Helgarpósturinn - 14.01.1988, Blaðsíða 4
BSK
SKATTMAT
í staðgreiðslu á árinu 1988
1.
Samkvæmt 5. gr. laga nr. 45/Í987
um staðgreiðslu opinberra gjalda!
teljast fríðindi og hlunnindi svo
sem fatnaður, fæði, húsnæði og
afnot bifreiða til launa sem reikna
skal staðgreiðslu af. Samkvæmt
116. gr. laga nr. 75/1981 um
tekjuskatt og eignarskatt skal
ríkisskattstjóri meta hlunnindi til
verðs.
Með tilvísun til áðurnefndra
lagagreina metur ríkisskattstjóri
eftirtalin hlunnindi sem veitt
verða á árinu 1988 þannig til verðs
sem staðgreiðsla reiknast af.
1.1.
Fullt fæði, sem launagreiðandi
lætur launamanni í té endurgjalds-
laust, skal metið honum til tekna
sem hér segir:
Fyrir fullt fæði,
fullorðins .... 437 kr. á dag1
Fyrir fullt fæði barns,
yngra en 12 ára . 350 kr. á dag
Fyrir fæði að hluta
(ein máltíð) . . 175 kr. á dag
Fjárhæð fæðisstyrks (fæðispen-
inga) í stað fulls fæðis eða fæðis að
hluta ber að telja til tekna að fullu.
Allt fæði, sem fjölskyldu launa-
manns er látið í té endurgjalds-
laust hjá launagreiðanda hans,
svo og fjárhæð fæðisstyrkja (fæð-
ispeninga) sem launamanni er
greidd frá launagreiðanda hans
vegna fjölskyldu launamannsins,
ber að telja til tekna á sama hátt.
Sérhver önnur fæðishlunnindi,
látin launamanni og fjölskyldu
hans í té endurgjaldslaust, ber að
telja til tekna á kostnaðarverði.
1.2.
Endurgjaldslaus afnot íbúðar-
húsnæðis, sem launagreiðandi læt-
ur launamanni sínum í té, skulu
metin launamanni til tekna sem
hér segir:
Fyrir ársafnot reiknast 2,7% af
gildandi fasteignarmati íbúðar-
húsnæðisins, þ.m.t. bílskúr, og
lóðar. Fjárhæð þessi skiptist hlut-
fallslega á greiðslutímabil miðað
við tímalengd þeirra.
Hafi launamaður afnot íbúðar-
húsnæðis, sem launagreiðandi
hans lætur honum í té gegn endur-
gjaldi sem er lægra heldur en
2,7% af gildandi fasteignarmati
íbúðarhúsnæðisins (þ.m.t.
bílskúr) og lóðar, skal meta laun-
þega mismuninn til tekna eftir því
sem hlutfall greiðslutímabils segir
til um. Sá hluti orkukostnaðar
launamanns sem launagreiðandi
hans greiðir skal talinn að fullu til
tekna.
Endurgjaldslaus afnot launa-
manns á orku (rafmagni og hita)
skulu talin að fullu til tekna á
kostnaðarverði.
Húsaleigustyrk, sem launa-
greiðandi greiðir launamanni
sínum, ber að telja til tekna að
fullu.
Fylgi starfi launþega kvöð um
búsetu í húsnæði, sem vinnu-
veitandi lætur honum í té, ér
skattstjóra heimilt að lækka mat
húsnæðishlunninda með hliðsjón
af ákvæðum 5. gr. reglugerðar nr.
104/1970 við álagningu opinberra
gjalda á næsta ári eftir stað-
greiðsluár, svo sem verið hefur.
. Eigi skal meta launamanni til
hlunninda afnot af húsnæði í ver-
búðum eða vinnubúðum þar sem
launamaður dvelur um takmark-
aðan tíma í þjónustu launagreið-
anda.
1.3.
Fatnaður, sem ekki telst einkenn-
isfatnaður, skal talinn til tekna á
kostnaðarverði.
Eigi skal reikna launamanni til
tekna nauðsynlegan hlífðarfatnað
sem launagreiðandi afhendir hon-
um til afnota við störf í þágu
launagreiðandans. Af greiðslum
launagreiðanda til launamanns til
kaupa á fatnaði skal hins vegar
ávallt reikna staðgreiðslu af allri
greiðslunni.
1.4.
Endurgjaldslaus afnot launa-
manns af bifreið, sem launagreið- '
andi hans lætur honum í té, skulu
metin honum til tekna sem hér
segir:
Fyrir fyrstu 10.000 km
afnot 15,50 pr. km.
Fyrir næstu 10.000 km
afnot 13,90 pr. km.
Yfir 20.000 km afnot
12,25 pr. km.
Láti launagreiðandi launa-
manni í té afnot bifreiðar gegn
endurgjaldi sem lægra er en fram-
angreint mat skal mismunurinn
teljast launamanni til tekna.
Hafi launamaður fullan um-
ráðarétt yfir bifreið í eigu launa-
greiðanda hans skal við það miða
að launamaður aki bifreiðinni
a.m.k. 10.000 km á ári í eigin
þágu eða 833 km á mánuði. Stað-
greiðsluskyld hlunnindi slíks
launamanns skulu því teljast
nema kr. 12.912 hið lægsta á
mánuði. Ef vitað er að umræddur
akstur launamanns í eigin þágu
muni nema meiru en 10.000 km á
ári skal ákveða mánaðarlegan
akstur sem Vn af áætluðum heild-
arakstri á ári. Við ákvörðun á
staðgreiðsluskyldum hlunnindum
á mánuði er þá mat á eknum km
umfram 833 km kr. 13,90, enda
fari heildarakstur á ári eigi fram
úr 20.000 km.
Leggi launamaður fram gögn
með skattframtali sínu er sanni
óvefengjanlega að akstur hans í
eigin þágu hafi verið minni en
viðmiðun ríkisskattstjóra til
ákvörðunar staðgreiðslu byggir á
skal leiðrétta hlunnindamat vegna
bifreiðaafnota í samræmi við fram
komnar upplýsingar við álagn-
ingu.
2.
Samkvæmt 3. gr. reglugerðar nr.
591/1987 um laun, greiðsíur og
hlunnindi utan staðgreiðslu skal
ríkisskattstjóri meta endurgreidd-
an kostnað til launamanns, vegna
afnota launagreiðanda af bifreið
hans, sem halda má utan stað-
greiðslu. Samkvæmt 6. gr. sömu
reglugerðar skal ríkisskattstjóri
meta fjárhæð dagpeninga sem
Iaunamaður fær greidda vegna
ferða sinna á vegum launagreið-
anda og sem halda má utan stað-
greiðslu.
Með tilvísun til áðurnefndra
reglugerðargreina metur ríkis-
skattstjóri endurgreiddan bif-
reiða- og ferðakostnað sem halda
má utan staðgreiðslu á árinu 1988
þannig:
2.1.
Mat samkvæmt ákvæðum 1. mgr.
3. gr. reglugerðarinnar, þ.e. á
kílómetragjaldi undir viðmiðun-
armörkum:
Fyrir 1-10.000 kmkr. 15,50pr.km
Fyrir 10.001-20.000 km kr.
13,90 pr. km
Fyrir 20.001-> kr. 12,25 pr. km
Þar eð kílómetragjald er lægra
fyrir akstur umfram 10.000 km
þarf launagreiðandi að fylgjast
með heildarakstri launamanna í
hans þágu.
Fái launamaður greitt kíló-
metragjald frá opinberum aðilum
vegna aksturs í þágu þeirra, sem
miðast við „sérstakt gjald“ sem
Ferðakostnaðarnefna ákveður,
má hækka viðmiðunarfjárhæðir
fyrir 1-10.000 km akstur um 2,55
pr. km og um kr. 5,60 pr. km
miðist kílómetragjaldið við „tor-
færugjald“ sem Ferðakostnaðar-
nefnd ákveður einnig. Fyrir akstur
á bilinu 10.001-20.000 km má
hækkun vegna sérstaks gjalds
nema kr. 2,25 pr. km eri kr. 5 pr.
km vegna torfærugjalds. Fyrir
akstur umfram 20.000 km má
hækkun vegna sérstaks gjalds
nema 2 kr. pr. km én kr. 4,40
vegna torfærugjalds.
Varðandi skilyrði fyrir því að
heimilt sé að fella greiðslur sam-
kvæmt framangreindri viðmiðun
fyrir afnot launagreiðanda af
bifreið Iaunamanns undan stað-
greiðslu er vísað til þeirra skilyrða
sem um það eru sett í áðurnefndri
3. gr. reglugerðarinnar, sbr. 2.
mgr. þeirrar gr., sem hljóðar svo:
„Heimild þessi er að öðru leyti
bundin þeim skilyrðum að færð sé
akstursdagbók eða akstursskýrsla
þar sem skráð er hver ferð, dag-
setning, ekin vegalengd, aksturs-
erindi, kílómetragjald greitt
launamanni, nafn og kennitala
launamanns og einkennisnúmer
viðkomandi ökutækis. Gögn þessi
skulu færð reglulega og vera að-
géngiíeg skattyfirvöldum þegar
þau óska þess, hvort sem er í
bókhaldi launagreiðanda eða hjá
launamanni.“
2.2.
Mat samkvæmt ákvæðum 2. mgr.
6. gr. reglugerðarinnar á dagpen-
ingum undir viðmiðunarmörkum
til greiðslu á gistingu, fæði og
fargjöldum frá og að flugvöllum
og öðrum sambærilegum fargjöld-
um erlendis verður sem hér segir:
Almennir dagpeningar:
NoregurogSvíþjóð SDR165
Annars staðar SDR 150
Dagpeningar vegna þjálfunar,
náms eða eftirlitsstarfa:
Noregur og Svíþjóð SDR105
Annars staðar SDR 95
2.3.
Mat samkvæmt 2. mgr. 6. gr.
reglugerðarinnar á dagpeningum
undir viðmiðunarmörkum til
greiðsiu á gistingu og fæði innan-
lands:
Gisting og fæði
í einn sólarhring kr. 3.960
Gisting í einn sólarhring kr. 1.890
Fæði hvern heilan dag, minnst
10 tíma ferðalag kr. 2.070
Fæði í hálfan dag. minnst
6 tíma ferðalag kr. 1.035
Varðandi skilyrði fyrir því að
heimilt sé að fella dagpeninga,
sem greiddir eru samkvæmt fram-
angreindri viðmiðun undan stað-
greiðslu, er vísað til þeirra skil-
yrða sem um það eru sett í
áðurnefndri 6. gr. reglugerðarinn-
ar.
Sé gisting erlendis greidd sam-
kvæmt reikningi frá þriðja aðila
og launamanni auk þess greitt
ferðafé til að standa straum af
öðrum ferðakostnaði erlendis skal
við það miða að heildarfjárhæð
þeirra dagpeninga, sem falla inn-
an mats ríkisskattstjóra hverju
sinni, sé 67 SDR á dag. Af þeim
hluta dagpeninga, sem er umfram
þá fjárhæð, skal þá reikna stað-
greiðslu. Sambærilegri reglu skal
beitt um staðgreiðslu af umfram-
fjárhæð hafi annar ferðakostnað-
ur en gisting verið greiddur sam-
kvæmt reikningi en ferðafé greitt
til að standa straum af gistingu.
Reiknast þá staðgreiðsla af
greiddum dagpeningum sem eru
umfram 83 SDR á dag.
Fái launamaður greidda dag-
peninga fyrir 30 daga eða fleiri á
sama ári skulu viðmiðunarmörk
skv. 2.2. og 2.3. hér að framan
lækka um kr. 437 fyrir hvern dag
umfram 30 daga.
Reykjavík, 4. janúar 1988
Virðingarfyllst,
Garðar Valdimarsson
rfklsskattstjóri
4 HELGARPÓSTURINN