Helgarpósturinn - 14.01.1988, Blaðsíða 9

Helgarpósturinn - 14.01.1988, Blaðsíða 9
ingu og sínum skoðunum varðandi það hvernig málefnum bankans er best borgið. En ég tel það illa farið að svona mál verði að pólitísku bit- beini.“ En þaö má Ijóst vera affréttum og yfirlýsingum hlutadeigandi aöila aö forysta Sjálfstœöisflokksins hefur blandaö sér á mjög ákveöinn hátt inn í ákvöröun um ráöningu banka- stjóra, sem skv. lögum heyrir undir bankaráö. Finnst þér þetta ekki dœmi um freklega íhlutun í banka- mál af hálfu forystu Sjálfstœöis- flokks? „Það liggur auðvitað í eðli máls að bankaráðsmenn eru kosnir hlut- bundinni kosningu á Alþingi. Til þess að breyta því fyrirkomulagi þarf lög og sú er skoðun margra í mínum flokki að þess sé þörf. Ann- að ætla ég ekki að segja um málið." En gengur þetta ekki þvert á stefnuyfirlýsingu ríkisstjórnarinnar í bankamálum þar sem sagt er aö draga eigi á allan hátt úr afskiptum stjórnmálaflokka af bankamálum þarsem slík afskipti séu á allan hátt óeölileg og óœskileg? „Þú getur dregið þínar ályktanir um það mál sjálfur, ég beini því til þeirra sem þarna eiga hlut að máli. Það er skýlaust yfirlýst stefna þessarar stjórnar að draga úr beinum afskipt- um ríkisins af rekstri bankanna og að hlutverk ríkisins sé þar fyrst og fremst að setja meginreglUr um starfsemina en ekki að hlutast til um einstakar ákvarðanir. Menn geta síðan dregið sínar ályktanir sjálfir af þessum orðum.“ En hefur stjórn Alþýöuflokksins ekki gert samkomulag. viö hina stjórnarflokkana um bankastjóra- stööu fyrir Kjartan Jóhannsson í Búnaöarbankanum? „Eg veit að forystumenn Alþýðu- flokks og Sjálfstæðisflokks hafa rætt það mál, hvernig best væri að haga ráðningu bankastjóra í Búnaðar- bankanum ef þar yrði laust starf. Það væri hræsni af minni hálfu að kannast ekki við það, jafnvel þó ég sjálfur hafi ekki tekið þátt í þeim samtölum. Kjartan hefur fullt traust okkar til þess starfs, að svo miklu leyti sem það skiptir máli.” Árdís Þóröardóttir, varamaöur í Landsbankaráði: GERI SJÁLF UPP HUGMINN Á fundi bankaráös Landsbankans í dag, þar sem vœntanlega veröur úrskuröaö um hver hreppir hinn auöa bankastjórastól, munu sitja tveir varamenn fyrir Sjálfstœöis- flokkinn, þau Jón Þorgilsson og Ar- dís Þóröardóttir. Nokkuö víst þykir aö Jón muni styöja Sverri, en af- staöa Ardísar hefur ekki komiö af- dráttarlaust fram. Hún á sœti í efna- hagsnefnd flokksins og fram- kvœmdaráöi Stofnunar Jóns Þor- lákssonar og hefur meöal annars ritaö bókina ,,Frjáls hugsun — frelsi þjóöar". Hvorn œtlar þú aö styöja meö at- kvœöi þínu ef bankastjórastaöan veröur afgreidd á fimmtudag, Sverri Hermannsson eöa Tryggva Pálsson? „Ég greiði atkvæði á fundum, en ekki í fjölmiðlum, og vil því ekkert segja til um hvern ég kem til með að styðja — það hafa enda fleiri nöfn verið nefnd en nöfn þeirra Sverris og Tryggva." Telur þú aö rétt hafi veriö staöiö að þessu máli — hver er afstaöa þín til afskipta stjórnmálamanna af ráöningu bankastjóra? „Það eru tveir bankar í ríkiseign og samkvæmt lögum er bankamála- ráðherra yfirmaður þeirra. Meðan núverandi fyrirkomulag er sé ég í sjálfu sér ekkert athugavert við að þeir sem fara með umboð almenn- ings reyni að hafa áhrif á það hverjir ráðast til æðstu starfa í þessum stofnunum. Ég leggst núna undir feld og skoða ýmsa hluti, þar á með- al vilja þeirra sem tilnefndu mig til varamennsku þarna árið 1984“ Þegar kemur aö afgreiöslunni, viö hvaö œtlar þú aö miöa þegar þú átt aö gera upp á milli þessara kosta? „Ég hef mínar leiðir, mitt persónu- lega og faglega mat, sem ræður því hvaða afstöðu ég tek — ég ætla ekk- ert að fara að tíunda það nánar. Það er ekkert vafamál að bæði Sverrir og Tryggvi eru mjög hæfir menn og ágætir og aðrir sem nefndir hafa verið." Finnst þér aö háttur Sjálfstœöis- flokksins í þessu máli sé í samrœmi viö stefnu hans almennt? „Sjálfstæðisflokkurinn hefur haft áhuga á því að ríkisbankarnir verði seldir og á meðan Matthías Bjarna- son var bankamálaráðherra voru bréf í Útvegsbankanum sett á sölu. Ég vona að maður lifi það að þeir tveir bankar sem eftir eru í ríkis- eign, Landsbankinn og Búnaðar- bankinn, verði seldir”. Fannst þér ástœöa til og rétt af Árna Vilhjálmssyni aö segja sig úr bankaráöinu út af þessu máli? „Ég vil ekkert segja um það, en það er erfitt að skilja þessi vinnu- brögð sem leiddu til þessa. Málið virðist eiga sér langan aðdraganda." Hefur veriö þrýst mikiö á þig um ákveöna afstööu í málinu? „Nei, nei. Ég geri ráð fyrir að ég verði sjálf búin að gera upp minn hug áður en til fundarins kemur, skyldi þetta mál koma þar á dag- skrá." Stendur þú ekki frammi fyrir erf- iöu vali, annars vegar aö ganga gegn flokksforystunni en hins vegar aö horfa framhjá bankalegum sjón- armiöum og vilja starfsmanna bankans? „Ja, sá á kvölina sem á völina. Ég ætla ekkert annað um það að segja á þessu stigi." GUNNAR VILDI STÓLINN '69 Þaö er engin ný bóla aö rifist sé innan flokka um sjálfgefna bankastjórastóla. Þannig varö uppi mikill úlfaþytur innan Sjálf- stœöisflokksins um þennan sama Landsbankastól áöur en Jónas H. Haralz fékk hann 1969. Þannig var, að árið 1969 lést Pét- ur Benediktsson, bankastjóri Landsbankans, og gerði Gunnar Thoroddsen tilkall til stólsins, en Gunnar heitinn var þá sendiherra í Danmörku eftir mislukkað for- setaframboð. „Umsókn” Gunnars var misjafnlega tekið innan Sjálf- stæðisflokksins og þótti auk þess of snemma til komin. Gunnar þótti ekki heppilegasti maðurinn í starf- ið, var ekki talinn hafa sýnt þau hyggindi í fjármálum að það bæri að verðlauna hann með slíkum stól. I e.k. opinberunarbók sjálf- stæðismanna um innbyrðis átök sín, Valdatafl í Valhöll, segir: „Ráðning Jónasar sýnir vel, hvers konar manni leitað hafði verið að, því Jónas var á þessum tíma ekki flokksbundinn sjálfstæðismað- ur..Þar segir einnig að eftir mikið þref hafi verið ákveðið að bjóða Gunnari aðra stöðu, annað- hvort sem prófessor við háskólann eða sem dómari í Hæstarétti. Svar Gunnars var að sækjast eftir því að fá bankastjórastól Davíös Ólafs- sonar í Seðlabanka, en að Davíð yrði Landsbankastjóri. Davíð þverneitaði og málið var afgreitt: Jónas fékk stólinn, en Gunnar var gerður að dómara við Hæstarétt, þar sem hann stoppaði stutt við og sjálfsagt hafa margir forystumenn flokksins séð mikið eftir því að hafa ekki látið Gunnar fá stólinn, með síðari tíma stórátök í huga! Svona gerast kaupin á eyrinni. Annar pólitíkus sem mátti lúffa með svipuðum hætti var Stefán Valgeirsson, þá í Framsóknar- flokki, er hann sóttist eftir banka- stjórastöðu í Búnaðarbankanum. Hitt er algengara að þungavigtar- menn í leiðandi stjórnmálaflokk- um komist klakklaust í hina eftir- sóttu stóla. Þar ræður nálægðin við flokksforystuna mestu, rétt eins og þegar skipað er í stöður dómsvaldsins. YFIRSÝN eftir Magnús Torfa Ólafsson Stefnt að lausn í Afghanistan fyrir næsta ieiðtogafund „Við förum frá Afghanistan, en við ætlum okkur ekki að skreiðast af þaki Sovétsendiráðsins í Kabúl hangandi utan í þyrlurn." Þannig fórust sovéskum hershöfðingja orð í viðræðum við bandaríska starfs- bræður, þegar hann var staddur í Washington í fylgd- arliði Gorbatsjoffs á leiðtogafundinum í fyrra mánuði. munum. Er þetta skilið sem hnúta til Najibs hershöfðingja, sem nú er for- sætisráðherra í Kabúl og Sovét- menn hafa ekki farið dult með að þeim þykir einstrengingslegur og ætlast til of mikils sér. Óbjörgulegt ástand á stjórn Najibs birtist glöggt fyrr í vetur, þegar til Stinger-eldflaugin bandariska í höndum afghanskra skæruliöa reyndist sovéska flughernum skeinuhætt. Eins og mál virtust þá standa var þetta hraustlega hrækt. Annars veg- ar viðurkenndi sovéski hershöfðing- inn, að það hefði komið á daginn sem fæstir vildu trúa, þegar því var slegið fram fyrir átta árum í þessum dálkum og víðar, að í fjallalandinu í Mið-Asíu hefði sovéska herveldið ratað i sitt Víetnam. Eftir grimmi- lega bardaga ár eftir ár, eyðingu heilla héraða og mikið mannfall á báða bóga stendur sovéska innrás- arliðið í sömu sporum og í árslok 1979. Það ræður yfir nokkrum borg- um, fæstum þó til fullnustu, og getur brotist eftir aðalvegum milli lands- hluta með því að beita þungavopn- um og verulegum liðsafla, en allt landsmegin er að jafnaði á valdi margskiptrar andspyrnuhreyfingar þjóðflokkanna, sem hafa ráðið sér að mestu sjálfir í Afghanistan frá því Alexander mikli herjaði á þessum slóðum fyrir árþúsundum. Hins vegar lýsti sovéski hershöfð- inginn því yfir kokhraustur í Wash- ington, að þrátt fyrir árangurslausa herferð myndu Sovétmenn ekki láta yfir sig ganga aðra eins auðmýkingu og Bandaríkjamenn urðu að þola á flóttanum frá Saigon. Fréttamenn í Washington höfðu á orði eftir leiðtogafundinn, að Gorbatsjoff og Reagan virtust hafa varið litlum tíma og takmarkaðri at- hygli í staðbundin ágreiningsefni eins og Afghanistan. Atburðir eftir fundinn benda til að þar hafi frétta- menn, og þar með allur umheimur- inn, verið leiddir á villigötur. Því ekki verður annað séð mánuði eftir leiðtogafundinn, en stjórnirnar í Moskvu og Washington stefni mark- visst að því að búa í haginn fyrir nið- urstöðu, sem miði að því að losa þær úr átökunum í Afghanistan, fyr- ir nýjan fund Bandaríkjaforseta og Sovétleiðtogans í Moskvu með vor- inu. Margra ára milliganga Diegos Cordovez, fulitrúa aðalritara Sam- einuðu þjóðanna, í óbeinum við- ræðum milli fulltrúa sovésku lepp- stjórnarinnar í Kabúl og Pakistan- stjórnar, hafði á síðasta ári komið því til leiðar, að samkomulag var fengið um öll atriði friðargerðar- áætlunar nema tvö. Annað er tíma- setning brottfarar Sovéthers frá Afghanistan og stöðvunar vopna- sendinga Bandaríkjastjórnar til andspyrnuhreyfingarinnar. Hitt er samsetning nýrrar stjórnar í Kabúl til að friða landið. í síðastu viku gerðu stjórnir Bandaríkjanna og Sovétríkjanna út sendimenn á vettvang. Fyrst kom Michael Armacost, aðstoðarutan- ríkisráðherra Bandaríkjastjórnar, til Pakistans að ræða við stjórnina í Islamabad og forustumenn and- spyrnuhreyfinganna í flóttamanna- búðum Afghana á pakistanskri grund. Skömmu síðar birtist í Kabúl Eduard Shevardnadse, utanríkisráð- herra Sovétríkjanna. Yfirlýsingar í framhaldi af þessum heimsóknum valda því, að farið er að gera því skóna að fundur Diegos Cordovez í Genf í næsta mánuði með fulltrúum Kabúlstjórnar og stjórnar Pakistans geti orðið sá síðasti og rekið enda- hnút á ætlunarverkið. Einkum þykja sæta tíðindum yfir- lýsingar Shvevardnadses á fundi með fréttamönnum rétt fyrir heim- förina frá Kabúl, og ummæli sov- éskra talsmanna og málgagna i framhaldi af því. Sovéski utanríkis- ráðherrann kvað stjórn sína vona, að dvöl Sovéthers í Afghanistan gæti lokið á árinu 1988. Jafnframt gaf hann til kynna, að brottflutning- ur Sovéthers úr landinu væri ekki lengur háður því að fyrirfram væri gengið frá samsetningu þeirrar rík- isstjórnar, sem við tæki í Kabúl. Shevardnadse staðfesti í fyrsta skipti, að Bandaríkjastjórn hefði fallist á að hætta vopnasendingum til andspyrnuhreyfingarinnar eftir að brottflutningur Sovéthers frá Afghanistan væri hafinn. Samdægurs staðfesti George Shultz utanríkisráðherra í Wash- ington af hálfu Bandaríkjastjórnar, að hún gæti fallist á að hætta að vopna andspyrnuhreyfinguna, gegn því að Sovétstjórnin héti „fram- þungri" heimkvaðningu Sovéthers frá Afghanistan og stöðvun vopna- sendinga til núverandi stjórnar í Kabúl. Eftir þetta kom hver yfirlýsingin af annarri frá Moskvu. Lýst var yfir að samkomulag fyrir marsbyrjun gæti orðið til þess að brottför Sovét- hers frá Afghanistan lyki á þessu ári. Þar með var fallið frá 12 mánaða brottfarartíma, sem Sovétmenn höfðu áður áskilið sér. Svo bætti Pravda um betur og sagði að sam- komulag, sem gengið væri frá í marsbyrjun, gæti orðið til að heim- kvaðning Sovéthers væri komin á fullan skrið 1. maí og lyki á árinu. Þar með er brottfarartíminn kom- inn niður í átta mánuði, þá tíma- lengd sem Pakistanstjórn hefur haldið fram í síðustu viðræðum. Eitt af því sem mesta athygli vakti á fréttamannafundi Shevardnadses í Kabúl voru ummæli hans um af- stöðu Sovétstjórnarinnar til stjórn- arskipta í Kabúl. Hann kvað stjórn sína hlynnta því að við tæki „sam- steypustjórn á sem breiðustum grundvelli", en gaf um leið til kynna, að brottför Sovéthersins yrði ekki látin bíða eftir myndun slíkrar stjórnar. Jafnframt lét hann í ljós von um, að engir afghanskir leið- togar létu persónuleg sjónarmið og metnað ganga fyrir þjóðarhags- blóðsúthellinga kom á höfðingja- þingi, sem hann hafði kvatt saman í Kabúl. Þar skyldu allir koma óvopn- aðir. Einn fyrrverandi andspyrnu- foringja, sem tekið hafa boði Najibs um þjóðarsátt, vildi ekki sætta sig við annað en hafa lífverði sína með sér á fundinn. Lenti flokkur hans í átökum við hervörðinn um fundar- staðinn, og lágu nokkrir menn í valnum áður en lauk. En svipaðs anda hermennsku fyr- ir eigin reikning og jafnvel stiga- mennsku gætir einnig í andspyrnu- hreyfingunni. Fréttamaður Internat- ional Herald Tribune, Edward Gir- ardet, kann frá að segja atferli for- ingja skæruliðahreyfinga ofstækis- fullra múslima, þeirra Gulbuddins Hekmatyars og Abduls Rasuls Sayafs. Þeir beina kröftum sínum einkum gegn öðrum skæruliða- flokkum, sem hafa pólitísk en ekki trúarleg markmið. í haust greip sveit ofstækismanna 96 áburðarhesta lest á vegum frönsku læknasamtakanna Médec- ins sans frontiéres (Læknar án landamæra) á leið til liðs við önnur skæruliðasamtök. Rændu þeir hest- unum og lyfjaklyfjum þeirra, en hugðust selja yfirvöldum Kabúl- stjórnar frönsku læknana og afgh- anska fylgdarmenn þeirra. Var þeim þó sleppt slyppum, eftir að sýnt þótti að slíkt óþokkabragð myndi verða opinbert. Margt annað óhrjálegt kann Gir- ardet að segja af ofstækismönnum, meðal annars að þeir hafi valdið dauða tveggja bandarískra frétta- manna, sem týndust í Afghanistan í október. En ljóst má vera, að engin stjórn verður ofsæl af að eiga að friða landið eftir það sem á undan er gengið. Uppi eru hugmyndir hjá stjórnmálahreyfingunum í and- spyrnuhreyfingunni, að leita til Sahir Sjah, fyrrum konungs, sem dvalið hefur í útlegð á annan áratug, að veita forstöðu bráðabirgðastjórn í Kabúl. HELGARPÓSTURINN 9

x

Helgarpósturinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Helgarpósturinn
https://timarit.is/publication/47

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.