 km langan veg frá Búrfelli og upp á miðjan Sprengi- sand. Frá þeim stað, Háumýrum, eru aðeins 80 km niður í Eyjafjarð- ardal og 115 km niður í Bárðardal. Síðan myndu koma geirar frá há- lendinu, t.d. til Varmahlíðar í Skaga- firði og til Mývatns. Einnig gæti þarna komið Austfjarðaleið frá Háu- mýrum til Jökulsárvirkjana og það- an til Egilsstaða. Þessir staðir yrðu „eðlilegar" héraðsmiðstöðvar fram- tíðarinnar. Þetta er töluvert breytt viðhorf frá því sem nú er, þegar sjáv- arplássin gegna hlutverki héraðs- miðstöðva. Það er mikilvægt að slíkar héraðsmiðstöðvar verði raun- verulegur aflgjafi héraðsins og til að svo megi verða þá verða þær að vera staðsettar sem næst miðju héraðs- ins, vera miðlægar. Þannig er ég ekki aðeins að tala um miðlægni varðandi landið allt, heldur einnig um miðlægni í hverju héraði fyrir sig. TÍMANNA TÁKN Á hnjánum Sjónvarpið drepur bíóin. Aukið sjónvarpsframboð eyk- ur ekki kvikmyndavalið heldur minnkar það. Þróun aðsóknar í kvikmynda- húsum fylgir nákvæmlega þró- un sjónvarpsins. Aðsóknin fór að minnka upp úr 1965 (stofnun ís- lenska sjónvarpsins) en eykst aftur (einstakt í allri Evrópu) frá 1974, þegar lokað var fyrir ameríska sjónvarpið. Aðsóknin hefur síðan minnkað stöðugt frá 1980, vegna myndbandanna og síöar Stöðvar 2. Af þeim 36 kvikmyndahúsum sem til voru út á landi fyrir 15 ár- um eru bara fjögur eftir sem sýna reglulega allt árið um kring; Á ísafirði, Akureyri, Keflavík og Akranesi, en kvikmyndahúsið þa_r stendur höllum fæti. í Reykjavík hafa 2 ný bíóhús verið byggð hin síðustu ár. Regnboginn og Bíóhöllin, og salafjöldi hefur aukist. En sæta- fjöldi hefur minnkað mikið þar sem á sama tíma hafa horfið Hafnarbíó, Gamla bíó, Tónabíó, Nýja bíó, Kópavogsbíó og kvik- myndahúsin tvö í Hafnarfirði. Fleiri salir, meira val? Einmitt öfugt. Kvikmyndir þvælast milli sala en kvikmyndahúsin úti á landi bjarga ekki lengur kvik- myndum sem ganga illa. Kvik- myndahúsin taka minni áhættu, þau sýna sífellt færri myndir. Miðaverð hefur hækkað miklu meira en vísitalan. Kvikmynda- húsaeigendur verða að sýna myndirnar áður en þær koma á myndbandamarkaðinn. Þeir borga hærra verð fyrir þessar splunkunýju myndir á meðan aðsóknin minnkar. „Á hnjánum fyrir framan við- skiptavininn" virðist vera slag- orð Stöðvar 2 og ríkissjónvarps- ins. Éngil-saxneskar myndir, fleiri engil-saxneskar myndir, bara engil-saxneskar myndir! Svo ekki sé minnst á mynd- bandamarkaðinn. Dag einn spurði ég á einum af þessum haugum; Hafið þið sænskar myndir? Og svarið var: Gera Sví- ar myndir? „Útlenskar" myndir (þ.e.a.s. aðrar en amerískar) hverfa af hvíta tjaldinu. 1976 1985 Bandariskar, breskar 191 208 Franskar, ítalskar 34 7 Danskar, saenskar 15 3 Vörumst það samt að ásaka kvikmyndahúsaeigendur, úrval- ið endurspeglar bara úrkynjaðan smekk sjónvarpsáhorfenda. Þegar Frakkar héldu kvik- myndaviku fyrir nokkrum árum tóku þeir Háskólabíó á leigu. Núna láta þeir sér nægja lítinn sal í Regnboganum. Svíar treystu sér til að leigja Austur- bæjarbíó í heila viku. Hvar eru þeir nú? Kvikmyndaklúbbur fram- haldsskólanema, Fjalakötturinn, sem sýndi nokkrum sinnum í viku í Laugarásbíói, er í dag horf- inn eins og húsið. En hvað um íslenskar kvik- myndir? Það er hægt að afgreiða það í einni setningu: íslenskar myndir fengu 23.000 áhorfendur 1985 og 37.000 árið 1986, það er að segja færri en ein meðal Rambó-mynd. Gérard Lemarquis HELGARPÓSTURINN 25

x

Helgarpósturinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Helgarpósturinn
https://timarit.is/publication/47

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.